Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 6
Minningaorð um Sigríði Þorleifsdóttur frá Háeyri. Nýja Bíó. Fangftnn á Há- karlaeyjun uft. UNDANFAKIÐ hafa Amerílcu menn gert mikið að því að gera kvikinyndir af atburðum í sambandi við þrælastríðið í Bandaríkjunum. Ein þessara mynda er Fanginn á Hákarlaeyjunni, sem Nýja Bíó sýndi í fyrsta skifti í gærkvöldi. Læknir einn í Suðurríkjunum er ákærður fyrir að hafa hjálpað morðingja Abraham Lincolns að flýja. Læknirinn gerði þó ekki annað en það, sem læknisskylda |ians bauð honum. Morðingi Lincolns, John Wiiki $s Booths, var skotinn á flótta, svo armur laganna náði ekki til hans. En þjóðin heimtar hefnd fyrir morð forsetans, og 8 menn eru dæmdir fyrir „þátttöku“ í morðinu. Sjö þeirra eru dæmdir til dauða, en sá áttundi, læknir- inn, er dæmdur í lífstíðar fang- elsi á „djöflaeyju“ Bandaríkj- anna í Meiicoflóanum. Á „djöflaeyjunni“ eru fangarn- ir kvaldir á alla hugsanlega lund af fangavörðunum. Læknirinn reynir að strjúka, en tilraunin mishepnast, Myndin er afar speunandi frá byrjun til enda. Aðalhlutverkið, læknirinn, leikur hinn karlmann- legi leikari Warner Baxter. Óperan „Systirin frá Prag“ var í. fyrir troðfullu húsi~ í Iðnó T gærkveldi, í síðastá sin.11. Yar aðsókn svo mikil, að aðgÖngu' miðar. seldust úpp áA tyeimpr klukkustundum í fyrradag. Æski- legt væri,. að Hljómsveit -Reýfejit^ víkur sæi sjer fært að sýna ópfei> una einu sinni enhþá, þar sem máfgir bæjarbúar, sem inundu vilja sjá hana, hafa enn ekki ; fengið. tækifæri til þess. Sjúkraskýli Rauða Krossins i Sandgerði. Nú á vertíðinnf hefir verið opnað í Sandgerði hið langþráða skýli handa sjó- mönnum, sem Rauði Kross Is- lands ihefir unnið að að koma upp með styrk úr ríkissjóði. í hælinu er rúmgóð aðgerða- stofa, þar sem hjúkrunarkonan getur veitt sjómönnum ýmsa hjálp. Ennfremur eru tvær sjúkrastofur með 4 rúmum, bústaður hjúkrunarkonu, lítið eldhús, snyrtiklefi o. fl. í kjall- arahæð verður útbúið baðhús handa sjómönnum. Rauði Krossinn hefir nú í mörg ár haldið uppi sjómanna- hjúkrun í Sandgerði. Hið nýja hæli gerir alla aðstöðu miklu hægari og kemur hjúkrunar- starfinu á fastari grundvöll. — (Tilk. frá Rauða Krossi Is- lands—FB). 60 MANNA KÓR KEM- UR TIL REYKJAVÍKUR. „Kantötukór" Björgvins Guð- mundssonar á Akureyri kemur hingað til Reykjavíkur þann 25. þ. m. Heimsókn þeáfa kórs til höfuðborgar landsins er að því leyti óvenjulegur söngviðburður, að kórinn flytur að mestu eða öllu leyti verk eftir söngstjórann sjálfan, Björgvin Guðmundsson tónskáld, í kórnum eru imi 60 manns, þar að áuki mun hljómsveit aðstoða ’við söngTinr. ;,Áfyrsta samsöng-.sínuin mun kóy.inn syngja alla „liátíðakant- ötu“ Björgvins, „íslands þúsund ár“. Srðar mun kórinn flytja mik- ! ið tónverk eftir sama höfund, sem nefnist „Friður á jörðu“. - * •..■■0 ■■■■■’ ■ ; ■•./.' i ) MORGUNBLAÐIÐ Um leið og jarðneskar leyfar þessarar merku konu eru til mold ar bornar í dag, þykir mjer hlýða að minnast hennar með örfáum orðum. Hún var fædd að Stóru-Háeyri á Eyrarbakka hinn 15. mars 1857 og því fullra 80 ára að aldri nú, þá er hún ljest, hinn 3. þ. m. Foreldrar hennar voru þau Þor- leifur Kolbeinsson drbrm. og kaupmaður á Eyrarbakka og síð- ari kona hans, Elín Þorsteinsdótt- ir. Kolbeinn. faðir Þorleifs, var sonur Jóns Kolbeinssonar frá Múla í Aðal-Reykjadal, Suður- Þingeyjarsýslu, og