Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Simmidagur 16. júlí 1939. Áróðursstríð er hatið milli Breta og Þjóðverja Bera hvor aðra verstu vömmum og iskömmum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ÞJÓÐVERJAR hafa fylst gremju út af áróð- ursbrjefum, sem þýskum heimilisfeðrum hafa verið send undanfarið í pósti. í brjefum þess- um er rætt um innbyrðisstjórnmál í Þýskalandi og í Eng- landi og eru brjefin full áróðurs gegn nazistum og stjórn þeirra. Brjef þessi eru undirrituð af frægum enskum rithöf- undi, er heitir Stephen King-Hall, en hann hefir getið sjer frægð fyrir ritmensku sína um utanríkismál. King-Hall er liðsforingi að nafnbót og þess vegna, segja Þjóðverjar, hlýtur hann að vera starfsmaður enska útbreiðslumála- ráðuneytisins nýstofnaða. Blöðin í Þýskalandi hafa undanfarna daga rætt mikið um þessi brjef og Göbbels útbreiðslumálaráðherra hefir gefið út tilkynningar í öllum blöðum, þar sem almenningur er varaður við áróðri þessum. Þýsku blöðin halda því fram, að Halifax, utanríkismálaráðherra Breta sje upphafsmaður þessara áróð- ursbrjefa, sem alment ganga undir nafninu King-Hall-brjefin. Cordell Hull styður Roose- velt i afnámi hlutleysis- laganna London í gær F.Ú. amkvæmt fregnum frá Washington hefir Cordell Hull utanríkismálaráðherra, með fullu samþykki Roosevelts forseta, skorað á þjóðþingið að hraða afgreiðslu hlutleysislag anna, sem nú liggja fyrir þing- inu, þar sem bornar hafa verið fram við þau mikilvægar breyt ingartillögur. í ávarpi sínu segir Cordell Hull, að arperíska þjóðin og stjórn Bandaríkjanna, megi ^kki skorast undan því, að leggja fram sinn skerf til þess, að unt verði að varðveita frið- inn. En ef til styrjaldar kæmi, yrði að beita öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir að Banda 'kin yrði þátttakandi í henni. Corx’ell Hull kveðst þeirr ar trúar, að Bandaríkjamenn geti beitt áhrifum sínum til þess að dra'ga úr líkunum fyrir því, að til styrjaldar komi, og það yrði þeir að gera með því að vinna fyrir friðinn. SLÆM ÁHRIF. Leiðin til þess væri ekki, að leggja bann við útflutningi hergagna, sagði M|r. Hull, þar sem, liann væri þeirrar skoðunar, að útflutningsbannið hefði slæm áhrif í Evrópu. Það væri hvatning þeim þjóðum, sem hefði byrjað vígbúnaðarkapphlaupið og væri lengra komnar á þeirri braut en aðrar þjóðir, og freistuðust því til að fara með ófriS á hendur þeim, sem ekki væri eins vel undir ófrið búnar. Hull kvað það ekki ósiðlegt athæfi að selja hergögn til sjálfsvarnar, og rjetturinn til þess að selja hergögn þjóðum, sem eiga í stríði sje viður- kendur. Að lokum sagði hann, að hlut- leysislögin í sinni núverandi mynd tiygði ekki hlutleysi, heldur hið gagn- stæða. FRÖNSK RÖDD. j Frakkneski blaðamaðurinn „Pertin- ax“ birti í dag grein í „L’Ouvre“ um deiluna um hlutleysislögin í Banda- ríkjunum og styður skoðanir Roose- velts forseta og Cordell’s Hull. Ciano greifi i r Madrid London í gær F.U ilskipun var gefin iit í Madrid í morgun, þess efnis, að dag- urinn í dag skuli vera almennur frídagur, í tilefni af komu Ciano gt'éifa, Utanríkismálaráðh. Itala. Hann kom loftleiðis til borgar- innar árdegis í dag. Skömmu eftir komuna fór hann að skoða víg- stöðvarnar við Madrid, en að því búnu fór fram viðhafnarakstur um borgina, að viðstöddu miklu fjöl- menni. „AÐFERÐIR STÓRGLÆPA MANNA“. Þýsk