Morgunblaðið - 21.05.1939, Page 2

Morgunblaðið - 21.05.1939, Page 2
2 Sunnudagur 21. maí 1939, Y ''RGUNBLAÐIÐ Breskt-rússneskt bandalag ? Chamberlain sagður vera að láta undan al- menningsálitinu á S' Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. UMIR þykjast nú sjá móta fyrir bresk-rúss- nesku bandalagi. Á meðan á umræðunum stóð> í breska þinginu í gær, kom svar Rússa við síðustu tillögum Breta og var þeim hafnað, eins ag hin- um fyrri. Þessar síðustu tillögur hafa aldrei verið birtar. Rússar krefjast skilyrðislauss bandalags við Breta, eða vilja enga ^amninga ella. f ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Mr. Churchill, að hjá því yrði ekki komist að horfast í augu við ástandið eins og það er í raun og sann- leika, hversu óþægilegt sem það þætti. Hann sagði, að sannleikurinn væri sá, að ómögulegt væri að verjast á vesturvígstöðvunum, nema að austurvígstöðvarnar væru trygðar fyrst. En þær yrðu ekki trygðar nema með aðstoð frá Rússum. Talið er þessvegna, að í hinum nýju tillögum, sem verið er að undirbúa með aðstoð frá Frökkum, og lagðar verða fyrir Rússa næstu daga, sje tekið tillit til þessa „raunverulega ástands“, enda virðist almenningsálitið í Englandi hallast meir og meir að bandalagi við Rússa. BREYTT VIÐHORF Þetta breytta viðhorf í Englandi — Bretar hafa jafn- an verið andvígir öllum nánum samskiftum við Sovjet-stjórn- ina — er bein afleiðing af skuldbindingunum, sem breska stjörn- in hefir tekið í Austur-Evrópu. Stefnubreytingin í almennings- álitinu virðist hafa haft áhrif á Mr. Chamberlain og dregið hokkuð úr andúð þeirri, sem hann hefir haft á bresk-rússnesku bandalagi. Halifax lávarður er nú kominn til Parísar, á leið sinni tii Genf. Nokkrum klukkustundum áður en hann kom þangað hjelt franska stjórnin þriggja klukkustunda ráðu- neytisfund, og er talið að fundarmenn hafi samþykt í einu hljóði málamiðlunartillögur, sem Bonnet ætiar að leggja fyrir Halifax lávarð í kvöld. í tillögum þessum er talið (skv. FÚ), að m. a. sje gert ráð fyrir yfirlýsingu af hálfu Breta og Frakka, varðandi Eystrasalts- ríkin (Lithauen, Lettland og Eistland), og loforð um aðstoð þeim til handa, verði á þau ráðist. ______________________________ í London og París eru stjórnmálamenn á eitt sátt- ir um að það sem mestu máli skifti nú sje hraði — að fá sem fyrst úr því skor ið, hvort samningar geta tekist við Rússa. 1 London er þess jafnvel ■vænst, að Rússar muni hafa samþykt eða hafnað hinum nýju tillögum fyrir miðvikudaginn, svo að hægt verði að leggja nið- urstöðuna fyrir hinn vikulega fund, sem breska stjórnin held- ur þann dag. MAISKY FARINN London í gær. FÚ. Maisky, rússneski sendiherr- ann í London, er lagður af stað til Genf, til þess að taka þátt í ráðsfundi Þjóðabandalagsins. Blöðin í Moskva hafa ekki birt ræðu Chamberlains, er hann hjelt í gær í breska þinginu um samkomulagsumleitanirnar við Rússa, nje heldur útdrátt úr henni. Blöðin birta aðeins stutt símskeyti frá London um það, að umræður um utanríkismálin hafi farið fram í þinginu. Þýskar bifreiða- brautir á Spáni: Samkepni Brela og Þjóðverja Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. 