Alþýðublaðið - 04.06.1958, Síða 11

Alþýðublaðið - 04.06.1958, Síða 11
Miövikudagur 4. júní 1958 Alþýðublaðið 11 fæst á flestum blaðsölustöðum í Reykja- vík og nágrenni bæjarins. í DAG er miðvikudagurinn 4. júní 1958. Slysavarðsíoía Keykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Læknavörð ur LR (fyrir vitjanir) er á sarna stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Vesturbæj- ar ápóteki, sími22290. Lyfjabúð in Iðunn, Reykjavíkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja öll lokunartíma sölubúða. Garðs apótek og Holts apótek, Apótek Austurbæjar og Vesturbæjar apótek eru opin til j kl. 7 daglega nerna á laugardög- | um til kl. 4. Holts apótek og I Garðs apótek eru opin á sunnu dögum milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar apóíek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Ólafur Ein- arsson. Kópavogs apótek, Alfliólsveg'i 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13-16. Sími 23100. FLDGFERÐIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahaín- ar kl. 08.00 í dag. Væntanleg aft ur til Reykjavíkur kl. 22.45 í kvöld. Flugvélin fer til Oslo, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar kl. 08.Ó0 í fyrramáíið. Gull- faxi fer til London kl. 10.00 í fyrramáíið. — Innanlandsflug: f dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Heilu, Hornafjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar, Siglufjarðar, Vestm,- eyja (2 ferðir) og Þórshafnar. — Á morgun er áæílað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar, Sauðárkróks og Vestm,- eyja v2 ferðir). Loftleiðir h.f.: É'dda er væntanleg ti.l Rvk kl. 19 frá Hainbörg, Kaupmannah. og Gautaborgar. Fer til New York kl. 20.30. SKiPAFRfrr ÍJI Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Vestfjörðum á suð- Urleið. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið er væní- anleg til Reykjavíkur í dag frá Austfjörðum. Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Þyrill er á Austfjörðum. Skaftfellingur fór frá R-eykjavík í gær til Vesc mannaeyja. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er væntanlegt til Mantyluoto á morgun, Arnarfell er væntanlegt til Fáskrúðsijarc- ar á morgun. Jökulfell fór í gær frá Reykjavík áleiðis til Riga. I Dísarfell fór í gær frá Hamborg til Mantyluoto. Litlafell fer í dag frá Faxaflóa til Norðurlands- hafna. Helgafell fer í dag író Keflavík áleiðis til Riga. Hamra fell fór frá Reykjavík 27. f. m, áleiðis til Batum. Heron fór-31. f. m. frá Gdynia til Þórshafnar. Vindieat fór 30. f. m. frá Sörnes áleiðis til íslands. MESS'CB Kaþólska kirkjan. 5. júní — Dýridagur, lögskipaður helgidag ur. Lágmessa kl. 8 árd. hámessa kl. 6 síðd. Fermingarbörn í Laugarnes- sókn. Æskulýðsmótið er um næstu helgi. Farið verður írá KFUM við Amtmannsstí'g á laug ardaginn kl. 1,30 e. h. Farmiðar sækist til mín milli kl. 8—9 á kvöldin fyrir fimmtudag.