Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1939, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Síldaraflinn en helmingi en í fyrra Ágæt veiði i gær og útlii gott SlLDARYERKSMIÐJUR ríkisins á Siglufirði, Raufarhöfn, Húsavík og Sólbakka hofðu í gær alls fengið "121.752 mál, én 48.804 mál á sama tíma í fyrra. , Síldin skiftist þannig á verksmiðjnr ríkisins; Siglufjörður 94870 mál, Húsavík 4927, Raufarhöfn 20563, Sólbakki 1302 mál. Hjalteyrarverksmiðjan hafði í gær fengið alls um 47 þús. mál, en 21 þús. mál á sama tíma í fyrra, og verksmiðjan á 'Djúpavík um 20 þús. mál, en 6% þús. á sama tíma í fyrra. Aðrar smærri verksmiðjur, á Siglufirði, Norðfirði og Seyðisfirði, munu einnig hafa fengið meiri síld en í fyrra. Heildaraflinn mun vera yfir helmingi meiri en í fyrra á sama tíma. Sunnudagur 16. júlí 1939, m—.....~"T Árni J. Árnason bankaritari druknar í Hvítá í Borgarfirði að hörmulega slys vildi til s.l. fimtudagskvöld, að Árni J. Árnason bankaritari í Útvegsbank- anum druknaði í árkvísl við bakka Hvítár í Borgarfirði. Árni var í sumarleyfisferðalagi ásamt kónu sinni er slysið vildi til og horfði konan á er maður hennar hvarf í ána. Árni Árnason og kona hans, Guðríður Tómasdóttir, voru að koma tvö ein á hestum úr Surts- helli el- sl^sið vildi til. Þau höfðu gist aðfaranótt fimtu- dags að Hraunsási í Borgarfirði. Á fimtudagsmorgun fengu hjónin hesta þar og hjeldu upp að Surts- helíi. Klukkan 3—4 um daginn hitti Andrjes Ejgólfsson bóndi að Síðu- múla þau hjónin við. Surtshelli og voru þau á ásamt tveim öðrum að koma í hellirinn. Er þau höfðu skoðað Surtshelli munu þau Árni og Guðríður hafa skilið við samferðafólk sitt, sem fór niður að Kalmanstungu, yfir Geitá að Húsafelli, en sjálf hafa þau ætlað niður Hvítársíðu að Hraunsási aftur. Þau hjónin hafa sjálfsagt ætl- að yfir Hvítá á brú rjett hjá Barnafossi, en vilst af alfaraleið og lent niður með Hvítárbökkum nálægt Fljótstungu. Munu þau hafa ætlað suður ýfir Hvítá á brúiini, sem er rjett hjá Gunn- laugsliöfða, sem er gegnt Hrauns- ási, Hjá Gunnlaugshöfða er ár- kvísl, sem rennur undan hrauninu út í Hvítá. Hvítá sjálf rennur þarna í þrengslum og er mjög straumhörð, einnig er flugstraum- ur í Gunnlaugshöfðakvísi. Árni, sem var með tvo hesta, hefir svo ætlað yfir kvíslina þar sém hún rehnur iít í'Hvítá, eh þar er svo djúpt, að hestarnir fóru á sund og fjell Árni af balti og hvarf í straumiun, en hestarnir syntu yfir ána lieim að Hrauns- ási. Guðríður var á árbakkanum á meðan þetta skeði og gat vitan- lega engri hjálp viðkomið. Er óskiljanlegt að Árni skuli hafa reynt að fara þarna yfir kvíslina, því hægt er að komast á þurru framhjá henni með því að fara 50—100 metrum ofar. Heimilisfólkið á Hraunsási sá er slysið vildi til og brá fljótt við og sótti Guðríði konu Árna. