Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 14. apríl 1931
Hvítur og svartur tvinni. —
Ljósleitt stoppgarn. Verslunin
Dyngja.
Káputau og dragtaefni. Kápu-
tau á telpur. Kápufóður. Kápu-
tölur. Kjólatölur. Versl. Dyngja
Peysur á tveggja og þriggja
ári drengi. Peysur á telpur 1—
10 ára, ódýrar og góðar. Barna-
sokkar, allar stærðir frá 1.65
parið, ljósir litir. Versl. Dyngja
Ekta silkitaft í svuntur frá
16.00 í svuntuna. Georgette í
fjölbreyttu úrvali í svuntur og
upphlutsskyrtur. Versl. Dyngja.
Nærfatasilki, einlit og rósuð
frá 1.75 meter. Tvisttau —
Morgunkjólatau — hvít Flúnel.
Versl. Dyngja.
Prjónagam í mörgum litum.
Golfgarn, ljósir litir. Versl.
Dyngja.
Sem nýtt Kashmir-sjal og
silkipils til sölu, og fleira til-j
heyrandi peysufötum. Upplýs-
ingar í síma 2733.
Rammalistar nýkomnir. Frið-
rik Guðjónsson, Laugaveg 24
(áður Laugaveg 17).
Kaupi íslensk frímerki hæsta
erði og sel útlend. Gísli Sig-
arbjörnsson, Lækjartorgi 1. —
Opi8 1—4.
Hraðfrystur fiskur, beinlaus
, og roðlaus, 50 aura Vi kg. Pönt-
inarfjelag Verkamanna.
ÍTleð morgunkaffinu --
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
—
Rúgbrauð framleidd úr besta
danska rúgmjöli (ekki hinu
isönduga, pólska rúgmjöli).
Kaupfjelagsbrauðgerðin.
Herbergi til leigu fyrir ein-
hleypan. Uppl. í síma 2733.
Ibúð til leigu. Verð 80 kr.
Upplýsingar Bergþórugötu 57.
Hafnarf jörður.
2 herbergi og eldhús til leigu
á Suðurgötu 63, Hafnarfirði.
Nokkrir einsettir og tvísettir Hefi góðar tvær þriggja her-
klæðaskápar til sölu. Verð frá bergja íbúðir til leigu, mjög
kr. 65.00. Upplýsingar í síma ódýrt í Hafnarfirði. Þorleifur
2773. Jónsson.
Orvals saltkjöt í !/2 Og V4
tunnum. Kaupfjelag Borgfirð-
inga, Laugaveg 20. Sími 1511.
Mjög vandáð, stórt tvíofið
dagstofuteppi til sölu *4 verð.
Kl. 18—19. A. v. á.
Vjelareimar fást bestar hjá
Ponlsen, Klapparstig 29
Kaupí gamlan kopar. Vald
Poulsen, Klapparstíg 29.
&tfiynninga*
Friggbónið fina, er bæjarint
besta bón.
Slysavamaf jelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið mótí
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Ungur símritari lá leugi rúm-
fastur á spítala í Sidney.
Hann gerði það sjer til dægra-
styttingar að senda sólargeisla af
spegli inn í gegnum glugga á
sjúkrastofu einni, sem var beint
á móti stofu hans. Með geisla-
sendingum þessum gerði liann
símskeytatákn, „morsaði" eins og
kallað er, og flutti þannig ýmsar
orðsendingar yfir í liina stofuna,
sem lionum duttu í hug.
En einn góðan veðurdag sá hann,
sjer til mikilar undrunar, að sams-
konar geislateikn komu á stofu-
vegginn hjá honum, handan úr
hinni stofUnni. Hann hafði fengið
„samband". Og sambandið var við
unga stúlku, sem var símritari.
Þau hjeldu áfram að sendast á
skeytum á þenna hátt. Þegar þau
komust á fætur varð sambandið
ennþá innilegra og þau opinber-
uðu trúlofun sína.
*
Þó starfsæfi útvarpsins sje ekki
’orðin löng, hafa menn tekið eftir
I því í löndum þar sem eru miklar
mállýskúr, að með starfsemi út-
varpsstöðva eyðast mállýskurnar,
almenningur, sem talaði mállýsk-
ur, fer að tala sama mál og talað
er í útvarpinu.
• ■
Hjón éin í Ohio, Mr. og Mrs.
Humber, giftu sig nýlega í þriðja
sinn. Þau giftnst fyrst árið 1910
og skildu 1930. Giftu sig aftur
1934 og skildu sama ár. En nú
reyna þau í þriðja sinn. Alt er
þegar þrent er, segir máltækið.
Hversvegna er auglýst meir í
Morgunblaðinu en öðrum
blöðum? Það er vegna hinnar
geysimikln útbreiðslu blaðsins, og'
þar af leiðandi góða árangurs,
sem auglýsingarnar gefa.
