Morgunblaðið - 22.08.1939, Page 2

Morgunblaðið - 22.08.1939, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. ágúst 1939. r Ofriðarblikan er svört, en óvænt getur alt breyst Þjóðverjar hafa gert viðskiftasamning við Rússa Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. IBerlín er búist við því, að Hitler muni leysa Dan- zig-málið á einhvern hátt áður en flokksþing þjóðernissinna kemur saman í Niirnberg. Blöð- in taka svo til orða, að nú vanti klukkuna ekki nema fimm sekúndur í tólf, og vilja með því gefa til kynna hvað stutt sje þangað til látið verður til skarar skríða. ítölsku blöðin segja líka, að innan fárra daga muni draga til úrslita, en þau bæta því við, að enda þótt ófriðar- blikan sje svört, þá geti útlitið breyst alt í einu og óvænt. Annars eru Þjóðverjar nú bjartsýnni en áður, því að þeir efast um að Bretland muni hjálpa Póllandi. Ýmsir Þjóðverjar telja að Hitler muni taka Danzig og pólska hliðið með svo mikilli skyndingu, að vesturríkin átti sig ekki á því fyr en alt er um garð gengið og geti þess vegna ekki skorist í leikinn. Og svo muni Hitler friða |þau með því að fara ekki lengra. En í frjettum frá Englandi er sagt að Bretar bíði reiðubúnir að fara í stríð. Flotinn sje nú enn betri heldur en hann var 1914, og svo hafi Bretar nú hálfa miljón æfðra hermanna undir vopnum. Lundúnablöðin, sem komu út í morgun, leggja áherslu á það, að Bretar hafi þegar gefið fullnaðarloforð um liðveislu, og hafi þar engu við að bæta. Samningur ÞjóOverja og Rússa Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Ifyrradag var undirritaður viðskiftasamningur milli Þjóðverja og Rússa. Samkvæmt þeim samningi veita Þjóðverjar Rússum 200 miljóna marka lán til þess að kaupa vörur í Þýskalandi. Á næstu tveimur árum eiga svo Rússar að láta Þjóð- verja fá vörur fyrir 180 miljónir marka, Þjóðverjar búast við því, að viðskiftin, við Rússland muni stórkostlega aukast framvegis úr því að þessi samningur var gerður. Leggja þýsku blöðin á herslu á það, að iðnaðarlandið Þýskaland og hráefnalandið Rússland geti bætt upp þarfir hvors annars. Þýskaland geti keypt alveg ótakmarkað af hrá- efnum frá Rússlandi handa iðn- fyrirtækjum sínum til þess að vinna úr þeim. Það virðist svo, sem Þjóð- verjar búist líka við því, að þessi viðskiftasamnlngur muni jhafa mikil áhrif á pólitík þess- ara landa og rnuni verða til sam dráttar á stjómmálasviðinu. Gefa þau svona í skyn um I®ið, að ekki sje óhugsandi að Pól- landi verði skift í fjórða sinn jmilli Þýskalands og Rússlan^s. Rússneska blaðið „Pravda' segir, að hinn nýi viðskifta- samningur muni ekki aðeins verða til þess að efla samstarf Rússa og Þjóðverja á viðskifta- sviðinu, heldur einnig á stjórn- málasviðinu. í Vestur-Evrópu er mönnum ekki Ijóst hvort þessi samn- ingur sje undanfari þess, að Rússar ætli að vingast við Þjoð- verja eða hvort Rússar hafa gert hann til þess að knýa Rreta til þess að gera frekari tilslak- anir í samningum þeim, sem nú standa yfir í Moskva milli rúss- nesku stjómarinnar og hermála- fulltrúa Breta og Frakka. Þeir samningar hafa nú legið niðri í 3 daga, að sögn vegna flugvikunnar rússnesku, en fulltrúarnir hafa nú aftur kom- ið saman á fund í dag. Stjórnmálamenn eiga annríkt Ciano greifi lagði á laug- ardaginn hornsteina að tveim- ur opinberum byggingum, sem ítalir ætla að reisa í Tir- ana í Albaníu. Þaðan flaug hann til Durazzo og síðan til Róm. I gær átti hann samtal við Mussolini og sendiherra ítala í Berlín, sem kvaddur var þangað suður til skrafs og ráðagerða. ★ Chamberlain og Halifax lávarður eru báðir komnir til Lundúna, og ræddust við í bústað forsætisráðherra í gærmorgun. Að þeim fundi loknum fór Halifax lávarður til skrif-i stofu sinnar í utanríkismála- ráðuneytinu og ræddi þar við ýmsa, þar á meðal George Lansbury. Chamberlain átti og tal í gær við þá Samuel Hoare inn anríkisráðherra og Mr. Bur- gin birgðamálaráðherra. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag. ★ Hoare Belisha hermálaráð- herra Breta hefir verið í sum- arleyfi í Frakklandi. I gær- morgun fór hann á fund Dala dier, forsætisráðherra í Par- ís og ræddu þeir saman i eina klukkustund. Síðan helt Ho- are-Belisha áfram til Lúnd- úna og kom þangað síðdegis í gær. ★ Franska ríkisstjórnin kem- ur saman á fund í kvöld. ★ Czaky greifj er nú kominn heim til Budapest úr ferða- lagi sínu til öxulsríkjanna. ★ ítalski sendiherrann í Ber- lín, sem kallaður var heim til Rómaborgar til viðtals, átti tal við von Ribbentrop í Salz- burg áður en hann fór, en það er sagt að hann hafi ekki farið á fund Hitlers. (Eftir F.Ú.) Jakobína Pjetursdóttir að Litlu- Strönd í Mývatnssveit andáð’ist á laugardagsmorgun nsprri 89 ára aÖ aldri. Jakobína var ein hinria alþektu Reykjahlíðarsystkina, sem nú eru flest látin. Hiin var gift Þorgils gjallanda og bjuggu þau mestan sinn búskap að Litlu- Strönd. Hefir Jakobína einnig dvalið þar síðan bann andaðist, eða alls um 50 ár. Jakobína var mikil myndarkona og. margvísleg- um hæfileikum búin. (FÚ) Ribbentrop fer til Moskva að undirskrifa hlut- leysissáttmála Rússa* og Þjóðverja Seint í gærkvöldi var skýrt frá því í breska útvarpinu, að óstaðfest fregn frá Berlín hermdi, að Þýskaland og Rússland myndu vera búin að gera með sjer samning, um að hvor- ugt ríkið skyldi ráðast á hitt, og að von Ribben- trop myndi fara til Moskva á miðvikudag eða fimtudag, til þess að undirskrifa samninginn. í þýska útvarpinu í nótt var fregn þessi stað- fest. Von Papen hefir verið í Moskva undanfarið og er talið, að hann hafi komið þessuin samning- um á. Breski konsúllinn í Prag hefir ráðlagt öllum breskum þegnum að hverfa úr Póllandi. Hlutlausu ríkin efna til ráðstefnu London í gær F.Ú. elgiski forsætisráðherrann, sem er einnig utanríkis- málaráðherra, gerði í dag grein fyrir horfum í alþjóðamálum, í ræðu sem hann flutti á fundi stjórnarinnar. Hann sagði, að Oslo-veldun- um hefði verið boðið að koma saman á fund í Briissel, til þess að ræða helstu vandamál yfir- standandi tíma. Ríkisstjórnir Noregs, Danmerkur og Svíþjóð- ar hefði þegar þegið boðið, og utanríkismálaráðherrar þeirra leggja af stað til Brussel á morg un. Hin ríkin, sem standa að Oslo-samþyktinni, eru Finnland, Holland og Luxemburg. Eitt þeirra mála, sem rædd verða, er hversu Osloveldin geti varðveitt hlutleysi sitt og sjálf- stæði, en annað helsta málið er hversu draga megi að nægar birgðir nauðsynja á styrjaldar- tímum. Strfðsfangar á Spáni látiMlausir London í gær F.Ú. regn frá Spáni í dag herm- ir, að innan skamms verði allir sfríðsfangar, sem eru í fangabúðum á Spáni, látnir lausir. Það er nú búist við, að Fran- eo muni leggja upp í ítalíuheim sókn sína 4. eða 6. september næstkomandi. Tilkynt hefir verið, að Bale- areyjar verði framvegis sjer- stök bækistöð fyrir spænska flotadeild, og verður aðalhöfn flotans á Majorca. Finnum þökkuð skilvísi London í gær F.Ú. enry Morgenthau, fjár- málaráðherra Bandaríkj- anna, er kominn til Helsingfors. Morgenthau. Fór hann þangað loftleiðis. Komst hann svo að orði í gær, við komuna, að hann hefði tekið sjer þessa ferð á hendur til þess að þakka Finnum opinberlega, fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, .að þeir hefði alt af staðið í skil- um með greiðslú afborgana og vaxta af ófriðarskuldum sínum. „LEIÐTOGINN“ MUN KOMA TIL DANZIG. London í gær F.Ú. örster, foringi nazista í Dan zig sagði í dag í ræðu, sem hann flutti á útifundi þar í borginni: „Við bíðum ósmeikir þess, sem gerast mun, en verið viss- ir um það, að leiðtogipn (þ. e. Hitler) mun koma til Danzig innan skamms“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.