Morgunblaðið - 29.02.1940, Side 4

Morgunblaðið - 29.02.1940, Side 4
A M 0 R G U N B L A ÐIÐ Fimtudagur 29. febrúar 1949 Margir gleðjast jrfir snjónum, því að þá kemur tækifærið fyrir unga og gamla að fara á skáði. Það er heilsusamleg og hressandi íþrótt. En til þess að hafa sem mesta ánægju af skíðaíþróttinni þarf all- ur útbúnaður að vera góður svo manni líði vel. En stór þáttur í vellíðan mannsins á skíðum er, að hann sje hæfilega saddur af góð- um og hollum mat. Við erfiði skíðagöngunnar brennir líkaminn miklu, miklu meiru en daglega, þegar t. d. maðurinn situr á skrif- stofustól. Þess vegna verður mat- arlystin meiri og þess heitfengari verður maður, þess hollari og nær- ingarmeiri matur sem borðaður er. Áður en farið er í skíðaferðina að morgni, er hollast að borða heitan hafragraut með rjóma- blandi. Á eftir er ágætt að borða steikt egg með rúgbrauði og smjöri, síðan te og glóðarbakað hveitibrauð. En hollara er og auð- yitað ódýrara að borða síld, heit- ar kartöflur og smjör, á eftir grautnum. Nú er maður vel saddur og Nú er skíðafærið að koma Gleymið ekki nestinu hlakkar til að koma út í hreina loftið á fjöllunum. En þótt maður sje vel á sig kominn þegar lagt er af stað verður lystin góð, eftir 3—4 klst. skíðagöngu. Verða menn þá oft ótrúlega svangir og er þá áríðandi að nestisbitinn sje sem bestur. Hentugast er að nestið sje smurt brauð með ofanáleggi. Hæfilegt nesti handa kvenmanni er 3-—4 heilar rúgbrauðsneiðar, en handa karlmanni 4—6 sneiðar. Best að smyrja ekki brauðið fyrr en sama morguninn sem fara á. Jeg tek hjer sem dæmi tvo nestispakka. ★ Óseytt rúgbrauð er skorið í frekar þunnar sneiðar, brauðið smurt með smjöri jafnt og vel út Ó rendurnar; sneiðanar ekki skorn ar sundur. Á eina sneið er sett reykt síld, sem hreinsuð er og skorin í ræmur; á aðra er látin rúllupylsa, kæfa eða annað kjöt sem til er; á þriðju eru sett harð- soðin egg, eða soðnar kartöflur skornar í sneiðar, með brúnuðum lauk, og á fjórðu sneiðina eru látnar þykkar ostsneiðar. Smjör- pappír, jafnstór sneiðunum er settur á milli og sneiðunum síðan raðað í bunka; þar utan um er vafið smjörpappír, síðast er marg- vafið venjulegum umbúðapappír og seglgarni bundið utan um. Hjer er svo uppástunga um annan nestispakka, sem er heldur íburðarmeiri. ★ Á fyrstu sneiðina er raðað harð- soðnum eggjasneiðum, beinlau3 síld er vafin innan í smjörpappír og lögð ofan á. Á aðra sneiðina er MIÐDEGISMATUR fyrir vikuna 29. febr.—6. mars. Fimtudagur: Soðin r eykt bjúgu með hrærðum kart- öflum. — Rabarbaragraut- ur og mjólk. Föstudagur: Steikt hrogn með sítrónu og kartöflum. Bláberjasúpa mi. tvíbökum. Laugardagur: Soðinn reykt- ur fiskur með kartöflum í jafningi. — Hrísgrjónavell- ingur. (Sjóðið svo mikið af vellingnum að það verði nóg í ábiætisr jettinn á sunnudaginn). — Kartöflu- súpa. Sunnudagur: Lamba- eða svínakótelettur með kart- öflum. — Hrísgrjónaábætir með rabarbarasultu. Mánudagur: Soðinn þorskur með kartöflum (sje ekki lifur er borðuð sítrónusósa með fiskinum). Það er keypt svo mikið af fiskin- um, að það sje nóg í fiski- deig til