Morgunblaðið - 05.01.1938, Qupperneq 7
Miðvikudagur 5. jan. 1938.
MORGUNBkAÖIÐ
7
Guðnj Jonsson.
Neðanjarðarborg
í Tibet
Minningarorð um
Hólmfríði Sigurðardóttur
ann 29. okt. s.l. andaðist frú ' og érxiðissama ævi. sem hú
Hólmfríður Sigurðardótt-! að baki. ■ 1 hcn: •
ir á heimili tengdasonar sins, . > rt ■
Nieljohníuss Ólafssonar, Vest- ■ i,
urgötu 26 C hjer í bæ. Hún„vax . hviida’’ ' -x n, •
með elstu konum þessa bæjar,
93 ára og átta mánuðum betur,
en í Rvík hafði hún átt heima í o ... , •
um 50 ára skeið. Frú Hðimfríð-! ár og vt, r, ., ; , ■ .
ur var fædd að Tjaldbrekku í samveruna.
Hraunhreppi í Mýrasýslu, þ. 24.
febr. 1844. Foreldrar hennar
voru Sigurður Jónsson hreppstj.
í Hraunhreppi og kona hans,
Hólmfríður Eiríksdóttir. Reistu
þau hjón nýbýli að Tjaldbrekku
og bjuggu þar allan sinn bú-
skap, eignuðust 12 börn, og
komust 8 þeirra til fullorðinsára.
Þrír sýnir þeirra fóru til Ame-
ríku, Eiríkur, Kristján og Dan-
íel, og er mikil ætt komin frá
þeim.vestra. Dóttir þeirra hjóna
ein var frú Margrjet, seinni
kona síra Þorsteins Hjálmar-
sens, prófasts í Hítardal.
Árið 1869 giftist frú Hólm-
fríður Sigurði Jónssyni bónda
frá Hjörsey, Sigurðssonar í
Hjörsey, Ólafssonar í Hjörsey,
Sigurðssonar sýslumanns í
Mýrasýslu (d. 1765), Högna-
sonar í Straumfirði, Halldórs-
sonar prests á Ökrum (d. 1655),
Marteinssonar á Álftanesi,
Halldórssonar á Álftanesi, Mar-
teinssonar biskups í Skálholti
(d. 1576), Einarssonar prests á
Staðastað (ölduhryggjar-
skálds), Snorrasonar. Þau Sig-
urður og Hólmfríður bjuggu að
Skiphyl í Hraunhreppi, en
brugðu búi 1882 eftir harðinda-
árin miklu og fluttust þá að Ár-
túnum í Mosfellsveit, en 1890
til Rvíkur. Bjuggu þau þar síð-
an, þar til Sigurður ljest þ. 27.
mars 1915. Sigurður var hinn
drengilegasti maður bæði í sjón
og raun. Stundaði hann mest
sjómensku, eftir að þau hjón
fluttust hingað til bæjarins, og
farnaðist jafnan vel. Höfðu þau
heimili, sem opið var gesti og
ganganda, því að gestrisni
þeirra bjóna var við brugðið. —
Þau eignuðust 9 börn, en 4
þeirra dóu í æsku. Þau sem upp
komust voru þessi: Guðrún, gift
Guðmundi Ólafssyni bónda frá
Fjalli á Skeiðum, Sigurður, dó
af slysförum í New York, var
kvæntur sænskri konu. Geir
skipstjóri í Rvík, kvæntur Jón-
ínu Ámundadóttur frá Hlíðar-
húsum, hún dó í spönsltu veik-
inni 1918, Sigríður, ógift, og
Ólöf, kon^> Nieljohniuss Ólafs-
^onar verslunarmanns í Rvík.
Dvaldist frú Hólmfríður á heim-
ili þeirra hjóna hin síðustu árin.
Vel kunnugur maður ljet svo
um mælt um frú Hólmfríði í
grein um hana, er hún varð 85
ára að aldri: „Hólmfríður er
hin gáfaðasta kona, er jeg hefi
kynst, en jeg hefi þekt hana,
síðan jeg var barn. Hún er hiig-
mælt vel og lætur enn fjúka í
kviðlingum. Fáar munu þær kon
ur, er veitt hafa íslenskri nátt-
úru jafnmikla eftirtekt sem hún.
Vartmun það blóm eða gras til
hjer á landi, að hún þekki það
ekki, geti lýst náttúru þess eða
kunni ekki um það vísu. Ótelj-
andi eru þær vísur, sem hún get-
ur farið með“.
Frú mfríður bar vel ell-
ina. 1 hfljið væri orðið hvítt
Qg c-.var hún altaf ljett
á fæti b. ik í spori, meðan
hún hafði xerlivist, en það hafði
hún alt fram undir það síðasta.
Sálarþróttur hennar virtist með
öllu óskertur. Hun las bækur og
blöð og fylgdist vel með því, er
gerðist fram á síðustu mánuð-
ina sem hún lifði. Ber slíkt vott
um fágætt þrek eftir svo langa
Dagbók.