Sigríður Þor- leifsdóttir prests Skaftasonar. Þorleifur gamli á Stóru-Háeyri andaðist 9. mars 1882, 83 ára að aldri; hann var tvíkvæntur og tneðal síðari-konu barna hans, sem áður er getið, var Sigríður; hin önnur börn Þorleifs, er upp komust, voru Málfríður, ltona Andrjesar Ásgrímssonar verslun- armanns á Litln-Háeyri og síðar J óns Sveinb j&f harsðnar óðals- bónda á Bíldsfelli, Elín, kona sjera Jóhanns Þorsteinssonar í Stafholti, Þorleifur verslunarm. og Kolbeinn búfræðingur, er báð- ir dóu á unga aldri. Hinn 18. apríl 1876 giftist Sig- ríður Þorleifsdóttir eftirlifandi manni sínnm.- Gnðimmdi ísleifs- syni, f.ýrv, híeJ^átjónaí'log kaup- manni á Eýi.wJfcJkklá jCfiöfðu þau úú fyrir tæpu ári síðan haldið há- tíðJfegt , dema nGþlúðhoup sitt. Guðm, dvelur Iijer ;,í bænum (á EHihojmilinn). kominn á 88. aldursár sitt. , . Þau Sigríðivr og Guðmuúdur eignuðust 10 börn. Fluttist eitt þeirra, Guðmundur, til Ameríku, Geir er búsettur í Danmörku og hin önnur, sem á lífi eru, þessi: Þorleifur, fyrv. alþm,, Haraldur, verkstjóri á Eyrarbakka, Guð- björg, ekkja sjera Gísla Kjartans- sonar, Sylvía, kona Olafs læknis Lárussonar t. V'estmannaeyjum, Sólveig, kona Ingimars Júhannes- sonar skólastjóra að Flúðurn, og Elín, ógift; tvö börn þeirra Sig- ríðar og Guðmundar önduðust á æskuskeiði. Heimilið á Stóru-Háeyri var um ei.tt skeið og all-lengi eitt ineðal hinna stórfefiglegustu og athafna mestu íslenskra lieimila: Þar var umfangsmikil verslun rekin, sjáv- arútgerð í stórum stíl og mikill fjöldi sjómanna var þar, hjúa og annara heimaihanna, auk gesta og gangandi, er að garði bar. Hús- móðirin á þessu umfangsmikla og ónæðissama heimili var Sigríður Þorleifsdóttir og má óhætt full- .yrða, að stjórnsemi hennar var með afbrigðum góð, skörungsskap nrinn og ráðdeildin hjeldust þar í hendur, stillingin og staðfestan. Sigríður var dul í skapi, stilt vel, en þó jafnan glöð og viðræðu góð, enda greind kona og athug- ul. — Reykjavík', 14. apríl 1937. Jón Pálsson. Færeyskt fiskiskip kom liingað í. ;.-sú:d ’g meó veikan mann. Sigríður Þorleifsdóttir. BRÁÐABIRGÐALÖGIN Á ALÞINGI FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU anna fór umræðulaust til 2. um- ræðu og sjávarútvegsnefndar. Skyldi ekki fara svo, að þetta mikla áhugamál þingmanna Ey- firðinga fái hægt andlát í nefndinni? * Þegar stíflan var tekin burtu í neðri deild og bráðabirgða- lög Haralds Guðmundssonar voru komin til 3. umræðu, losn- aði skyndliega um aðra stíflu í efri deild. Það var stíflan, sem Jón Baldvinsson setti á dögunum í framgang bráðabirgðalaga Her- manns Jónassonar um leigurán mjólkurstöðvarinnar í Reykja- vík. Jón Bald. kvaðst ekki ,,á þessu stigi“ vera við því búinn, að taka afstöðu til málsins. Þessi bráðabirgðalög hafa verið til 2. umræðu í Ed. marga undanfarna daga. En þegar bráðabirgðalög Haralds fóru til 3. umr. í Nd. var J. Bald. tilbúinn að taka afstöðu til bráðabirgðalaga Hermanns í Ed.; þau fóru einnig til 3. um- ræðu. Þar ætlar J. Bald. sýni- lega að halda þeim föstum, uns bráðabirgðalög Haralds ei-u einnig komin undir hans vernd- arvæng. Bráðabirgðalög Hermanns um leiguránið eru aftur á dagskrá í Ed. í dag, og er það 3. um- ræða. Kepni í handknattleik stendur yfir þessa dagana í skólunum og er kept um bikar, sem „Bindind- isfjelaga samband skólanna“ gaf. í kepninni taka þátt: Mentaskól- inn, Gagnfræðaskóli