Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. júlí 1939. „MINNlNGARORГ um minkinn Hafnarfjarðarminkurinn dauður Við hlið hans er hálfflaska og með því að bera saman stærð flöskunnar og minkans geta menn gert sjer í hugarlund hve „óargadýrið“ muni vera ægilegt. Minkasögurnar frá Hafnar- firði eru löngu orðnar land fleygar. 1 heilt ár, eða meir hafa menn vitað um að viltur minkur eða minkar hafi gengið lausir í hrauninu. Svo var það í vor að einhver vargur rjeðist á hænsni Hafnfirðinga og drap þau um- vörpum og nú var almenningsá- litið ekki lengi að slá því föstu að minkur væri hjer að verki. — Um sama leyti fóru menn að sjá mink alstaðar í hrauninu, sum- arbústaðaeigendur þorðu varla að haldast við í bústöðum sínum og ljetu setja vírnet fyrir alla glugga. í fáum orðum sagt: hreinasta „minkadella“ greip um sig í Firðinum, eins og það var orðað. Næst skeði það, að uppáhalds- köttur á einu heimili í Hafnar- firði fanst morgun einn í sárum í kjallara hússins. Það þótti ekki leika nokkur vafi á því að mink- urinn hefði heimsótt köttinn og slegið hefði í brýnu milli þeirra, engum datt í hug sá möguleiki að annar köttur hefði átt þarna hlut að máli. Komst nú sú saga á loft að lík lega hefði minkurinn særst til ólífis í viðureign sinni við kött- inn, því ekkert frjettist til hans all-lengi. Er hjer var komið var það, að H. J. Hólmjárn forstjóri, sem er formaður Loðdýraræktarfje- lags íslands hjet 100 króna verð launum þeim er færði honum minkinn dauðan eða lifandi, þar með var búið að setja minktetrið á bekk með verstu glæpamönn- um. Hafnfirðingar, sem hugðust að vinna verðlaunin fóru nú að leggja höfuðin í bleyti og hugsa út ráð til að sálga minknum og nokkrir settu út gildrur, en aðr- ir lágu í leyni um nætur með .laðnar byssur. En í gildrurnar kom ekkert nema kettir og skot .nennirnir fengu enga veiði. Loks þann 8. þ. m. tókst Sig- urði Eyjólfssyni að vinna dýrið. Ekki sáust á því nein sár eftir viðureignina við köttinn nje ann að er bæri merki mikillra her- ferða. Þetta var ósköp lítið og sakleysislegt dýr á stærð við stóra rottu. Líklega hefði mann- inum, sem fullyrti að minkar gætu drepið hesta brugðið í brún og jetið ofaní *sig ummælin, ef hann hefði sjeð minkinn. Þegar Hólmjárn brá sjer suð- ur í Hafnaf jörð til þess að greiða J banamanni minkans verðlaunin fór með honum blaðamaður frá Morgunblaðinu. — Yið heimsótt um í leiðinni minkabú, sem er skamt frá Hafnarfirði og við að skoða minkana, sem þar eru sann færðist sá er þetta ritar um að lítil ástæða sje til að óttast þess- ar litlu, fallegu, en augsýnilega i huglitlu skepnur. til Quebec eða Labrador á aust- urströndinni.. Minkastofnar. Það er greint á milli tveggja aðalminkategunda: annarsvegar stærri tegundar svonefndur Al- þeir reynst að vera lausir við alla kvilla. Þeir verða fullþroska á sex til sjö mánuðum. Unga- fjöldinn hjá hverri móður er frá einum og upp í fjórtán. Meðaltal 5—7 ungar. Eftir Vívax og H. ]. Hólmjárn Á heimleiðinni í bílnum fræddi H. J. Hólmjám míg svo mikið um minkana, að er jeg komst að raun um hve mikið hann vissi og iliafði kynt sjer um mink og iminkarækt bað jeg hann ' að skrifa grein fyrir