Morgunblaðið - 05.01.1938, Side 3

Morgunblaðið - 05.01.1938, Side 3
Miðvikudagur 5. jan. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 flannsókn á hag Strætisvagna- fjelagsins Strætisvagnarnir fara ekki út í dag, og óvíst hvort þeir fara út á morgan, eða næstu daga. Rannsókn á að fara fram í dag á hag Strætisvagnaf jel. og verður henni e. t. v. ekki Iokið fyr en á morgun. Þessi rannsókn á að leiða í Ijós hvort fjelagið er starfhæft. I samningum í gær kom það fram, að ef ekk' strand- ar á öðru, mun geta tekist fult samkomulag milll b’f- reiðastjórafjelagsins „Hreyf- ill“ og Strætisvagnaf jelags- ins. * Þessar ráðstafanir miða í rjetta átt, og eru svo langt sem þær ná í samræmi við kröfur Morgunblaðsins i gær. En aðgerðum í málinu verður að hraða. Ríkisstjórnin, sem hefir úrslita ráðin í þessum málum, verður að sjá um, að | sem allra minst töf verði á , ferðum strætisvagnanna. Þessu takmarki hlýtur að mega ná, þó að Strætisvagna fjelaginu sje sýnd full sann- girni, og er það allra hagur, að málinu sje hið fyrsta kipt í betra horf en nú er. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að sjá um að svo verði. Sljjs á B.v. ,Gulltoppi‘ Togarinn ,,Gulltoppur“ kom til Flateyrar á önundar- firði í fyrradag með slasaðan mann. Hafði hann brotnað á framhandlegg. Maðurinn, sem er háseti á skipinu, Þorbergur Jónsson að nafni, varð eftir á Flateyri. Stúlkan á Akureyri komin fram Stúlkan á Akureyri, sem hvarf á nýársdag og óttast var um, svo að farið var að slæða eftir líki hennar í höfninni, er komin fram. Stúlkan hafði farið fram í fjörð og var ekkert að henni er hún fanst. Óttast var um afdrif stúlkunn- ar vegna þess, að hún hafði látið þau orð falla við vinkonur sín- ar, að hún myndi stytta sjer aldur. BARIST VIÐ TERUEL. London í gær. FÚ. dag eru liðnar þrjár vikur síðan bardaginn um Teruel höfst og enn hefir hvorugur að- ili unnið þar úrslitasigur. Angljóst er, að þetta stafar að nokkru leyti af óhagstæðri veðr- áttu, þar sem herflutningar hafa tafist vegna snjókomu og kulda. ———----Roosevell------- og helsln ráðunautar hans Roosevelt t. v. Næstur til hægri við Rooseveit er Mr. Cordell Hull utanríkismálaráðherra en til vinstri við Roosevelt, Morgenthau fjármálaráðherra. Kvenmaðurinn er Mrs. Perkins, verkamálaráðherra. Klukkustundar skíðakvikmynd í. R. Síðastliðinn fimtudag sýndi íþróttafjelag Reykjavíkur blaðamönnum og fleirum skíða kvikmynd sem fjelagið er ný- búið að fá. Kvikmynd þessi er tekin í ölpunum af „Agfa“ og er kenslukvikmynd og hún er í 8 köflum. Sýning stendur yfir í tæpa klukkustund. 1. kafli sýnir fyrst mismun- andi göngulag, þvínæst hvernig á að ganga upp brekku og síð- ast hvernig á að snúa við á jafnsljettu og í halla. 2. kafli sýnir hvernig á að renna beint áfram niður brekku, síðan beygjur, plóg og plógbeygjur. 3. kafli sýnir ,,Stemsving“. 4. kafli sýnir „Stemkrist- jania“. 5. kafli sýnir „Tempósving". 6. kafli sýnir útbúnað skíða- mannsins. 7. kafli sýnir ýmsar þjálfun- aræfingar. 8. kafli. Þar sýna æfðir skíða menn listir sínar. Myndin er mjög skír og vel tekin og fer ítarlega út í hin einstöku atriði, sem allir skíða- unnendur óska eftir að læra. — Það er mikill fengur fyrir skíða fólk þessa bæjar, að fá slíka mynd sem þessa og á 1. R. þakkir skilið fyrir forgöngu sína í þessu máli. Nú á næstunni ætlar fjelagið að sýna myndina opinberlega, og er gott að geta notað tím- ann meðan snjóinn vantar, til að læra og undirbúa sig undir væntanlegar skíðaferðir. Einnig var sýnd kvikmynd sem í. R. Ijet taka af skíða- námskeiði sínu að Kolviðarhóli síðastliðinn vetur. Línuveiðarinn Ólafur Bjarna son fór á veiðar í gær. OKi hællir blaðasölu ALLIR Reykvíkingar kannast við ungan, fjörlegan pilt, sem í fjöldamörg ár undanfarið hefir verið á sífeldum hlaupum um Austurstræti og boðið til kaups með nokkuð hásri en þó skýrri röddu öll blöð, sem út koma í bænum. Það er Otti — en í dag hæftir Otti að hlaupa um Austurstræti. Hann er að verða fullvaxinn karl- maður og farinn að hugsa um framtíðina. Fyrst í stað tekur | hann sjer hvíld, en síðan ætlar hann að afla sjer einhverrar mentunar. Otti byrjaði ungur