Reykvíkinga, Flensborgarskólinn og Kennara- skólinn. S.l. sunnudag keptu Gagnfræðaskóli Reykvíkinga og Flensborg og vann þá Gagnfræða- skólinn með 22 mörkum gegn 19. Sama dag keptu Flensborgarpilt- ar og piltar úr Kennaraskólanum; vann Kennaraskólinn með 20 mörkum gegn 19. í gær keptu Mentaskólanemendur og Gagn- fræðaskólapiltar. Mentaskólinn vann með 14 mörkum gegn 12. í dag kl. 4 keppa Gagnfræðaskól- inn og Kennaraskólinn. Flensborg arskólinn hefir sagt sig úr leik. Kepnin fer fram í fþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. ;:;■■ ■' '-'':7 Miðvikudagur 14. aprfl 1937 BJÖRGUNARSKÚTAN YERÐUR BYGÐ I DANMÖRKU. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. og benda henni á svikna Timra frá áður nefndri smíðastöÖ, *ent hægt er að sanna hvenær sem er. Árið 1930 bar það við sem oft-» ar, að það kom mótorbátur frá Frederikssund Værft í Dan- mörku til íslands. Þessi bátur heitir Víðir og átti heima á Akra- nesi. Bátur þessi mun hafa litið sæmilega út, þegar hann kom, en við skoðun kom það í ljós, að það þurfti að skifta um undirsmíði undir vjel, og mnn það hafa ver- ið gert skömmu eftir komu Víðis. En þess hefir þurft í fjölda mörg’ um bátum, sem komið hafa frá út- löndum, og fjölda margt, sem hefir þurft að gera þeim til góða eftir komu þeirra hingað. Það er nú svo, að það þýðir ekkert að- tala um sterka og góða eikarbáta, ef seyming og boltning er sviksam lega af hendi leyst, sem síðar skal sýnt að átti sjer stað með wi.b. Víðir. Það vita allir, að það er eitt af höfuð skilyrðum fyrir styrkleika skips eða báts, að það sje vel seymt og boltað. Nú vildi svo til, að m.b. Víðir sökk á bátalegunni við Akranes. Þar lá báturinn nokk urn tíma, áður tækist að ná hon- um uþp, En er það tókst, var hann dreginn á land á Akranesi. ' Urðu til þess þrír skipasmiðir úr Reykjavík að gera við hátinn,. en við þessa aðgerð komu svikin í - ljós. Víj: Það er viðtekin regla. að- Jíf- holt intíanyerðú P bátnú&i t-Sé^ húfshif .(kimningsplankar) að tít- -■ an nái stafna í milli. Þessir plauk- ’ ur eiga að vera boltaðir í gegnunt ‘ bönd og alt saman, með haus boitanum að utan og: hnoðhring áö itman. En þetta var dálítið öðru vísi f' m.b Víðir. Það vita nú allir inenn, að þegar bát er lagt á land, þá legst hann á áðurnefnda plánka, sem ern vanalega 5—6% cm. á þykt í þessari stærð af bát- um, sem m.b. Víðir er, og öll lengdin í gegnum bátinn á þessum stað er 26—29 cm. Eu í m.b. Víð- ir voru reknir falskir boltastubb- ar, 5—7 cm. langir, með hnöð*- hring, innanverðu frá, til þess að það liti út Sem gegnumgangandi boltar, og uáðn þessir stubbar því' tæplega í gegnum I ífholtsplank- ana. Frekari óvandvirkni mætti benda á, en það skal látið ógert í þetta sinn, ’ þar til, ef tilefni gefst, síðar. Nú legg jeg. það und ir dóm almennings, hvort það sje rjett að kaupa svona vinnu frá öðrum löndum og borga hana með erlendum gjaldeyri, sem altaf er vöntun á. Nú sjest á ofanrituðu, hvort þetta muni vera heppilegasta leið- in, sem stjórn Slysavarnafjelags íslands virðist ætla að fara með því að aðhyllast einmitt það verk stæði, sem uppvíst er að því að hafa selt okkur íslendingum svikna vinnu. Einar Einarsson Nýlendugötul8. Afli hefir verið tregur hjá vjel- bátum frá Akranesi síðustu daga. Hæsti afli er 8—10 skippund á bát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.