Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. júlí 1939. T dag eru 100 ár liðin frá því, * er sjera Páll Sigurðsson frá Gaulverjabæ fæddist. Sem mætur maður var þar á ferðinni og merkur þjónn íslensku kirkj- unnar, að sjálfsagt er að hans sje minst á aldarafmæli hans. Nafn hans hefir oft verið nefnt i þessu landi á umliðnum árum, eftir að prédikunarstarfsemi hans varð kunn, og þá einkum eftír að Sigurður Kristjánsson gaf út ,,Húslestrabók“ hans árið 1894. Bókin seldist upp á tillölu- lega örskömmum tíma, enda lesin á fjölda mörgum heimil- um, meðan, sú venja var algeng að lesa húslestra hjer hjá oss. Prjedikanir hans hlutu, sem kunnugt er, marga aðdáendur, þótt ýmsir gætu hinsvegar ekki aðhylst trúfræðilegar skoðanir sjera Páls, þar sem þær fóru í bága við fyrri kenningar kirkjunnar. Það var ekki von, því að ýmislegt sá hann nýtt og í öðru ljósi en samtíðar- menn hans gjörðu. Hann ruddi nýjum hugsunum braut, og hljóta slíkir menn altaf að valda skoðanaskiftum og jafn vel átökum j heimi andans. — eftir því sem lengur leið, lærðu menn betur og betur að skilja sjera Pál, þrá hans og þær til- finningar, serti á bak við orð hans bjuggu, hugsjón hans, að þjóð hans yrði í anda og sann- leika kristin þjóð, er á guðs vegum gengi. SJERA Páll Sigurðsson er f. 16. júlí 1839 að Bakka í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi og kona hans Margrjet Stef- ánsdóttir. Að Hnausum lærði hann undir skóla, ásamt Skafta Jósefssyni og urðu þeir sam- ferða í skóla. Útskrifuðust þeir sem stúdentar 1861, en þá urðu einnig stúdentar þeir sjera Egg ert Briem, sjera Eggert Sigfús sen, Páll læknir í Stafholtsey og Jón Hjaltalín skólameistari. Tveim árum, síðar útskrifaðist hann úr prestaskólanum. Hann tók eigi strax prestsvígslu, en gerðist veturinn eftir embættis- prófið heimiliskennari hjá sýslumanninum í Árnessýslu, Þórði Guðmundssyni og kvænt ist dóttur hans Margrjeti. Eru tvö af börnum þeirra hjóna á lífi: Anna kona Sigurðar Sig- urðssonar, fyrrum lyfsala, og Árni prófessor Pálsson. ★ Árið 1866 vígðist hann að Miðdal og var þar sóknarprest ur í fimm ár, síðan að Hjalta- bakka í 9 ár og loks að Gaul- verjabæ, þar sem hann dvaldi frá 1880, þau árin 7, sem eftir voru. Andaðist hann þar 23. júlí 1887 úr afleiðingum af lærbroti, sem hann hlaut, þeg- ar hann var að stíga á hest- bak, er hann var á heimleið júr annexíuferð Dó hann þannig ,áðeins 48 ára gamall frá vinum sínum og áhugamálum og þjóðinni, sem hann unni svo heitt. Leik- ur enginn vafi á því, að hann hafði rjett að mæla, þegar hann segir í brjefi til vinar síns: „Jeg brenn af áhuga fyr- n s Sjera Páll Sigurðsson frá Gaulverjabæ ALDARMINNING ir viðreisn lands og þjóðar“. Island átti að sakna góðs og einlægs sonar í andlegri fram- sóknar- og frelsisbaráttu sinni. EIGI munu menn um það deila, að sjera Páll hafi verið hæfileikamaður, hann var gæddur glæsilegum gáfum. — Skáldmæltur bæði í bundnu og óbundnu máli. Við Ijóðagerð mun hann samt ekki hafa gefið sig að ráði. Hinsvegar samdi hann skáldsöguna „Aðalsteinn". Segir Þórhallur Bjarnason bisk- up um þá sögu í ritgerð um sjera Pál í „Nýju kirkjublaði“, að skínandi fallegur kaflar sjeu í Aðalsteini, þótt hún hafi feng'ið heldur ómilda dóma.1 „Efa jeg“, segir hann, „að í i(okkurri! íslenskri pkáídsögu sje t. d. skýrari mynd og minni legri, en þegar Aðalsteinn kem ur fyrst í Skálhoft, og eins erj hann sækir þá feðga heim að i Felli. En löng samtöl um lítil efni, hafa fælt menn. UppN staðan er ágæt, og mundi Dick-j ens hafa þakkað fyrir að fara með svo slunginn lífsþráð“. En best birtast þó andlegir hæfileikar sjera Páls í prjedik anasafni hans. Eru ræður hans ritaðar af frábærri mælsku og þrungnar af djúpri hugsun, brennandi áhuga og ást á þeim boðskap, er hann flytur. Hann