Morgunblaðið - 07.01.1940, Blaðsíða 5
5
Reykjauíkurbrjef
; Sunnudagur 7. janúar 1940.
Útgef.: H.f. Árvakur, Reyklavlk.
Rltatjðrar:
Jön Kjartanaaoo,
Valtýr Stefánsaon (ábyr*t(ar».).
▲uglýsingrar: Árnl Óla.
Ritatjörn, auglýalngar og afgreltiala:
Austurstrœtl 8. — Siml 1600.
Ankriftargjald: kr. 3,00 á m&nuOl.
í lausasölu: 15 aura eintakiC,
25 aura aaeO Leabök.
Nýju embættin
AÐ er án efa rjett stefna, sem
mörknð er í hinum nýjn lög-
am um embættin í Reykjavík, að
aðskilja sjálfa löggæsluna frá
■dómarastarfinu í opinberum mál-
nm. í flestum menningarlöndum
eru þessi störf aðgreind.
Reykjavík er það stór bær og
íbæði störfin, löggæslan og dóm-
arastarfið í opinberum málum,
■orðin svo umfangsmikil, að full-
komlega tímabært er að skilja
íþau að. Störfin eru og sjálf í eðli
sínu ólík. Það samrýmist ekki
irjettarmeðvitund nótímans, að sá
maður, er liefir löggæsluna með
höndum, hafi einnig dómsvaldið.
Rjettur hins ákærða þykir ekki
: nægilega trygður með þeim hætti.
En af þessu leiðir einnig það,
að aðgreiningin á störfunum hefði
þurft að vera meiri, en lögin ráð-
gera. Samkvæmt hinum nýju lög-
om hefir sakadómari ekki aðeins
• dómsvald í öllum opinberum mál-
um, heldur er öll rannsókn mál-
anna í hans höndum. Þetta sam-
rýmist ekki þeim kröfum, sem í
öllum menningarlöndum eru gerð-
ar til rjettaröryggis þegnanna.
í»ar er rannsökn málanna og dóms-
vald algerlega aðgreint. Að þessu
ber einnig að stefna hjer og hafa-
Sjálfstæðismenn oft bent á þetta
undanfarið og krafist, að hjer
yrði skipaður opinber ákærandi.
Allir munu nú viðurkenna nauð-
syn þessa, en framkvæmdir hafa
hingað til strandað á því, að
breyting þessi hefir talsverðan
kostnað í för með sjer.
Það hefir talsvert verið um það
rætt manna á meðal og var einn-
ig á Alþingi, að óviðfeldið væri
að í sæti lögreglustjóra sitji mað-
ur, er ekki hafi lögfræðispróf. Og’
því verður ekki neitað, að þetta
«r óviðfeldið og ekki heppilegt.
I»ví að enda þótt dómarastarfið
sje ekki lengur í höndum lögreglu-
stjóra, geta vitanlega komið fyrir
— og koma altaf við og við fyr-
ir — atvik í starfi hans, sem gera
það nauðsynlegt, að hann sje lög-
fróður. Að vísu mun lögreglu-
stjóra ætlað að hafa lögfræðing
sem fulltrúa, en það er ekki heppi-
legt, að hann þurfi að leita til,
síns undirmanns í slíkum tilfell-
um. Hjer er oft um að ræða við-
kvæm, persónuleg mál og því nauð
synlegt, að lögreglustjóri þurfi
ekki leiðsögn annara, er skjótar
ákvarðanir þarf að taka.
'Hitt er vafalaust rjett, að það
er hagur fyrir lögregluna í henn-
ar daglega starfi, að hafa í þjón-
ustu sinni mann með þeirri ment-
un og þjálfun, er Agnar Kofoed-
Hansen hefir. En þekking hans og
atorka gat komið að fullum not-
um og betri, ef í sæti lögreglu-
stjóra hefði verið röskur maður
«160 lögfræðisprófi.
Þingið.
ftir 138 daga þinghald lauk
störfum Alþingis á föstudag.
Er það gamalt umræðuefni, að
breyta þurfi starfsháttum þingsins
svo þingtíminn verði styttri. Þing-
hald ódýrara. Tilraunir hafa ver-
ið gerðar í þessa átt, en ekki bor-
ið þann árangur sem skyldi.
I þetta sinn gerði fjárveitinga-
nefnd, sem kunnugt er, tilraun til
þess að taka upp forystu í þeim
efnum, sem allur almenningur mun
hafa talið mest aðkallandi, sparn-
að í opinberum rekstri. Meirihluta
þingmanna líkaði ekki sú aðferð
að setja saman í einn bálk ákvæði
er snerta óskyld mál, og því var
frumvarp fjárveitingarnefndar lið-
að sundur og' greinum þess skeytt
við viðeigandi lög eða frumvörp.
