Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 8
MO.RGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. febr. 1938. 8 Qóa byrjar í dag. Fyrrum var það siður að húsfreyjur fögnuðu góu á svipaðan hátt og hændur fögnuðu þorra og hefir því fyrsti góudagur einnig verið nefndur konudagur. Konur áttu að labba fáklæddar þrisvar í kringum bæinn og heilsa góunni með þessum formála: Yelkomin sjertu, góa mín og gaktu inn í bæinn, vertu’ ekki úti í vindinum vorlangan daginn. Bóndinn átti að gera konu sinni eitthvað vel til þennan dag. * Veðurspár eru margar í sam- bandi við góu og ber þeim ekki öllum saman. T. d. er þetta: „Grimmur skyldi góudagurinn fyrsti, annar og þriðji, þá mun góa góð vera“. Enn sumir sníia þessu við og segja: „Góður skyldi góudagur hinn fyrsti .....“ o. s. frv. Það á að hoða vorharðindi ef góa er góð, samanber vísuna: Ef hún góa öll er góð, að því gæta mengi, þá mun hún harpa, hennar jóð, herða á mjóa strengi. Aðrir hafa vísuna þannig: Ef hún góa öll er góð, öldin má það muna, þá mun harpa, hennar jóð, herða veðráttuna. * Sólbráðir fyrir þriðja fimtudag í góu borgast aftur. Sunnudaginn í miðgóu sagði gamla fólkið að vermisteinninn kæmi í jörðu, og upp frá því átti að fara að batna, því þá fóru svell að flísast frá jörðu og holast undan fönnum. * Fjölskvlda Zogus konungs í Al- bauíu og þegnar hans hafa lengi vonast eftir því að konung- urinn staðfesti ráð sitt og kvænt- ist og hann hefir nú orðið við þeirri ósk og trúlofast Geraldine Apponyi greifainnu, sem er 22 ára gömul. Greifainnan er afkom- andi einnar elstu og merkilegustu aðalsættar Ungverjalands, í föð- urættina, en í móðurætt er hún amerísk. Hin væntanlega drotning Albana er sögð mjög fríð sýnum og vel mentuð, m. a. talar hún 6 túngumál. Zogu konungur er 42 ára að aldri og hefir hingað til lifað ró- legu lífi í höll sinni í Tirana. Konungurinn hitti hina ungu greifinnu á balli og þau urðu brátt mjög ástfangin hvort í öðru. * Þegar rauðu norðurljósin sáust í Osló sagði smátelpa við mömmu sína: — Fyrir hvern er þessi aug- lýsing. Fótsnyrting. Geng í hús og veiti allskonar fótaaðgerðir. — Unnur Óladóttir. Sími 4528. HárgreiSsla. Geng út í bæ, tek heim ef óskað er. Ásta Sig- urðardóttir (áður í Carmen). Sími 4293. Otto B. Arnar, lögg-iltur Út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Geri við saumavjelar, skrár cg allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Heimatrúboð leikmanna. — Bergstaðastræti 12 B. Sam- koma í kvöld kl. 8. Hafnar- firði, Linnetsstíg 2. Samkoma í dag kl. 4 e. h. Allir velkomnir Fiiadelfia, Hverfisgötu 44. Samkoma í kvöld, bæði kl. 5 og 8*4. Allir velkomnir! Fullvissið yður um, að það sje l „Freia“-fiskfars, sem þjer kaupið. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19. gerir við kvensokka, stopp ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigur- björnsson, Lækjartorg 1. Opið ,1—31/2-__________;_____________ | Kaupum flöskur, bóndósir, ; meðala- og dropaglös. Sækjum. 