Morgunblaðið - 25.10.1939, Side 7
Miðvikudagur 25. okt. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Frú Margrjet Lðrus-
dóttir fimtug
¥ dag er fimtug frú Margrjet
* Lárusdóttir, fekkja hins góð-
kunna læknis Guðmundar Guð-
finnssonar. Frú Margrjet er
eitt hinna mörgu og merku
foarná Lárusar læknis Pálssonar,
•en sú ætt er mörgum kunn. Vafa-
laust berast þessari rnætu konu nú
í dag á þessum tímamótúm hlýjar
kveðjur víða að og ekki þá síst
ætti það að vera frá Bangæingum,
•en meðal þeirra dvaldi hún mörg
ár. Þeir eiga þar að minnast konu,
sem mörgum þeirra hefir á ýmsa
lund hjálparhönd rjett og reynst
Innn mesti bjargvættur. Þar
aem htisfreyjan á Stórólfs-
hvoli var, þar var þeirra
griðastaður. Þau hjón voru vel
samtaka um alla hluti og í bú-
skapnum gætti ljóslega forsjár og
ráðdeildar hennar um alt er innan
'íiúss var. Þar eð störf eiginmanns-
ins voru að verulegu leyti fólgin
í ferðalögum og þeim oft erfiðum
■og hann því oftlega fjarri heimil-
inú varð hennar hlutskifti einatt
áð hafa umsjón með hverju einu.
Fórst henni það sem við mátti bú-
ast með hinni mestu prýði. Við
hvern sem að garði bar var hún
jafn alúðleg og hjálpsöm. Á lieim-
ilinu ríkti hinn besti bragur og
gætti þar í öllu frábærrar hátt-
sémi þeirra hjónanna. Frú Mar-
grjeti er auðvelt að koma öðrum
í gott skap og hefir sá eiginleiki
verið dýrmætur mörgum þeim, er
-til hennar hefir komið á erfiðri
stuúd. Hin hlýja viðfeldni og hin
umhyggjusamlega alúð hennar er
■aðall hennar. Þó eigi sjeu raktar
hjer neinar sjerstakar endurminn-
ingar frá þeim tímum er þessi
mæta kona var meðal Rangæinga
þá eru þær bæði margar og góðar.
Þær munu geymast í þakklátum
huga þorra Rangæinga, vermdar
þeirri- ástúð, sem henni var svo
lagið að sýna þeim.
Hamingjuóskir og þakkir munu
"berast frú Margrjeti í dag, þar
sem hún nú dvelur með dætrum
«ínum: á Þórsgötu 17 í Reykjavík,
frá vinum og þeim öllum, er henn-
ar hjálpar og vináttu hafa mætt.
Megi heill og hamingja fylgja
frú Margrjeti á ókomnum árum og
því ríkulega launast fyrir þá vin-
semd og margháttuðu hjálp, er hún
hefir veitt samferðafólkinu og
megi henni ennn um langa hríð
auðnast að veita því yl og ánægju.
Gamall Rangæingur.
Leikhúsið. Athygli skal vakin á
því, að Leikfjelag Reykjavíkur
sýnir Brimhljóð í kvöld en ekki
á morgun.
Qagbófc
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Hægviðri fram eftir deginum, en
vaxandi S-átt og rigning með
kvöldinu.
Næturlæknir er í nótt Karl S.
Jónasson, Sóleyjargötu 13. Sími
3925.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Bifreiðastöðin „Hekla“, sími
1515 annast næturakstur næstu
nótt.
Fimtugur er í dag Jón Heið-
berg kaupmaður, Laufásvegi 2.
Hjónaefni. S.l. föstudag opin-
beruðu trúlofun sína frk. Marin
Jacobsen frá Færeyjum, nú til
heimilis í Ingólfsstræti 19, og Sig-
urður Breiðfjöðr Halldórsson járn-
smíðanemi frá Patreksfirðl.
Hjónaband. S.l. laugardag voru
gefin saman í hjónaband af síra
Garðari Þorsteinssyni, frk. Hulda
Ágústsdóttir og Helgi Yilhjálms-
son klæðskeri. Heimili þeirra er á
Reykjavíkurvegi 15 B, Hafnarfirði
Húsmæðrafjel. Reykjavíkur held
ur fund í kvöld í Thorvaldsens-
stræti 6, og hefst hann kl. 8
Skýrt verður frá sumarstarfsemi
fjelagsins og ýms 'mál rædd.
í blaðinu í gær misprentaðist
föðurnafn Árna hreppstjóra í
Bakkagerði í Borgarfirði eystra.
Hann var Steinsson.
Misritun var í blaðinu í gær, þar
sem taldir voru þátttakendur í
Innflytjendasambandinu, að H.
Benediktsson & Go. Var talið kluta-
fjelag. En það er ekkijrjett.
Kveðjusamsæti var þeim haldið
fyrra laugardagskvöld Guðmundi
Ilallgrímssyni lækni á Siglufirði
og frú hans, en þau eru nú að
flytja frá Siglufirði, eftir 28 ára
búsetu þar. Samsætið var haldið
að Hótel Hvamieyri. Var þar um
100 mamis.’ Yoru þar fluttar marg
ar ræður og þeim hjónum þökkuð
góð viðkynning ,enda hafa þau
notið almennra vinsælda.
Háskólafyrirlestur á sænsku.
Frk. Arnia Osterman flytur há-
skólafyrirlestur á sænsku í kvöld
— Efni: Málsmitun og mál-
hreinsun. Þeim, sem hafa huga á
að nema sænsku, er sjerstaklega
bent á að hlusta á fyrirlestra
þessa, sem m. a. fjalla um aðferð-
ir Svía til að halda tungu sinni
hreinni af erlendum málskrípum.