--- Garðar Svavarsson. —o—■ Kvenfélag Laugarneskirkju. Farið verður í Ileiðmörk annað kvöld kl. 7,30 frá Laugarnes- kirkju. — Félagskonur, fjölmenn ið. •—o— Kvenfélag Háteigssóknar hef- ur kaffisölu í Sjómannaskólan- um næstkomandi sunnudag, 8. júní. Félagskonur og aðrar sain- aðarkonur eru vinsamlega beðn- ar að gefa kökur. -—o— Lítsamannaklubburinn. — I kvöld kl. 9 verða framhaldsum- ræður um íslenzka, óperu. Fram sögumenn í kvöld verða: Guð- laugur Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóri og Þorsteinn Hannesson, óperusöngvarí. J. S¥Sagnús ijarnasoiti : EIRIKUR HANSSON s s Skáldsasra frá Nvia Skotiandi. Mr. 104 I ég ætla ekki að fara að segja frá þeim faðmlögum og brenn- heitu kossum og þeirri ljúfu ástarleiðslu. sem það tiihuga- líf hafði í för með sér. því að flestir munu geta þess nærri, hvernig það hefur verið, — geta þess nærri af eigin reynslu. Eg læt mér aðeins nægja að segia, að við Aðal- heiður vorum trúlofuð. Það var langt frá því. að Aðalheið- ur væri fús til þess að láta mig vita, að hemii þætti, það h’ægilegt og jafnvel heimsku- legt, að unglingar á dkkar aldri töiluðu' um ást. „Ástin er flón“ sagði Aðalheiður. Og þegai- ég loksins áræddi að biðja hana um hiarta hennar og hönd, þá hló hún í fyrstu. ,,Ég get hlegið að þér,“ sagði Aðalheiður. Svo lézt hún verða reið og sagði, að réttast væri að við sæjumst aldrei framar. „Þú ert barn og veizt ekki, um hvað þú talar,“ sagði Að- alheiður. í stuttu máli: Þá tók Aðalheiður á sig allar hinar sömu' myndir. í andlegum skilningi, sem Þelis hin silf- urfætta tók á sig, þegar Pe- leifur var að ná ástum henn- ar. I öllum þeim myndum kotm Aðalheiður fram, áður en hún hét því að verða konan mín. Hún var ýmist sem ijón eða eldur, þöka eða harður steinn, í andlegum skilningi vel að merkia, en að lokum varð hún mín ljúfa og yndis- blíða og elskulega Aðalheiður. Já. eða nei, sagði ég. Björninn er unninn, sagði Aðalheiður. Já, eða nei, sagði ég. Þú hef- U" sigrað. sagði Aðalheiður. Já eða nei. sagði ég. Já, sagði Aðalheiður. Og ég gat að lok- um sagt eins og Cesar; ég kom ég sá, ég sigraði, en í dálítið öðrum skilningi samt. Við Aðalheiður höfðum af- ráðið, að við giftum okkur ekki f'yrr en í fyrsta lagi, þeg- ar ég væri útskrifaður úr Dalhousie-skóilanum, og j-afn- vel ekki fyrr en ég væri bú- inn að fá gott embætti, — væri orðinn prestur, lækn- ir eða lögfræðingur. En atvik- in höguðu því svo til, að ég skrifaðist aldrei út úr Dal- housie-skcilanum, og varð aldrei, og mun aldrei verða, hvorki iprestur, læknir né lög fræðingur. Og eins höguðu at- vikin því svo til, að við Aðal- heiður vorum oxðin hjón, áð- ur en við vorum fullra átján ára gömul. Því að einn dag, stuttu eftir trúlofun okkar, kom Aðalheiður í lystigarðinn til þess að mæta mér þar og segja mér, að húsmóðir sín og velgjörðarkona, frú Ham- ilton, ætlaði innan skamms al- farin til Englands og heimtaði að hún færi með sér. — Hvað eigum við nú að gjöra? spurði Aðalheiður. — Þú afitekur að fara með henni, sagði ég. — Hún skyldar mig til að fara með sér. — En ég segi henni, að þú sért konuefnið mitt. — Það er að gjöra vont verra. — Eg segi henni þá, að þú sért konan mín. — En hvernig ferðu að því að sanna það. — Með vobtorði frá prestin- um. Við verðum að gifta okk- ur strax. Aðalheiður þagði og horfði 1 gaupnir sér. — Viltu samþykkia það, kæra Aðaiheiður, að við gift- um okkur strax? Aðalheiður horfði út í blá- inn. — Já, eða nei, sagði ég. Aðalheiður þagði — Já eða nei, sagði ég. Aðalheiður rétti mér hönd sína. — Já eða nei, sagði ég. — Já, sagði Aðalheiður, en við megum ekki búa saman fyrir því, fyrr en við erum orðin tuttugu og eins árs göm- ul — Það skal vera ei'ns og þú vilt, sagði ég og þrýstj hönd hennar Ðaginn eftir fór ég og fann Methodista-prest ndkkurn