Morgunblaðið - 13.08.1939, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.08.1939, Qupperneq 3
Sunnudagur 13. ágúst 1939. M 0 R G U NBLAÐIÐ 3 Síldveiðihorf- ur glæðast Á Siglufirði var söltunin i gær orðin 47115 tunnur Bræðslusíld þar 237.000: mál, í fyrra 289.000 ÞEGAR BLAÐIÐ hafði samband við Siglufjörð í gærkvöldi var heldur betra hljóð í mönnum þar viðvíkjandi síldveiðinni en verið hefir und- anfarna daga. Ein 10—20 skip voru á leiðinni þangað, sem frjest hafði til, með nokkra veiði. Ekki er þess getið hvar hún veiddist. En þetta áttu þó að verða nokkur þúsund tunnur til að salta í nótt. Ganga hinnar feitu síldar, er fyrst veiddist, er farin hjá, segja síldveiðimenn. Hún er ekki eins feit sú sem nú veiðist. Það þykir heldur benda til þess, að sú ganga, sem nú er, standi lengur við. En hve mikil verður hún. Það er um þessar mundir sem menn hafa vonast eftir síldinni, úr því hún kom ekki um mánaðamótin síðustu. Sumir segja, að vantað hafi rækilegan norðangarð til þess að reka síldina saman, eða nær landinu. Þó síldveiðiveður hafi ekki verið síðari hluta vikunnar, þá var veðrið aldrei verulega vont. Alls hafa verið saltaðar á Siglu- firði í sumar 47115 tunnur, eftir því sem frjettaritari hlaðsins sím- ar. Á sama tíma í fyrra var söltun þar orðin 131.000 tunnur. En 12. ágúst árið 1937 var söltun á Siglu- firði ekki nema 29772 tunnur. Bræðslusíldarafli ríkisverksmiðj- anna var í gær orðinn 237 þús. mál, en var í fyrra á sama tíma 289 þús. mál. Skiftist aflinn milli verksmiðjanna sem hjer segir: Siglufjarðarverksmiðjanna 181 þús., Raufarhafnar 44 þús. Húsa- víkur 8 þús. Sólbakka 2600. La Guardia um island íða.stliðinn fimtudag flutti La Guardia borgarstjóri í New York ræðu í viðurvist mikils mannf jölda. Komst liann meðal annars svo að orði, að sýningar Lebanon og íslands á Heimssýningunni hafi skarað fram úr flestum öðrum, að því leyti, að þær hefði borið mestri andagift vitni. Island er sjálfstætt ríki, sagði La Guardia, og afrek smáþjóð- arinnar, sem Island byggir eru slík, að það ætti að draga úr sjálfsþótta sumra hinna yngri þjóða. Þá mintist La Guardia á, að íslendingar hefði fyrstir stofn- að þing á lýðræðisgrundvelli. Ræðu La Guardia er getið í öllum helstu blöðum landsins og sum þeirra birta hana í heild. (Skv. skeyti frá Chicago til Frjettastofu útvarpsins). Skoðanir fiarða um landnámið: Frásögn „Poli- tikon“ Kaupmannahaf narblaðinu „Politiken“ er nokkuru ítar- legar getið fyrirlesturs Barða Guðmundssonar þjóðskjalavarð- ar um landnám íslands. Blaðið segir, að það hafi kvis- ast áður en sjöundi norræni sagnfræðingafundurinn hófst í Khöfn að þjóðskjalavörð- urinn mundi hrófla mjög þeirri sagnfræðilegú erfikenningu, að það hafi aðallega verið Norð- menn sem fluttust til íslands á landnámsöld og námu þar land. Þjóðskjalavörðurinn eignar Dan mörku að verulegu leyti heið- urinn af að hafa sett svip sinn a landnámið. I frásögn í frjettablaði er ekki unt að fara nákvæmlega út í hinar vís- indalegu skýringar, glæsilega fram born ar, á þeirri nihurstöðu, sem hann hefir komist aö. í höfuðatriöum hnígur röksemda- færsla hans í þá átt, að sagnaritunin, sem erfikenningin um landnám Norð- manna á íslandi byggist á, sje ekki eldri en frá 13. öld, og við nútíma sögu rannsóknir sje ekki hægt að viðurkenna hana sem alveg áreiðanlega. „DÖNSK TUNGA". Það liggja engar sannanir fyrir um það, að Norðmenn hafi verið öllu ráð- andi í Noregi