Morgunblaðið - 07.01.1940, Blaðsíða 6
«. MORGUNBLAÐIÐ
Siysavarnafjelag
íslands biður
um aðstoð
Morgunblaðið hefir verið beðið að birta eftir-
. ’i f\ farandi „Ávarp“.
ÞAÐ er ekkert land í heiminum eins háð hafinu
og ísland. Island er að vísu ekki eina ríkið,
sem er sævi girt á alla vegu, en hagur einsk-
Is lahds veltur eins fullkomlega á sjónum, auðæfum hans
og afli.
Viðskifti Islands við ájóinn eru eintómar andstæður. Hann er
lelsta sjálfstæðisvörn landsins og þó brýtur hann strendurnar. í heild
sinoi er hann samgönguhindrun, en stundum er hann samgöngubót.
,JIann fæðir okkur og klæð-
ir á auðæfum sínum, en seil-
ist annað kastið eftir lífi þeirra,
er björgina sækja, eða um hann
fara, Óg hann reynir að spilla dýr-
um vinnutækjum vorum. Vel að
gáð gefur hann okkur ekkert af
fúsum vilja, heldur kúga menn
SIl þau gæði og þægindi af hon-
um, sem úr honum fást og af hon-
um stafa.
Viðskifti íslendinga við sjóinn
er bæði sókn og vörn. Við þurfum
á auðæfum hans að halda og sækj-
nm eftir þeim. En ísland er svo
stórt og fáment í senn, að það má
engan mann missa, og svo fátækt,
að það má engum tækjum sínum
tapa, þó ekki sje nema um stund-
ar sakir. Þessu verðum vjer því
að verjast.
Ef margir menn ganga í fjöll,
Þá binda þeir á sig einn kaðal, til
þess að hver geti varið annan falli.
Aldrei ætti það að vera ljósara
én eínmítt nú, á þeírri vargöld
og vígold, sem yfir heiminn geng-
nr, að menn verði að verja sjálfa
sig og aðra afföllum. Allir vita
hvert kapp er lagt á að særðir
hermenn komist til heilsu aftur,
ekki eingöngu með það fyrir aug-
um að þeir geti farið til víga á
ný, heldur fyrst og fremst til þess,
að þeir geti orðið sjer og sínum
og ríkinu gagnlegir aftur, og
■styrjaldirnar sýna þó að mannslíf-
ið er ekki virt mikils nú á dögum.
Hjer hjá okkar vopnlausu og
víglausu þjóð er öðru máli að
gegna. Við metum líf manna meira
en alt annað, við viljum ekki iáta
senda íslenska menn á vígvellina,
og rikis sjálft hefir afsalað sjer
rjettinum til þess að taka líf þegn-
anna, jafnvel þó þeir hafi gerst
brotlegir við það og samþegna
síoa. Þegar íslenskt mat á manns-
lífínu er svona glögt ög hátt, þá
hlýtur það að vera, að það verður
að gera alt sem unt er til þess,
að þeir, sem leggja sig í hættu
fyrir þjóðarhaginn, geti bjargast
úr henni ef nokkur mannlegur
máttur eða nokkrir fjármunir eru
þess megnugir að orka það.
Slysavarnafjeiag Islands hefir
gert þetta starf að markmiði sínu.
Áfið sem Ieíð veitti björgunarskip
f jélagsins „Sæbjörg" 34 skipum og
bátum, með samtals 220 manna á-
höfnum, hjálp og aðstoð. Arið
sem leið er það í fyrsta sinni síð-
ustu áratugi, að ekkert vjelskip
og enginn vjelbátur hafa farist
úr verstöðvunum við Faxaflóa, en
þír hefir björgunarskipið einmitt
gáslu á vetrarvertíðinni, og má
eflaust að miklu leyti þakka henni,
að svo gæfulega hefir tekist. Það
er því engum blöðum um að fletta,
að það er hin brýnasta nauðsyn,
að halda uppi samskonar gæslu á
þessum slóðum á vetrarvertíð
þeirri, sem í hönd fer. Þar er þó
sá hængur á, að til þess brestur
Slysavarnafjelagið fje.
Fjelagið og þeir, sem sjóinn
stunda, eiga þetta undir skilningi
og góðfýsi almennings, því það er
á hans valdi að leysa þenna hnút.
íslendingar hafa altaf reynst fús-
ir til að leggja fje til allra góðra
mála, og hafa síðustu vikurnar
sýnt það glögglega, að þeir eru,
ef svo ber undir, viljugir til að
leggja að sjer.
Hver einasti maður á þessu
landi mun óska þess innilega, að
allir þeir — foreldrar, börn og
makar — sem eiga ástvini sína á
sjónum, megi heimta þá heila á
húfi í farsæla höfn, og öllum hlýt-
ur að vera um það hugað, að hin
fámenna þjóð vor missi engan nýt-
an þegn fyrir örlög fram.
Stjórn Slysavarnafjelagsins heit-
ir því á allar deildir fjelagsins
og alla góða íslendinga, að þeir
geri sitt til, að þessar óskir geti
ræst, með því eftir getu að leggja
sinn skerf til þess, að fjelagið geti
gert ift björgpnarskipið á þessari
vertíð, en til þess þarf alt að
tuttugu þúsund krónur.
Þetta er mikið fje, ef í einn stað
er komið, en lítið eitt skift í
marga staði. Vjer skulum minnast
hinna miklu slysa, þegar margir
menn-farast, því það er eins og
allir skilji rjett þá stundina, að
það er átakanlegt, en vjer skulum
líka hugsa til annars atviks, sem
er harla lítið átakanlegt, en hins
vegar mjög ánægjulegt, þó því
sje veitt lítil eftirtekt, vegna þess
hvað það, sem betnr fer, er al-
gengt. Það er stundin, þegar sjó-
menn skila sjer glaðir, heilir og
hraustir heim til sín, til þeirra,
sem eftir þeim vænta.