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Argentínu skák- mennirnir fara á morgun Fulltrúar íslendinga á alþjóða- skákþingið í Buenos Aires leggja, af stað á morgun. Fulltrúarnir eru þessir, og tefla í þessari röð: Á 1. borði: Baldur Möller, nú- verandi Islandsmeistari; á 2. borði: Ásmundur Ásgeirsson, fyrv. ís- landsmeistari ■ á J3. borði: Jón Guðmundsson, fyrv. íslandsmeist- ari; á 4. borði: Einar Þorvalds- son, fyrv. Islandsmeistari, og til vara Guðmundur Arnlaugsson skákmeistari. Fyrir tæpu ári síðan fól stjórn Skáksambands íslands þeim Elís Ó. Guðmundssyni og Baldri Möller að sjá um allan undirbúning und- ir væntanlega Argentínuför ís- lenskra skákmanna í sumar. Hafa þeir unnið mikið og óeigingjarht starf að þessum málum og eiga skilið þakkir allra skákunnenda fyrir starf sitt. Eins og fyr er sagt, verður lagt af stað á morgun áleiðis til Ant- werpen. Þangað eiga fulltrúarnir að verða komnir í síðasta lagi 27. þ. m. Þar fer fram heilsufræði- legur undirbúningur undir förina.. ,29. verður svo iagt af stað til Buenos Aires og komið þangað 19. ágúst. En þar fá ekákmenn 4 daga til þess að hvíla sig eftir sjóvolkið. 23. ágúst hefst svo þihgið og stendur til 19. sept. Þá verður enn nokkurra daga hlje áður en lagt verður af stað til Antwerpen aft- ur og komið þangað um 20. októ- ber í haust. Alls tekur ferðin því rúmlega 3% mánuð. SatrKiingar milli múrarameistara og múrarasveina eru gengnir úr gildi og engir samningar náðst. Þess vegna er múrarasveinum heimilt að ráða sig til mfírara- vinnu hjá hverjum þeim, sem vill ganga að lágmarkskröfum fjelags þeirra. Til Siglufjarðar kðmu í gser 28 skip, með um 10 þús. mál aíls. Méstan afla höfðu: Dagný 1200 mál, Sigríður 900, Alden 700. Hringur 550, Sleipnir 500, Yal- björn 500. Allar ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði bræða yfir helgina. DJÚPAVÍK. Þar lönduðu í gáer Hafsteinn með 832 ffiál, Rán 1319, Surprise 1600, og á leiðinni voru Garðar með unl 2200 ffiál, Kári 1600, Tryggvi gamli 16—1700. Önmir skip, sem afla handa verksm. á Djúpavík, höfðu flest fengið góða veiði síðdegis í gær og sum voru í þann veginn að fylla sig. Selfoss var í Djúpavík í gær og lestaði þar 275 tonn af síldarhijöli sem fer til Rotterdám. Dimm þoka var á Húnaflóa síð- degis í gær. HJALTEYRI. Þangað komu í gær Skallagrím- ur og Gulltoppur, hvor með uro 2000, mál. Auk þess roargir línu- veiðarar. V( , Á. leiðinni yoijq Arhibjörn hers- ir, Gyllir, Snorri go.ði og Belgauro, allir með fullfermi. . ERLENDU SKIPIN. Mikill fjöldi erlendra skipa er sagður vera á Grímseyjarmiðum. Hafa stærri Ieiðahgrarnir 4—8 samstæður nótabáta. Eru þeir vjel- knúnir og skjótír í förum og ná því torfum frá íslenskum veiði- skipum og trufla mjög veiði þeirra. VIÐRÆÐUR BRETA OG FRAKKA UM FLUGMÁL Löndon í gær F.tJ. ulltrúar frá Bretlandi komu í dag til le Touquet í ■Frakklandi, en þar verður hald- in ráðstefna breskra og franskra flugmálasjerfræðinga, um loft- varnir Breta og Frakka, og ým- islegt, er þær varðar. Yfirmaður bresku flugmála- sjerfræðinganna er Mr. Balfour, aðstoðarflugmálaráðherra Bret- lands. meira meiri John Fanger stórkaupmaður látinn John Fenger stórkaupmaður og kónsúll ándaðist á Landsspít- alanum á föstudaginn var, eftir upþskui’ð. Fj-rir nokkrum vikum kendi hanh lásleika. Harm fór svo fyrir hokkrum dögum á Landsspítalann, til rannsóknar. Sjúkdómur hans reyndist vera í nýrunum. Yar • gerður .