Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 5
IViiðvikudagur 14. apríl 1937
MORGUN B L A-Ð1Ð
ítgef.i H.f. Árvakur, Reykjavlk.
mtstjðrnri Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarmaCur).
AugljslnKnri Árni Óla.
Itltstjðrn. nuftlýsingnr og afgrenislni Austurstræti 8. — Sími 1600.
Ásk-iftargjnltli kr. 3.00 á mánuBi.
í I._,asusölui 15 aura eintakiS — 25 aura meiS Lesbðk.
Á RÍKIÐ AÐ VERA RJETTLAUST?
Pað er entiii líkara en að sum-
ir af forsprökkum Al-
þýðuf lokksins líti a viuuu-
deilur eins og- einhvern þjóð-
legan heigidóm, sem ómögu-
lega megi saurga. Það er
eins og þessum mönnum sje —
að minsta kosti þessa dagana —
mest í mun að við getum greint
okltur frá öðrum þjóðum með
rjettleysi og ribbaldaskap.
Öðru vísi mjer áður brá. Það
• eru ekki margir mánuðir síðan
Stefán Jóhann Stefánsson kom
frá kóngsins og Staunings Kaup-
mannahöfn, brosandi af ánægju
yfir öllu því, sem fyrir augu og
• eyru hafði borið. Hami sagði við
flokksmenn sína: Við eigum að
semja okkur sem mest að hátt-
um hinna • hægfara sósíalista á
Norðurlöndum og forðast skulum
við kommúnista eins og heitan
•eld! Alþýðublaðið birti alla þessa
brauðsúpu Stefáns Jóhanns og
kjamsaði að.
En nu stendur upp þessi sami
•Stefán Jóhann, þessi hægfara,
throsandi, brauðsúpukandídat og
; fer að prjedika boðskap Einars
; Olgeirsonar.
Ja, gleymt er þá gleypt er má
: Stauning segja, þegar hann
i frjettir um þetta, afturhvarf læri-
; sveins síns.
*
Það er öllum kunnugt að alt
frá by rjun hafa sósíalistar stælt
flokksnrenn sína í nágrannalönd-
unum i löggjafarstarfi sínu.
Þangað til nú alt í einu, þegar
nm er að ræða-mál, sem þjóðina
varðar hvað mestu, þá er blásið
é. langa og farsæla reynslu ná-
■grannaþjóðanna eins og hún
væri alveg einskisvirður hjegómi.
Ef farið er fram á það að ís-
Senska ríkið setji vinnulöggjöf
■eins og öll önnur lýðræðisríki, þá
aetla forystumenn sósíalista að
umhvehfast.
Og þó er ’það svo að vinnulög-
gjöfin eius og 'hún er borin fram
af Sjálfstæðismönnum er sniðin
eftir samskonar löggjöf þeirra
landa, sem okkur eru skýldust
■að atvinuú og Iifnaðarháttum.
’Það er 'borið fram Iiið besta af
því, sem reynsla síðustu manns-
aldra hefir kent þeim þjóðum,
sem þyk’ja standa í fremstu röð
'í heiminum fyrir háa og göfuga
:menningu, lýðræði og mannúð.
Hvað halda sósíalistar að þeir
•geti halöið lengi uppi hinni von-
'lausu baráttu sinni, þegar svo
stendur á’? Á Island að vera eina
menningarríkið, sem neitar að
hafa afskifti af því hvort þjóð-
fjelagið þurfi að líð a miljónatöþ,
vegna vinnustöðvana, sem liægt
hefði verið áð fyrirbyggja? Eða
>er yfirleítt hægt að ’hugsa sjer
■menniiTgarríki nú á dögum, án
'þess að þessum málmn sje skip-
sað með löggjöf?
*
"Hjeðinn Valdimarsson segir:
Alþýðusamband Islands hefir
sín lög og þess vegna er öll frek-
ari löggjöf nauðsynjalaus. Eim-
skipafjelag Islands, Sambandið,
Vinnuveitendafjelagið. Öll þessi
fjelög háfa sin eigin lög, en
verða engu síður að hlíta lands- •
lögum.
En Hjeðinn og hans nótar
neita að þola lög. Þeir líta að-
eins á sína eigin hagsmuni en
loka augunum fyrir hagsmunum
þjóðarinnar. Þeir slá á hina út-
rjettu hönd hins aðiljans í þessu
málv'vinnuveitendanna.