Bollaleggingar um afgreiðslu þessa
urðu til tafar. En sumt af tillög-
um nefndarinnar fekk ekki byr og
voru feldar. Alt fyrir það verður
að halda áfram því sem fyrir
fjárveitinganefnd vakti. Að auð-
velda störf þingsins og stytta
starfstíma þess, svo og að vinna
að sparnaði sem að gagni kemur
Þingið kemur aftur saman á sín-
um venjulega tíma, 15. febrúar.
Um afgreiðslu fjárlaga fyrir 1941
verður ekki að ræða snemma á ár-
inu 1940. Ýmsir álitu að þingmenn
myndu nú gera ráðstafanir til þess
að ekki þyrfti að kosta upp á
þinghald fyrstu mánuði ársins,
meira en komið er.' En margt get-
ur borið að sem til þingsins kasta
þarf að koma á slíkum tímum sem
nú, og því hefir þótt rjett að
frest'a ekki þingsamkomu fram yf-
ir venjulegan tíma.
Árangurinn.
ms merk mál voru afgreidd á
þinginu. T. d. breytingarnar
á framfærslumálunum, sem mjög
voru nauðsynlegar, og miða m. a.
í þá átt að koma meiri jöfnuði á
rjett og skyldur framfærsluhjer-
aða.
Þar kom líka ein af tillögum
fjárveitinganefndar, að vísu nokk-
uð breytt frá upprunalegu formi.
Þar segir svo:
Ríkisstjórnin skal, eftir tilnefn-
ing þriggja stærstu þingflokkanna,
skipa þriggja manna nefnd, er hafi
með höndum framkvæmdir og ráð-
stafanir til atvinnuaukningar und-
ir yfirstjórn ráðherra.
A nefnd þessi að gera tillögur
um og ráðstafa fje því, sem veitt
er á fjárlögum í þessu skyni.
Fjenu skal einkum varið til garð-
ræktar, hagnýtingar fiskúrgangs
til áburðar, þaratekju, framræslu,
fyrirhleðslu, lendingarbóta, eldi-
viðarvinslu, smíði smábáta, bygg-
ingu húsa úr innlendu efni, vega-
gerða og annara hagnýtra fram-
kvæmda, og til að stuðla að því
að atvinnulausu fólki verði komið
til starfa við framleiðsluvinnu.
Tollskráin.
in nýja tollskrá er mikill
lagabálkur, sem á að gera
alla tollheimtu auðveldari, tolla-
útreikning einfaldari, þegar burtu
eru feldir allir þeir viðaukar og
hundraðshluta-álagningar sem áð-
ur voru.
Yegna iðnaðarins og hins ó-
venjulega ástands í aðflutningum
voru skeytt nokkur bráðabirgða-
ákvæði við þessi lög. Þar segir
svo:
Frá gildistöku laga þessara og
til loka næsta reglulegs Alþingis
skal fjármálaráðuneytinu lieimilt
að endurgreiða iðnaðarmanni eða
iðjurekanda aðflutningsgjald eða
hluta aðflutningsgjalds af efni-
vöru, sem hann á fullnægjandi
liátt sannar fyrir ráðuneytinu, að
hann hafi notað til iðnaðarfram-
leiðslu sinnar, og hann sannar á
sama hátt, að beri liærra aðflutn-
ingsgjald að tiltölu en tilsvarandi
'unnin iðnaðarvara af erlendum
uppruna, sem flutt er til landsins.
Fjármálaráðherra skal heimilt
að láta innheimta aðflutningsgjald
í janúar 1940 á sama liátt og eftir
sömu lögum og reglum og þau
gjold voru innheimt eftir á árinu
1939.
Meðan alment eru greidd hækk-
uð farmgjöld vegna ófriðarins,
skal fjármálaráðherra heimilt, að
láta, eftir því sem við verður kom-
ið, draga frá almennum farmgjöld-
um frá erlendri höfn til Tslands
svo Jiáa hundraðsliluta, sem nem-
ur almennri hækkun farmgjalda
vegna ófriðarins.
Síldarverksmiðjurnar.
lafur Thors flutti á þinginu
frumvarp, er samþykt var
um stóraukin afköst síldarverk-
smiðjanna. Hafði áður verið á-
kveðið að auka Raufarhafnarverk-
smiðjuna um 2500 mála vinslu á
dag. En nú var ákveðið að hafa
þá viðbót helmingi meiri, og auka
afköst þessarar verksmiðju um
5000 mál á „sólarhring, en bæta
2500 málum við ríkisverksiniðj-
urnar á Siglufirði.