að selja blöð hjer á götunum, eins og títt er um marga bæjardrengi, en eng- inn mun hafa selt eins lengi blöð og gert það starf að aðalatvinnu hjer á landi, nema Otti. Otti átti orðið fleiri fasta við- skiftamenn en nokkur annar í hans atvinnugrein, enda er hann svo mannglöggur og minnugur, að hann mundi brátt hvaða blöð þessi eða hinn keypti og hafði þau tilbúin, er maðurinn birtist. Ótítt mun það vera um blaða- sala, að þeir reki lánsverslun, en Otti lánaði mörgum dag frá degi. ! Einu sinni spurði jeg hann, hvort hann skrifaði það hjá sjer og livort hann tapaði ekki á láns- versluninni. — Nei, sagði Otti, jeg man alt sem jeg lána og tapa litlu, því menn skammast sín fyrir að svíkjast um að borga 15 aura ' skuld. , Um leið og Otti Sæmundsson sagði mjer í gær, að þetta væri síðasti dagurinn, sem hann seldi blöð á götunum, bað hann mig að skila kveðju til allra við- skiftamanna sinna og þakka þeim kærlega fyrir viðskiftin á liðn- um árum. Vivax. Otti Sæmundsson. Viðskiftaörðugleikarn- ir I Bandaríkjunum London í gær. Ftí. nóvember og desember siðastliðnum jókst tala atvinnuleysingja í Bandarikj- unum um hálfa aðra miljón og er það meiri aukning, en á þess- um mánuðum 1929. Framsóknarmenn bjóða fram í Vest- mannaeyjum Framsóknarfl okkurinn hefir á- kveðið að bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga í Vest- mannaeyjum. Þetta var tilkynt á útbreiðslufundi, sem þeir Jónas Jónsson og Eysteinn Jónsson hjeldu í Eyjum í gærkvÖldi. Margt manna mætti á þessum útbreiðslufundi, aðallega þó fyr- ir forvitnissakir, sem sýndi sig best á því, að er stofna átti Framsóknarf jelag að fundinum loknum, fóru allir af fundi nema um 20 manns. Boðað hefir verið til almenns stjórnmálafundar í Eyjum í kvöld, þar sem þeir munu mæta fyrir sinn flokk, Jónas og Ey- steinu. Piltur játar á sig þrjú rán hjer i bænum j Stal peningaveskj- um af konum Lögreglan náði í gær í 18 ára gamlan pilt, sem játaði á sig þrjú rán á göt- um bæjarins. Hefir piltur- inn rænt peningatöskum af konum, sem verið hafa ein- ar á gangi. Ránin framdi pilturinn með þeim hætti, að bann hjólaði fast upp að þeim, sem hann ætlaði að ræna, og þreif síðan peninga- veskin og hjólaði burt. Fyrsta ránið, sem pilturinn framdi, var á Þorláksmessu. Þreif hann þá pakka af konu á Lauf- ásveginum. í pakka þessum var lítið verðmæti. Seiuna sama dag rændi hann peningaveski af konu, sem var á gangi á Skólavörðustíg. Eyddi hann peningunum, sem í því veski voru, en fleygði veskinu frá sjer Fanst það síðar tómt. Síðasta og þriðja ránið, sem pilturinn játaði á sig, framdi hann 30. desember. Rjeðist hann þá á konu eina á Grettisgötu og þreif af henni veski. Tók hann það sem honum fanst vera fje- mætt í veskinu, og kastaði vesk- inu síðan í sjóinn. Fyrstu tvö ránin framdi pilt- urinn nokkru eftir að ráðist var á konuna í Fischersundi, sem sendisveinn Vetrarhjálpariunar kom til aðstoðar. Kona þessi hef- ir þó ekki gefið si^ fram við lög- regluna, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til að ná í hana. Pilturinn, sem játaði á sig árás- irnar í gær, neitar að vera vald- ur að árásinni í Fischersundi. ANNA BORG í AÐALHLUTVERKI. Khöfn í gær. FÚ. Næstkomandi fimtudag kl. 18 síðdegis, eftir íslensk- um tíma verður leikrit danska káldsins og prestsins Kai Munk, er hann nefnir „Cant“, leikið í danska útvarpið. Fjallar það um Hinrik VIII. Englandskonung og konur hans. Anna Bor" leikur aðal-kven- ’utverkið í þessum leik, önnu Boleyn, eina af drotningum Hinriks VIII. Dauðaslys á þýskum togara. Togarinn Rosemarie frá Weser- miinde kom til Seyðisfjarðar á nýársdag með maun, sem látist hafði af slysförum, Friedrieh •Walther kyndara. Hafði hann dottið ofan í vjelarúm skipsins og beðið bana. Maðurinn var jarðsettur á Seyðisfirði. Frá Dalvík er símað, að á Völl- um í Svarfaðardal sjeu blóm ný- útsprungin. Blómin eru stjúp- móðir og bellis. (FÚ). Síldveiði er enn góð á Aust- fjörðum. Byrjað var í gær að vinna úr 3—4 þúsund málum síldar, sem safnast höfðu saman í þróm síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði yfir helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.