er alsannfærður um að kristin dómurinn gefur líf og vöxt öllu i því, sem fegurst er í mannlíf- inu. Á bls. 27. í prjedikana- safni sínu segir hann: „Sá sannleiIksleitandSi, frelsisandi, fjelagsandi, og kærleiksandi, sem kristindómurinn vekur og glæðir, þessi andi er, ef rjett er álitið, frumkvöð- ull allra framfara. Eður segið 'mjer: hvar hafa menn lært sjálfstæðan hugsunarhátt, sjálfsstjórn, sjálfsatneitun, at- orku, bindindissemi, frjáls- lyndi, trúmensku, ef ekki af kristindóminum. Eða hvaðan hafa menn fengið trúna á sig- ur sannleikans, hvaðan þekk- inguna á eiginleikum guðs og ákvörðun mannsins, hvaðan traustið á góðu málefni, hvað- an áhuga á því, að öðlast æ frjálsara og fullkomnara líf — hvaðan hafa menn fengið allt þetta, ef ekki frá kristindóm- inum? Jeg ýki ekki, þegar jeg segi, að kristindómurinn er gef in oss til þess að vera upphaf og undirstaða alls lífs, bæði í andlegum- efnum- og- líkamleg- um“. Hann vill að mennirnir setji sjer það mlarkmið, að þjóna guði í anda og sannleika, en ekki af vana. Hann segist tortryggja vanann. „Jeg vil hafa manninn frjálsan og ó- háðan öllu, svo sem hægt er, að hann þjóni guði sínum, en ekki að hann sje keyrður á- fram til þess af afli vanans eða tískunnar; því að þá hætt- ir það undir eins að vera guðs- þjónusta". (Bls. 218). Hann sjer í anda birtu færast yfir framtíðina fyrir kraft kærleik- ans. Að mark og mið guðs- ríkisins „að gjöra jörðina al- gróna ávöxtum kærleikans“.— Vald Krists muni sigra, „það anir á trúfræðilegum atriðum, svo sem um afneitun á eilífri glötun, er kemur fram í páska ræðu hans (1886). „Það verð- ur aldrei heimtað“, segir hann, „að skoðanir manna sjeu alveg eins í öllum einstökum atrið- Eítir Sigurgeir Sigurðsson biskup Islands líkist háleitum krafti sólarinn- ar. Hún færir ljós og yl; hún mýkir hið stirðnaða, vermir hið kalda, styrkir hið veika“. — Þess vegna endar hann eina prjedikun sína með þessurti orð um: „Vjer skulum svo enda hugleiðing vora með bæn um anda Drottins vors Jesú Krists til hans, sem einn getur í sönn ustum skilningi heitið frelsari mannanna". Eftirtektaverð finnast mjer ummæli hans um heilaga ritn- ingu og hygg jeg að flestir vildu undir þau taka: „Því betur sem menn rann- saka hana og sökkva sjer nið- ur í hana, því fremur fínna menn vandhæfið á því að skilja hana til fulls og útlista hana nægilega, eins og eðlilegt er, þegar að því er gætt, að dauð legur og takmarkaður andi get ur ekki safnað saman í eitt brotthætt gler öllum þeini himnesku ljósgeislum, er streyma yfir jörðina gegnum ritning- una og líklega má fullyrða það að þegar endir tímans er kom- inn, þá verði ekki sagt að nokk- ur einn maður hafi ritninguna skilið, heldur, ef hún verður til fulls skilin, að þá verði hún skilin af fjelagi þeirra manna, eður af þeim mönnum, öllum til samans, er hafa rannsakað hana og ígrundað leyndar- dóma hennar af mestu auð- mýkt og trú, samfara stöðugri bæn um fulltingi heilags anda“ (bls. 297). Freistandi- væri að tilfæra fleiri kafla úr prjedikunum sjera Páls, t. d. þar sem hann talar um trúna, að hún sje „ekki blindingsleikur, heldur sjón andlegra hluta,, andlegra sanninda“, en rúmið leyfir mjer það ekki. Eins og jeg gat um, vöktu prjedikanir sjera Páls almenn ing til nýrrar umhugsunar um trú og kristindóm. Hann talaði djarflega og í vandlætingu um það, sem honum þótti miður fara í þjóðlífinu, en trúði á sigur hins góða og göfuga og að alt mundi breytast til batn aðar, ef þjóðiin yrði betur krist in. — ★ Án efa hefir hann gengið út frá því, að þeir yrðu marg- ir, a. m. k. í fyrstu, sem ekki gætu orðið honum sammála um allar skoðanir hans og útlist um.... Enginn skal stæra sig af þekkingu, og ekki veitir af að hver einn leiti sannleik- ans í allri auðmýkt." Mjer skilst að