*
Söngvarinn heimsfrægi Benja-
min Gigli á dóttur, sem Rina
heitir. Hún söng um daginn í
Milano ásamt föður sínum og
vakti eins mikla aðdáun og hann.
*
Amerískir bílaverkfræðingar
hafa reiknað íit að „meðalaldur“
híla sje 7 ár.
*
Frammistöðustúlka á vínknæpu
í París er svo lílv hinni marg-
nmtöluðu Mrs. Simpson, að talið
er að þær verði vart þektar í
sundur.
Er mælt að hún ætli að sækja
um að verða umsjónarkona á
„Simpson-safninu“ á bernskuheim
ili Simpson í Baltimore.
*
Kvenfólkið á Iíawaii þarf ekki
að hafa mikið fyrir klæðaburði
sínum. Og jafnvel vararauða fá
þær fyrirhafnarlaust að kalla npp
í hendurnar. Því þar vex runna-
tegund ein er her hýðisaldini, og
innihalda hýðin sterkt rautt litar-
efni. Þurfa stúlkurnar ekki annað
en tína hýðisaldin þessi, dýfa
fingrunum í litinn og smyrja síð-
an varir sínar. Er mælt að litur-_
inn sje kosstryggur.
*
Á spítala einum í New York
fæddist nýlega sveinbarn sem var
543 grömm. Drengurinn lifir. Um
sama leyti eignaðist negrakona
ein þar vestra meybarn sem vair
8.2 kg. á þyngd.
*
Nú líður að því að liðin sjeu 10 '
ár síðan Lindbergh flaug vestan
yfir Atlantshaf til Parísar og varð
heimsfrægur fyrir. Svíár hugleiða
að halda 10 ára afmælið hátíðlegfc
með einhverjum hætti.
*
„Vil eg hafa mat minn, en eng-
i ar refjur“ (undanhrögð), sagði
j Glámur við húsfreyju á: Þórhalls-
stöðum, er hann heimtaði mat
sinn á aðfangadagskvöld' j.óla, en
húsfreyja sagði honum, að það
væri háttur kristinna manna að'
fasta þann dag.
Sími 1380.
LITLI BILST09IN
Opin allan sólarhringinn.
Er nokkuð stór
Stúlka með stálpað barn ósk-
ar eftir ráðskonustöðu eða at-
vinnu á góðu heimili. Sími 4948.
Góða stúlku vantar mig 14-
maí. Unnur Pjetursdóttir, Mið-
stræti 12.
Maður í fastri stöðu óskar
eftir 2 herbergjum og eldhúsi
með þægindum, sem næst mið-
bænum. Upplýsingar f síma
2221.
Loftþvottur og hreingerning-
ar. Vönduð vinna. Sími 4781-
Plissering, húllsaumur og yf-
rdektir hnappar í Vonarstræti
12.
WILHAMSOW:
Systurnar Irá Dumulm.
Systurnar liöfðu tvö samliggjandi herbergi, og á
næturnar voru þær vanar að hafa opið á milli. En
síðustu nóttina, sem eldri systirin átti að sofa heima,
ljetu þær sjer ekki nægja það. Yngri systirin kom inn
til hennar, til þess að sofa hjá brúðurinni. Klukkan
var orðin eitt eftir miðnætti, þegar þær komu sjer
saman um það að hætta að tala og fara að sofa. En
þær lágu báðar lengi vakandi og hjeldu hvor í sínu
lagi, að hin væri sofnuð.
Það var ómögulegt að sofa þessa nótt.
Hugsanirnir komu yfir mann eins og yfirnáttúrleg-
ar vernr, sem voru á sveimi alt í kring í myrkrinu.
En þegar fyrsta dagsbirtan gylti hallarturnana og
gægðist inn um gluggana á austustu álmu byggingar-
innar, voru báðar systurnar steinsofandi.
Þær voru Ijómandi fríðar, dætur Gormes lávarðar.
Annira, hrúðurin, var einkennilega litbjört og talin
glæsilegri. Daura var minni vexti og ekki eins áber-
andi lagleg við fyrstu sjón. Hún var nýlega orðin 19
ára, en Annira var 22ja ára gömul.
Alt í einn hrökk Daura upp úr fasta svefni. Henni
fanst systir sín hafa talað upp úr svefninum. Hún þótt-
íst að mista kosti viss um, að hún hefði heyrt eitthvað
bg fanst sem hún yrði að vakna.
Hún gat ekki sjeð á klukkuna, sem stóð á arin-
hillunni, en vissi, að það gat ekki verið orðið mjög
framorðið, því að enn var skuggsýnt, en kl. 4 var
farið að birta á þessum slóðum.
