Morgunblaðið - 07.01.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1940, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. janúar 1940. , M 0 R G U N, B L A. Ð I Ð Poul Reumert. Kvikmynd með Poul Reumert kemut i Gl. Bió IKVÖLD verður sýnd í Gl. Bíó ný dönsk kvikmynd, „Den gamle Præst“. Aðalhlut- verkið í þessari mynd leikur Poul Reumert. Þó danskar kvikmyndir hafi átt hjer takmörkuðum vinsældum að fagna, má telja víst að kvikmyndahúsgestir fagni því, að þessi kvikmynd verður sýnd hjer, þó ekki sje fyrir annað en að Poul Reumert leikur aðalhlutverkið í myndinni. Efni kvikmyndarinnar er alvarlegs eðlis og jafnvel sorglegt á köflum, en það hefir, eins og öll góð leikrit, sinn boðskap að flytja áhorfendunum. Kvikmyndin gerist öll á greifasetri á Jótlandi og segir frá greifanum (Poul Reumert) og fjölskyld'u hans. Viðskift- um þeirra við nábúana og gamla prest- inn. — Það er óþarfi að taka það fram, að leikur Poul Reumerts í hlut- verki greifans er meistaralegur.Er mað- ur hefir sjeð þessa mynd, verður eftir í huganum ógleymanleg mynd af merki- legri persónu, en þannig fer Reumert með sín hlutverk öll, að maður, eftir að hafa sjeð hann leika, eignast nýjan kunningja, sem maSur gleymir ekki í bráð. Prýðilega er farið með önnur, hlutverk í myndinni og þá einkum hlut- verk prestsins og greifafrúarinnar. Þetta er fyrsta kvikmyndin, sem Poul Reumert leikur í nú um langt árabil. Eyrir fjölda mörgum árum ljek hann talsvert í kvikmyndum og t. d. mikið með Ástu Nielsen leikkona. Síðan var hann í mörg ár ófáanlegur til þess að taka að sjer hlutverk í kvikmyndum þó hvað eftir annað væri lagt fast að honum, þangað til hann ljet tilleiðast nð leika í þessari kvikmynd. Mennirnir sem nú •• ’ ■ • 5f • o.v eiga alt undir náð mentamálaráðs EINS OG skýrt hefir verið frá í þingfrjettum, var sú breyting gerð á síðasta Alþingi, að teknar voru burtu úr fjárlögunum allar per- sónulegar fjárveitingar til skálda, rithöfunda, vísinda- manna og listamanna, en í þess stað veitt ein heildarupp- hæð, 80 þús. krónur, og mentamálaráði falið að úthluta þessu fje til skálda og listamanna. Almenning mun án efa fýsa, að vita hvaða menn það eru, sem téknir hafa verið rit af fjárlögunum og sero nú, eiga það undir náð mentamálaráðs, nvað þeir fá, eða hvort yfir liöfuð fá styrk. mililllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllNlllllllliiliHlllllllllllllllllllllllllNllllllllllllllllllllllllllllllluillllllllllilllliL | Nýju embaettis- | I mennirnir I Stör kolkrebbl Frá frjettaritara vorum í Grindavík. Núna um nýárið rak á fjöru ísólfsskála á Reykjanesi — milli Grindavíkur og Krísuvíkur — gríðarstóran kolkrabba. Hann var samkvæmt lieimildum iGuðmundar bónda á ísólfsskála 160 cm. á lengd og 50 cm. að um- máli, þar sent hann var gildastur. Kolkrabbimi vóg 10—15 kg. Konunglega leikhúsði í Kaup- mannahöfn hafði í gær frum- sýningu á leikriti Strindbergs „Et Drömmespil“ og leikur Anna Borg aðalhlutverkið. FÚ. Á .síðustu fjárlögum (1939) voru á 15. gr. nöfn eftirtaldra manna, með þeim upphæðum, er nú skal greint frá: Eggert Stefánsson söngvari 1200 kr.; Jón Leifs tónskáld 2500; dr. Einar Ól. Sveinsson, til ritstarfa 1800; Bogi Ólafsson, til framhalds rannsókna í ensku 1000; dr. Ei- ríkur Albertsson prestur, til rit- stárfa 500; Kristján Albertson, til ritstarfa 1000; Jóhannes úr Kötlum skáld 2000; dr. Guðmund- ur Finnbogason, til ritstarfa 1000; prófessor Árni Pálsson, til ritstarfa 1200; dr. Þorkell Jóhannesson, til ritstarfa 1500; Leifur Ásgeirsson, til vísindastarfa 1000; síra Jón Thorarensen, til ritstarfa 500; Tómas Guðmundsson skáld 1000; Jón Magnússon skáld 1000; Hall- dór.IIelgason skáld 400; Gasli Ól- afsson frá Eiríksstöðum 400; Þor- steinn Þ. Þorsteinsson rithöf. 