□ Edda 5ð38166 — H.‘. & V.\
St.\ Fyrl. R.\ ,M-\ Listi í,Q og
hjá SMtii kl. 6 í kvöld.
I. 0. 0. F. 11915. Spilakvöld.
m
Fyrirlestur hr. Theodore
Illion, 29. f. m. í Guðspekifje-
lagshúsinu um neðanjarðar-
borgina í Tibet, var mjög fjol-
sóttur og urðu margir frá að
hverfa. Fyrir því hefir fyrirles-
arinn ákveðið að endurtaka
fyrirlesturinn í kvöld, klukkan
9, á sama stað. Að fyrirlestrin-
um loknum mun hann svara
spurningum eins og í fyrra
skiftið.
Hr. Illion er skemtilegur fyr-
rlesari, algjörlega yfirlætis-
laus, og hefir frá mörgum hlut-
um furðulegum að segja. Gef-
ur því margt í frásögn hans til-
efni til spurninga, enda fór svo,
að á eftir fyrirlestri hans 29. f.
m. bárust honum um 40 spurn-
ingar.
Fyrirlestur sá, sem hjer er
um að ræða, fjallar um efni,
sem neyðir hugsandi menn til
þess að endurmeta lífsskoðanir
sínar að sumu leyti, og er því
mikið meira en venjuleg ferða-
saga eða frásögn um menn og
atburði. — Fyrirlesarinn hefir
líka ákveðinn boðskap að
fyltja, sem að mínum dómi er
hollur, og eru lýsingar hans á
lífi manna og landsháttum í
Tibet, þótt merkilegar sjeu, í
raun og veru ekki annað en
einskonar umgjörð utan um
þann boðskap, — eins og rammi
utan um mynd.
Grétar Fells.
flillllHIIIiilflllTiTO
Frú Rannveig Vigfúsdóttir,
Austurgötu 40 í Hafnarfirði á
fertugsafmœli í dag.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Hvass SA. Rigning.
Veðrið í gær (þriðjud. kl. 17):
Norðvestanlands er hæg NA-átt
með dálítilli snjókomu. Annars er
V-læg átt urn alt land og þíð-
viðri. Suður af Grænlandi er ný
lægð, sem mun hreyfast til NA
og hafa í för með sjer hvassa
SA-A-átt hjer á landi á morgun.
Næturlæknir er í nótt Kjartan
Ólafsson, Lækjargötu 6 B. Sími
2614.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Eimskip. Gullfoss fór frá Vest-
mannaeýjum í gærmorgun áleið-
is til Leith. Goðafoss er í Ham-
borg. Bruarfoss er í Kaupm.höfn.
Dettifoss er í Hamborg. Lagar-
foss er í Kaupmannahöfn. Sel-
foss er í Reykjavík.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af bæjarfóget-
anum í Hafnarfirði ungfrú Vig-
dís Nýborg og cand. pharm. Er-
ling Bruun-Madsen. Heimili
þeirra er á Bergstaðastræti 50
hjer í bænum.
Hjónaefni. Trúlofun sína hafa
opinberað ungfrú Anna Lilja
Guðjónsdóttir og Gúðni Guð-
mundsson, Bergþórugötu 6 B.
Fyrsta póstskip frá útlöndum á
þessu ári er „Dr. Alexandrine“,
sem er væntanleg n.k. sunnu-
dagskvöld.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Hjör-
leif Jónsdóttir og Þórður II.
Hannesson, Njálsgötu 4B.
Hvöt. Fundur sá,. er Sjálfstæð-
iskvennafjelagið Hvöt ætlaði að
halda í kvöld, fellur niðUr.
Hjónaefni. Á gamlársdag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Lára Guðmundsdóttir, Veghúsa-
stíg 1 og Hreiðar Guðjónsson
málari, Lindargötu 8 A.
„Sumargjöfin“ fær arf. Göm-
ul kona, Ketilríðux Guðmunds-
dóttir, Bjargarstíg 3, sem nýlega
er látin, arfleiddi barnavinafje-
lagið „Sumargjöf“ að 1000 krón-
um í arfleiðsluskrá sinni.
Verðlaunamyndgátan, sem birt-
ist í síðustu Lesbók, hefir vakið
mikla eftirtekt meðal lesenda
blaðsins, eftir því sem ráða má
af fyrirspurnum þeim, sem blað-
ið hefir fengið út af henni. —
Nokkrar ráðningar eru komnar
til blaðsins, en fleiri munu það
yera, sem brotið hafa heilann um
gátuna, án þess að liafa enn ráð-
ið fram lir henni. Sjerstaklega
veitist mönnum erfitt að glöggva
sig á því, hvaða merkingu á að
leggja í myndina, sem er síðast
í efstu línu, sem sýnir menn vera
að láta bagga upp á hest. Til
frekari skýringar er rjett að geta
þess, að merking myndar þeirr-
ar skal miðuð við það eitt, að það
þyngist á hestinum, þegar bagg-
arnir eru settir á hann.