Hvað gat heyrst annað en hið hljóða hvískur í öld-
unum, inn á milli klettanna, þar sem höllin hafði staðið
frá ómunatíð. Og þær systurnar voru ocðnar svo vanar
þessu hljóði, sem líktist andvarpi, að þær voru eigin-
lega hættar að lieyra það, nema þegar andvörpin nrðu
að öskrandi stormi.
Daura hlustaði með niðurbældum andardrætti. Ekk-
ert heyrðist — jú, veikur ómur í fjarska, eins og tónar
í sektjapípu.
Daura reis snögglega upp í rúminu, með áköfum
hjartslætti. „Það getur ekki — og má ekki vera það!“,
sagði hún hvað eftir annað með sjálfri sjer. „Jeg’vil
ekki trúa því — þessa nótt! Það er bara vindblærinn,
eða hngarburður minn“.
En hvort sem svo var eða ekki, hjeldu hinir veiku
tónar áfram að hljóma fyrir eyrum hennar, það var
ekki neitt sjerstakt lag, en tryllingslegir og sundur-
lausir tónar, sem gátu líkst hörpuslætti hafmeyjanna.
„Skyldi þetta vera hinn illi fyi'irboði hugsaði
Daura.
Henni var mjög órótt innanbrjósts og nú komu sög-
urnar, sem hún hafði oft heyrt áður, upp í huga henn-
ar. Hamar, gamli sekkjapípuleikarinn, — liann hafði
leikið á sekkjapípu sína fyrir utan höllina á hverjum
morgni rjett fyrir kl. 8 eins lengi og hún mundi eftir
sjer — hafði trúað henni fyrir því, að hann hefði
sjálfnr heyrt þetta, sem átti að vera ills merki, nótt-
ina sem lafði Gorme dó. Og eftir því, sem hann sagði
var það ávalt fyrirboði einhvers, þegar það heyrðist,
og þannig hafði það verið öldum saman. Hann sagðist
víst vita það, og kvaðst vera skygn, þar sem hann
væri sjönndi sonurinn í röðinni.
Alstair Mac Bimmon, frændi sýstranna, hafði hlegið
dátt, þegar hún mintist á þetta við hann, og sagði, að
yfirnáttúrlegir hæfileikar, eins og það að geta læknað
sjúka eða sjeð fram í tímann, væri hjegilja ein. Samt
sem áður þurfti maður ekki annað en sjá Hamar
gamla, til þess að finna, að hann var öðruvísi en
annað fólk. Og Daura fór að hugsa um, hvort Hamar
gamli væri vakandi og heyrði þessa tóna, eins og hún.
Og væri hann skygn, gæti hann ef til vill sjeð — og
vitað, hvað-------
Það fór hrolur um hana. Hún myndi als ekki getas
fengið sig til þess að spyrja Hamar á livað þetta vissL
Því að með því að tala um það stuðlaði maður ef til'
vill að því, að það kæmi fram.
„Bara að það snerti ekki Niru!“ Henni var sama um;
sjálfa sig, en ekkert ilt mátti benda Niru á brúðkaups-
daginn hennar. Hún var ákveðin í því að hætta þessu
um heimskulegu hugsunum. Þetta var ekkert nema
hennar eiginn hugarhurður, og því einu að kenna, að
hún var illa útsofin og full eftirvæntingar fyrir morg-
undeginum — eða deginum í dag, rjettara sagt, og
þegar færi að birta myndi hún hlæja að þessu öllu
saman.
Hún leit á systur sína. Henni fanst hún vera eins og
höggmynd á gröf. En sú hugmynd, að láta sjer detta
annað eins í liug um Niru á brúðkaupsdaginn hennarl’
Hún var sárgröm við sjálfa sig.
Það var íarið að birta og í fyrstu dagsbirtunni gat
hún greint andlit Anniru og hið þykka rauðleita hár
hennar, sem fjell niður á riimstokkinn.
Alt í einu opnaði hún stór og svört augun og starðt
beint framan í Dauru.
„Nú hefi jeg vakið blessunina með því að stara>
svona á hana“, hugsaði Daura og gætti sín að hreyfa
sig ekki, svo að hún skyldi ekki glaðvakna.
„Dollie, hvað var þetta?“, spurði eldri systirin hálf-
sofandi.
„Ekkert“, svaraði Daura róandi. „Þjer er óliætt að
sofna aftnr.
En Annira starði framundan sjer.
„Mig dreymdi einkennilegan draum“, sagði hún, jeg
hjelt að — tími væri kominn til þess að vakna — injer
heyrðist Hamar vera farinn að leika á sekkjapípuna
sína------“
„Hann er ekbi kominn, og hann kemur ekki fyrst
um sinn“, flýtti Daura sjer að segja. „Klukkan getur
varla verið meira en 4. Þú verður að sofna aftur, ef'