á honum uppskurður á föstudagsmorgun, en hjartað bil- aði og hann andaðist síðdegis þahn dag. Jonn Féiiger var drengskapar- maðúr mikill, enda vinsæll af öll- úm, senr honum kyntust. Ilann var ékkert fyrir það, að láta á sjer bera vit ’ á við; ghkk allur upp í starfinú í firmanu, sem hann var meðeigandi í, Nathan & Olsen. Hann var kvæntur Kristjönu, dóttur Geirs Zoega kaupmanns, hiuni ágætustu konu. Fer orð af því, hve ástríkt og yndislegt þeirra heimilislíf var. Þau hjón eignuð- ust 6 börn, sem öll lifa, 3 stúlkur og 3 drengir. Þrjú börnin dvelja nú erlendis. Morgunblaðið mun síðar minn- ast John Fenger nánar. Maður slasast í Laxárvirkjuninni Það slys vildi til í gærmorgun, þar sem verið var að reisa irafmagnsstauralínu Laxárvirkjun- arinnar, að maður varð undir staur og lærbrotnaði og meiddist á höfði. Maður þessi heitir Árni Árna- son, Norðurgötu 6 á Akureyri. Hann var fluttur á sjúkrahús á Akureyri. Tilkynt var í London í gær, að hinar áformuðu reglubundnu póst- flugferðir Breta yfir Atlantshaf hyrji þ. 8. ágúst. (FÚ.). Silungsveiðin i Mývatni stór- hrakar árlega Rannsóknir dr. Finns Guðmundssonar Srr r , 3 ilungsveiðinni í Mývatní hefir stórhrakað síðustu árin, þrátt fyrir mikið klak á, hverju ári. Á árunum 1920— 1925 var veiðin um 100 þús. silungar á ári, en er nú aðeins rúm 20 þúsund. Þessi stórfelda rýrnun veið- innar er að sjálfsögðu mjkið á- hyggjuefni bænda í sveitinnij því að silungsveiðin í Mývatni hefir frá fyrstu tíð verið eifí aðallífsbjörg sveitarinnar. Bændur sneru sjer því til At- vinnudeildar Háskólans og báðú hana að rannsaka hver væri or- sök þessarar stórfeldu rýimunar veiðinnar. Dr. Finnur Guðmundsson fiski fræðingur fór nýlega norður til Mývatns og dvaldi þar rúman hálfan mánuð. Hann rannsak- aði lífsskilyrðin í vatninu yfir- leitt, botndýralífið og sviðin. Auk þess mældi hann dýpi vatnsins víða, hitann á yfirborði og við botn og rannsakaði efna- samsetningu á ýmsum stöðum. Dr. Finnur er nú kominn heim úr þessum leiðangri. Hann mun nú sem fyrst vinna úr hin^ um ým,su gögnum, er hann hef- ir meðferðis, til þess að fáist heildaryfirlit um lífsskilyrðin i vatninu. Mývatn hefir lítið ver- ið rannsakað áður. Árni Friðriksson mun síðar fara norður til þess að rann- saka sjálfan fiskistofninn. Dr. Finnur sagði í viðtali við* Morgunblaðið, að líklegustu or-i sakirnar til rýrnunar veiðinnay væri eitt af þrennu: 1) að lífsskilyrðin hefðu breyst, 2) aið klakið, sem starfrækt hefir verið í mörg ár, sje eitt- hvað gallað, 3) ajð notuð sje einhver sú veiðiaðferð, sem gengur of nærri stofninum. En dr. Finnur sagði ennfrem- ur, að eftir því sem sjeð yrði af rannsóknum þeim, er hann gerði, virtust lífsskilyrðin í vatn- inu eins góð og best verður á kosið. Væri því ólíklegt, að þau gætu valdið hnignun veiðinnar. Sjálfur leit dr. Finnur svo á, orsökin til hnignunar veiðinnar væri sú, að gengið væri of nærri stofninum, einkum með ádrætti á haustin og vetruml, en hann gengi mest út yfir hrygningar- silunginn. Dæmi væri til þess. að 1500 silungar hefðu fengist í einum drætti, og þyrfti feikna klak til að standast slík áhlaup á stofninn. En, sem sagt, segir dr. Finn- ur að lokum, þetta verður nú alt rannsakað og reynt að finna hinar raunverulegu orsakir hnignunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.