IJtvarpiS:
19.50 Frjettir.
20.15 Bækur og menn (Vilhj. Þ.
Gíslason).
20.30 Kvöldvaka:
a) dr. Einar Ól. Sveinsson:
Ævisöguþættir, III.
b) Guðbrandur Jónsson próf.:
Þjóðsögur.
c) sra. Sigurður Einarsson:
Upplestur.
Ennfremur eönglög og harmón-
íkulög.
I matinn;
Kjöt af fullorðnu á 45
au. V2 kg. Saltkjöt af-
bratfðsvott, Hangikjöt.
Svið. Hvítkál. Rauðróf-
ur o. m. fl.
Jóh. Jóhannsson
Qrnndarstiff 2. Sími 4181.
I. O. G. T.
ÁRAMÓTAFAGNAÐUR templ-
ara verður haldiim að Hótel
ísland laugardaginn 8. þ. m. og
hefst með sameiginlegu borðhaldi
kl. 8 síðdegis stundvíslega. -
Þátttakendur gefi sig fram í dag
eða á morgun. Áskriftarlistar í
Hanskagerðinni, Austurstræti 5,
versl. Bristol og í verslun Guðm.
Gunnlaugssonar, Njálsg. 65Í. —
/sÐEINS FYRIR TEMPLARA.
Vélin hans er
SORALAUS
| bví hann notar hina soralausu|
Gargoyle Mobiloil
ÞÓRDÍS SIGURÐAR-
DÓTTIR FRÁ SKILD-
INGANESI.
F. 22. maí 1879. D. 4. nór. 1967.
Kveðja frá vinkonn.
Ein af þeim fáu
óskabörnum,
sem lifði í sátt
við samtíð alla.
Hinn gullna meðalveg
megnaði að þræða,
elskuð og virt
til æfiloka.
Sakna þín vinir,
að vonum nú
og ættingjar
ekki síður,
en það sæmir
■jálfstæðri þjóð,
að eignast og misia
aðrar eins dætur.
Ágústa Eyjólfsdóttir.
Tungumálanámskeið
Þórhails Þorgilssonar
Öldugötn 25. — Sími 2848.
SPÆNSKA
I.
*Þórhallur Þorgilsson: Kenslubók t
spænsku. Framburtrar, lestur, útleggiag
og æfingar. *The Linguaphone SpanisM
Conversation'al Course (öll orð, sem íjr-
ir koma í þeirri bók, finnast í orð#r-
safni kenslubókarinnar). Samtalsæfing-
ar. — Carré: El vocabulario castellano.
Æfingar á viðurheitum, samheitum,
orðaröð o. s. frr.
II.
*Palacio Valdés: La hermana Sam
Sulpicio. Lestur og útlegging. Samtal*-
efni tekin úr Pitollet: Hispania (saga,
þjóðarhættir og atvinnuvegir Spán-
verja og lýsing Spánar), 1930. Ver*l-
unarbréfaskriftir (með hliðsjón af La-
borde: Nuevo manual de correspon-
dcncia comercial).
FRANSKA
I. ; .
*Kenslubók Páls Sveinssonar ett*
Bödkers & Hösts. Til heimalesturs og
útieggitígár. Th. Rosset: Exercices pra-
tiques d’articvlalion et de diction (Gren-
ohle 1923). Hljóðfræði og framburð-
aræfingar. *The Linguaphone Frenchi
Gonversational Course. Samtalsæfingar.
i II.
Lesin verður einhver skáldsaga, smá-
sögur eða verslunarbréf*) eftir sam-
komulagi. Málfræði- og stílæfingar
íeknar úr Claude Augé: Grammaire.
Coúrs súpéríeur, en samtalsæfingar úr
*A. Ðepras: Le frangais de tous Itt
jours, I—II.
ÍTALSKA
I.
*Þórhallur Þorgilsson: Italskir les-
kaflar m. ítalsk-isl. orffasafni (Rrík
1937). Lestur, útlegging. *Sami: ítalsh-
ísl. samtalskaflar og málfrœðiœfingar.
Við talæfingar verður einnig notuð Tht
Linguaphone Italian Conversationat
'Course. *Þórhallur Þorgilsson: ítöith
málfrœöi (1932).
II.
Lesin verður einhver skáldsaga eftir
samkomulagi. Við stílæfingar verðuí
höfð Massoul dk Mazzoni: Méthode d*
langue italienne, I—II og Burkard:
Úbungsbueh (1926). Verslunarbréf*-
skriftir með hliðsjón af G. Frisoni:
Corrispondcnza commerciale, 1931).
PORTÚGALSKA
*Ey-Nogueira: Grammáire portu-
gaise (Méthode Gaspey-Otto-Sauer). ■
Bækur þær, sem merktar eru með
stjörnu, þurfa nemendur að eiga.
I#) Heiíri Page: Correspondanoe
commerciale, 1928.