Morgunblaðið - 30.11.1939, Side 4

Morgunblaðið - 30.11.1939, Side 4
MÖRGUNBLA Ð.l Ð Fimtudagur 30. nóv. 193%. BÓKMEMTIR Frú Curie komin Eva Curie: Frú Curie Ævisaga. íslenskað hefir Kristín Ólafsdóttir lækn ir. ísafoldarprentsm. h.f. Petta er ógleymanleg hók um eitt. hið göfugasta mikil- menni, sem nokkru sinni hefir lif- að, frú Marie Curie. Dóttir henn- ur, Eva, hefir ritað ævisöguna á mjög látlausan hátt, en um leið af næmum skilningi, ást og lotningu á persónu og verki móður sinnar. Líf frú Curie og manns hennar er «vo stórfenglegt og þýðingarmikið fyrir alt manukynið og eilíft for- ■dæmi fyrir alla, sem leita hins ^ sanna manngildis, að hver maður vex af því að lesa hókina. Frú Marie Curie var fædd í Pól- landi 7 .nóv. 1867. Faðir hennar var mentaskólakennari, með ríka hneigð til vísindaiðkana, en gat þó, sökum fátæktar, aldrei notið hæfileika sinna. Börnin voru mörg og Pólverji, sem brann af ættjarðarást, hafði enga möguleika til að komast í þá stöðu, sem hæfi- leikar hans og mentun gáfu hon- um rjett til, því að hin rússneska harðstjórni hvíldi eins og mara yf- ir öllu. Móðir fni Curie deyr frá börnum sínum ungum og nokkru síðar er útslitni mentaskólakenn- arinn sviftur embætti sínu, og verður hann eftir það að lifa á lágum eftirlaunum og allskonar snöpum. Börnin verða því snemma að bjarga sjer sjálf. Þau eru öll afburðagáfuð og námslöngunin er rík hjá þeim öllum. Þau taka stú- dentspróf og leggja sum stiind á háskólanám. Marie er vngst, en á meðal þessara gáfuðu systkina er ekkert veður gert af henni sem undrabarni. Hún lýkur stúdents- prófi 15 ára, brennur af löngun að komast til Parísar til að lesa eðlisfræði, en verður að skjóta því á frest. Hún er heimiliskennari uppi í sveit í þrjú ár hjá hjegóma- gjörnu fólki og verður að troða í heimsk og löt. börn. Af hinum litlu launum sínum hjálpar hún eldri systur sinni til náms í Par- «ís, en hún ætlar í staðinn að hjálpa Marie síðar til náms — eins og liún líka gerði. En biðin er þungbær fyrir ungu stúlkuna. Hún verður ' auk þess fyrir vohbrigðum í ásta- málum, og er við það að gefa upp alla von um að komast sjálf til menta, en ásetur sjer að lifa fvrir systkini sín og gamla föður sinn. Loks raknar svo úr, að hún kemst til Parísar með aðstoð eldri systur sinnar, sem nú er gift þar. 24 ára gömul kemst hún lolcs til fyrir- heitna landsins, til Sorbonnehá- skólans. Hún les þar og vinnur nótt með degi og lýkur námi sínu með miklu lofi á óvenjulega skömmum tíma, enda þótt hún lifi við sult og seyru. I París kynnist bún svo þektum frönskum vísinda- manni, Pierre Curie, og giftast þau 1895. Átti Marie í mikilli baráttu við sjálfa sig um það, hvort hún ætti að yfirgefa Póllands og gamla föð ur sinn. Al’a ævi unni hún Pól- landi heitt og gerði því alt það gagn, er hún mátti, og ástarbönd hennar við systkini hennar og skyldmenni slitnuðu aldrei. Frá þessum tíma starfa þau hjónin saman, þau slcrifa saman vísindalegar ritgerðir, og er ó- mögulegt að greina að hlutdeild hvors um sig í uppgötvunarstarfi þeirra. Þau gera vísindatilraunir sínar í einskis nýtu skúrskrifli og að öðru leyti við hin verstu skilyrði. Þau finna nýtt frumefni, radíum, og tekst að einangra það. Sameiginlega taka þau þá ákvörð- un, að taka ekki einkaleyfi á upp- findingu sinni, það myndi stríða á móti „anda vísindanna“. Einna átakanlegasti kaflinn í bókinni er einmitt samstarfstími þeirra hjón- anna. Pierre Curie, þessi ófram- færni og óeigingjarni afburðamað- ur, hefir aðeins ljelega kennara- stöðu og verður að eyða öllum deginum í brauðstrit. Hvílík sóun á annari eins snilligáfu! Þótt heilsa hans sje biluð, vinnur hann ölluui) stundum að rannsóknum sínum ásamt konu sinni, sem nú er orðin móðir, sjer um heimilið og gegnir auk þess kenslustörf- um. Þrátt ,fyrir yfirburði sína tekst honum ekki að bæta vinnu- slcilyrði sín nje afkomu. Yið allar stöðuveitingar, sem honum myndi hafa hæft, er gengið fram hjá hon- um, því að hann er „slæmur