blaðið um minkinn. Greinin gæti verið eins |konar minningarorð um hinn fræga mink, sem setti Hafnar- fjarðarbæ á annan endann. Grein Hólmjáms fer hjer á eftir: Minkurinn er talinn af marð- arættinni (Mustela) en í lifnaðarháttum sínum myndar hann einskonar millilið milli skógarmarðar og oturs. Lifnaðarhættir. I heimkynnum sínum lifir minkurinn meira í vatni en á landi. Hann býr aðallega við vötn og ár, og grefur sjer göng og holur í bakkana. Hann hefir sundfitir milli tánna enda syndir hann mjög vel, og getur haldið sjer alllengi í kafi. Aðalfæða hans er fiskur, froskar, krabbar og skel- fiskur. Auk þess er talið að hann lifi að nokkru leyti á, hagamús vatnsrottum, sundfuglum og eggjum. aska eða Yukonminkur og hins- vegar minni tegund, svokallaður Qpebec eða Austurminkur. Innan beggja þessara afbrigða eru til dýr, þannig að ekki verður sagt að t. d. Alaskaminkurinn sje betri en Quebec minkurinn, eða öfugt. Það eru til Alaskaminkar, sem ná hæsta skinnaverði og sama má segja um Quebecmink- inn. Gæði skinnanna. Það sem er afgerandi fyrir skinnaverð er aðallega þrent. 1. Ullarhárin eiga að vera sem þjettust, silkimjúk og hrein blágrá að lit. 2. Þelhárin eiga að vera frekar stutt, þjett og silkimjúk og silkigljáandi. 3. Liturinn, sem dekkstur. Það er talið enn þá þýðingar- meira að feldurinn sje silkimjúk ur og gljáandi en að hann sje sem dekkstur. Viltir minkar. Áður fyr var mikið til af vilt- um minkum. En sökum hins háa verðs á skinnunum hefir hann verið mjög eftirsóttur af veiði- mönnum og því fækkað mikið hin síðari ár. Heimkynni. Aðalheimkynni minksins er norðanverð Norður-Ameríka, alt Ræktaðir minkar. Ameríkumenn hafa fyrstir byrjað að rækta minkinn, fyrir frá Alaska á vesturströndinni og ú’úmum tuttugu árum. Hefir sú ræktun tekist mjög vel. Frá Kanada hafa minkar. flust til Englands, Svíþjóðar, Noregs, Islands og fleiri landa og rækt- un þeirra oftast tekist vel. Minkabúr. Tamdir minkar eru geymdir í búrum, gerðum úr timbri og vír neti: Botnstærð búranna fyrir hvert dýr er um 1 fermetri, og hæð 40—60 cm. Búrin standa frá jörð á ca. 1 m. háum fótum. Hjer á landi er nú lögboðið að hafa trygga ytri girðingu utan um minkabú, sem er þannig gerð að útilokað er að dýrin kom ist í gegnum, yfir eða undir girð inguna. Fæða minkanna. Aðalfæða minkanna er fiskur. Hjerlend reynsla sýnir að þeir þrífast best með því að um 80% af fæðunni sje nýr fiskur, og um 20%, mjólk, kex, grautur, | (gróf malað hveiti, haframjöl) og grænmeti. Sigurður Eyjólfsson Langeyrar- vegi 3 í Hafnarfirði, sem banaði minknum. — Á myndinni sjest i hann með byssu sína, minkan og Hraust og frjósöm dýr. 100 króna seðil, verðlaunin fyrir að dreya dýrið. Minkarnir eru mjög hraust og frjósöm dýr. Hjer á landi hafa Þeir eru mjög fjörug dýr og skemtileg í umgengni, og langt frá því að vera grimmir, bíta yfirleitt ekki þann, sem um- gengst þá nema ef þeir verða hræddir. Minkarækt hjer á landi. Hingað til lands fluttust mink ar fyrst árið 1931. Síðan hefir þeim fjölgað allmikið og munu nú vera há/t á annað þúsund fullorðnir minkar og 4—5 þús- und yrðlingar. Hin síðari ár hefir verið flutt til landsins allmikið af mjög verð mætum