Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. apríl 1937 Minningarorð um Margrjeti Símonardóttur. Margrjet frá Melshúsum verður fcorin til moldar í dag. Hún and- aðist að Grund við Reykjavík 3. þ. m., þá 80 ára og 6 dögum betur. Enn er það svo, að fáum finst hauðrið hrapa, þó góð húsfreyja látist. Eigi að síður er það mikið þeim er missa, og svo er hjer. — Pljótt á litið' virðist æfiferill Margrjetar; hyersdagslegur, og svo kann mörgum að virðast, sem þektu hana lítið, en hún var því meiri og betri kona sem maður kyntist henni meira. í stórum dráttum er æfi hennar einkar algeng. Hún var góðra manna en fátækra, sem liðu fyr skort en að leita annara. Var þó og stutt milli hallæra, svo margir liðu, en fáir aflögufærir. Margrjet varð að vinna fyrir sjer hjá vandalausum er hún hafði fengið nokkurn þroska til þess, og þó hún væri koinin að þrítugu er hún giftist, þá var vinnukonustaða svo treggæf á fje, á þessum árum, að lítil efni gat hún lagt í nýja heim- ilið, þó hún væri búin að vinna öðrum mikið og vel, í nær 20 ár. Vegna efnaleysis settu þau saman heimili í „þurrabúð“ í verstöð við Faxaflóa sunnanverðan. Stundaði maður hennar sjóróðra allar ver- tíðir, en bæði fóru þau hvert sum- ar í kaupavinnu norður í land. Þegar árin liðu og börnum þeirra fjölgaði varð þessi tilhögun þeim erfið, að koma börnunum fyrir yfir sláttartímann, en búast við lítinn kost af Suðurnesjum norður í land, eins og samgöngum var þá háttað. — Sem betur fer fækkar þeim nú, sem þekkja af sjón, hvað þá raun, hve slík æfi er erfið, og finst þó oft nógu mótdrægt. Nokkuð má marka þetta af því, að í vetur sagði Margrjet, eftir 6 ára blindu og heilsuleysi, að það væru sín bestu ár, því þau hefðu verið á- hyggjuminst, í skjóli sonarsonar síns, sem hún hafði alið upp. Jeg reyni ekki að rekja erfið- leika Margrjetar, vonbrigði og sorgir. Jeg veit að hún vildi helst fara með allar þær minningar með sjer, svo að þær yrðu ekki öðrum til hrygðar. Hún hafði grátið þær allar, í einrúmi, nú síðustu 6 árin blindum augum, en hún bar aldrei harma sína á torgin. Margrjet var há og beinvaxin, fríð sýnum og virðuleg í fram- göngu, prýðilega greind og ávalt glaðlynd, hvað sem gekk á móti. Hún átti þá höfðingslund og þann stórhug sem enginn skortur, erfiði eða vonbrigði gátu beygt, en hún átti líka þá mildu, fórnfúsu lund, sem aldrei gat sjeð bágindi svo, að reyna ekki að bæta úr þeiin. Hún átti þá höfðingslund, sem gefur mikið af litlu og þær líkn- arhendur sem öllum þjáðum fróa, ef þfer ná að snerta. Margrjet var ein af þeim ís- lensku húsfreyjum sem sanna að þessi lýsing Bjarna Thorarensen á Ödd-i Hjaltalín getur enn stað- ist: „Konungs hafði hann hjarta með kotungs efnum. Á iíkn við fátæka fátækt sína ól“. MORGUNBLAÐIÐ Ddgbók. |X| „Helgafell“ 59374157 — IV./V. — 2. Veðrið í gær (þriðjud. kl. 17) : Lægðin er nú um 500 kin. suðvest ur af Reykjanesi og þokast hægt norður eftir. Vindur er allhvass SA á Suðvesturlandi og 7—8 stiga hiti með dálítilli rigningu. Norð- an lands og austan er SA-gola og úrkonndaust. Hiti er þar 3—9 st. Veðurútlit í Reykjavík í dag: SA- eða S-kaldi. Rigning öðru hvoru. B.v. Haukanes kom til Hafnar- fjarðar af veiðum í gær með 73 föt lifrar. Sálarrannsóknafjelagið heldur fund í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8%. Á fundi Kvennadeildar Slysa- varnafjelagsins í kvöld í Oddfell- owhúsinu fíytur frk. Thora Frið- riksson erindi frá París og sýnir skuggamyndir þaðan. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur hefir bókaútlán í kvöld kl. 8y2 í Kaupþingssalnum. 70 ára er í dag frú Pálína Ims land, Seyðisfirði. Æskulýðsvika K. F. U. M. og K. heldur áfram. í kvöld talar Arni Sigurjónsson. Efni: „Hvað hindrar þig?