1 Yerslunin Grettisgötu 45 — (Grettir). Kaupi gamlan kopar. Vald. Pculsen, Klapparstíg 29. Maður í fastri stöðu óskar eftir nýtísku íbúð, 2—3 her- bergi og eldhús í austurbænum. Helst í nágrenni Landsspítal- ans. Tilboð merkt: Ó. B. sendum. MiLARUTNINGSSKRIFSTOfi Pjetnr Magnússon Einar B. Guðnmndsson GnClaugnr Þorláksaon Símar 3602, 3202, 2002. AnituntrætS 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. fwáymtitujav K. F. U. M. og K. í Hafnar- finði. Almenn samkoma verður í kvöld kl. 81/2. Steinn Sigurðs- son talar. Efni: Næturgalinn. Allir velkomnir! Betania. Samkoma í kvöld kl. 81/2. Bjarni Eyjólfsson og Benjamín Jónsson tala. Söngur og samspil. Allir velkomnir. Hjálpræðisheripn. Sunnudag samkomur kl. 11 og 8.15. Kl. 4. Æsku demostration. Adj. Sv. Gísladóttir adj. Kjæreng. — Mánudag hátíð fyrir börn kl. 6. Veitingar. Inng. 25 aura. Fæði kostar ekki nema 60 krónur á mánuði í Nýju mat-j sölunni, Vesturgötu 22. J&uyxs&aput? Tveir smart kven- grímubún- ! ingar til sölu. Stærð 42. Uppl- í síma 1374 frá kl. 1—7 á ' mánudag. j Vjelareimar fást bestar hjá 1 Poulsen, Klapparstíg 29. j Frímerkjabækur fyrir íslensk , og útlend frímerki. Límpappír, j frímerkjaumslög o. fl. — Gísli Sigurbjörnsson, Frímerkjaversl- ■ un, Lækjartorg 1, opið 1—31/2 e. h. Kaupum flöskur og glös og bóndósir. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum. (yfafoct/is íbúðir stórar og smáar, og her- bergi, Leigjendur einhleypa og heimilisfeður, Stúlkur í vist, Kaupendur að hverju því, sem þjer hafið að selja. Muni sem þjer viljið kaupa. Nemendur í hvaða námsgrein sem er. Smá- auglýsingar Morgunblaðsins eru lesnar í hverju húsi. KOL OG SALT — sími 1120 4 ANTHONY MORTON; PEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 67. verið jafn ■ þakklátur fyrir þá þjálfun raddarinnar, sem hann hafði fengið hjá Karl Seltzer. — Hvern fjandann varðar yður um það?, sagði hann styggur í bragði. Hann mætti augnaráði Trings. Það var ekkert, sem sýndi, að hann hefði þekt hann. Tring glotti og ypti öxlum. — Jeg ætlaði ekki að móðga þig fjelagi, svo að þú skalt ekki vera reiður. Hann sneri sjer að Grayson, sem hallaði sjer brosandi aftur í stólnum. — Afsakið, að jeg trufla yður, Grayson, sagði hann hæðnislega, — jeg neyðist til þess að líta dálítið í kringum mig hjer í skrifstofunni. — Jeg veit, ekki, hvað þjer eruð að fara------ sagði Grayson. — Hugsið þjer yður nú dálítið um, Grayson, og þá getið jafnvel þjer reiknað út, hvert erindi mitt muni vera. Grayson ljet ekki æsa sig upp. — Hafið þjer nokkra ástæðu til þess að tala þannig við mig, Tring. Ef þjer haldið---- Tring horfði á hann með augnaráði, sem var fult aðdáunar og undrunar. — Ætli það sje virkilega satt, sem hvíslað er í skotunum, að þjer sjeuð einn af okk- ar allra mestu hilmurum. En nú megið þjer ekki spyrja mig, livað það þýði, þó að þjer vitið það ekki. Jeg skal verða fyrri til að segja yður hvað það er. í?að er maður, sem kaupir þýfi. Tring hepnaðis* nú augsýnilega að gera Grayson dálítið smeykan. — Hættið nú þessum þvætting, sagði hann. — Ef þjer viljið spyrja mig einhvers, þá gerið það fljótt. .Jeg hefi annríkt. — Jeg hafði hugsað mjer að líta dálítið í kringum mig hjerna í skrifstofunni. — Líklega ekki í leyfisleysi ?, sagði Grayson. — Þjer getið hugsað yður það, að jeg kem ekki hingað, néma með leyfi lögreglunnar, og má gera það, sem