1-^k JÓÐVERJAR gera sjer vonir um að fá bróð- urpartmn af málmframleiðslu Spánverja, sem Bretar hafa fengið að miklu leyti fram til þessa. Þjóðverjar vilja selja Spánverjum iðnaðarvörur, gegn því að fá í staðinn hráefni. Meðal annars er búist við, að Þjóðverjar kaupi mikið af ávöxtum og matvælum frá Spáni. Þeir virðast staðráðnir í því að sleppa ekki hendinni af Spáni, þótt hersveitir þeirra og Itala fari þaðan, og leyfa ekki að landið verði aftur hagsmunasvæði Breta og Frakka. ; M. a. er fullyrt, að Þjóðverjar hafi boðist til að réisá opinberar byggingar fyrir spænsku stjórn- ina og leggjá bifreiðabrautir/ dr. Speer, aðál ráðgjafi Hitlers í byggingamálum, maðurinn sem er að gjörbreyta útliti Berlínar- borgar, og dr. Todt, verkfræS- ingur, sem gert hefir bifreiða- brautirnar þýsku, eru á förum til Spánar. Éftij" að þýsku hersveitirnar höfðu gengið fyrir Franco í M'á- drid í . gær, kallaði „el caudillo" (þ. e. Franco: „foringinn“, sbr. ,,fúhrer“ í Þýskalandi og „il duce“ í Ítalíu) á fyrirliða þeirra og ljet hann standa á aðra hönd sjer það, sem eftir var af her- sýningunni. - Gunnar Gunnarsson heldur heimleiðis Ciano farinn til Berlínar B Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. retar og Frakkar leggja kapp á að hraða samning unum við Rússa fyrst og fremst vegna þess að þýsk-ítalska hern- aðarbandalagið verður undirritað 1 Berlín eftir tvo daga. Viiðast menn óttast að ástandið harðni eitthvað eftir að samningar þess ir hafa verið undirritaðir. í því sambandi er vakin at- hygli á, að frá því að samning- urinn var gerður hafa Hitler og og Mussolini verið á eftirlitsferð hvor í sínu landi í varnarvirkj- unum á vesturlandamærum sín- um. Ciano greifi lagði af stáð til Berlín í dag. í för með honum er Farsiani hershöfðingi og nokkrir ítalskir blaðamenn. Khöfn í gspr. FÚ. Qunnar Gunnarsson lagði í dag af stað með Lagar- fossi til íslands, ásamt konu sinni og elsta syni. Kaupmannahafnarblöðin flytja í dag þakklæti Gunnars til Dan- merkur fyrir það, sem hún hefir fyrir hann gert. Sigfúsar Einars- sonar minst Khöfn í gær F.Ú. I slenski söngvarinn Stefano Is- ■ landi syngur í hljómleika- salnum í Tivoli íslenska og ít- alska söngva. Hljómsveit Tivoli mun minn- ast Sigfúsar Einarssonar með því að leika tónverk eftir hann, og leikur Einar Sigfússon í hljóm sveitinni. Togarinn Surprise í Ilafnarfirði kom af veiðum í gær með 116 föt lifrar. Fiskmagnið var 126 smá- lestir og hafði megnið af fiskinum veiðst í aflahrotunni á Hornbanka um síðustu helffi. Valur leikur I kvöld I óleyfi K. R. R. Talsverður styr hefir staðið um kappleikinn, sem fram fer í kvöld milli sjóliðanna af H. M. S. Vindictive og Vals. Hafa átökin orðið svo hörð, að Valur keppir í kvöld án leyfis Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Verður ekki að svo stöddu sjeð hverjar afleiðingar það kann að hafa, en það er á valdi K. R. R. að dæma Val í sekt- ir, eða útiloka fjelagið frá öllum mótum í sumar. Forsaga þessa máls er í stuttu máli eftirfarandi: Samkvæmt reglugerð K. R. R. verða knattspyrnufjelögin að fá sjerstakt leyfi hjá ráðinu ef þau ætla að keppa við skipverja af erlendum skipum og mega ekki keppa nema AÚð lið af