um- sækjandi“, talar aldrei uní sjálf- an sig og telur aldrei upp afrek sín. Þegar hann, fyrir áeggjan vina sinna, sækir um upptöku í franska vísindafjelagið, er annar tekinn fram yfir hann. Einn með- limur vísindafjelagsins hefir jafn- vel á orði, að P. Curie sje svo mikill stórbokki, að hann láti ekki svo lítið að biðja menn að styðja sig við kosninguna! Þeim bjóð- ast nógar erfiðar kennarastöður, sem hundruð manna í Frakk- landi Iiefðu verið hæfir til að gegna, en bætt vi:muskilyrði fá þau ekki. Fyrstu viðurkenningu fá þau frá útlöndum, frá Eng- landi, frá Sviss, þar sem P. Curie er boðin prófessorsstaða, frá Sví- þjóð, sem. sæmir þau hjónin Nób- elsverðlaununum 1903. Nú eru bjartari dagar framundan. Ilug sjón P. Curie er að koma á fót radíumrannsóknarstöð í París, en það kostar of fjár. Parísarháskól- inn tekur málið að sjer, fær stofn- að prófessorsembætti handa P. Curie, og Marie Curie er ráðin aðstoðarmaður hans; vinnustofurn ar pru reyndar enn ófullnægjandij en málið er komið á góðan rek- spöl. En áður en hinn langþráði draumur þeirra hjóna rætlist, dó P. Curie af slysförum árið 1906. Samstarf þeirra hjóna var mjög náið, þau unnust mikið og lifðu fyrir sameiginlega hugsjón. Má því geta nærri, hvílíkt áfali hið sviplega fráfall P. Curie hefir ver ið fyrir konu hans. En hún Ijet ekki hugfallast. Hún mintist orða manns síns, er hann sagðí eitt sinn við hana, þegar þau ræddu um dauðann. „Hvað sem fyrir kemur, og þó að öðru okkar fynd- ist það vera eins og sálarlaus lík- ami, yrði það að halda áfram að vinna“. — Frú Curie tekur við embætti manns síns og byrjar fyrsta fyrirlestur sinn við Sor- bonne á þeim orðum, er maður hennar endaði sinn seinasta fyrir- lestur. Hún stjórnar víðtækum rannsóknum, skrifar mörg vísinda- rit, kennir við Sorbonne og held- ur áfram hinu sameiginlgea starfi þeirra hjóna eins og ekkert hafi ískorist. Radíumrannsóknarstöðin í París kemst loks upp. Hún er aftur sæmd Nóbelsverðlaunum 1911, og er hún hinn eini maður, sem liefir fengið þau tvisvar. Alt líf hennar er óeigingjarnt starf í þágu vísinda og mannúðar. í ó- friðnum mikla vinnur hún ómet- anlegt líknarstarf í þágu hermann anna. Hún afsalar sjer öllum á- bata af uppfindingum sínum. Þótt hún sje með hugann við störf sín, gerir hún sjer mikið far um að vanda uppeldi dætra sinna. Önnur þeirra verður heimsfræg vísindakona, og frú feurie lifir þá gleði að fá þá vitneskju nokkru áður en hún deyr, að dóttir henn- ar og tengdasonur fái Nóbelsverð- launin fyrir vísindastörf. Frú Curie deyr árið 1934 af ólækn- andi blóðsjúkdómi, sem langvar- andi sýsl hennar með hið hættu- lega efni, radíum, hefir án efa valdið henni. P. Curie dó áður en hann upp- 'skar nokkra ávexti frægðar sinn- ar, þ. e. gat. komið vinnuskilyrðum sínum í það horf, sem honum lík- aði, en frú Curie var að þessu leyti lánssamari. Bæði höfðu þau svo göfuga skapgerð, að fægðin breytti þeim ekki í neinu. Orð Einsteins um frú Curie eiga ekki síður við um mann hennar en hana sjálfa: „Af öllu frægu fólki er frú Curie hin eina, sem frægðin hefir ekki spilt“. Og eins á hin fagra lýsing frú Curie á manni sínum engu síður við hana sjálfa: „Að- dáun mín á afburðahæfileikum hans óx stöðugt. Stundum fanst mjer hann ekki eiga sinn jafn- ingja, svo gersamlega var hann laus við allan hjegómaskap og alla smámunasemi, sem við finn- um hjá sjálfum okkur og öðrum og auðvelt er að fyrirgefa þeim, sem, þrátt fyrir þennan veikleika, kappkosta að ná einhverju æðra marki“. Hjer hefir verið stiklað á nokkr um atriðum hins einstæða ævifer- ils frú Curie. En þessi frásögn gefur enga hugmynd umi þessa heillandi bók. Hvort sem höf. lýs- ir bernskuárum móður sinnar og hinni erfiðu æsku hennar í Pól- landi, stúdentsárum hennar í París, samstarfi og samlífi þeirra hjónanna — eða loks starfi henn- ar eftir að maður hennar fjell frá, er alls staðar sami snildarbragur- inn á frásögninni. Þýðing frú Kristínar Ólafsdótt- ur er prýðileg og prófarkalestur og allur frágangur hinn vandað- asti. Margar myndir prýða ritið og eiga bæði þýðandi og útgef- andi þakkir skildar fyrir þessa ágætu bók. Símon Jóh. Ágústsson. ffel V.