Morgunblaðið - 28.12.1937, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. des. 1937.
MORGUNBLABIÐ
Togarastrandið
FKAMH. AT ÞRIÐJU íteU.
▼atni. Stórgrýtt er þarna. Jók
jþað og áhættuna, því öldurnar
gátu beinlínis skelt stólnum og
mönnunum við grjót og slasað
þá.
En þetta gekk alt saman
atórslysalaust. 1 hvert sinn sem
búið var að draga einn skip-
verja í skerið, var hann flutt-
ur á bát yfir lónið til lands. Þeir
voru að vísu allmikið þjakaðir,
sem úr stólnum komu, og kald-
ir mjög, einkum einn þeirra,
vjelstjóri togarans, aldraður
maður. Var hann þunnklæddur,
og afar kaldur er í land kom.
Hann var fluttur til Guðmund-
ar Þórðarsonar og hjúkrað þar.
Tók það alllangan tíma að
hressa hann við, og jafnvel
talið tvísýnt í upphafi hvort
það myndi takast. Aðrir þeir,
sem dregnir voru á bjarglín-
unni voru fluttir heim að Jaðri,
sem er næsti bær við strand-
staðinn, og hjúkrað þar.
En þegar fjórum skipverjum
hafði verið bjargað með þessu
móti, fór að lýsa af degi. Um
sama leyti lægði sjóinn heldur,
og sá björgunarsveitin þá, að
fært myndi að komast á bát
alla leið að hinu strandaða
skipi. Var nú bátur mannaður
til að fara út að togaranum og
gekk sú ferð vel. Var 9 manns
bjargað á þann hátt í land. En
alls voru skipverjar 13.
Skipshöfnin var síðan flutt
hingað til Reykjavíkur á jóla-
dag.
Mjög róma þeir skipverjar
ötula og djarflega framgöngu
björgunarsveitarinnar við björg
unarstarfið.
Forstjóra Slysavarnafjelags-
ins, Jóni Bergsveinssyni var
þegar gert aðvart í síma um
strandið. Hann náði í síma-
stöðvarstjórann í Keflavík,
Sverri Júlíusson, en Sverrir
vakti vjelbátaformenn til þess
að bátar yrðu til taks þaðan, ef
á aðstoð þeirra þyrfti að halda.
En þess þurfti ekki.
Verður togaranum
náð?
Varðskipið Þór fór á jóla-
dag á strandstaðinn til þess að
reyna að bjarga togaranum af
skerinu. Það þykir ekki von-
laust. En Þór var kallaður burtu
þaðan á 2. jóladag, að sögn til
að flytja Finn Jónsson vestur
á Isafjörð.
Þá var Ægir sendur á strand-
staðinn. En för hans tafðist
víst eitthvað, svo ekki var hægt
að ljúka við að dæla úr togar-
anum fyrir hádegisflóðið í gær.
Ægir var syðra í gærkvöldi.
Hafi veður ekki spilst í nótt, er
talið að komið geti til mála að
skipið náist út í dag.
Á aðfangadagskvöld um kl. 12
varð Stefán Jóhannsson skipstjóri
fyrir bifreiðinni R 620 rjett fyrir
utan B. S. R. Kom bifreiðin ak-
andi vestur Ansturstræti. Stefán
var þegar fluttur á Landspítal-
ann og reyndist hann töluvert
mikið meiddur á baki og með
brákuð rif. Ekki er enn vitað með
vissu, með bverjum hætt.i slysið
vildi til, en lögreglan hefir málið
til rannsóknar.
Dagbók.
□ Edda 593712285 — Jólatrje
að Hótel Borg. Aðgöngumiða sje
vitjað strax til S.'. M.'.
Veðurútlit í Rvík í dag: SV-
eða S-kaldi. Smáskúrir.
Veðrið (mánudagskvöld kl. 5) :
SV-átt um alt land, sumstaðar all-
hvasst vestan lands. Hiti er 3—4
stig um alt land. Smáskúrir eða
slyddujel vestan lands, en bjart-
viðri austan lands og norðan.
