Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 11
ISunnudagur 16. júlí 1939, M0RGU3N joJjAÐIÐ 11 oscar clausen: „Stina sfoða kona immmmmmmmmiiimmiiimmiiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiimiuiiir y / # u Gamalli konu man jeg eft- ir, þegar jeg var að alast «pp, sem Kristín hjet, en var kölluð „Stína góða kona“.. Ein- hennileg var sagan af því, hvern ig Stína hafði fengið þetta við- urnefni. Hún hafði verið snot- ur, þegar hún var ung og þá verið vinnukona á heimili, sem œiikil mök hafði við Fransk^ menn, en það var á þeim árum, þegar þeir voru flestir hjer við veiðar og skonnorturnar lágu, .jafnvel í hundraða tali í fjörð- unum seinni hluta sumars, áð- ur en þær iögðu suður yfir Is- landsála. — Þeim frönsku hafði litist vel á Stínu og hún verið veik fyrir, enda var hún þá í blóma lífs síns, en þessi miklu kynni vesalings Stínu af frönsku .sjómönnunum er sagt, að hafi ofþreytt hana svo, að hún misti heilsuna og náði sjer aldrei upp iúr því, en af því, hversu hún var góð við Fransmennina fjekk hún nafnið. — Svo kom á hana ■eitthvert rugl og los, svo að hún stöðvaðist hvergi í vistum, en fór á hálfgerðan flæking og :gekk svo í nokkur ár. Pað hafði orðið fast í höfðinu á Stínu, að liún ætti útlendan, lík- lega franskan, kænasta, sem hjeti Herkules. Um þennan í- myndaða kærasta sinn var hún svo að tala öðru hvoru, og sagði að hann myndi, þá og þegar, koma og sækja sig. Hann væri svo yndislegur og þegar hann kæmi myndu þau gifta sig, og þá byrjaði fyrst sælan fyrir sjer. I þessari sælu von lifði «vo Stína auminginn til dauða- •dags, enda held jeg að engum af þeim, sem hún var hjá, eða þektu til um,1 hagi hennar, hafi látið sér detta í hug, að draga ’úr þessari trú hennar á franska lcærastann eða voninni um að hann kæmi, því að þeir vissu, sem var, að ef hún glataði þessu livorutveggju, misti hún aðal-* atriðið úr fábreyttri og einfaldri lilveru sinni og yrði þá ef til vill alveg trufluð. — Það var því eiginlega synd að verða slíks valdandi. — Því áttu líka mennirnir að vera að taka frá henni það dýrmætasta sem hún ■átti. — ★ Þegar jeg man fyrst eftir .IStínu „góðu konu“ var hún orð in eldri kvenmaður og farin að fella af, en var þó altaf kát og breif, og virtist síður en svo ó- ánægð eða ósátt við tilveruna. -— Hún var þá við snúninga og Ijett verk á stóru heimili hjá dönskum kaupmanni, sem var í mæsta húsi við foreldra mína og í mikilli vináttu við þau. l>ar leið Stínu vel og þar voru allir góðir við hana, ekki síst húsmóðirin sem var íslensk og oinstök höfðingskona, ljett í lund og spaugsöm. Það átti við Stínu að vera á þessu góða heim ili. — Þar var ekki verið að at- yrða hana eða gera henni neitt til ama, og hún kunni líka að meta þetta góða atlæti, því frem ur, þar sem hún hafði verið svo óheppin að lenda í vist hjá, harðýðgisfullri og vinnuharðari húsmóður næst á undan. — Jeg rifja það nú upp fyrir mjer, þegar við börnin söfnuð- umst saman kirngum, Stínu og vorum að spyrja hana um kær- astan hennar. Þá varð andlit hennar eitt bros, og var eins og blítt sólskin færðist yfir það af tilhugsuninni um þennan lang- þráða elskhuga sinn. Venjulega trúði hún okkur að lokum fyrir því, að hún byggist við honum með næsta gufuskipi og það er víst, að þann daginn, sem skip- in komu, fór Stína í bestu föt sín og ljet á sig hatt, skreytt- an fallegum fjöðrum og silki- böndum. Mjer er heldur ekki grunlaust um, að stundum hafi hún, svo lítið bar á, haft auga á hverjunf manni, sem kom í land úr skipunum, til þess að vera viðbúin, ef hinn elskaði Herkúles skyldi vera einn á með al þeirra. — Stína söng laglega og kunni talsvert af smálögum við danskar vísur, sem hún liafði lært af húsmóður sinni. Þessar vísur var hún að syngja fyrir