1200; Valdimar Jóhannsson kennari, til að semja skólasögu Islands 750; Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla) 500; Elinborg Lárusdóttir, til rit- starfa 800; dr. Jón Stefánsson 600; Þorkell Þorkelsson, til vísinda- starfsemi 1000; Helgi Guðmunds- son kennari frá Austmannadal, til þjóðsagnasöfnunar 750; Jóhann Sveinsson, til vísnasöfnunar 500; Þorsteinn Bjarnason frá Háholti, til örnefnasöfnunar 300; Jóhann Hjaltason, til söfnunar þjóðlegra fræða 400; Margeir Jónsson, til örnefnasöfnunar 500; Kristinn Pjetursson málari 1000; Bjarni Guðjónsson myndskeri 1000; Gunn laugur Blöndal málari 1200; Egg- ert Guðmundsson málari 1000; Einar Markan söngvari 1000; Sig- urður Skagfield söngvari 1200; Guðmundur Kristjánsson mynd- skeri 300; Steinn Dofri (Ættir íslendinga) 1200; próf. Guðbrand- ur Jónsson, til að semja miðalda menningarsögu 1800 kr. Allir þessip menn voru á 15. gr. fjárlaganna 1939. En Alþingi tók einnig burtu alla rithöfunda og listamenn af 18. gr. fjárlaganna, án þess að hækka heildarupphæð- ina, en þeir fengu einnig dýrtíð- aruppbót eftir sömu reglum sem á laun embættismanna. Á þessari grein voru nöfn eftirtaldra ffianna á fjárlögum 1939 og upphæðirnar þessar: Ásgrímur Jónsson málari 3000 kr..; Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari 3000; Davíð Stefánsson skáld 2400; Guðmundur Davíðsson Hraunum 500; Guðmundur Frið- jónsson skáld 1800; Guðmundur G. Hagalín rithöf. 2400; Guðmundur Kamban rithöf. 1800; Halldór Kiljan Laxness rithöf. 5000; Lidriði Þorkelsson Fjalli 500; Jakob Thorarensen skáld 1800; Jón Stefánsson málari 3000; Jón Þorsteinsson Arnarvatni 500; Kristín Sigfúsdóttir skáldkona 1000; Kristleifur Þorsteinsson á Kroppi 500; Kristmann Guðmunds- son rithöf. 1800; Magniis Ásgeirs- son skáld 2500 ■ Magnús. Stefáns- son skáld 1000; Ólafur Friðriks- son 1800; Ríkarður Jónsson mynd höggvari 3000; Sigurjón Friðjóns- son skáld 1000; Theodór Friðriks- son 1500; Unnur Bjarklind skáld- kona 1000; Þórarinn Jónsson tón- skáld 1800; Þoi'bergur Þórðarson rithöf. 2500 kr. Ávarp íinska útvarpsins til rússnesku Parinnar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. p inska útvarpið sendi í gær *• út ávarp til rússnesku þjóðarinnar. í ávarpinu er skorað á rúss nesku þjóðina að rísa gegn því ofbeldi, sem rússneska stjórnin sje að fremja með því að ráðast á Finna. Þá var lýst í útvarpinu hve rússneskir fangar væru undr- andi er þeir kæmu og sæju hvernig umhorfs væri í Finn- landi og þeir gætu ekki ski,l- ið hve Finnar væru þeim góðir. Rússnesku hermenn- imir væru illa klæddir og svangir. Það getur ekki verið, sagði finska útvarpið, að rússneska þjóðin sje einhuga með því að ráðist sje á Finna. Þetta er ekki kommúnismi. Mæður og dætur! Rísið gegn ofbeldinu. Feður og synir, látið ekki hafa ykkur til að fremja þann glæp, sem ráðstjórnin er nú að gera. Útvarpað var á öldulengd- um rússneska útvarpsins og stilt svo til, að rússneskir hlustendur gætu ekki komist hjá að heyra að minsta kosti eitthvað af útvarpinu. Jónatan Hallvarðsson sakamáladómai’i. Agnar