blöð gefa m. a. eftir- farandi upplýsingar um King- Hall brjefin: Þau eru skrifuð á afar þunnan pappír og minna helst á aðferðir tugthúslima og stórglæpamanna. Miðstöð áróðursins gegn naz- istum í Englandi, sendir áróð- ursrit í miljónatali inn í Þýska- land og þýska lögreglan ræð- ur ekki við neitt ennþá. Þjóð- verjar hafa gert ýmsar varúð- arráðstafanir til þess að hefta þessa áróðursstarfsemi og m. a. er í ráði að koma á skoðun á öllum pósti, sem kemur til Þýskalands frá Englandi. HORE-BELISHA „FJÁRSVIKARI“. Heiftugt áróðursstríð virðist nú vera að brjótast út milli Breta og Þjóðverja. Síðan að King-Hall-brjefin komu í um- ferð,, eru Þjóðverjar byrjaðir á hinum alvarlegasta gagnáróðri í garð Breta. Þýska blaðið „Angriff“ seg- ir frá því í dag, að komist hafi upp stórfeld fjársvik um Hore- Belisha, hermálaráðherra Breta. (Hore-Belisha er Gyðingur). EINS OG 1914 — ■ Blaðið „Deutscher Allge- meine Zeitung“ segir í dag að eyðileggingarstarfsemi Breta sj$ beint gegn Þjóðverjum nú aí- veg eins og 1914. Ensk blöð láta ekki sitt eft- ir liggja í áróðrinum. „Daily Express“ skýrir frá því, að leynilögreglu Breta og Frakka hafi tekið upp samvinnu til að vinna gegn áróðri nazista. FRÍÐAR KONUR. Parísarlögreglan hefir sent. bresku lögreglunni skjöl er sanna, — segir Daily Express — að nazistar hafa ákveðið víð- tækan áróður um alt breska heimsveldið. T. d. um aðferðir Þjóðverja nefnir blaðið, að þeir sendi ungar og fríðar stúlk- ur til Englands og eigi þær að hafa það hlutverk með höndum að reka áróður í hag Þýska- lanús meðal heldra fólksins í Englandi. Mikill hernaðarundir- búningur I Varsjá London í gær. FU. euter-fregn frá Varsjá herm- ir, að hernaðarlegum undir- búningi sje haldið áfram þar í borginni, og sjálfboðaliðssveitirn- ar fari um götur borgarinnar. búnar rifflum og með vjelbyssur, og sje ekki á nokkurn hátt revnt að fara dult með þetíá. Lagt er hald á vöruflutningabíla og þeir liafðir reiðubúnir tif notkunar. FÓlkj, sem býr í nánd við landa- mæri fríríkisins hefir verið skipað að búa sig undir að hverfa á brott frá heimilum sínum. . Allmargir þýsklr blaðamenn eru komnir til Danzig. Það er þó ekki búist við, að neinir stórviðburðir gerist í Danzig sem stendur, þar sem Förster, teiðtogi nazista í Danzig,.er enn í Múnchen. -Heldur hami kyi-ru fvrir þar á morgun ■og verður yiðstaddur hátíðahöld þau, sem þar qru áformuð. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss er á leið til Leith frá Vestmahnaeyjum. Brú- arfóss er á leið tíl ísafjarðár frá Siglufirði. Dettifoss fór frá Hull síðdegis í fýrrádag, áleiðis til Vestihannaeyja. Lagarfoss var á Siglufirði í gær. Selfoss er á leið til Reykjavíkur frá Djúpavík. —Lifandi grafnir— 300 fet I jörðu jær varð sprenging í A kolanámu í Kentucky og voru 28 menn innikróaðir í námunni. Ráðstafanir voru þegar gerðar til þess að gera alt, sem unt væri, til þess að bjarga mönnunum, og var er seinast frjettist búið að bjarga 19, og voru þeir all mjög þjakaðir. Tilraunum er haldið áfram til þess að ná til þeirra níu, sem eftir eru, 300 fet niðri í jörðinni. ( FÚ ). Njósnamálin í Frakklandi London í gær. FÚ. aladier, forsætisráðh. Frakk- lands, gaf út tilkynningu í dag viðvíkjandi rannsókn þeirri, sem hafin er út af erlendum á- róðri í Frakklandi. I tilkynningu sinni segir for- sætisráðherrann að þeir