Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 3
; m* Miðvikudagur 14. apríl 1937 MORGUNBL.A ÐIÐ G.s. „ísland“ strandað í mynni Forth-fjarðar. Farþegar komast heilir á húfi í land. „Island" var bygt 1915. Vafasamt hvort skipinu verði bjargað. Frá frjettaritara Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn. Gufuskipið ,,Island“ strandaði snemma í gærmorgun við eyjuna May, utarlega í Forth-firði. öllum farþegum, 28 að tölu, var bjargað á land. Svarta þoka var á, er skipið strandaði og um líkt leyti strandaði á sömu slóðum stórt norskt flutiiingaskip. Mikill leki kom að skipinu og rann sjór inn í vjelarúmið. Vonast var eftir að „ísland“ næðist á flot með flóðinú í gær- kveldi, en það tókst ekki, og er því óttast að skipið liðist í sundur, þar sem það strandaði. . (í.s. í.sland var á leið til Reykjavíkur frá Kaupmannaþöfn með viðkoaiu í Leith'óg Færéyjúm. Skijnð straudaði .við norðau- verða eyjuna, Máy, séin er 1 yst í Forth-firðiimm, fáa kílometrá frá; nyrðri strönd fjarðarins. Krá eyjunni May til smábæjar-; ins Anstruther liggur sæsími, og símuðu íbúarnir á May þangað eftir björgunarbátum. Allir fárþegar voru í fasta- svefni, er skipið strandaði, og vöknuðu þeir við áreksturinn. Farþegarnir þustu upp á þilj- ur og ferigu að vita, að skipið Var strandað. En engin ofsahræðsla greip farþegana, því Lydersen skipstjóri stjórnaði björgunar- starfinu með öruggri bendi. Er framkoma hins aldna skipstjóra mjög rómuð af skipshöfn og far- þegum. Einn farþeganna hefir látið svo ummælt við frjettaritara Reuters: „Við treystum öll á skipstjórnarhæfileika Lyder- sens“. Strandið kvikmyndað. Dr. Skúli Guðjónsson var ineð- al farþega á ,,Islandi“ í þessari ferð skipsins. Var hann á leið til Færeyja til að halda áfram rann- sóknum sínum frá fyrra ári á mat aræði Færeyinga. Dr. Skúli kvikmyndaði strand- ið. Björgunarbáturinn sem bjarg- aði farþegunum af „íslandi“, kom til Anstruther klukkan 8 í gær- morgun. Meðal hinna 28 farþega var móðir með 9 mánaða gamalt barn sitt. í Anstruther borðuðu farþegarn ir morgunverð í hesta yfirlæti og leið þeim öllum vel. Frá An- struther. fóvu þeir til Edinborgar .. . ; . tfjp ..... .. aieð .járnhraut. óg dvelja nú þar á .gistihúsi *á •, kpstnað Sameinaða gufuskipaf jelagsins. Búist er við að farþegarnir komi hingað til lands með Lýra, sem fer frá Bergen annað kvöld, og fara þeir þá með norska far- þegaskipinu „Venus“ frá New- eastle til Bergen. Það var „Venus“, sem bjargaði skipsliöfniniri á „Thrym“ í ofsa- veðri í Nprðursjónum í vetvu'. * En ef ekki verður hæg't að ná „Lyra“, þá koma farþegarnir nieð Brúarfossi, sem leggur af stað til íslaivds frá Leith þ. 21. þ. m. G.s. ísland stendur á kletti og mikill sjór er í skipinu. Allan dag inn í gær var skipshöfnin um borð og dælur skipsins voru i stöðugum gangi. Björgunarbátar voru hafðir til taks A'ið skipshlið, tilbúnir til að flytja skipshöfnina í land, ef með þyrfti. Þetta var næst síðasta ferð Lyd- ersens skipstjóra með ,,íslandi“. Hinn 25. maí verður hann 65 ára og þá ætlaði hann að láta, af skipstjórn fyrir fult og alt. * G.s. íslainl ei" 1600 smálestir bnvttó að stærð, en 1062 smálest- ir nettó. Skipið var bygt í Dan- mörku árið 1915 til íslandsferða. Var |iað hið vandaðasta skip og traust mjög og kostaði um eina milj.ón króna, er það var bygt. Þegar Kristján X. konungur fór til Grænlands, var ísland valið til þeirrar ferðar, sem konungs- skip. Maður al „Snorra goða". Togarinn kom inn/í nótt. • , Of ——- Manin ^tÓK út af?