Grunn lægð á milli Vestfjarða og
Grænlands á liægri hreyfingu NA-
eftir.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Hjónaefni. A aðfangadag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Guð-
laug Ó. Bjarnadóttir frá Norðfirði
og Þórður Gíslason frá Hvaleyri.
Hjúskapur. Á jóladag voru gef-
in saman í hjónaband af síra
Bjarna Jónssyni ungfrú Helga Þ.
Finnsdóttir og Bergþór Jónsson
trjesmíðameistari. Heimili þeirra
er á Grettisgötu 82, Reykjavík.
67 ára varð á aðfangadag ekkj-
an Guðný Sigfúsdóttir Kröyer frá
Snjóholti, nú til heimilis á Lauf-
ásveg 57 hjer í bænum.
Karlakór iðnaðarmanna. Munið
að mæta allir á æfingu í kvöld
klukkan 8.
Stúdentar halda dansleik á
Garði á gamlárskvöld.
Hjónaefni. Á aðfangadag jóla
opinberuðu trúlofun sína ungfrú
Laufey Ilelgadóttir frá Vík í
Mýrdal og Sigurður Ólafsson
Lárussonar læknis í Vestmanna-
eyjum.
Ríkisskip. Suðin fór frá Blyth
gær áleiðis til Vestmannaeyja
og Reykjavíkur.
Ódýrar vðrur:
Matardiskar dj. og gr. 0.50
Bollapör postulín 0.65
Matskeiðar og gafflar 0.75
Sykursett postulín 1.50
KaffisteU 6 manna 15.00
KaffisteU 12 manna 23.50
MatarsteU 6 manna 19.50
Ávaxtastell 6 manna 4.50
VínsteU 6 manna 6.50
Ölsett 6 manna 8.50
Vínglös 0.50
o. n?i. fleira ódýrt.
K. Einarsson 8: Björnsson
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Dúdda
Elíasdóttir, Raufarhöfn og Krist-
ján J. Einarsson verkstj., Hafn-
arfirði.
M.s. Dronnitng Alexandrine er í
Kaupmannahöfn og fer þaðan á-
leiðis til íslands 5. janúar.
Kolaskipið „Ingerto“ var vænt-
anlegt hingað í nótt.
Hjónaefni. Á jóladag opinber-
uðu trúlofun sína Ásta Þorkels-
dóttir, Laugaveg 74 og Hilbert
Björnsson sjóm., sonur Björns
Bjarnasonar verkstj. í Viðey.
Togarar fara á veiðar. í fyrra-
dag fóru á veiðar Karlsefni, Max
Pemberton, Hannes ráðherra,
Baldur og Belgaum. Á veiðar bú-
ast nú hjer í Reykjavík, Júpíter,
Venus og Snorri goði.
Til Vetrarhjálparinnar, afhent
Morgunblaðinu • K. 10 kr., í. J.
10 kr., N. N. 10 kr., Sjöfn 10 kr.,
N. N. 5 kr., Auður 3 kr.
Þorsteinn Þorsteinsson alþm.
sýslumaður Dalamanna fer í dag
ásamt frú sinni heimleiðis.
Eimskip. Gullfoss er í Reykja-
vík. Goðafoss fór frá Vestmanna-
eyjum í gær áleiðis til IIull. Brú-
arfoss er í Kaupmannahöfn. Detti-
foss er í Hamborg. Lagarfoss er í
Kaupmannahöfn. Selfoss er í
Reykjavík.
Trúlofun. Á jóladaginn opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Kristbjörg Jónsdóttir, Hvalsnesi
og Gunnlaugur Einarsson, Hól-
koti á Miðnesi.
Dómnefndin á heimssýningunni
í París hefir úthlutað doktor Ejn-
ar Munksgaard hæstu verðlaunum
sem veitt eru fyrir þátttöku í
sýningunni og eru þau veitt fyrir
hina íslensku fornritaútgáfu hans.
(FÚ.).
Jón Eyþórsson og smjörið. í
útvarpserindi í gærkvöldi komst
Jón Eyþórsson að orði á þá leið,
að meðan viðskiftahöftin væru í
heiminum, yrðu þjóðirnar að búa
að sínu. Hjer yrðu menn því t.
d. að hafa smjör í stað ávaxta.