Vjer efumst ekki um að allir
vilji alt til vinna, að þurfa ekki
að glúpna fyrir vængjataki dauð-
ans, þegar þytur þess berst utan
af hafi, og vilji leggja fram alt,
sem þeir geta, til þess að sjómenn
nái allir með tölu heilir í höfn.
Þess vegna bíður nú Slysavarna-
fjelagið alla menn ásjár.
Stjórn Slysavarnafjelags íslands
Friðrik V. Ólafsson.
Magnús Sigurðsson.
Sigurjón A. Ólafsson.
Hafsteinn Bergþórsson.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Minningarorð um
Elínu Sigurðardóttur
Hinn 28. f. m. andaðist að
heimili sínu, Hvanneyri á
Stokkseyri, Elín Sigurðardóttir
húsfreyja. — Ella á Hvanneyri
var hún venjulega nefnd, af
þeim, sem hana þektu.
Eirin frægur höfundur hefir
sagt, að það sje æðsta og göf-
ugasta hlutverk hvers manns að
auka gleði meðbræðra sinni. í
því efni var Ella engin meðal-
manneskja, því að lífsgleði
hennar var svo óvenjuleg, að
það var hverjum manni andleg
hressing að vera með henni.
En það var ekki aðeins ljett
lund, upplífgandi umgengni og
frábær vinnugleði, sem vinir
hennar hafa að minnast heldur
og ekki síður hins, að í fjölda
ára þótti sjálfsagt á Stokkseyri
og jafnvel víðar að flýja til
Ellu, ef hjúkra þurfti sjúkum
eða vaka yfir þeim, eða, ef
einhver vandræði voru á heimili,
svo að leita þurfti verklegrar
hjálpar. Þetta var orðin svo rót-
gróin venja, að menn voru hætt
ir að veita því eftirtekt hvílíkt
starf hún inti af hendi í þessum
efnum. Og menn hafa ef til
vill tekið enn minna eftir því,
vegna þess, að hún ljet hjálpina
í tje af jafn fúsum vilja, hvort
sem um jendurgjald var )að
ræða eða ekki. Hún skrifaði
enga aktaskrift um dagana og
hún var frábitin því, að þiggja
hrós eða ytri virðingu.
Ella var einstæð kona og fáar
hennar líkar, enda sakna henn-
ar margir.
Hún var fædd 10. maí 1879
að Ystakoti í Landeyjum. Hún
ólst upp við þjálfun sveitavinn-
unnar, enda jafnan ljett um
sporið og fjörmanneskja til
vinnu með afbrigðum. Hún gift-
ist eftirlifandi manni sínum
Guðmundi Sigurðssyni 21. nóv.
1911. Börn áttu þau ekki á lífi,
en einn pilt ólu þau upp og er
hann heima.
Hún var jarðsungin þ. 8. þ.
m. að viðstöddum fjölda vina.
S. H.
Sunnudagur 7. janúar 1940„
Bóiius
lyflr ário 1934-38
verður greiddur af aðalumboði fjelagsins, firma
Þórður Sveinsson & Co., h.f., Reykjavík. Rjett til
þátttöku í bónus-greiðslunni hafa allir þeir, sem hafa
skírteini dagsett fyrir 1. október 1924 og með tölu-
setningu lægri en 80.000, þar að auki verður trygg-
ingin að hafa verið í gildi 31. desember 1938. Hafi
skírteini fallið til greiðslu á árinu 1939, er bónus
þegar greiddur. Skírteinunum og síðustu iðgjalds-
kvittunum verður að framvísa um leið og greiðsla
fer ffam.
Fyrir tryggingar, sem dagsettar eru eftir 1.
október 1924 og tölusett yfir 80.000, verður bónus
greiddur um leið og tryggingarfjárhæðin fellur í
gjalddaga.
Lfftryggingartjel. „Danmark“
LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR,
„Dauðinn nýtur lífsins“
Sýning í kvöld kl. 8.
Hljómsveit, undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch, aðstoðar
Yenjulegt leikhúsverð.
Aðgöngumiðar seldir eftih kl. 1 í dag.
Vísitala.
Samkvæmt lögum frá 5. þ. m. um breyting á
lögum nr. 10, 4. apríl 1939 um gengisskráningu
og ýmsar ráðstafanir í því sambandi, hefir
Kauplagsnefnd reiknað út vísitölu mánaðanna
nóv.—des. 1939, miðaða við að vísitala fram-
færslukostnaðar jan.—mars 1939 sje 100.
Reyndist hún vera 12% hærri.
VIÐSKIFTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ.
F. I. 1.
Fjelag íslenskra fðnrekanda
Almennur fundur verður haldinn á morgun, mánudag
8. jan., í Oddfellowhúsinu uppi kl. 3 e. h. Áríðandi að allir
fjelagsmenn mæti.
STJÓRNIN.
TRJESMIÐAFJELAG REYKJAVÍKUR.
Jólatrjeskemtun
verður haldin fyrir börn fjelagsmanna að Hótel
Borg miðvikudaginn 10. janúar 1940 kl. 5—10 síðd.
Dans fyrir fullorðna eftir kl. 11. Aðgöngumiðar fást
í skrifstofu fjelagsins í Kirkjuhvoli, Brynju og
versl. Jes Zimsen. Skemtinefndin.