Þessi 7500 mála dagleg afköst
verksmiðjanna ættu í venjulegu
síldarári að gefa iitflutningsverð-
mæti er nemur 5 miljónum króna,
en mun meira , þegar verðlag er
hátt eða veiði mikil.
En undanfarin ár liefir það stór-
lega dregið úr síldarafurðum, að
verksmiðjurnar liafa ekki getað
tekið nægilega ört við aflanum og
unnið úr honum, þó sjerstaklega
liafi það verið bagalegt hve lítið
hefir verið liægt að leggja upp á
Raufarhöfn, þegar veiðin hefir
verið aðallega á austanverðu veiði-
svæðinu.
Önnur mál.
leiri mál, er þingið afgreiddi,
vekja eftirtekt. T. d. sú á-
kvörðun að 12% viðaukinn, sem
lagður hefir verið á tekjuskattinn,
skuli renna til viðkomandi bæjar-
fjelaga.
Margoft hafa Sjálfstæðismenn
bent á, að bæjarfjelögin þyrftu
að fá aðra tekjustofna en útsvör-
in ein, til þess að standast hinn
gífurlega framfærslulrostnað. En
þessu hefir ekki verið sint. Ut-
svarsinnheimtan aftur á móti tor-
velduð með því að hækka skatt-
ana til ríkisins.
Þó 12% tekjuskattsviðaukinn
liossi ekki hátt til þess að stand-
ast kostnað af fátækraframfæri
! hjer í Reykjavík, þá er rjett að
fagna því, að hjer er um stefnu-
breytingu að ræða, sem áreiðan-
lega mælist vel fyrir, enda er
þetta mál eitt af þeim sáttamál-
um er dró til stjórnarsamvinnu
flokkanna í vor.
Verkalýðsmálin. j
ó frumvarp Bjarna Snæbjörns
sonar um breytingar á skipu-
lagi verkalýðsfjelaganna næði ekki
fram að ganga á þessu þingi, þá
verður að telja víst, að það mál
sje leyst, þar eð samkomulag var
milli stjórnarflokkanna um að af-
greiða málið með rökstuddri dag-
skrá, er Hermahn Jónasson flutti.
En í dagskránni Vvar, sem kunn-
ugt er, tekið alt það fram sem
máli skifti í frumvarpinu, og þar
með fettgin um það yfirlýsing for-
sætisráðherrans, að samkomulag
væri um þessi atriði. Fyrir heil-
brigða þróun í atvinnumálum og
vinnufriðinu í landinu er þetta á-
kaflega mikils virði.
Aðalatriðið er þetta. Verkalýðs-
fjelögin fá að njóta sín án þess að
þau sjeu notuð sem pólitískt flot-
holt fyrir sjerstakan stjórnmála-
flokk. Af því leiðir að fjelögin
miða starfsemi sína við sína eigin
velferð og fjelagsmanna sinna, án
tillits til pólitískra hagsmuna, sem
þeim> er óviðkomandi.
í ölluip verkalýðsfjelagsskap á
landinu er vaknaður skilningur á
sameiginlegum hagsmunum at-
vinnurekenda og verkamanna. Með
því að leysa fjelögin úr læðingi
einhliða pólitískra áhrifa þá fær'
þessi skilningur að njóta sín, til
áframhaldandi velfarnaðar fyrir
atvinnulífið í landinu.
Merkasta málið.
n hvað sem sagt verður um
önnur mál þau er þingið af-
greiddi að þessu sinni, þá er eitt
víst, að sáttmáli flokkanna í kaup-
gjaldsmálunum er merkasta mál
hins nýafstaðna þings.
Það er altaf mikils virði fyrir
þjóðfjelagið að vinnufriður sje
trygður. En aldrei er eins hætt
við kaupdeilum og vinnustöðvun-
um og á verðbreytingatímum sem
nú, og aklrei verða vinnustöðvan-
ir til eins mikils tjóns og þá.
Hættan ein á vinnustöðvunum get-
ur á slíkum tíjnum dregið stór-
lega úr athöfnum manna og fram-
kvæmdum.
Með því að miða kaupgjald,
eins og nii er gert, við dýrtíðar-
vísitölu, er girt fyrir vinnustöðv-
anir. Slík sætt hefði aldrei kom-
ist á, nema fyrir forgöngu þjóð-
stjórnar. Fýrir þá eina lausn sjest
greinilega hve mikils virði slík
samvinna er fyrir þjóðfjelagið.