ivoloed-Hansen lögreglustjóri. Fjðrhagsáætlun Reykjavíkur Frumvarpið lagt fram í þassari viku "C* rumvarp til f járhagsáætl- unar fyrir Reykjavík, vei'ð- ur lagt fyrir bæjarstjórnarfund á fimtudaginn kemur. Er það seinna en vant er vegna þess, að Bæjarráð sá sjer ekki fært að ganga frá frumvarpinu fyrri en afgreiðslu ýmsra þingmála var lokið, er hefir áhrif á fjár- hag bæjarins. Mál þessi eru m. a. breytingar þær, sem þingið gerði á fram- færslulögunum, og hlutdeild bæjarins í tekjuskattinum, en feipdráttur var í þinginu um það mál, og óvíst um úrslit þess fyr en rjett fyrir þingslit. En niðurstaðan vai*ð að 12% við- bót tekjuskattsins hjeðan rynni til bæjarins. Breytingarnar á framfærslu- lögunum, er gerðar voru sam- kvæmt áliti milliþinganefndar í því máli, voru meðal annars þær, að bæjarsjóður fær meiri tryggingu en hann hafði áður fyrir því, að fá endurgreitt það, sem hann greiðir fyrir önnur sveitarfjelög. Þá er aukinn ráð- stöfunarrjettur framfærslu- stjórnar yfir styrkþegum til þess að þeir vinni. HINIR nýj'u embættismenn hjer í Reykjavík voru sett- ir í embættin í gær, Jónatan Hallvarðsson sakadómari og Agnar Kofoed-Hansen lögreglu- stjóri. Um starfsvjð þessara embætt- ismanna segir svo í lögunum: Sakadómari fer með opinber mál .og barnsfaðernismál, rann^ sókií þeirra fyrir dómi og utan dóms og dómsuppsögn, upp- kvaðning meðlagsúrskurða, íramkvæmd refsidóma, stjórn rannsóknarlögreglu og umsjón hegningarhússins. Lögreglustjóri fer með Iög- reglustjórn (nema rannsóknar- lögreglunnar), strandmál, út- Jendingaeftirlit, he.ilbrigðismál og útgáfu vegabrjefa. ★ Á síðasta þingi var einnig gerð sú breyting á lögum um lögreglumenn frá 19. júní 1933, að nú er það lagt eingöngu á vald ráðherra að ákveða hvort varalögregla skuli vera starf- andi í einhverju bæjarfjelagi og hversu fjölmenn þessi lögregla skuli vera. Greiðir ríkið allan kostn- að varalögreglunnar, þó ekki hærri upphæð en nemur 1/3 kostnaði afhinu reglulega lög- regluliði. Áður gat ráðherra komið upp varalögreglu „að fengnum tillögum bæjarstjórn- ar“ og greiddi ríkið þá alt að helmingi. þess kostnaðar, sem af aukningunni leiddi, en þó ekki yfir % kostnaðar af hinu reglulega lögregluliði. Sú breyting var einnig gerð nú, að þar sem ríkið kemur upp varalögreglu, er lögreglulið þess bæjarfjelags, fast lið og vara- lið, skylt að gegna lögreglu- störfum hvar á landinu sem er,, ef sjerstaklega stendur á og dómsmálaráðherra mælir svo fyrir. Hann ákveður þá, hver skuli stjórna liðinu. Þetta fyrirkomulag á lög- reglunni er vafalaust heppilegt hjer hjá okkur og með því hægt að komast af með færra lið en ella. Gera má ráð fyrir, að vara- lögreglusveit verði komið upp hjer í Reykjavík. Af því leiðir, að flytja má það lið og alt lög- reglulið bæjarins hvert á land sem er. Það gei^, vitanlega kom- ið fyrir atburðir út um land, sem" lögregla staðarins getur ekki við ráðið, en þá er heppi- legt að hafa til taks þjálfað lið, sem hægt er að senda á stað- inn, til þess að skakka leikinn. Sundhöllin. Að undanförnu hafa verið einkatímar fyrir konur í Sundhöllinni kl. 5—6 á mánudög- um og miðvikudögum. Nú er þetta breytt þannig, að karlmenn hafa líka leyfi til að koma í Sundhöll- ina á þessum tímum. Hufvudstadtsbladet í Helsing- fors flytur ávarp Norrænafje- lagsins viðvíkjandi Finnlands- söfnuninni á Islandi. FÚ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.