okkur og höfðum við mikla skemtun af, og þá kom líka fyr ir, að hún tók höndunum sín hvorumegin í pilsin, lyfti þeim aðeins upp og tók dansspor. — Jeg minnist þess, nú hvað þess- ari einstaklega góðlátlegu konu, sem ekki var talin með öllum mjalla, var það einlæg ánægja, að sjá okkur börnin gleðjast. Atvikin höguðu því þannig, að foreldar mínir fluttu úr Stykkishólmi, þegar jeg var 10 ára gamall og þangað kom jeg ekki aftur fyr en eftir 6 ár. Þá var danski kaupmaðurinn, sem Stína var hjá, farinn alfarinn til Kaupmannahafnar, en eftir að hann fór, gat Stína ekki toll að í neinni vist og fanst sér hvergi líða nógu vel. Hún bar alt saman við sæla dvöl sína hjá kaupmannsfólkinu. — Fram af þessu varð svo Stína einsetu kona og fjeklc að vera í bæjar-i kofa, sem hjet á Mel sunnan til í kauptúninu og þar lifði hún á því, sem henni var þægt fyrir þvotta og smáviðvik hjá góðu fólki. Allir vildu fá hana til húsverka, því að hún var kött- ur þrifinn og eftir því dygg við það, sem hún átti að vinna. — Hún sveik engan. — ★ Þegar jeg kom aftur í Hólm- inn, ver jeg orðinn 16 ára gam all og afgreiðslupiltur í búð. — Einn daginn, skömmu eftir að jeg var kominn, sá jeg Stínu ,,góðu konu“ standa fyrir fram an búðarborðið og einblína á undir það, sem hún hafði keypt í búðinni. Jeg vjek mjer eðli- lega, en hlýlega að Stínu, rjetti henni hendina og sagði: „Komdu blessuð og sæl, Stína mín“! — Það kom svo á hana, og hún varð svo hissa, að hún gat engu orði upp komið, en hló lengi og einkennilega þangað til hún spurði: „Á jeg ekki að þjera þig, þú ert orðinn svo stór og mikill maður!“ — Næstu árin hjeldust góð kynni okkar. Jek vjek stundum að henni smáræði til þess að gleðja hana og hún talaði oft við mig um elskhuga sinn, sem aðeins væri ókominn, en einu sinni trúði hún mjer fyrir því, að nú væri hann farinn að skrifa sjer ástabrjef. Hún sagði mjer að hann fullvissaði hana um trygð sína, í brjefinu, sem ætti að vara til æfiloka og auk þess voru í því blossandi ástar- játningar. — Það voru auðvitað gárungar í Hólminum,. sem höfðu soðið saman þessi brjef og sent gömlu konunni þau, til þess að vita hvernig hún tæki þeim. — Brjef þessi þótti henni svo vænt um, að hún geymdi þau við brjóst sitt,, innan klæða. Hún var nú svo blind í ást sinni eða einföld, að brjef þessi glöddu hana inni lega og þótti henni ekker ót -eðlilegt, að þau væru á ís- lensku, og ef einhver leiddi at- hygli hennar að þessu eða spurði hana að því, hvort Her kúles væri búinn að læra ís- lensku, ansaði hún því ekki og vildi ekkert um það tala, svo var trúlofun hennar og þess franska orðin henni föst í huga. — S—o kom heimsstyrjöldin mikla 1914. Skömmu síðar kom Stína til mín og var döpur í bragði. Hún sagðist vera nýbúin að fá brjef frá Herkúles og nú stæðu hagir hans illa, en söm væri trygð- in hans til sín og hún biði ró leg. Hann hefði nú verið kall- aður í stríðið og í bardaganum við Verdun hefði hann orðið fyrir sprengju og mlst annan fótinn um mitt læri. Hann væri því nú á sjúkrahúsi, einfætt ur, og farinn að staulast við hækju, en jafnskjótt og hann yrði ferðafær, kæmi hann að sækja sig. — Á meðan Stína var að segja mjer þessa sorg- arfregn, var hún svo döpur og hrygg á svipinn, að það var eins og hún tæki út allar kval- irnar og sársaukann, sem Her- 'kúles hefði orðið að þola, þeg- ar hann misti fótinn, en þegar jeg sagði: „Hann kemur, þeg- ar stríðinu er lokið, Stína mín“. Þá var eins og birti alt í einu yfir henni og hún varð eitt Það voru víst ein 20 ár, sem Stína bjó ein í bænum á Mel og þar undi hún sjer vel. — Það var sjeð um að hún hefði nóg að bíta og brenna. — Mjer var sagt, að Stína borð- aði lítið, en vildi að maturinn væri góður og kryddaður. Því hafði hún vanist, þegar hún var í