Einn af lesendum blaðsins, sem
kvaðst hafa hlustað á þetta, en
sem reynt hefir árangurslaust að
fá smjör hjer í borginni, bað blað-
ið að skjóta þeirri fyrirspurn til
Jóns, hvar hann helst gæti fengið
smjör í ávaxta stað.
„Rafsuða“ nefnist handhægt
kver, sem Rafmagnsveita Reykja-
víkur hefir gefið út og er það
leiðarvísir um „nútíma matreiðslu
við rafmagn' * handa heimilum.
Kverið er samið af P. Haukaas
Malde, verkfræðing við rafmagns-
veituna í Stavangri. Skýringar
allar í kverinu eru stuttar og
skýrar, og verða því svo hand-
hægar í notkun, að rafsuðan lær-
ist fljótt, en það er lærdómur sem
svarar fljótt kostnaði, þar sem á
annað borð er eldað við rafmagn.
f bókinni er fjöldi góðra og
skemtilegra mjmda. Þeir, sem
vilja kynna sjer rafsuðu, geta
fengið bókina ókeypis á skrif-
stofu Rafmagnsveitunnar.
Útrarpið:
20.15 Leikrit: „Konungsefnin“,
eftir Ibsen; fyrri hluti. Nikulás
erkibiskup (Leikstj.: Ragnar E.
Kvaran).
Knalðspyraufjel.
Vikingur.
Aðgöngumiðar að áramótadansleik fjelagsins verða
afhentir á skrifstofu Gísla Sigurbjörnssonar, Lækjartorgi
1, í dag (þriðjudag) og á morgun kl. 6—8 e. h.
Þeir, sem óska að taka þátt í borðhaldinu, gefi sig
fram í Oddfellow í síðasta lagi kl. 4 á gamlársdag.
STJÓRNIN.
Aramótadansleik
heldur Knattspyrnufjelagið Fram að Hótel ísland á gaml-
árskvöld. Matur verður framreiddur fyrir þá er þess óska
frá kl. 19—22. — Menn eru vinsamlega beðnir að tilkynna
þátttöku sína í borðhaldinu á skrifstofu hótelsins eigi síð-
ar en á hádegi næstkomandi fimtudag.
Aðgöngumiðar verða seldir hjá Liverpool útbú, Hverf-
isgötu 59, og Gefjun, Aðalstræti.
NEFNDIN.
Mðlverkasýning Mentamðlarððs
er í Markaðsskálanum.
Opið klukkan 10—10. --- Aðgangur 1 króna.
Sími 1380. LtTLA BILSTOÐIN Er nokkuð stór.
Opin allan sólarhringinn.
Konan mín og móðir okkar,
Margrjet Tómasdóttir Stephensen,
andaðist í Landspítalanum 27. þ. mán.
Hans ö. Stephensen og synir.
Hjer með tilkynnist að móðir og tengdamóðir okkar,
Sigrún Sigurðardóttir,
ljest á Elliheimilinu Grund þ. 26. desember.
Jarðarförin tilkynt síðar.
Jón Tómasson. Pjetur Pjetursson.
Fyrirligg jandi;
HRÍSGRJÓN — HAFRAMJÖL
HRlSMJÖL — KARTÖFLUMJÖL
FLÓRSYKUR — KANDIS
KÓKOSMJÖL — SÚKKAT.
Eggert Kristfánsson &€o.
Sími 1400.
Maðurinn minn,
Jón Gunnarsson,
fyrv. samábyrgðarstj óri, andaðist annan jóladag.
Elísabet Gunnarsson.
Þaði tilkynnist að jarðarför
Pjeturs Ottesen,
Bergstaðastræti 33, sem andaðist að Landakotsspítala 18. des-
ember, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 29. desem-
ber og hefst með bæn á heimili mínu, Hringhraut 184, kl. 1
eftir hádegi.
Athöfninni verður útvarpað frá kirkjunni.
Fyrir mína hönd og systkina hins látna.
Þorlákur G. Ottesen.
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og útför
Rannveigar Helgadóttur,
frá Vogi.
Vandamenn.