tveimur skipum árlega. Er það ákvæði sett til þess að leikir við erlenda flokka komi sem jafnast niður á fjelögin. Aður en „Vindictive“ kom fekk Valur leyfi til að keppa við sjó- liða af skipinu, ef þeir sjálfir vildu leika hjer, en þá hafði ekk- ert verið talað um það mál við ensku sjóliðana. Þegar svo „Víndictive" koln voru sjóliðarnir fúsir til að keppa hjer að minsta kosti tvo leiki. Á- kvað form. K. R. R. þá að þessir leikir skyldu skiftast jafnt milli fjelaganna þannig, að K. R. og Víkingur keptu einn leik, en Val- ur og Fram annan. Þessu vildu Valsmenn ekki hlýta og hjeldu því fram, að það sem K. R. R. væri búið að samþykkja stæði. Formaður K. R. K., Guð- mundur Ólafsson, hjelt því hins- vegar fram, að Valur hefði fengið leyfi til að keppa á föstudegi eða raiðvikudegi, en ekki á sunnudegi, eins og Valur fór fram á. Mál þetta var tekið fyrir á fundi FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐÚ Grein f „Börsan“ iidi samband Islands og Danmerkur Khöfn í gær. FÚ. Kaupmannahafnarblaðið „Bör sen“ flytur langa grein í gærdag um samband Islands og Danmerkur og möguleika á því, að sambandslögunum verði sagt upp á áskildum tíma. Blaðið ílytur í þessu sambandi ummæli Sveins Björnssonar sendi herra í grein, er hann ritaði í tímaritið „Le Nord“ um þjóð- rjettarlega stöðu Islands, þar sem hann sýnir fram á, að Is- landi sje að öllu leyti frjálst að segja upp sambandslögunum. Blaðið „Börsen“ segir í þessu sambandi, að á því geti enginn vafi leikið, að þessi rjettur Is- lands sje ótvíræður, og þar með fái ísland fult sjálfsforræði án aðstoðar annara ríkja. ísland verði þá að koma upp sinni eig- in utanríkismálaþjónustu, og þar að auki falli niður sá rjettur til atvinnu, sem íslenskir borgarar hafi nú í Danmörku og hafi ver- ið meira notaður af þeim en til- svarandi ' rjettur danskra borg- ara á íslandi. I lok greinarinnar segir, að hagsmunir þeir, sem Island njóti samkvæmt sambandslögunum, sjeu svo miklir, að það sje tæp- lega við því að búast, að ísland segi þeim upp, og að hvarvetna á Norðurlöndum myndi það verða álitið mikið tjón, ef ís- land, með sinni merkilegu erfða- menningu, gliðnaði úr tengslum við hina norrænu samvinnu. HANDAVINNA SJÚK- LINGA Á LANDS- SPÍTALANUM T haust byrjaði stjórn Lands- spítalans á því að fá sjúkl- ingum, sem lengi hafa fegið, ým iskonar handavinnu. Var það gert til þess að þeir styttu sjer hinar dapurlegu og löngu stund- ir. En jafnframt var hugsað um að kenna þeim nytsöm verk, sem þeir geti haldið áfram að stunda þegar þeir losna af spítalanum. Það er ósköp skiljanlegt, að sjúklingur, sem hefir legið rúm- fastur máske 2—3 ár og ekki tekið hendi til neins, nema þá bókar, muni lítt fallinn til að vinna fyrir sjer, þegar hann fer af spítalanum. En með þessu móti er honum þó gefinn kostur þess að iðja eitthvað, bæði sjer ti? gagns og gamans. Ýmsir af munum þeim, sem sjúklingar í Landsspítalanum hafa unnið í vetur eru til sýnis í skemmuglugga Haraldar. Eftir helgina verða þeir til sölu í Hattaverslun Soffíu Pálma á Laugaveg, og verða seldir mjög ódýrt. Gleðjið sjúklingana með því að kaupa handavinnu þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.