“ Samkoman hefst kl. 8y2. Allir velkomnir. Eimskip. Gullfoss er á Bíldudal. Goðafoss var á Patreksfirði í gær. Brúarfoss er á leið til Gautaborg- ar frá Leith. Dettifoss er í Ham borg. Lagarfoss var á Djúpavogi í gær. Selfoss er í Reykjavík. Parið um borð í Loch Morar. Samkv. símtali í gær við síma- ‘Stöðina á Eyrarbakka tókst tví- vegis í síðastliðinni viku að kom- ast fram í skipsflakið af enska togaranum Loch Morar. Tókst að saga op á hvalbak skipsins og komast þaðan niður í skipstjóra- herbergið. Var sjerstaklega gerð leit eftir líkum í báðum þessum herbergjum, en ekkert fanst. Aft- urhluta skipsins hefir ekki tekist að kanna, vegna þess að hann er alveg á kafi í sjó. Skipsflakið er alt á kafi um stórstraumsflóð, en stjórnborðshliðin er upp úr sjó um stórstraumsfjöru. Ekkert sem teljandi er hefir rekið úr skipinu síðustu viku. (FIJ) Hjónæfni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína á Akranesi ungfrú Sigrún Sigurðardóttir og Jón A. Nielssou verslunarstjóri á Akranesi. íþróttafjelag Reykjavíkur lield ur sinn árlega aðaldansleik að Hótel Borg laugardaginn 17. apr., og minnist um leið 30 ára afmæl- is síns. Verður borðað frá kl. 8— 10 (við sjerborð), en á meðan verður ýmislegt til skemtunar, nokkurskonar „cabaret“, tvær hljómsveitir spila við dansinn. — í.-R.-ingar hafa mikinn íþrótta- áhuga og dansleikir þeirra eru annálaðir fyrir fjör og prýði. Dragnótaveiðar. Frumvarpið um opnun landhelginnar fyrir dragnótaveiðum, sem verið hefir eitt mesta hitamálið á undanförn um þingum, og einnig á þessu þingi, var loks samþykt, út úr neðri deild í gær með 18:11 atkv. Mun frumvarpið úr þessu fá greiðan gang gegn um þingið, því að í efri deild mun vera lítil mót- staða gegn málinu. B.v. Otur kom í gærmorgun vegna veikinda um borð í skip- inu og lítilsháttar bilunar. Bókaútsala Bóksalafjelagsins hjelt áfram með fullum gangi í gærdag, og var stöðugur straum ur viðskiftavina í bókaversl. Sigf. Eymundssonar allan daginn í gær, eins og á mánudaginn. Ráðherra héfir nýlega skipað í embætti við Atvinnudeild Háskól- ans. Trausti Olafsson efnáfræðing ur var skipaður forstöðumaður iðndeildarinnar, Árni Friðriksson fiskifræðingur fyrir fiskideildina og Þórir Guðniundsson búfræðing ur fyrir búnaðardeildina. Útvarpið: Miðvikudagur 14. apríl. 8.00 Morgunleikfimi. 8.15 íelenskukensla. 8.40 Þýskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp, 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.30 Þingfrjettir: 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Sveitakonan, móðir og amma ,vor allra (Guðmund- ur Friðjónsson skáld). 20.55 Tríó Tónlistarskólans leikur 21.25 Utvarpssagan. 21.50 Hljómplötur: Endurtekin lög (til kl. 22.30). SKÓLANEMENDUR Á AKUREYRI LÆRA AÐ DANSA. Skólanemendur á Akureyri og yfirleitt ungt fólk, hefir feng ið mikinn áhuga fyrir danslist- ínni í vetur. Sigurður Guð mundsson danskennari er ný- kominn úr ferðalagi norðan frá Akureyri þar sem hann dvaldi til að kenna dans í Mentaskól- anum, Iðnskólanum, Gagnfræða skólanum og víðar. md 'iOí. ana Dð* v#ö>'eA MfB Á útsðlu Bóksalafjelagsins fást þessar bækur: BENEDIKT GRÖNDAL: Gamansögur innbundið (Helj- arslóðarorusta og Þórðar saga Geirmundarson- ar). Verð áður kr. 4,50, nú kr. 2.50. BJÖRN AUSTRÆNI: Milli fjalls og fjöru. Smásögur. Verð áður kr. 2.00, nú kr. 1.00. Aðalfundur i Landsmálaffelaginii Verði verður haldinn fimtudaginn 15. apríl kl. 8y2. e. hád. í Varðarhúsinu. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Í TilkynniKig. X Slík eru aðalsmörk ágætrar hús- freyju. Ætti jeg eina ósk til handa ís- lensku þjóðinni, þá veit jeg mig ekki g’eta varið bemii betur en svo, að biðja Guð að gefa þjóð- irini, á hverjum tíma, margar því- líkar ágætiskonur sem Margrjet var. Th. A. Sigurður Guðmundsson. Segist Sigurður hafa notið góðrai’ aðstoðar Sigurðar Guð- mundssonar skóiameistara, sem greiddi götu hans í Mentaskól- anum og hafði áhuga á að nem- endur næpiu danslist. í vetur hafa þau Asta Noi'ð- mann og Sig. Guðmundsson í sameiningu haldið uppi dans- kenslu hjer í bænum. í sumar fara þau bæði til útlanda til að kynna sjer nýjungar í dansi. til að kenna hjer næsta vetur. Að gefnu tilefni tilkynnist hjer með, að hr/. £ Eiríkur Helgason, Hverfisgötu 90, er ekki löggiltur*) | rafmagnsvirki í Reykjavik og hefir því ekki rjett ❖ til að taka að sjer vinnu við rafmagnslagnir eða * || önnur verk, sem heyra undir starfsvið löggiltra £ rafmagnsvirkja í Reykjavík. X X Rafmagnsstjórinn í Reykjavík. f X F AG kúlulegur. fyrirliggjandi. Bræðurnir Ormséon, Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.