næsta dags, því fiskideigið verður ljúf- fengt, hafi sigið úr fiskin- um yfir nóttina. — Tómat- súpa með makkaroni (úr fiskisoðinu). Þriðjudagur: Steiktar fiski- bollur með kartöflum (auð- vitað er fiskideigið búið til heima). — Skyr og rjóma- bland. Miðvikudagur: Soðin hrogn með lauksósu (kaupið 1 —2 kg. og sjóðið það alt og hafið afganginn í föstu- dagsmatinn). — Áfahlaup með saftsðsu. Drengurinn á myndinni er í hentugum skíðafötum. Blússan er taeð rennilásum á vösum og er lokað með rennilás. Slík föfc er gott að sauma úr íslenskum fatadúk. Húfan er úr sama efni. — Konan á myndinní er í skinnfeápu, þeirrár tegundar, er skíðafeonur í Noregi og Alpafjöllum nota mikiðv og aaeð prjónahúfu 4 höfði, sem ver vel eyrun. Neðst er kventaska úr selakinni og nýtísku kvenskíða- akát. Fóðrið í sfeónum og tungan er úr selskinni. eitthvert salat. Best að útbúa salatið þannig, að það sje látið í smjörpappír, sneiðin lögð tvöföld saman, þá er hægt að hafa þetta efst í brauðpakkanum. Á þriðju sneiðina er soðið hangikjöt og hrærð egg eða ein lambakóteletta. Á fjórðu sneiðinni er steikt hrogn, eða steiktur fiskur, þar á er lögð sítrónusneið. Fimta sneiðin verður þá m6ð osti, sem er þykt skorinn. Auðvitað er mjög ljúffengt að hafa ofan á eina sneiðina reykt hrogn eða reyktan lax. Þegar fleiri én ein tegund er ofan á sneiðinni er gott að vefja smjörpappír alveg utan um hana. Brauðið verður miklu lystugra hafi maður hæfilega stóran blikk- kassa til að raða sneiðunum í; notast má þó við lítinn pappa- kassa. Jeg geri ráð fyrir rúg- brauði, en þess í stað mætti líka bafa heilhveitibrauð, en ekki venjulegt hveitibrauð. Sætabrauð á alls ekki að eiga sjer stað í nest- ispakka skíðafólks. Gott er að hafa mjólk eða kakao til drykkjar með brauðinu. Það er þýðingarmikið að allur sá matur, sem hafður er í nestið, sje ó- skemdur og að hrauðið sje vel smurt, þar með meina jeg að sneiðin sje ekki kámug í smjöri og að hún sje jafnþykk, og ofan- álegginu sje raðað fallega á hana, þannig að það nái aðeins út fyrir rendurnar. Sjálfsagt er að hafa hráar vel þvegnar gulrætur með, til að borða við þorsta og þeir sem geta horð- að sítrónu eins og hún kemur fyr- ir er það sjerstaklega svalandi og auðvitað holt. 1 rúgbrauðssneið inniheldur 100 hitaein. og 20 B-vitamin reiknað í alþ jóðaeiningum. 1 hveitibræuðssneið inniheldur 70 hitaein. og 6 B-vitamin reibn- að í alþjóðarciningum. Það er eftirtektarvert, hversu miklu hollara rúgbrauðið er en hveitibrauðið. 2 nneðal-gulrætur (180 gr.) iani- halda 80 bitaein. og 360 A-vita- min, 55 B-vitamin og 140 C-vita- min. 1 skamtur af hafrægraut inni- beldur 200 hitaein., 80 A-vitamin og 60 B-vitamin. Mjólk (2 dl.), sem venjulega er haft út á graut, inniheldur 130 hitaeiningar, 200 A-vitamin, 40 B- vitamin og 80 C-vitamin. Helga Sigurðaxdóttir. Fyrir iiáar stúlkur Brúnn ,,Jersy“-kjóll með ranðu skrauti. Þessi kjóll er sjerstaklega klæðilegur fyrir háar og grannar stúlkur. Hann er mjög fallegur í sniðinu og myndi einnig njóta sín úr einhverju öðru ullarefni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.