menn, sem handteknir hafá verið, hafi þegar játað, að hafa tekið við miklum fjárhæðum af fulltrúum erlendra stórvelda, og mundu menn þessir verða ákærðir fyrir brot á lögum. sem (banna njósnir og aðra starf- semi skaðlega rlkinu. Daladier sagði ennfremur, að þjóðin mætti treystá því, að rann- sókninni yrði haldið áfram, en varaði menn við að trúa allskon- ar lausafregnum um þessi mál, sem komnar væri á kreik. Einn hinna handteknu manna er starfsmaður við hið víðkunna Parísarblað „Le Temps“, og annar við blaðið „Figaro“. Blöð þessi til- kynna, að mennirnir sjeu starfs- menn í auglýsingadeildunum. Allir hinir handteknu hafa haft meira eða minna saman að sælda við dr. Abetz, en hann er vinur von Ribbentrops, þýska utanríkis- málaráðherrans. Var nýlega gefin út fyrirskiþun um, að dr. Abetz skyldi vísað úr landi, sökum þess áð hann hafði líomið á fót naz- istiskri útbreiðslnmálaskrifstofu í París. SEX NAZISTAR DÆMDIR í SVISS. Sex svissneskir nazistar voru dæmdir í Zurich í Sviss í dag fyrir ólöglega nazistiska starfsemi.” Hin- ir ákærðu voru allir dæmdir í fangelsisvist, migmunandi langa. Einn af nazistum þessum var starfsmaður þýsku njósnastarf- seminnar. 85 ára verður á morgun Sigur- björn Bergþórsson söðlasmiður og fyrruni bóndi á Svarfhóli í Döl- um, nú til heimilís á Laugaveg 77. Tientsindeilan Samningar Breta og Japana ganga treglega Arita utanríkismálaráðherra Japana áttu þriggja stunda viS- ræður í gær án þess þó að þær bæru nokkurn árangur að því að fullyrt er. Talið er að allmikið hafi bor- ið á milli þeirra Arita og Sir Roberts á ferðinlii. Segir Lund- únaútvarpið svo (skv. F.Ú.) : 1 einni Tokio-fregninni segiib að Arita hafi óskað eftir því, að Bretland lýsti yfir því, að það væri ásetningur sinn, að hafa samvinnu við Japan í Kína, en breski sendiherrann hafi óskaö eftir því, iað samkomulagsum- leitanirnar snerust aðeins um Tientsin-deiluna. „TIMES“ SVARTSÝNT. Frjettaritari vor í Höfn sím- ar, að enska blaðið Times sje afar svartsýnt í skrifum sínum um þessi mál og telji litla von um góðan árangur af viðræðum Breta og Japana. „The Times“ segir, að jap- anska stjórnin ráði ekkert við herforingjaklíkuna. Magnaður áróður hefir verið rekinn gegn Bretum um alt í Japan. I gær söfnuðust saman 15 miljón mans, sem báru spjöld er m. a. var letrað á þessi setning: „Skjótið niður Breta — fjenúur mannkynsins". NÝ ÁRÁS JAPANA. London í gær F.Ú. Japanska flotamálastjórnin tilkynti í dag, að árás yrði gerð á Swabue, en það er hafnarborg í 70 mílna fjarlægð frá Hong- kong. Hafa Jpanar farið fram á, að allir erlendir menn þar búsettir, verði farnir þaðan fyr- ir kl. 8 á þriðjudagsmorgun. 1 Hongkong var lagt fram frumvarp til laga í dag, sem svo er fyrir mælt, að karl- ar á aldrinum 18—-55 ára skuli skyldir til að taka þátt í æf- ingum með varnarliði nýlend- unnar. „Tímarit iðnaðarmanna“, 3. hefti, er komið út. Á forsíðu er mynd af nokkrum húsum hjer í bænum með hrafntinnu-kvartshúð- un og grein um þessa húðun er í blaðinu eftir Kornelíus Sigmunds- son. Þá er grein um skemtiferðir iðnaðarmanna með myndum og margar aðrar greinar, sem snerta iðnaðarmenn. Knattspyrnukappleikur Dan^ merkurfaránna og úrvalsliðsins verður annað kvöld kl. 8.30 á íþróttavellinum. Það þarf ekki að efa að þar verður margt i\m mann- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.