Guðmundi Friðjónssyni var í
gær á sjötugsafmæli hans fært
skrautritað ávarp með undirskrift
50—60 manna, þar sem honum
voru færðar þakkir fyrir hin miklu
og merkilegú ritstörf hans og ljóða
gerð. . Með ávarpinu fylgdi gull-
armbandsúr með áritun.
Svanur heimsækir æskustöðvar
við Tjörnina. Pjetur Ingimundar-
son slökkviliðsstjóri veitti því at-
hygli í gær, að svanur var kom-
inn á Tjörnina og var hann með
fjóra unga með sjer. Pjetur taldi
engan vafa á því, að þetta væri
einn þeirra svana, er aldir voru
úpp hjer á Tjörninni um árið og
væri hánn\ nú kominn til að heim-
sækja æskustöðvarnar. Er Pjetur
manna kunnugastur þessum mál-
um og liefir veitt fuglalífi á Tjörn
inni nána athygli mörg undanfar-
in ár.
Útvarpið í dag:
19.45 Frjettir.
21.00 Tónleikar Tónlistarskólans:
a) Beethoven: 8 Vínardansar.
b) Brahms: Manúett úr seren-
ade, Op. 11.
c) Schubert: Adagio og Rondo
fyrir pianó og strokhljóðfæri
einl. á píanó: dr. von Urbantsch-
itsch).
Hlutleysislögin
IU.S.A. afgreidd
f þessari viku
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
að er nú búist við, að at-
kvæðagreiðsla fari fram í
öldungadeild Bandaríkjaþings um
afnám útflutningsbannsins í hlut-
leysislögunum í lok þessarar viku.
Andstæðingar frumvarpsins hafa
nú hætt við þá fyrirætlan sína að
halda áfram umræðum þar til
frumvarpið er úr sögunni.
Ræðutíminn hefir verið takmark
aður við 45 mínútur.
Búist er við, að frumvarpið
komi til umræðu í fulltrúadeild-
inni á mánudaginn.
Talið er, að taka amerísks
skips í Atlantshafi, „City of
Flint“, kunni að hafa áhrif á
endanlega ákvörðun Banda-
ríkjaþings. Þýskt beitiskip tók
þetta sMp síðastliðinn laugar-
dag og fór með það til Mur-
mansk í Rússlandi.
Cordell Hull, ut-anríkismálaráð-
herra Bandaríkjanna, skýrði frá
því í dag, að nokkur hluti af farmi
skipsins yrði sennilega að telja til
aðálflokks ófriðarbannvara og um
helmingur farmsins til bannvara
hinna minni. Hann var spurður að
því, hvort Þjóðverjar hefðu haft
heimild til að flytja skipið til
hlutlausrar hafnar, og kvað hann
að verið væri að athuga það.
Roosevelt forseti sagði í kvöld,
að hann gerði sjer vonir um að
skipið yrði látið laust.
Fulltrúi Bandaríkjanna í
Moskva fór í dag á fund Potem-
kins varautanríkismálaráðherra.
JÞJÓFNAÐARMÁLIÐ.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
selt kolin fullu verði utanbæjar-
mönnum, er þeir höfðu lofað að
annast kolakaup fyrir og aka
heim til þeirra.
Hefir Þórður játað, að hafa
þannig selt samtals 17^4 smálest
og einnig hefir hann tekið 400 kg.
af síldarmjöli, af birgðum, sem
Mjólkurfjelag Reykjavíkur átti
geymdar í geymsluhúsi hjá Kol
og Salt.
Talið er, að rannsókn málsins
sje nú að mestu lokið og má vænta
dóms í þessu máli einhvern næstu
daga.
Rannsóknarlögreglan vill taka
það fraíú, Vegna orðróms, Sem
géngið hefir í bænum, að rann-
sókhin hefir ekki leitt í ljós að
nejnir nema þeir 6 menn, sem þeg-
ar háfa verið taldir, sjeu viðriðn-
ir þessi þjófnaðarmál.
SALTKJÖT
nýkomið
í heilum, hálfum og kvart-
tunnum.
Jðh. Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131.
„Við
eigum
samleið4*
í Hljóðfærahúsið
til þess að kaupa
„Dagnf
eftir
Sigfús Halldórsson.
Lögtak.
Húseigendum í Reykjavík tilkynnist, að nú er
verið að gera lögtök fyrir ógreiddum fast-
eignagjöldum (lóðagjaldi, húsagjaldi og vatns-
skatti), svo og lóðarleigu, sem fjellu í gjald-
daga 2. janúar 1939.
SKRIFSTOFA BORGARSTJÓRA.
Ljósnpdastofa Lofts
verður lokað frá kl. 12-4
i dag, vegna farðarfarar.
Skrifslofuc vorar
og vöruafgreiðsla
verða lokaðar i dag
frá hádegi.
Afgreiðsla smjörlikisgerðanna.
Lokað í dag
vegna jarðarfarar eftir kl. 1.
H f. SmjöflíKisgsrðin. H.f. Máninn.
Jarðarför móður minnar
SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR
fer fram fimtudaginn 26. okt. og hefst með húskveðju á heim-
ili hennar, Ingólfsstræti 20, M. 1 e. h. Jarðað verður í Foss-
vogs-kirkjúgarði.
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Ársæll Árnason.
Öllum þeim, sem í veikindum konu minnar og við andlát
hennar og jarðarför sýndu okkur samúð og vináttu, votta jeg
mínar hjartanlegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll.
Guðjón Guðmundsson,
Barónsstíg 24.