kaupmtannshúsinu. Á stór hátíðum steikti hún oftast handa sjer eina rjúpu, sem hún fyllti af eplum og sveskjum, eins og kaupmannsfrúin hafði gjört, en eftir rjúpunni borð aði hún al(taf rauðgraut með rjóma út á. — Þegar hún svo var búin að matreiða, ljet hún drifhvítann dúk á litla borðið undir glugganum, disk og hnífapar, og svo settist hún nið ur og borðaði alein og stein- þegandi, nema á jólunum, þá söng hún sálma. Jeg var kominn í hrepps- nefnd og farinn að taka þátt í öllu vafstri, sem þeirri upp- hefði fylgi. — Á einum fundi nefndarinnar fræddi oddvitinn okkur á því, að nú væri Stína „góða kona“ orðin veik og þyrfti að fá kvenmann til þess að stunda hana. Það var orðið við ósk odd- vitans og reyndar allrar nefnd arinnar Qg ef til vill allra þeirra, sem guldu útsvör í hreppnum. Stína lá ekki nema nokkra daga. — Einn morgun inn, þegar jeg, að venju, gekk upp veg, tók jeg eftir því, að hvíta tjaldið var enn fyhir stafngluggann á Melbænum, þó að bjart væri orðið, og grun aði mig þá að gamla konan -ri búin að hafa síðustu vistaskiftin, enda kom það í Ijós, að jeg hafði getið rjett til um þetta, því að hún hafði dáið um dagmálin. — Það var engin þörf á því að senda unnustanum hennar sím skeyti og tilkynna honum dauðsfallið, enda hefði víst crðið erfitt að ná heimilsfangi hans. — Nokkrum dögum síðar voru jarðneskar leyfar Stínu látnar í fátækrakistu með óklæddum kaðalhönkum. Krossgéta Morgunblaðsins 63 mig eins og hún væri að bíða bros út undir eyru eftir því, hvort jeg heilsaði henni að fyrrabragði. Hún var prúðbúin, með stráhattinn gamla, á höfðinu og tágakörfu á handleggnum, sem hún ætlaði Lárjett: 1. sælustaður. 7. ávextir. 14. ráfar. 17. kvenmannsnafn. 19. þingdeild. 21. mylsna. 22. knattspymufjelag. 23. játn- ing. 25. auðug. 26. tónn. 27. togaði. 29. nögl. 30. grana. 32. virði. 33. farar- tæki. 34. sveit. 35. hjala. 36. á trje. 37. beita. 39. tími. 41. beygingarending. 43. baf (þolf.). 44. sagnarending. 45. í fjárhúsi. 47. Frajns. 49. kemur upp. 51. útteki'ð. 52. óregla. 53. fóstra. 54. liól. 56. órabelgur. 57. tónn. 59. á bíl- um. 61. símnefni. 62. glugga. 63. land. 64. gangur. 68. leit. 70. tími. 71. hring- ur. 75. hálka. 77. Latneskt ávarp. 79. ókunnugan. 81. flestra eign. 83. fugl. 84. sár. 85. tónn. 86. titill. 87. beisk- ur. 89. aðgæta. 91. söngfjelag. 93. trylli. . 1 94. guð. 95. höfuðfajt. 97. kaup. 98. ur hennar voru horfnar. — Það voru svo undarlega snögg skapbrigði í geði Stínu. — Hún fiskurinn. 99. bjá. 101. greinar. 102. leðja, 104. töluorð (þf-). 105. íþrótta- fjelag. 106. sumardvalarstaður. 108. guð. 109. beygingarending. 110. af- átti svo hægt með, eins og börn brot. 112. efnafræðisskst. 113. skagi in, að brosa gegnum tárin. | í Asíu. 115. brjóta. 117. prentsmiðja. 118. kvalastaður. Lóðrjett: 2. ögn. 3. hlaup. 4. dýr. 5. dægur. 6. íþróttafjelag. 8. hljóm. 9. sjór. 10. lag. 11. dýr. 12. tveir eins. 13. liðinn. 15. lof. 16. froða. 18. ávöxtur. 20. toga. 22. sótthreinsunarefni. 24. í bát. 26. kremja. 28. skelfing. 29. gæla, 31. flýt- ir. 32. skraf. 38. ganga. 40. botna. 42. erlend mynt. 45. kali. 46. keyrði. 47. söngfjelag. 48. tónn. 49. svar borgað. 50. bníg. 52. leit. 55. titilL 75. á komi. 58. koma auga á. 59. föl. 60. í kirkju. 65. fornafn. 66. angan. 67. sigð. 69. bæklingur. 71. auðæfi (þf-). 72. staf- ur. 73. skammst. 74. kauptún. 76. róðr- artæki. 77. fyrstir í röðinni. 78. sam- tenging. 79. tveir eins. 80. brjóstið. 82. víðir. 86. brunnið grjót. 88. húð- 89. munn. 90. drykkur. 91. sár. 92- leðja. 93. óróleg. 96. brvggir. 97. frjáls- 100. bakari. 103. ragn. 106. eyða. 107. karlmannsnafn. 110. ætijurt. 111. kró. 112. skammst. 114. bær (þolf.). 115, jarmur. 116. leti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.