Það ánægjulegasta við lausn
þessa mál er það, að þó verðbreyt-
ingar, sem nú standa yfir, sjeu
| beinlínis til þess að örfa missætti
í kaupgjaldsmálum, þá sjá allir
aðilar hve samkomulagið er mik-
ils virði, og sætta sig við það.
Þj óðmin j asaf nið.
ú ákvörðun þingsins, að veita
heimild til að nota á árinu
45 þús. kr. til að koma Þjóðminja-
safninu á eldtryggan stað, mun
áreiðanlega mælast hvarvetna vel
fyrir, þó á sparnaðartímum sje.
Því allri eyðslu geigvænlegri væri
sú ,ef eldur grandaði þeim ómet-
anlegu verðmætum, sem Þjóðminja
safnið hefir að geyma.
Að vísu er það ekki nema bráða-
birgðalausn, að koma gripum Þjóð
minjasafnsins fyrir í húsakynnum
6. janúar
Þjóðleikhússins. En kunnugir telja,
að þar sje húsrúm svo mikið, er
eigi þurfi að notast fyrir leikstarf-
semi, að þar geti safnið sómt sjer
betur en á háalofti Landsbóka-
safnsins. Aðalatriðið er að vísu, að
koma safninu á öruggan stað. Því
heldur vildu menn horfa á eftir
því til geymslu í dimmum kjall-
ara, þar sem það er óhult, en að
hafa það lengur þar sem liugsan-
legt er að það fuðri upp á svip-
stundu.
Jón A. Hjaltalín.
Pann 21. mars næstk. eru liðin.
100 ár frá fæðingu Jóns A.
Hjaltalín skólastjóra. Hafa kenn-
arar Mentaskólans á Akureyri á-
kveðið að gangast fyrir því, að
minnast hins merka forstöðumanns
skólans með því að gera gangskör
að því að Minningarsjóður Hjalta-
líns verði nú aukinn að mun.
Sjóður þessi var stofnaður
skömmu eftir andlát IJjaltalíns
fyrir rúmlega 30 árum. En hann
hefir nú um alllangt slceið ekki
aukist nema að vöxtum. Hann er
rúmlega 3000 krónur.
Skipulagsskrá hefir ekki verið
samin fyrir sjóðinn. Nú vilja kenn-
arar skólans að sjóðurinn geti orð-
ið svo öflugur að úr honum megi
veita verðlaun fyrir sjálfstæðar
ritgerðir nemenda um sjálfvalið
efni á svipaðan hátt og verðlann
Gullpénnasjóðs við Mentaslrólann í
Reykjavík.
Væri æskilegt að þetta kæmist
í kring. Bæði yrði slík starfsemi
skólanum til gagns og minning
Hjaltalíns til sóma.
Á hættuslóðum.
amkvæmt lögum, er gefin vorn
út í haust, skömmu eftir að
styrjöklin braust út, er blöðum; ó-
heimilt að skýra nokkuð frá ferð-
um skipa er sigla til útlanda,
farmi þeirra, eða nokkru því er
þeim við kemur. Eru lög þessi
sniðin eftir samskonar lögurn ná-
grannaþjóðanna og mjög ströng.
Þögn blaðanna um skipaferðir
allar má á engan hátt skoðast sem
vottur þess, að almenningur hugsi
ekki til þeirra íslendinga sem
leggja líf sitt í liættu á sjónum
um þessar mundir. Yissulega finna
menn það og skilja hve mikið þeir
leggja í sölurnar fyrir þjóð sína
og heimili.
Ákveðið hefir verið, að togara-
sjómenn, er sigla með afla til út-
landa, fái dálitla upphæð hver
í erlendri mynt, af kaupi sínu i
hverri ferð, til þess að geta keypt
þar eitt og annað smávegis tíl
heimila sinna.
Nokkurt umtal hefir orðið um
það, hvernig móttölrur þeir fengju
með þenna varning sinn, er hing-
að kæmi, hjá tollvörslu og inn-
flutningsnefnd.
Mörgum finst eðlilegt, að sjó-
mennirnir fengju frjálsan innflutn-
ing á því sem þeir geta keypt £
hverri ferð, svo þeir freistuðust
aldrei til að fara í neina launkofa
með þetta smáræði.
Þetta væri einskonar vinargreiði
þjóðfjelagsins við þessa menn, sem
á þessum tímum, og raunar endra-
nær eru hermenn íslensku þjóðar-
innar.