á landnámstíð. En margt bendii' á, að mikill innflutningur fólks hafi átt sjer stað til Þrændalaga frá Svíþjóð, og einkum frá Danmörku. Það eru þessír innflytjendur, að áliti Barða Guðmundssonar, sem síðar hafi farið til Islands, þegar sameining hins norska ríkis átti sjer stað og erlendir Fyrir 25 árum Þessi mynd er tekin úr gömlu myndasafni, frá því fyr'r 25 árum. Hún sýnir þýska herdeild á leið til vígstöðvanna í Frakklandi. Fagnaðaróp og blóm fylgdu hermönnun- um þegar þeir heldu að heiman. Engan óraði þá fyrir þeim hörmungum sem dundu yfir þjoðimar næstu 4 ár. Og nú, 25 árum síðar, er ekki annað að sjá, en að margir hinir sömu menn hafi gleymt þeim. Druknun í Jökulsá í Jökuldal FRAMH. Á BJÖTTU SÍÐU ¥ fyrradag1 druknaði í Jökulsá á Jökuldal, Kristrún Ágústsdótt- ir frá Gnýsstöðum í Vopnafirði, síðast til heimilis í Reykjavík. Slysið varð með þeim hætti, að fjöl bilaði, sem hjelt dráttarreipi í kláf, sem hafður er til fólks- flutnings yfir ána. Var kláfurinn þá komiim að landi. En hann kastaðist til baka og fjell hún þá í ána og hefir ekki fundist. Dráttur þessi er undan Teiga- seli á Jökulsá. (FÚ.). Landsmótinu lokftð Fram og Vfkingur gáfu loka-leikinn L okaleikir Landsmóts I. fl. áttu að fara fram í dag milli Fram og K. R. og Vals og Vík- ings. Fyrirfram var þá vitað um úrslitin, að ísfirðingar unnu mótið. Fram og Víkingur g'áfu sig upp sém sigraða í lokaleikjum án kepni, þar sem þessir leikir gætu ekki haft nein áhrif á úrslit móts- ins.. Leikar hafa þá farið svo á mót- inu: ísfirðingar fengu 7 stig, Valur 6, K. R. 4, Víkingur 2 og Fram 1 stig. Knattspyrnumót II. fl. liefst á þriðjudaginn n.k. Samtal við Mr. J. Divine þjáiíara Vals Einn knattspyrnu- þjálfara fyrir öll fjelögin ÞJÁLFARI VALS, Mr. Joe Divine, fer af landi burt með Goðafossi annað kvöld. Hjeldu Vals- ungar honum skilnaðarsamsæti í Oddfellow- höllinni í gærkvöldi. Mr. Divine hefir dvalið hjer í bæ í rúma þrjá mánuði og aflað sjer almennra vinsælda meðal fjelaga sinna. Hefir Valur haft mjög gott af kenslu hans og mun árangurinn af dvöl hans hjer koma fram hjá yngri flokkum fjelagsins. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag kl. 11, 4 og 8y2. Kapt. Andre- sen. Kapt. Solhaug o. fl. Allir vel- komnir! Joe Divine er atvinnuknatt- spyrnumaður og hefir m. a. leik- ið með atvinnumannakappliði Chesterfield Sunderland o. fl. Hann þótti ágætur knattspyrnu- maður, en er að mestu hættur vegna þess að hann hefir tví- vegis fótbrotnað. Jeg hitti Mr. Divine að máli í gær og spurði hann um álit hans á knattspyrnu hjer hjá okkur. Mr. Joe Divine. Knattspyrnunni hefir farið mikið fram hjer á landi í sum- ar og knattspyrnan var miklu betri heldur en jeg hjelt er jeg kom hingað. En íslensk- um knattspyrnumönnum gæti farið mikið meira fram með bættum skilyrðum og góðri þjálfun. Að mínum dómi ætti að leggja meiri áherslu á að æfa yngri flokkana. Nú er það svo, að alt snýst um meistara- flokkana. En það þarf að þjálfa knattspyrnumann frá blautu barnsbeini. Einnig þyrftu reyk-t vískir knattspyrnumenn sem fyrst að fá grasvelli til æfinga. Jeg hefi heyrt, segir Mr. Di- vine, að áhugi sje fyrir að fá hingað enskan atvinnumanna- flokk, en hræddur er jeg um að þeir fengjust ekki til að leika hjer á þessum velli. Þeim yrði blátt áfram bannað það af vá- tryggingarfjelögum vegna þess hve slysahætta er mikil á malar- völlum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.