ív': f.; f'v' | }• á'- mr pp'te’-t .‘Vú' ■ ■ * • iy • '"''A'ÁÍ'A'.y. S '1 l 'Í ft';- ■V'' 1 ' •• \ N / Frú Curie. Ummæli læknis Eva Curie: Frú Curie. Ævisaga. íslenskað hefir Kristín Ólafsdóttir lækn- ir. ísafoldarprentsm. h.f. Allir kannast við radíum, undra. efnið, sem eyðir æxlum, læknar krabbamein á byrjunar- stigum, þar sefn því verður víð komið, og sem hefir haft meiri á- hrif í þá átt að brevta skoðun- um manna á efnisheiminum og á heimsmynd nútímans en nokkuð annað, vegna merkilegu, eðlisfrseði legu eiginda sinna. Flestir kann- ast einnig við finnendur þessa efnis, frú Curie og mann hennar. Árangurinn af lífsstarfi þessara hjóna var óvenjulega glæsilegur, en fæstir vita, hverskonar fólk þessi hjón voru og hvaða barátta lá að baki hinna glæsilegu afreka þeirra. Dóttir þeirra Curieshjóna, Eva Curie, hefir helgað minningu móður sinnar bók þá, er hjer ræð- ir um sem talin er snildarverk um allan heim. Enda er það mála sannast, að þótt frú María Curie hefði ekki fundið neitt radíum, er líf hennar og starf svo merlcilegt, að hverjum manni væri gott að kynnast því engu að síður, og þó einkum hverjum ungling, sem1 finnur hjá sjer hæfileilca og þrek og finst hann hafa köllun að rækja. Saga þessarar fátæku, fluggáf- uðu pólslcu stúlku, brennandi af áhuga og fróðleikslöngun og sem jafnframt var svo heilsteypt, sönn °g ^djörf, sem ekkert ljet hamla sjer, hvorki þreytu, sult. nje sjúk- dóma til að neyta hæfileika sinna og þroska þá og ganga þá braut, sem köllun hennar benti henni á, sem aldrei leitaði frama og ekk- ert spiltist af frægð nje heiðri, þegar það hlóðst á hana, en var trú köllun sinni til dauðans, — þessi saga er svo lýsandi dæmi, að hún á erindi til allra, „sem meira megna en munninn fylla og sínu gegna“, og jeg er þakk- látur frú Kristínu Ólafsdóttur, sem nú hefir snarað bók Evu Curie á íslenslcu og gert það prýðilega og á ágætu máli, að því er jeg fæ sjeð við fljóta yfirsýn. TJm frásögn. Evu Curie er það að segja, að hún er listaverk. Það er stígandi og hrifning í frásögn- inni, sem grípur lesandann föst- um tökum og jafnframt sýnir, hve Eva Curie hafði takmarka- lausa aðdáun og ást á móður sinni og starfi hennar. En í sambandi við þessa aðdáun mætti máske benda á það, sem helst væri hægt að finna að frásögn hennar, en það er að skugganna gætir of lít- ið í þeirri mynd, sem hún hefir dregið upp af móður sinni, til þess að hinar áberandi, markandi línur komi skýrt í ljós, svo máske kynnist maður meir vinnu frú Curie og afrekum, en persónu- leika hennar. Það er þó engan veginn svo, að frú Curie sje hjer hjúpuð hinum hólkvíða dygða- skrúða oflofsins, en máske verður maður minna en skyldi var við það, við hvað hún hefir þurft að- berjast með sjálfri sjer og verður hin skiljanlega ræktarsemi dóttur hennar að þessu leyti heldur til þess að má hina skörpu drætti í mynd ímóðurinnar. Utgáfan er sjerlega vönduð og hvað snertir pappír, prentun og myndaval virðist mjer hún taka fram hinni dönsku útgáfu Gylden- dals, sem hjer hefir verið fáanleg í bókaverslunum, og er það á- nægjulegt að geta gefið íslenskri bókagerð slíkan vitnisburð. Þetta er að minni hyggju merk- asta bókin., sem þýdd hefir verið á íslensku á þessu ári; hún er> hrífandi og skemtileg aflestrar og hún skilur eftir hjá lesandanum. að lestrinum loknumi hvöt til starfs og dáða. Rvík 26. nóv. 1939. Kr. Bjönsson. f afturelding annars lífs heitir nýútkomin bók eftir enskan prest, C. Drayton Thomas, en þýðinguna hefir gert að mestu leyti Einar II. Kvaran. Vann E. II. K. að þýð- ingunni er hann andaðist og hafði lagt kapp á að Ijúka henni, því að hann gerði sjer stórar vonir um, að þessi bók yrði kærkomin öllum þeim, sem unna sálarrann- sóknarmálinu. — Bókin er 220 bls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.