Það er skoplegt að hugsa til
]>ess að flokkur eins og Alþýðu-
fiokkurinn, sem hingað til hefir
lifað og hrærst í því, að skipu-
leggja alt og alla, skuli þver-
neita að leggja hönd að því, að
koma skipun á þau mál, sem
þjóðina varða mestu?
Því hvað kosta verkföllin ? Það
er upplýst að eitt einasta verlc-
fall 1929 kostaði þjóðina svo
miljónum skifti. Öll verkföll,
sem háð hafa verið síðan verk-
fallsöld hófst hjer fyrir rúmum
20 árum liafa kostað þjóðina
tugi og aftur tugi miljóna.
Fjárhagur okkar íslendinga
er nú svo kominn, að þegar fjár-
málaráðherra ríkisins fer utan að
hitta erlenda lánardrotna, þá er
fyrsta kveðjan: Jeg slæ þig ald-
rei framar! Alveg eins og þrá-
látur betlari, sem er hræddur
um að hurðinni verði skelt á
nasir lionum.
En þrátt fyrir þetta þá eig-
um við einir allra að vera menn
til að standast þau miljónatöp,
sem af óþörfum verkföllum
Hjótast.
«■
Það var einkennileg tilviljun,
að dagínn sem útvarpsumræðurn
ar um vinnulöggjöf fóru fram,
hjet forystugreinin í Alþýðu-
blaðinu: Á ríkið að vera rjett-
laust?
Umræðurnar um kvöldið sner-
ust einmitt um þetta: Á ríkið
að vera rjettlaust? Hjeðimi svar
aði þessu umsvifalaust játandi.
Og þegar búið er að svifta dúð-
unum af mælgi Stefáns Jóhanns,
verður svar hans á sömu lund:
Ríkið á að vera rjettlaust!
Allar aðrar menningarþjóðir
hafa sétt lög um þessi mál, af
því að þær hafa ekki viljað una
því, að ríkið væri rjettlaust. Ef
við neitum að setja vinnulög-
gjöf, sniðna eftir því sem gerist
meðal mestu mannúðar- og lýð-
ræðisþjóða, setjum við á okkur
þann ómenningarstimpil, sem
seint mun af mást.
Bðglasmjðr
áífætt.
Versl. Vísir.
Sími 3555.
Rauðkál,
Rauðbeður, Sellerí,
Piparrót, Gulrætur.
KLEIN,
Baldursgötu 14. Sími 3073.
HVAÐ ER AÐ GERAST
í INDLANDI?
Gandhi og
indverska
stjórnar-
skráin.
/TJ. andhi hefir lagt til,
að nefnd þriggja
lögfróðra manna sje
skipuð til þess að skera
úr því, hvort fylkisstjór-
arnir í hinum indversku
fylkjum hafi eða hafi
ekki rjettindi til þess að
afsala sjer þeim sjer-
stöku rjettindum, sem
stjórnarskráin gerir ráð
fyrir að þeir megi taka
sjer undir vissum kring
umstæðum.
Tiljaga þessi er komin
fram í tilefni af ræðu er
Zetland lávarður flutti
í efri deild breska þings-
ins s.l. föstudag þar sem
hann fór mjög óvægum
orðum í garð Congress-
flokksins í Indlandi og
hjelt því fram, að fylkis-
stjóramir myndu fremja
brot á stjómarskránni,
ef þeir afsöluðu sjer
nokkrum þeim heimild-
um er hún veitir þeim.
Þessi heimild, eða þetta vald,
sem stjórnarskráin veitir fylk-
isstjórunum og orðið hefir á-
steitingarsteinn, svo að horfur
eru á nýjum erfiðleikatímum
fyrir Breta í Indlandi, eru aðal-
lega að fylkisstjórarnir eiga „að
vernda þjóðina fyrir hættum,
sem steðja kunna að friði og
spekt í landinu“, og gæta þess
jafnframt að rjettindi minni-
hlutans verði ekki fyrir borð
borin. Þetta hefir í raun og
veru í för með sjer, að lands-
stjóranum er falið lögregluvald-
ið í fylkjunum.
*
Morgunblaðið hefir áður
skýrt frá efni ihinnar nýju
stjórnarskrár, en til skilnings á
þeim erfiðleikum, sem Bretar
virðast eiga framundan í Ind-
landi skal hjer rakinn kjarni
stjórnarskrárinnar í stuttu máli.
