Morgunblaðið - 07.01.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hótanir þýskra blaða við hlutlausu ríkin Krefjast svars af Svlum og Norðmönnum Frá frjettaritara vorum., Khöfn í gær. ARÁSIRNAR á. Norðurlönd í þýsku blöðunum verða hatramari með hverjum deginum, sem líður. Aðallega er árásunum beint gegn Sví- þjóð og Noregi, og hjálp Breta og Frakka til handa Finn- um er notuð sem tilefni til árásanna. Koma blátt áfram fram hótanir í garð Svía og Norðmanna í sumum þýsku blöðunum í dag. Á fremstu síðu í „Nachtausgabe“ í Berlín birtist í dag grein með risastórri fyrirsögn, sem segir: „Vesturveldin ætla að draga Svía og Norðmenn inn í styrjöldinau. Nachtausgabe vitnar í bresk blöð máli sínu til sönnunar. Blaðið segir, að Bretar og Frakkar með hjálp sinni til handa Finnum ætli sjer að hindra flutninga frá Norðurlöndum til Pýskalands og Vesturveldin ætla sjer að fá flugvjelabækistöðvar í Svíþjóð til þess að geta þaðar. gert árásir á Þýskaland. Blaðið heimtar að Norðmenn og Svíar geri grein fyr- ir því nú þegar, hve Iangt þeir ætla að ganga í að þjóna V esturveldunum. „Berliner Telegraf“ segir: Þýskaland mun aldrei láta það viðgangast, að vopn og skotfæri frá Bretum og Frökk- um verði flutt yfir Norðurlönd til Finnlands og því síður mun þýskaland þola að hermenn frá Vesturveldunum fari yfir Norð- urlönd til Finnlands. MÁLMAGN GÖRINGS Málgagn Görings „National- Zeitung" í Essen, ræðst ákaft á Norðurlönd í dag og krefst þess, að ráðstafanir verði gerð- ar til þess að Vesturveldin noti ekki Svíþjóð og Noreg, sem skáklaskjól til þess að ráðast þaðan á Þjóðverja. Lundúnablöðin halda því fram, að næstu vikur verði mjög hættulegir tímar fyr- ir Norðurlöndin. Telja þau að Þjóðverjar vilji umfram alt hjálpa Róssum tij að vinna sigur, því ef Rússar bíði ósigur í Finnlandsstyrjöld- inni, þá minki sigurmöguleikar Þjóðverja sjálfra. NARVIK I NOREGI Bresku blöðin segja, að Þjóð- verjar geri sjer vonir um að geta hindrað siglingaleiðir Breta til Norðurl., ef Moskva —Berlín möndullinn nái til Nar- vik í Noregi. ÖNNUR HLUTLAUS RÍKI Það vakti mikla athygli í dag, er hollenska stjórn.in tilkynti, að Hollendingar myndu beita vopnavaldi ef tilraun yrði gerð til þess að ráðast inn í land þeirra. Hollenska stjórnin hefir áður gefið út samskonar yfir- lýsingar og ýmsar getgátur koma fram um það hversvegna þessi yfirlýsing skyldi koma fram einmitt nú. Telja margir að Þjóðverjar hafi aðvarað Hollendinga. Þýsk blöð hafa undanfarið haldið uppi árásum á Holland og Bel- gíu og meðal annars talað um þessi ríki, sem „hin svonefndu hlutlausu ríki“. Hollendingar sjálfir segja, að yfirlýning þessi sje fram kom- in vegna þess, að í erlendum blöðum hafi það verið dregið í efa, að Hollendingar hefðu nægilega traustan her til þess -að verjast innrás í landið. STERK STJÓRN I BELGÍU I Belgíu hefir hin nýja ríkis- stjórn haldið fyrsta fund sinn. Er þetta, stjórn, Sem er fámennari en sú, er áður sat og sterkari. Nýja stjórnin ætti því að vera fljótari til að taka ákvarðanir, ef eitthvað mikilvægt skyldi koma fyrir. RÚMENAR SEM EINN Carol konungur í Rúmeníu hjelt ræðu í Bessarabíu í dag, en sá landshluti tilheyrði áður Rúss- landi, og oft hefir komist á kreik fregnir um að Rússar hefðu hug á að ná Bessarabíu aftur undir sig. Carol konungur sagði, að Rúm- enar myndu ekki láta aftur eitt fet af landi sínu og sagði, að Rúmenar myndu verjast hverri innrás sem einn maður. Fangelsi fyrir að hlusta á erlendar frjettir landbúnaðarverkamenn í Þýskalandi hafa verið dæmd ir í 12 til 18 mánaða fangelsi fyr- ir að lilusta á breskar útvarps- sendingar. Maður nokkur í Hamborg, gest- gjafi, og 2 menn aðrir hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyr- ir að hlusta á erlent útvarp. Hvers vegna Hore Belisha varð að fara? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. að kom allri bresku þjóð- inni á óvart að Hore Belisha hermálaráðherra skyldi láta af embætti sínu. öll ensku blöðin Iáta í dag undrun sína í Ijósi og segja eitthvað meira búi undir þessu en það, sem fram kom í brjefaskiftum Chamber- lains og Hore Belisha. öll taka blöðin undir það með Chamberlain, að Hore Bel- isha hafi rækt embætti sitt af dugnaði og kostgæfni, en sum blöð gefa í skyn, að ósamkomu- lag við herforingjana hafi vald- ið því, að hann varð að fara. Sagt er að Cþamberlain hafi látið undan kröfum herforingj- anna eftir að hann heimsótti hermennina á vígstöðvunum ný- lega. Öllum ber saman um að he.r-| málaráðherraskiftin muni ekki breyta neinu um stríðsfyrirætl- anir Breta. Hore Belisha var boðið sæti verslunarmálaráðherrans í bresku stjórninni, sem þykir hin mesta virðingarstaða, en hann vildi ekki taka við því. Aftur á móti eru bresku blöð- ih sammála um að vel hefði far-' ið, að útbreiðslumálaráðherrann Ijet af embætti, og fagna komu John Reith í það embætti. Búist er við, að þar sem John Reith er ekki þingmaður, verði líonum fengið sæti í neðri deild þingsins, sem fulltrúa fyrir Cambridge háskóla. Rússneski kafbáturinn skaut 100 skotum á sænska skipið Frá frjettarítara vorum. Khöfn í gær. kipshöfnin á sænska skipinu „Fánrik", sem rússneskur kafbátur skaut í kaf í Botniska flóanum í gær, er komin til hafnar í Svíþjóð. Skipshöfnin er ÖII ósærð. Skipverjar segjast ekki vera í neinum vafa um að kafbátur- inn hafi verið rússneskur. Kafbáturinn kom upp um 400 metra frá ,,Fánrik“ og hóf þeg- ar skothríð á skipið úr fallbyssu á framþilfari. Fyrstu skotin hittu reykháf skipsins og stjórnpall. Alls var skotið 100 skotum á hið sænska skip. Sunnudagur 7. janúar 1940. ipiniiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiíniiiniiiiiiiiiiiiininiiininiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinj iFlagspren^iur ádanskri grund| Nýlega fundust fjórar flugvjelasprengjur hjá bóndabæ hjá Höjer á Suður-Jótlandi. Sprengjumar höfðu grafist uni meter niður í mýr- lendið. Þær vógu 250 kg. hver. — Á myndunum sjest, ér verið er að flytja sprengjurnar með hestum og á neðri myndinni sjest ein af sprengjunum. Rússar grafa skotgrafir á Kirjálaeiði: Búast við langvarandi stríði Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. RÚSSNESKI HERINN er nú farinn að grafa sjer skotgrafakerfi á Kirjálaeiði. Hafa þeir einnig byrjað á að leggja tvöfaldar gadda- vírsgirðingar fyrir framan herbúðir sínar. Þetta þykir benda til þess, að Rússar hafi nú gefið upp alla von um að þeir sigri Finna bráðlega og þess vegna búi þeir um s.ig þarna, svo vel sem unt er. Rússar hafa haldið uppi skot- hríð á Mannerheimlínuna, en ckki hafa þeir reynt að gera áhlaup á varnarvirki Finna. Er búisf við að þeir muni ekki reyna að hefja þarna sókn fyr en siðar í vetur, eða með vorinu. HERSLEÐAR Sumar fregnir herma þó, að ein hætta sje Finnum búin, en hún sje sú, að Rússar komi á ís yfir Ladogavatn og ráðist á hægri arm finska hersins, sem berst norðan vatnsins. Eru Rússar farnir að nota vjelknúna hersleða á ísnum á vötnunum í Finnlandi. Hernaðartilkynningar Finna í dag segja, frá orustum við Salla og sigri í lofti. Voru 8 rúss- neskar flugvjelar skotnar niður í gær og tvær urðu að nauð- lenda. Konur og börn fórust 1 gær í loftárás, sem rússneskar flug- vjelar gerðu á óvíggirta bæi í Mið- og Norður-Finnlandi. SKAUT NIÐUR 6 FLUGVJELAR I dag gerðu níu rússneskar flugvjelar árás á bæ einn skamt fyrir norðan Helsingfors. Finsk- ar flugvjelar hófu síg til flugs og lögðu til orustu við Rússana. Átta af níu flugvjelum voru skotnar niður. Þar af skaut einn finskur flugmaður niður 6 rúss- neskar flugvjelar. Á noróurvígstöðvunum hefir lítið verið um hernaðaraðgerðir, enda er kuldinn þar óskaplegur. Finnlandssöfnunin innlandssöfnunin var í fyrra- *- dag komin upp í krónur 102,182,00. Að því er ritari Norræna fje- lagsins skýrði Morgunblaðinu frá í gær, er enn von á nokkru söfnunarfje utan af landi. Söfnunin nálgast nú brátt að verða svo mikil, að samsvari einni krónu á hvern íbúa í land- inu. Danska útvarpið flytur í dag kl. 10,25 eftir íslenskum tíma alþýðutónleika undir stjórn Fritz Busch og tekur ungfrú María Markan þátt í hljómleik- unum sem einsöngvari. FÚ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.