minkum, sem borgað hefir verið afar hátt verð fyrir. Hafa þeir kostað hingað komnir frá 5—7 hundruð krónum stykk- ið. Þessir dýru minkar eru bæði af Alaska og Quebec stofni og eru nefndir ýmsum nöfnum svo sem Pallenminkur, Kleve mink- ur, Söderström minkur o. s. frv. Þetta eru alt minkar af stofn- um er gefið hafa mjög verðmæt skinn, sem selst hafa á opinber- um uppboðum fyrir 80—150 krónur og stundum meira. Verð á lífminkum í innanlands sölu er nú um helmingi lægra en þegar þeir voru keyptir hingað. Síðastliðin tvö ár hefir mikill hluti af þeim minkum, sem ár- lega hafa bæst við , verið settir á. Þó hefir það ljelegasta af þeim verið drepið og skinn tek- in af þeim. Meðalverð á þessum skinnum er seld voru hjá Hud- sons Bay Co London á síðastliðn um vetri, reyndist að vera kr. 42,00 fyrir hvert skinn, og verð- ur það að teljast mjög gott þeg- ar tillit er tekið til þess að hjer er um að ræða úrkastið úr þeim dýra stofni, sem hjer er til. Fóður minkanna. Minkurin jetur frá 200—250 gr. á dag. Hann er að jafnaði mjög listugur á matinn ef hann er óskemdur. Af fiski þykir þeim bestur þorskur og koli, en yfir- leitt jeta þeir flestan fisk, að- eins verður hann að vera ó- skemdur, ekki úldinn, og alls ekki saltaður. — Salt þola þessi dýr ekki — þurfa tiltölulega lít- ið af því til að drepast. Kjöt og annar matur, sem þeir fá, þarf. að vera ferskur og ó- skemdur. Þar sem erfitt er að ná í fisk hefir gengið sæmilega vel að fóðra minkana á kjöti í stað fiskjarins, en þó virðist reynslan benda á að þeim sje nokkru hættara við kvillum Maður með mink á minkabúi. af mikilli kjötfóðrun en mikilli fiskfóðrun. Kostnaður við minkarækt. Hjer í nágrenni Reykjavíkur hefir fóðurkostnaður á minkum reynst að vera frá 8—10 kr. á dýr, yfir árið. Er þá reiknað með meðaltali á fullorðin dýr og yrð- linga. Þetta verð er miðað við það að fiskurinn sje keyptur óslægður hjá fisksölum fyrir 10—15 aura kílóið. Möguleikar fyrir minkarækt hjer á landi. Samkvæmt þeirri reynslu, sem. fengist hefir síðastliðin átta ár, þrífast minkar hjer sjerstaklega vel og hafa reynst afar hraustir, frjósamir og þægir í allri með- erð. Fóðurkostnaður minkanna 'verður miklum mun minni hjer á landi en annarstaðar, jafnvel ekki nema y3—y% af því sem hann er í Noregi og Svíþjóð. Hjer á landi má rækta mikinn fjölda af minkum. Vegna þess að aðalfóður mink ann er fiskur, virðist lítil tak- mörk fyrir því hve mikið sje hægt að rækta af minkum hjer á landi. En sem dæmi má nefna, að ef hjer á landi væru 200 minkabú af sömu stærð og stærsta minkabúið, sem hjer er til og reiknað með sama skinna- verði og fjekkst fyrir þau skinn, sem seld voru hjeðan síðastliðinn vetur, þá yrði útflutningsverð- mæti skinnanna frá þessum tvö- hundruð búum, sem næst átta mrlljónir króna. Um slíkan útflutning munaði þjóðina eigi alllítið. Og þegar til- lit er tekið til þess, að hjer er um að ræða atvinnuveg, sem við án allra styrkja erum full sam- kepnisfærir við aðrar þjóðir, virð ist full ástæða til þess að leggja alt kapp á að auka og fullkomna þessa nýju a,tvinnugrein, sem gæti orðið hreinasta hjálpar- hella.-----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.