Indland er gert að þjóðasam-
bandsríki og í þessu sambands-
ríki eru bresku fylkin og fursta
ríkin, undir stjórn hinna ind-
versku fursta. Stjórn sambands-
ríkisins og hvers fylkis fyrir
sig, en þau hljóta með stjórn-
arskránni, nær fulla sjálfstjórn,
er falin ráðherrum, sem ábyrgir
eru löggjafarþingum, sambands
binginu, og þingum hvei's fylkis
fyrir sig.
Bretar liafa þó slegið nokkra
Gandhi, þjóðhetja Indve-ja.
varnagla m. a. þann, sem að
ofan getur um lögregluvaldið.
Landvarna og utanríkismálin
eru einnig falin landsstjóranum
(sem áður bar titilinn vísikon-
ungur). Þá hefir landsstjórinn
einng valjl til þess að koma í
eg fyrir að ráðstafanir verði
gerðar, sem gerir aðstöðu
breskra innflytjenda í Indlandi
erfiðari en annara innflytjénda.
*
í Indlandi e.ru 11 bresk fylki.
Þessi fylki eru tveir þriðju hlut-
ar af flatarmáli Indlands (þriðj-
ungur er undir stjórn furst-
anna) og íbúar þeirra eru yfir
250 miljónir. Bengal er nokkru
minna en Stóra-Bretland, en
þar búa 50 miljónir manns,
Madras er stærra en ítalía, bæði
um flatarmál og íbúafjölda.
Sambandsfylkin eru lítið eitt
minni en Frakkland, en íbúa-
tala þeirra er hærri, í Punjab
eru íbúar lítið eitt yfir 20 milj.
^ í Bombay lítið eitt undir 20
miljónum, og í Assam, sem er
minsta hjeraðið, eru 7]/J milj.
íbúa.
Það er í þessu geysistóra
landflæmi sem íbúarnir eiga
nú sjálfir að fara með éigin
stjórn, eftir þingræðissniði.
*
En í sex þessara fylkja —
Madras, Bombay, Mið-fylkjun-
um, Bihar, Orissa og Sambands-
fylkjunum — hlaut þjóðernis-
flokkur Gandhis meinhluta og
hefir neitað að mynda þar
stjórn.
Orsökin er þesi:
Bretar ihafa lýst yfir því, að
fylkisstjórarnir muni ekki
„nema sjerstaklega standi á“,
nota það vald, sem þeim er
veitt — hjer er aðallega átt við
valdið til þess „að vernda þjóð-
ina fyrir hættum, sem steðja
kunna að friði og spekt í land-
inu“, og til að vernda minní-
hlutann — en Gandhi hefir gert
að skilyrði fyrir þátttöku flokks
síns í stjórnarmyndun, að fylk-
isstjórarnir gefi ákveðið loforð
um að þeir muni alls ekki nota
þetta vald.
Þessu hafa fylkisstjórarnir
neitað og sagt, að þeir hefðu
ekki heimild til að afsala sjer
þessu valdi.
*
Það hefir verið sagt, að mark-
mið Gandhis væri ekki að fá
þessu skilyrði fullnægt, — a&
fylkisstjórarnir notuðu ekki hin
sjerstöku rjettindi sín — heldur
hitt að kollvarpa stjórnar-
skránni sem heild.
Uppástunga Gandhis um að
fá úr því skorið að nefnd lög-
fróðra manna hvort fylkisstjór-
arnir hafa rjett til að afsala
sjer hinum sjerstöku rjettind-
um sínum, ber þó hitt með sjer,
að hann sje fús til samkomu-
lags á þeim grundvelli, sem
þjóðernisflokkurinn hefir sett.
Hitt er aftur á móti hæpið
að Bretar geti afsalað sjer hin-
um sjerstöku rjettindum að svo
stöddu.
Þess vegna má vænta óró-
legra tíma í Indlandi á næst-
unni.
VA^m'StÍ^0
^ búalr tll
STEINDÖRSPRENT KF
Simi tT7& Pórthóö 369
4.
Fyrirli^jamH:
HAFRAMJÖL
HRÍSGRJÓN
KARTÖFLUMJÖL
Eggert Knstiánsson & Co,
Sírai 1400.