|:ógaranúm „Snorra góða'* * 1 gærdag', þar sem skipið var að veiðuiri á Selvogsbanka. Maðurinn hjet Þórarinn Jónsson, 2. stýrimaðúr, til heimilis á Hverfisgötu 98 A hjer í bæ. Veður var slæmt er slysið vildi til. Þórarinn heit. kunni sund og synti hann á eftir íi skipinu. Var kastað til hans bjarghring og náði Þórarinn honum. Tveir menn köstuðu sjer í sjóinn með línur, til að i reyna að bjarga Þórarni, og náði annar þeirra í hann og gat komist með hann um borð. En Þórarinn var þá meðvit- undarlaus. Lífgunartilraunir voru gerðar, en árangurs- laust, í tæpa þrjá klukku- tíma. „Snorri goði“ kom hingað með líkt stýrimannsins kl. 1 í nótt. Þórarinn heitinn var kvænt ur og átti börn. Hann var 42 ára að aldri, þaulvanur sjó- maður og hafði lengst af stundað sjómensku á togur- um. GENGI STERLINGS- PUNDSINS. London í gær. FU. Neville Chamberlain fjármála- ráðherra Breta skýrði frá því í dag í breska þinginu, í svari við að stjórnin hefði ekki í hyggju spurningu frá einum þingmanna, að breyta gullgildi sterlingspunds ins, í því skyni að liafa áhrif á vöruverðið. Mjólkin og síldin. Hrossakaup stjórnarflokk- anna um brðða- blrgðalögln. þ au stóðu hlið við hlið * á dagskrá neðri deildar í gær frumvörp- in tvö um stjórn síldar- verksmiðja ríkisins, þ. e. bráðabirgðalÖg atvinnu- málaráðherra ,frá s.l. vori og frumvarp þing- manna Eyfirðinga, sem gengið hefir gegn um efri deild. Fyrra frumvarpið (bráða- birgðalögin) var til 2. umræðu og hið síðara til 1. umræðu. Afgreiðsla þessa mikla deilu- máls stjórnarflokkanna var eft- irtektarverð, og gefur ótvírætt til kynna að Tímamepn eru enn á ný að beygja sig fyrir sósíalistum. Frumvarp atvinnumálaráð- herra um staðfesting bráða- birgðalaganna fór til 3. um- ræðu; hvísluðu einstaka Tíma- menn því svo lágt, að varla heyrðist, að þeir fylgdu málinu aðeins til 3. umræðu. En sósíalistar hafa bersýni- lega krafist þess að fá úr því skorið strax, ihvort alvara væri hjá Tímamönnum að fella bráðabirgðalögin, og hafa þess vegna heimtað að málið verði tekið fyrir aftur á dagskrá á morgun og þá með afbrigðum frá þingsköpum. Fæst þá vænt- anlega úr því skorið hvað úr þessum skrípaleik verður. Frumvarp þeirra Eyfirðing- FRAMH. Á SJÖTTU SfÐU. Jón Þorsteinsson vinn- ur skiðabikar Siglu- fjarSar i annað sinn, Alfred vánn, stftkk 34,5, Siglufiroi í gær. FU. RSLIT sameiginlegrar skíðakcpni 1. flokks heggja skíðaf jelaganna í Siglufirði voru birt 11. þ. m. Samanlagt afrek |yrir göngu og stökk um skíða- bikar Siglufjarðar vann Jón Þoisteinsson nú í annað sinn. f Stökkkepnina uin Eincabikar- iim yann Alfreð Jónsspii. Stökk [ hann 34,5 metra. Saini vann eiuji-., | iy fyrsttl verðlaun í 400 metra , krókahlaupi á 52 sekándvnn. Yerð launiu voru áletrað lítil silfur- skíði. Innanfjelag'skepni Skíðaf jelags Siglufjarðav, í öðiQjaj. flokki fór þannig, að sanmla^^jafrek fyrij' göngu og stökk ijm,^gærðsskeif- una vann Einar Olafsson. Auk þess voru veitt 5 yerðlaitiJ í öðr- uni flokki. öll lí.til eftivlíking skeifunnar. í þi’iðja flokki vu'ðu úrslit jaau, að samanlagt afrek í göngu og stökki um , Happdrættisþjkarinn, gefinn af Jóni Gíslasyni umhoðs- manni Happdrættisins, vann Krist ján Einarsson, 12 ára, stökk hanri 21 metra. Krókahlaup vann Skarj) lijeðinn Björnsson. Auk þess voru A’eitt 9 A’erðlaun í þriðja flokki — lítil eftirlíking happdrættisbikars- ins. Aukaverðlaun fengu Einar Ferseth 11 ára fyrir sjerstakt gönguafrek 5 km. á 33 mínútum og Oiafui', Björnsson 10 ára fyrir stökkafrek, 20 metra. (FÚ) Varðarfjelagið heldur aðalfund sinn fimtndaginn 15. þ. m. kl. 8V2 e. h. í Varðarhúsinu. Æskilegt er að sem flestir fjelagsmenn mæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.