Morgunblaðið - 21.05.1939, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.05.1939, Qupperneq 7
Simnudagur 21. maí 1939. MORGrUNBLAÐSÐ Ué FLUG TF — SUX í FEAMH AF ÞEIÐJU SÍÐU. aði af sjer pósti og tók póst. Þaðan til Vopnafjarðar og: henti niður pósti. Ætlaði flugmaðurinn að lenda þar en hætti við vegna þoku. Á Djúpavogi tók flugvjel- in farþega til Hornafjarðar og flaug svo í einum áfanga frá Hornafirði til Reykjavíkur. Með TF-SUX frá Iiornafirði var Þorleifur Jónsson bóndi að Hólum. Þorleifur er á áttræðis- aldri. Á suðurleið var veður hvast og sandrok mikið á Söndunum. Var svo dimt af sandrokinu sem þoka væri og varð flugmaðurinn að átta sig og fljúga eftir brimlöðr- inu við ströndina. En þó var bót í máli, að vindurinn var á eftir og var flugtíminn frá Hornafirði ekki nema 2 kl.st. og 20 mín. Strætisvagnafjelag Reykjavíkur h.f. hefir tekið npp aftur Lögbergs ferðir. Verður farið 'fimm. sinnum á dag, fyrst Utá sinn. Fyrsta ferð- in .er klukkan 7 á morgnana og síðasta ferðin kl. 9*4 síðd. ILiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiHiiiiimtiiuiuiu — Ólafur Dorgrímsson | lögfræðingur. Viðtalstími; 10—12 og 3—5. 1 Austurstræti 14. Simi 5332. I Málflutningur. Fasteignakaup § Verðbrjefakaup. Skipakaup. | Samningagerðir. liiiiiiiiiiiiniiiiimiiiiiiiiimuuiiiiimiimimiuiuuiiinimDÍ Sítrónur nýkomnar. vmn Lauffaveg: 1. Útbú Fjölnisvegi 2. Valur og ensbu sjóliðarnir FRAMH. AF ANNARI SÍÐU K. R. R. í gærkvöldi. Fulltrúi Vals, Einar Björnsson, fór fram á að Val yrði leyfður leikurinn. For- maður ráðsins kom þá með tillögu úm að K. R. R. lijeldi sig við fyrri samþyktir, og ef að Valur þættist misrjetti beittur gæti hann snúið sjer til I. S. I. með kæru. Inn á þetta vildu fulltrúar Vík- ings (Guðjón Einarsson) og Fram (Jón Magnússon) ekki ganga og töldu K. R. R. einfært að ráða sínum málum. Fulltrúi Víkings, Guðjón Einars-, son, bar nú fram málamiðlunartil- lögu, sem var á þá leið, að K. R. R. Íeyfði Val leikinn við Englend- ingana, en ágóða leiksins yrði skift í 5 hluta; fengju öll knattspyrnu- fjelögin sinn hlutann hvert og K. R. R. þann fimta. Var gengið til atkvæða um þá tillögu og viðhaft nafnakall. Var tillagan feld með 1 atkvæði gegn 1. Með tillögunni greiddi Guðjón Einarsson atkvæði, en Jón Magn- risson greiddi atkvæði á móti. Guð- mundur Ólafsson og Einar Björns- son, fulltrúi Vals, sátu hjá við' atkvæðagreiðsluna, en fulltrúi K. R., Hans Kragh, var farinn af fundi. Þannig stendur málið nn. Valur er ákveðinn í að keppa við Englendingana án léyfis K. R. R. og eiga á hættu sektir eða úti- lokun frá kepni í sumar. Enginn dómur skal á það lagð- ur hjer, hvor hefir á rjettu að standa í þessu máli, aðeins bent á. að fjelagakriturinn milli íþrótta- fjelaganna hjer í bænum er að verða óþolandi og í engu samræini við þann anda og hugarfar, sem á að einkenna íþróttamenn. ★ En burt sjeð frá öllum deilum. í kvöld verður án efa skemtileg- ur leikur á vellinum, sem enginn knattspyrnuunnandi vill missa af að sjá. Klukkan 8 leikur hljóm- sveit frá skipinu og gengur kring- um völlinn að hermanna sið. Mun margur hafa gaman af að sjá það. Vívax. Fimtugsafmæli á á morgun frú Lilja Brandsdóttir, Grettisgötu 72 Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Halldóra Jónsdóttir og Grímur Kr. Jósefsson járnsmlður, Njarðargötu 27. — Rúðugler. Útvegum allar teg. af rúðugleri frá Belgíu eða Þýskalandi. Eggert Kristjánssou & Co. Til tækifærisgjafa Schramberger heimsfræga kunst KERAMIK. Handunninn KRISTALL. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. EF LOFTUR GETUR ÞAP EKKI — — ÞÁ HVERÍ Dagbok. I. O. O.F. 3 =1215228 = Helgidagslæknir er í nótt Kjart- an Ólafsson, Lækjargötu 6 B. Sími 2614. Næturlæknir er Grímur Magn- iisson, Hringbraut 202. Sími 3974. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Lágafellskirkja. Messað í dag kl. 12.45. (Ferming. Síra Hálfdan Helgason. 86 ára varð 19. þ. m. ékkjan Þór- laug Sigurðardóttir frá Reyni á Akranesi. Hún dvelur nú á Elli- heimilinu Grund. 3 þúsund handsðpustykki, góð tegund, er lætur örlítið ásjá vegna geymslu í raka, en að öðru leyti algerlega óskemd, verður seld á morgun frá kl. 9—7 í portinu við Túngötu 5. /. i j Kassi með 48 stykkjum kr. 10.00. Vegna jarðarfarar verða ikrtfstofur vorar lokaðar allan daginn á morgun. Þúrður Sveinsson & Co. h.f, 82 ára verður í dag Sophus Holm, Njálsgötu. 52 A. Hann mun vera elsti Daninn sem hjer er bú- settur. Hann fluttist hingað fyrir 69 árum, til ísafjarðar. Hjér í Reykjavík hefir hann dvalið síð- astá, áratuginn. Hann hefir ekki sjeð ættland sitt síðastliðin 47 ár. En nú í sumar ér hann að hugsa um að skreppa heim til Danmerk- ur, og sjá æskustöðvar sínar — ef hann fær gjaldeyri til ferðarinnar. Hjúskapur. í gær voru 'gefin saman í hjónabánd 'af lögmanni tmgfrú Halldóra Björnsdöttir frá- Blönduósi og Hermann Búason. Heimili þeirra verður á Fálkagötu 2, Grímsstaðaliolti. Hjúskapur. 13. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Sigur- jóni Árnasyni ungfrú Elísabet Kristjánsdóttir, Framnesveg 8, og Jón Stefánsson bifreiðarstjóri, Marargötu 12. Blóm Mæðradagsins eru merki dagsins. Skólakepnin í frjálsuiA íþ'fóttum milli Mentaskólans og Háskólans liefst í dag kl. 1 e. h. Skemtanir Mæðradagsins eru góðar skemtanir. Barnastúkurnar Svava og Díana halda sameiginlega vorskemtun í dag kl. 1.20 í Góðtemplarahúsinu. . Leikfjelag Reykjavíkur sýnir gamanleikinn Tengdapabha í kvöld E.s. Katla fór norður um land í gær. B.v. Júpíter kom í gær með nýj an fisk til herslu. Útvarpið: 9.45 Morguntónleikar (plötur) : Symfónía nr. 6, eftir Tschai- ko^vsky. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (sjera Árni Sigurðsson). 15.30 Miðdegistónleikar frá Ilótel Borg. 20.20 „Mæðradagurinn“: a) Tónleikar. b) Ræða: Sveitakonan (ungfrú Inga Lárusdóttir),. e) Ræða: Reykjavíkurkonan (frú Marta Indriðadóttir). d) Tónleikar. e) Ræða: Mæðrarjettur (ungfrú Laufey Yaldimarsdóttir). f) Erindi: Heilsuvernd mæðra (Katrín Tlioroddsen læknir). g) Tónleikar. smf' Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að hjartkær kona mín GUÐRÍÐUR EYÓLFSDÓTTIR andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins í gærmorgun. Jón Steinason. Hjer með tilkynnist, að JÓN SIGURÐSSON, bóndi í Skutulsey á Mýrum, andaðist á Landspítalanum þ. 17. þ. mán. Kveðjuathöfn verður í fríkirkjunni mánudaginn 22. þ. m. kl. 4^2 síðdecis. Síðan verður líkið flutt að Ökrum á Mýr- um og jarðsett þar. Vandamenn. Jarðarför móður og tengdamóður okkar GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 23, þ. m. og hefst með bæn á heimili hennar, Rauðarárstíg 13 B, klukkan 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Sigurlaug Guðmundsdóttir. Guðjón Þórarinsson. Jónas Guðmundsson. Guðmundur Guðmundsson. Jarðarför mannsins míns ÞÓRÐAR SYEINSSONAR bankabókara fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 22. þ. m. kl. 1% e. h. Óskað er, að blóm verði ekki send. Ólafía Bjarnadóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálp við fráfall og jarðarför konu minnar og móður okkar, HELGU S. KRISTJÓNSDÓTTUR frá Súgandafirði. Jón S. Steinþórsson. Finnhorg Salóme Jónsdóttir. Steinþór Erlingur Jónsson. J Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát og og útför GUÐRÍÐAR ÁRNADÓTTUR frænku okkar. Anna Benediktsson. Áslaug Ágústsdóttir. Guðrún Ágústsdóttir. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför HILDAR BJARNADÓTTUR. Fyrir hönd mína og annara vandamanna Magnús Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.