Morgunblaðið - 10.02.1938, Side 8

Morgunblaðið - 10.02.1938, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagfur 10. febr. 1938» Reikningar heimssýningarimi- ar í París sýna tap, sem svarar 200 miljón k§ónum. Alls sóttu sýnin"una 31 miljón manns. Tap það, sem orðið hefir á sýn- ingunni, er búist við að vinnist upp óbeinlínis með því, sem land- ið hefir grætt á erlendum ferða- mönnum, sem sóttu sýninguna. * ítalska blaðið Corriere della Sera skýrir frá því, að hertoga- hjónin af Windsor eigi von á erf- ingja með vorinu. Orðrómur geng ur nú um það á ný, að lijónin hugsi sjer að fara til Bandaríkj- anna. * Jean Piceard heitir lögreglu- þjónn einn í París, sem heldur því fram, að hann eigi heimsmet í handtökum. Hann Iiefir alls tekið 10,000 menn fasta síðan hann gekk í þjónustu lögreglunnar. * Kvikmyndaleikkonan Con- stance Bennett hefir farið í skaðabótamál við Jim Tidler, sem talar um kvikmyndaleikara í útvarpið í Hollywood. í nýársræðu sinni gaf Tidler kvikmyndaleikurunum góð ráð á nýárinu og m. a. sagði hann: — Ef jeg væri Constance Bennett, myndi jeg hafa það í huga á nýárinu, að erfiðast er að renna niður af tiridi frægðarinn- ar. Pyrir þessa „móðgun“ heimtar Canstance Bennett eina miljón króna í skaðabætur. * Negrar, sem vinna í demants- námunum í Suður-Afríku, hafa gert verkfall vegna þess, að tek- ið var upp á að gegnumlýsa þá með röntgengeislum á kvöldin, er þeir hættu vinnu. Þetta var gert til þess að fyrirbyggja þjófn að úr námunum. * — Þjer eruð ákærður fyrir að hafa ekið með 100 kílómetra hraða. — Það getur ekki átt sjer stað að jeg hafi verið að flýta mjer svo mikið. — Vegna hvers ekki? — Jeg var á leið til tannlæknis. AustfirOingamót vexður haldið að Hótel Borg sunnudaginn 13. febrúar 1938 og hefst með borðhaldi kl. 7 síðdegis. Kl. 10, að loknu borð- haldi, verður ræðum, söng og upplestri útvarpað. Aðgöngumiðar verða seldir frá föstudagsmorgni á Hótel Borg og hjá Jóni Hermannssyni úrsmið, Laugaveg 30, og kosta með mat kr. 6.00, án matar kr. 4.00. Skorað ef á Austfirðinga að fjölmenna og taka þátt í borðhaldinu. AUSTFIRÐINGAFJELAGIÐ. Scijtuð-fwstdÁÉ SkíSasIeSi fundinn. A. V. á. Fæði kostar ekki nema 60 ki'ónur á mánuði í Nýju mat- sölunni, Vesturgötu 22. Nokkra vana sjómenn vantar strax. Upplýsingar í dag frá kl. 3—5 á herbei'gi nr. 16 á Hjálp- í’æðishernum. Lítil nýtisku ibúð til leigu, á sama stað gólfteppi, ottoman o. fl. til sölu. Upplýsing í síma 4482, frá kl. 4—6 í dag. Gott herbergi, í miðbænum tiþ_jeigu. Aðgangur að síma. Aðalstræti 18 I. Hjálpræðisherinn. 1 kvöld ld. 8,15 Fagn- aðarsamkoma fyrir adj. Kjæreng. Hátíð fyrir norska sam- bandið. Hornasveit, strengja- sveit. — Norsk efniskrá. Adj. S. Gísladóttir stjórnar. Inng- 35 aura. Fríggbónið fína, er bæjarins besta bón. Jfaujtsííafiuc Naglega nýtt fiskfars Og: Frikkadellur og soðnar fiskiboll ur, 25 fyrir 1 kr. Ragna Jóns- son, Laugaveg 53B, uppi. Símí 3197. Sent heim. Nýtt fatafíunel, barna, marg- ir litir. Undirlakaefni. Tvíbreitt ljereft. Tvistar, margir litir.. Prjónavara, o. fl. ódýrt. Versl. Frón, Njálsgötu 1. 