og bað hann að gefa okkur Aðal- heiði saman í hjónaband þá um kvöidið. Hann tók því mjög vel og spurði mig um aldur okkar, og' sagði ég aldur minn töluvert hærri en hann í raun og veru var. Þar næst keypti ég giftinga-leyfisbréf, og beið svo Aðalheiðar við suðaustur- hornið í lystigarðinum. Þegar Aðalheiður kom þangað, kúil- aði ég á ökumann, sem þar var skammt frá með luktan vagn. Við ókum svo heim til Methodista-iprestsins, og gaf hann okkur undir eins saman í hjónaband í viðurvist kon- unnar sinnar, þjónuistustúlku hennar og ökumannsins. Eg gáf présfinum tíu dollara fyrir fyrirhöfn hans, en hann af- henti mér giftmgarsknrteinil undirritað af sjálfum honum, konunni hans og ökumannm- um. Og við Arvdlseiður vorum orðin einn maður, bæði fyrir guði og mönnum. Eg skildi svo við konu mína við suðaustur- hornið á lystigarðinum. Eg fór heirn ti'l herra Sandfords,. en hún heim til frú Hámil- ton, og hvorugt þeirra hafði hina allra minnstu hugmynd um það, að við Aðal'heiður værum trúioí'uð, og því síður, um það, að við værum gift. E’g| hafði að sönnu ' beðið herra Sandford kvöidið áður að lána mér tuttugu dollara, sem hann. gjörði orðalaust. Spurði mig ekki, hvað ég ætlaði 'að gjöra við þá. Hann hefur ef til vill haldið. að ég ætlaði að borga með þeim garnla skuld. Hálfum mánuði síðar fé’kk ég bréf frá frú Hamiiton, og bað hún mig í bréifinu gð koma strax og finna sig. Eg þóttist vita, um hvað frúin vildi tala við mig. Eg seiti giftir.garskírteinið í vasa' minn og fór samstundis ᣠstað til að finna hana. Eín ég verð að iáta það, að mér var allt annað en ljúft að fara þessa ferð. þó að ég vissi, að ég mundi fá að sjá konuna rnína um leið. Þegar ég var búinn að hringja dyrabjöllu’mii á hús- inu nr. 48 á Rósmarigötu, þar sem frú Hamilton átti heima, var hurðinni undir eins lokið upp. En það var hvorki fru Hamilton né Aðalheiður, sena komu til dyra, he-láur þj ón- ustustúlka. Hún vísaði mér til sætis í setustofu'rmi og bað mig að bíða frúarinnar litla stund. Eiftir að ég hafði S‘etið þa>- um hríð. korau þær frú Hamilton og Aðalheiður, fram til mín. Á andiiti frú Hamilton var hvorki hxyggð né gleði, þótti né velþóknun. Þar var ekki minnsiti skuggi til um- breytinga. Andlitið var, . éihsi og ég hafði áður séð það, líkfc og fríð og meistaralega út- höggvin marmaramynd, — eins og marmaramýnd eftir íslendinginn Albert Thorxmld- sen. En það sá ég, að barmur frúarinnar hófst pg. féli all-ótt. — Sæl vertu, frú Hamiliton, sagði é-g og stóð upp af stóln- um og hneigði mig, og sæli vertu Aðalheiður. — Ssell vertu, herra Hans- IEIGUBÍIAR BifreiðastöS Steindórs Sími 1-15-80 --O- BifreiSastöð ReykjavíiiUí Sími 1-17-20 SENÐIBÍLÁR Seradiböastöiin Þrostiar Sími 2-21-75 FSLIPPUS OG GAMLI TURNINN. GBrlátt varð gamla manninum ijóst, að eitthvað hafði komið fyrir. Það var ekki að.eins verzl unin sem hafði breytzt, heldur miátti 'heyra vagnhjól skrölta á hinni gömlu steinlögðu götu fyr ir utan, og það var mjög undar- legt. Og umhverfið kringum hinn tígulega kastala var einn- ig að breytast. Græn laufblöð birtust á hinumi dauðu greinum j peninginn að glugganum Og og gullnir akrar spruttu upp, og skoðaði hann nákvæmlega. ÞaÖ veggirnir urðu þröngir og hol- var ekki einu sinni gull. Hvað óttir. Kaupmað-urinn fór með mundi gerast næst?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.