í sál hans sjálfs hafi búið þessi bæn skáld konunnar: „Kenndu mjer sann leikann sóllöndum frá — sjá vil jeg þokuna flýja“. En það er víst, að víða átti Húslestrabók hans vinsældum að fagna meðal almennings, og ýmsir merkir þjónar kirkjunn ar fóru mjög samúðarfullumi og vingjarnlegum orðum um prjedikanir hans. Hinn ágæti maður, Þórhallur Bjarnason biskup ritar mjög hlýlega um sjera Pál í ritgerð þeirri, er jeg áður hefi getið um, ennfremur sjera Valdimar Briem vígslubiskup, sem segir, að ræður hans megi heita stór- merkilegar að mörgu leyti, að þær sjeu fullar af lífi, fjöri, krafti og kjarna, brennandi á- huga og helgri vandlætingu“. Ennfremur fer sjera Matthías Jochumsson mjög lofsamlegum orðum um sjera Pál, enda voru þeir nánir vinir. „Aðaleinkunn ir sjera Páls voru þeir kostir“, segir sjera Matthíg.s, „sem öll- um fara best, en framar öllum öðrum klerkum og kennimönn- um, en þeir kostir eru: sann- leiksást, hreinskilni og einurð“. (N. Kbl. 10. árg.). Dylst ekki hver drengskapur býr í málfærslu hans allri í prjedikunum hans og framsetn ingu á ýmsu því í kenningu hans, er menn ekki höfðu áður hugsað eða brotið til mergj- ar. — Sjálfur var hann síhugsandi um andleg mál. Framan af mun hann hafa átt sínar þung- lyndisstundir, en síðar gafst honum æ meira bjartlyndi, og átti þá einnig sínar björtu og glaðværu stundir. Var hann, að sögn sjera Matthíasar fyndn- asti maður, er hann hafði þekt. ★ Lífssaga hans hjer hjá oss end aði fyr en varði. Það skiftir ef til vill minstu máli, þótt vjer deyjum: ung, ef einhverju er áorkað og vjer höfum rækt skyldur vorar. Lífið heldur áfram. Sannleik urinn og kærleikurinn munu sigra. Guð blessi sjera Pál í heimi hans, minningu hans og allra þeirra, sem elska sann- leikann og vilja vera vottar hans í þessum heimi. Sigurgeir Sigurðsson. Skák nr. 68. Hastings 17. ágúst 1895. ítalski leikurinn. Hvítt: W. Steinitz. Svart: Curt von Bardeleben. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bc4, Bc5; 4. c3, (Mi'öbragðið) 4...... Rf6; 5. d4, pxp; 6. pxp, Bb4-|-; 7. Rc3, (Best) 7....d5?; (Betra er 7.....Rxp; 8. 0—0, BxR; 9. d5, Bf6; 10. Hel, Re7; 11. HxR, d6; og svart á jafnt tafl) 8. pxp, Rfxp; 9. 0—0, Be6; 10. Bg5, Be7; 11. BxR, Bxd5 (Ef Bxg5; þá 12. Hel og hvítt vinnur peð) 12. RxB, DxR; 13. BxB, RxB; (KxB; var e. t. v. betra. Svart getur aldrei hrókað í skákinni sjer að skaðlausu hvort ið er) 14. Hel! (Ávinningurinn við öll uppskift- in. Hvítt nær nú yfirráðum yfir e-línunni, sem er eina opna lín- an á borðinu, og nær þannig stöðuyfirburðum, sem að síðustu verða óviðráðanlegir fyrir svart) 14...... f6; (Eina leiðin til að losa kongshrókinii) 15. De2, Dd7; 16. Hacl, c6; (Betra var Kf7) 17. d5!, (Ilvítt fórnar peði til þess að geta leikið riddaranum til d4 og komið honum þannig í sóknarstöðu) 17......pxp; 18. Rd4, Kf7; 19. Re6, Hhc8; 20. Dg4!, (Vörnin er ekki lengur neitt þægileg. Hvítt ógnar máti og ef 20......... Rg6; þá 21 • W JH H H 81 ^ H| kwm ' M flli^ "ém 81 1H . 81 á fH|| 9 íii ii m m. j Rg5+, og hvítt vinnur drotningu fyrir riddara) 20....... g6; 21. Rgð-f1, Ke8; 22. Hxe7!!+, (Þessi óvænti og glæsilegi leikur gerir út um skák- ina í nokkrum leikjum. Ef 22. .... DxH; þá 23 HxH+, HxH; 24. DxH+, Dd8; 25. DxD, KxD; og hvítt á manni meira. Ef 22. .... KxII; þá 23. Hel+, Kd6; 24. Db4+, Kc7; 25. Re6+, Kb8; 26. Df4+, og vinnur) 22........... Kf8; 23. Hf7+, Kg8; 24. Hg7+, Kh8; 25. Hxh7-f-, og svart gaf, því ef Kg8; þá 26 Hg7+!, Kh8; (þvingað) 27. Dh4+, KxH; 28. Dh7+, Kf8; 29. Dh8+, Ke7; 30. Dg7+, Ke8; 31. Dg8+, Ke7; 32. Df7+, Kd8; 33. Df8+, De8; 34. Rf7+, og mát í næsta leik. Lítið veitingalyis í Kaupmanna- höfn auglýsir á eftirfarandi hátt: Hljómsveit — nýr veitingamaður — á hverju kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.