2—3 herbergja íbúð með svöl um eða garði og helst sjermið- stöð, óskast 14. maí. Þrent í heimili. Tilboð merkt „A“ send- ist Morgunblaðinu. Herbergi með ljósi, hita Og ræstingu til leigu, Smáragötu 14. Þriggja herbergja íbúð með öllum þægindum við miðbæinn til leigu 14. maí. Tilboð merkt „Húsnæði“ sendist Morgunblað- inu. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gunnar Guðmundsson. Laugaveg 42. Viðtalstími 1—4 e. h. Sími 4563. Skíðafataefni og kápuefni fæst í versl. Karólínu Bene- dikts, Laugaveg 15. Biússuefni, einlit og mislit. Morgunkjólaefni þvottegta í versl. Kai’ólínu Benedikts. Kaupið ódýrustu brauðin í bænum: Rúgbrauð aðeins 50 au.. jNormalbrauð — 50 — Franskbrauð 1/1 aðeins 40 — do 1/2 — 20----- Öll Wienerbrauð — 10 — Smjörkökur — 45 — Ódýrari brauð fást ekki í öHum& bænum. Sparið peninga. Versl- 1 ið við Fjelagsbakaríið, Klapp- arstíg 17. Sími 3292. Smekkleg brjefsefni í mörg- um litum eru nýkomin í Bóka- verslun Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti 3. Hvítt damask í sængurverr nýkomið. Verslun G. Zoega. Kaupum aluminium og kopar.. Versl. Grettisgötu 45 (Grettir)- Dökkleitu efnin í upphluts- skyrtur og svuntur, ódýr í versl. Karólínu Benedikts. Nærfataefni, margar tegund- ir. Silkiljereft, einlit í verslun Karólínu Benedikts. Lítil þægileg íbúð óskast 14. maí. Þrír í heimili. Ábyggileg greiðsla. Tilboð merkt K. B„ sendist Morgunblaðinu fyrir laugardag. Klæðaskápur til sölu, kr. 30. Bragagötu 26A, kjallaranum. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigui'- björnsson, Lækjartorg 1. Opið 1—31/a. Kaupi gamlan kopar. Vald... Poulsen. Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar hjá 1 Poulsen, Klapparstíg 29. Vandað og gott hús fyi’ir eina fjölskyldu, til sölu. Upp- lýsingar á Suðurgötu 35. Kaupum flöskur og glös ogr . bóndósir. Bergstaðastræti 10’ (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum. Nýkomin ullartau í mörgumt lítum. Undirföt og sokkar á. 2.90, beltisstrengir, silkitvinni o. m. fl. Saumastofa Ólínu og Bjargar, Ingólfssti’æti 5. Skíðahúfur. Austurstræti 17.. Kristín Brynjólfsldóttir. KOL OG SALT zaaa §ími 1120 ANTHONY MORTON: ÞEKKIÐ ÞJF.R BARÖNINN? 58- Wagnall hefðu farið með mestu leynd með málið, hafði samt borist út orðrómur um það. Líklega hafði einka- Ieynilögreglumaðurinn farið á stúfana, vegna þess að hann vildi hefna sín á Wagnall fyrir þá móðgun, sem hann hafði sýnt honum. Blaðið gerði mikið úr þjófnaðinum og flest af því, sem sagt var, var að einhverju leyti afbakað í frá- sögninni. T. d. var sagt, að perlufestin hefði kostað 20.000 pund í stað 5000. En aðalatriðið var það, að málið var komið fram opinberlega og margir gestirn- ir voru nefndir með nafni — meðal annara Gerry Long. Mannering var órólegri en nokkru sinni áður út af Gerry. Það bætti ekki úr skák, að maðurinn var ást- fanginn. Ástfangnir menn gátu gert allann skramb- ann, og Gerry var ákaflega hræddur. Eftir nokkra tíma var alt klappað og klárt, en þessir fáu tímar gátu orðið örlagaríkir. Klukkan hálf átta símaði hann til Seotland Yard, og Bristow sagði honum strax, að hann hefði verið að -enda við að tala við Gerry Long. — Hvernig gekk það? — Hann er aldeilis örvita, sagði Bristow. Mannering tautaði eitthvað