mjer sýnist. Opnið hirslurnar, Grayson, ef þjer viljið ekki hafa verra af. — Það er víst ekki annað að gera. En þetta er lireinasta ósvífni, Tring. — Engu að síður rjettmætt, sagði Tring, og dró skjal upp úr vasa sínum og ýtti því til Graysons. Hann leit á það og bandaði síðan með hendinni. — Jæja, byrjið þá að leita! En þetta verður ekki mitt síðasta orð í þessu máli, verið þjer viss um það! Tring klappaði saman lófunum og í sama vetfangi komu mennirni tveir, sem Mannering hafði sjeð með Tring, inn. Tring skrifaði þeim að gera húsrannsókn, og þeir byrjuðu þegar í stað. Mannering var utan við sig af skelfingu. Hann vissi, að það var úti um hann, ef hann ljóstraði því upp með einu orði eða látæði, hver hann var. Engu að síður horfði hann með athygli á rannsókn mannanna. Þeir leituðu í hverjum krók og kima, lásu hvert plagg vandlega, rótuðu í gömlum kössum og skúffum og lyftu upp lausum gólffjölum. En ekkert grunsamlegt var að sjá. Tring Virtist ekkert taka það nærri sjer, þó að ár- angurinn væri neikvæður. Hann hafði augsýnilega ekki búist við að finna neitt, sem máli skifti. — Þá er ekki eftir, nema peningaskápurinn, sagði Grayson. — Hafið þjer lykla? — Hann er ólæstur. Jeg var að fara í hann, rjett áður en þjer komuð. — Hvað skylduð þjer nú hafa verið að gera í skáp- inn, rjett áður en jeg kom?, sagði lögreglumaðurinn hugsi. Ilann stökk niður af borðinu og gekk að ■iihiiiiii imiiiimim ii iuiMi iiaii i iiii iii iiiiii i mmii im— skápnum. Hurðin var opnuð og fyrir innan hana í skápnum lágu þrjú seðlabúnt, 1200 pund samtals. Lögreglumaðurinn tók seðlabúntin og kastaði þeim upp í loft eins og knetti á leiðinni að borðiim. Hann tylti sjer aftur á borðbrúnina, og Mannering fanst sem ætlaði hjarta sitt að hætta að slá. Það var varla þumlungur á milli Trings og litiu ójöfnunnar í borðinu. Ef hann flutti sig ofurlítið til, gat rifan opnast og perlurnar sjest. „Baróninn“ sat eins og á nálum, og svitinn spratt fram -á enni hans og hálsi. Aldrei á æfi sinni hafði. hann verið jafn óttasleginn. En það var ekkert að sjá á andliti hans, og hendui- lians voru styrkar. Hann leit á peningaseðlana með svo mikilli græðgi, að Ting, sem varð litið á hann, fór að hlæja. ' , - % —- Maður á ekki að girnast það, sem náungans er, sagði hann glaðlega. Síðan leit hann á Grayson og sagði alvarlegur; — Þjer hafið mikið fje í fórum yðar:. Ef Grayson var hræddur um að Tring myndi opin,- bera leyndardóma skrifborðsins, þá Ijet hann að minsta kosti ekki a því bera. Hann brosti jafnvel, þegar hann svaraði: — Jeg gæti með hægu móti skrifað tíu sinnum liærri ávísun handa yður. Þetta eru laun fyrir verkamenn mína. Þjer greiðið þa mikil laun, sagði Tring og' brosti tortryggnislega. Nú varð Grayson gramur. — Það kemur engum við nema mjer, hve há laum jeg greiði, sagði hann snögglega. — Þessir peningar eiga að fara í kaupgreiðslur eins og jeg er búinn að segja. Jeg var rjett að sækja þá í bankann. Þjer getið spurt að því þar, hvort það sje ekki rjett, ef þjer trúið mjer ekki. Tring hristi höfuðið. Hann virtist algerlega ósnort- mn af því, þó að Grayson stykki upp á nef sjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.