og lagði heyrnartólið á. Það var stundarfjórðungs gangur frá íbúð hans að Park Square, þar sem Gerry bjó. En liann vissi, að hann yrði að komast þangað á styttri tíma, ef hann ætti ekki að koma of seint. Hann náði í skyndi í leiguvagn og fanst hann vera heila eilífð þessa stuttu leið. Þegar vagninn loksins nam staðar, hafði Mannering ekki nema 10 shillinga seðil á sjer, en liann gaf sjer ekki tíma til þess að bíða eftir smápeningunum og stökk af stað upp tröpp urnar og hljóp beina leið upp til Gerrys. Honum fanst einhver voði yfirvofandi. Hann tók í hurðai’húninn og ýtti hurðinni inn. En hún var harð- læst. Hann hlustaði við dyrnar og tók svo ákvörðun sína, gekk nokkui’ skref aftur á bak og henti sjer síðan á hurðina af öllum mætti. Það gat vel verið, að hann yrði til athlægis, en hann vildi eiga það á hættu. * * Hurðin Ijet eftir í þriðju lotu og Mannering hent- ist langt inn í stofuna. Hann sá Geri-y standa úti við ghxggann — ótti hans hafði ekki verið ástæðulaus, því að Gerry var með skammbyssu í hendinni. Hann virtist hika, horfði xxt að dyrunum og hóf síðan byss- una á loft og setti hana að gagnauga sínu. Mannering datt, er hui’ðin ljet undan fyrir áhlaupi hans — og eftir á mundi hann alls ekki, livernig hann liafði sjeð að Gerry hóf skammbyssuna á loft. En hanix vissi, að Gei’ry hafði verið náfölur og mint hann á vofu. — Hann hafði ákafan hjartslátt og vissi, að hann myndi koma of seint, ef hann reyndi að komast til Gerry, áður en hann hleypti af. Gerry var ekki hársbreidd frá eilífðinni, og ef hann dæi, myndi Mannering aldrei geta gleymt orsökinni. —• Drottinn minn, stundi hann og þreifaði með hend- inni eftir gólfinu, uns hann kom við stólfót. Það var honum liulin gáta, livernig hann hafði þrifið stólinm upp á einum fæti og kastað^ lxonum í Geri’y. En hitt var víst, að Gei’ry veik til liliðar, stóllinn kastaðist í vegginn og þaðan í Geri-y — og svo hljóp skotið af. Það þrumaði um herbergið. Mannering sá blossann og púðui-reykinn, rautt merki á enni Gerrys, og livernig hann lokaði augunum. Gerry skjögraði, þá datt vopnið úr hendi hans og-hann hnje aftur yfir sig. Enni Mannerings var rennvott af svita, þegar hannt komst loks á fætur. Hann starði skelfingu lostinn á. Geri-y, sem lá hreyfingarlaus á gólfinu. 15. kapítuli. ALT í UPPNÁMI. Mannering misti líka meðvitundina, þegar skot- ið reið af, en aðeins augnablik. Hann heyrði hávaða niðri og' rödd, sem hrópaði upp. Svo kom lafði Mary og bað stúlkuna, sem liafði veinað, að vera ekki með neinn ofsa. Nú heyrði hann fótatak í stiganum, og þegar hann kom í dyragættiua, sá hann andlitið á lafði Mary. Það var þungbúið, en ákveðið. Hún nam staðar, undrandi yfir að sjá haifn. — Jeg vissi ekki, að þjer væi’uð hjer, John, sagði hún. — Jeg var rjett að koma, svaraði Mannering. Hjer er ýmislegt að sem stendur. En reynið að fá þjón- ustufólkið til þess að þegja yfir því, sem það hefir heyrt og ná í lækni, sem segir ekki rneira en hann er nauðbeygður til. — Er það Gerry? spurði hún rólega, og Mannering kinkaði kolli. — Hann er þó ekki------------? spurði. hún óttaslegin á svip.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.