Alþýðublaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagur . 22. júní 1953 Alþýðublaðið 1 Leiðir allra, sem ætla &S kaupa eða selja BlL liggja til okkar BílasaSan Klapparstíg 37. Sími 19032 önnumst allskonar vatns- og hitalagnir. Hltalagnlr s.f. Símar: 33712 og 1289». Husnæðis- miðlunin, Vitastíg 8 A. Sími 16205. Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, el þér halið húsnæði til leigu eða el yður vantar húsnæði. KAUPUJM prjónatuskur og vað- málstuskur hæsta verðl. Álafoss, Þ4ngholtstræti 2. SKiNFáXi Klapparstíg 30 Sími 1-6484. Tökum raflagnir og breytingar á lögnum. Mótorviðgerðir og við geðir á öllum heimilis- tækjum. Aki Jakobsson •í Krislján Eiríksson hæstaréttar- og héraða dómslögmenn. Málílutningur, innheimta, samningagerðir, íasteigna og skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. SamúSarkort Slysavarnafélag íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa varnadeildum um land allt. I Reykjavík í Hanny^ðaverzl uninni í Bankastr. 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldórsdótt ur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 14897. Heitið á Slysavarnafé lagið. — Það bregst ekki. — fást hjá Happdrætti DAS, Vesturveri, sími 17757 — Veiðarfæraverzl. Verðanda, sími 13786 — Sjómannafé lagi Reykjavíkur, sími 11915 — Jónasi Bergmann, Háteigs vegi 52, sími 14784 — Bóka vorzl. Fróða, Leifsgötu 4, sími 12037 — Ólafi Jóhanns syni, Rauðagerði 15, sími 33090 — Nesbúð, Nesvegi 29 ----Guðm. Andréssyni gull smið, Laugavegl 50, sími 13709 — 1 Hafnarfirði í Póst eíffii 60207. áuo # 18-2-18 + Þsrvaldur árl árason, tidl. lögmannsskrifstopa SkóIavörSustig 38 c/o Pill fóh. Þorleilsson h.t- - Póslh.63t SUm> IUI* oi'lUÍ7 - Slmnetnii AU 150 börn Framhald af 2, síðu. frk. Mínerva Jónsdóttir, frú Matthildur Guðmundsdóttir og Svavar Guðmundsson. Hin árlega vorsýning félags- ins var að þessu sinni haldin £ Skáta'heimilinu 2. maí og vegna mikillar aðsóknar var hún endurtekin 4. maí. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Frú Sigríður Valgeirs- dóttir formaður og meðstjórn endur þeir Jón Þórarinsson, Guðmundur Sigmundsson, Svavar Guðmundsson og Sverr ir Sverrisson. Að aðalfundinum loknum sýndi Sverrir Sverris son mjög skemmtilegar þjóð- dansakvikmyndir og auk þess voru veitingar fram bornar Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaður Þorvaidur Lúðvíksson héraðsdómslögmaður Austurstræti 14 Sími 1 55 35 ^ # Arnesingar. Get bætt við mig verk- um. HILMÁR JÓN pípulagningam. Sími 63 — Selfossi. ,,mw 1 Kaffi 'brennt og malað daglega Molasykur (pólskur) Strásykur (Hvítur Guba sykur) Indriðabúð Þingholtsstræti 15. Sími 17283. Vasadagbókin Fæst í öllum Bóka- verzlunum. Verð kr. 30.00 'P J. IVIagnús Bjarnason: Hr. 119 Eiríkur Hansson Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. S s s s s s s s s •>-n fords er kona Alfonsó Picqu- arts, sagði Aðalheiður. — Eg óskaði með sjálfum mér, að Aðalheiður vildi fara að tala um eitthvað annað við frúna. — Þetta er yndisleg veðr- átta, sagði ég. — Já, elskulegt veður, sagði frú Patrik og starði á mig. Það var eins og hún kannaðist við röddina. — Elskulegt veður, en dálítið of heitt. Blessf mig! — En hvar býr herra Sandford núna? Er hann líka í Sydney? — Hann er dáinn, sagði Að- alheiður. Mig langaði til að biðja Að- alheiði að þegja. — Hvaða, hvaða, hvaða! — sagði frú Patrik og saup hveljur. — Er hann dáinn? — Er herra Sandford yfirlög- regluþjónn dáinn. Hann var óneitanlega góður maður á meðan hann lifði. — Já, hann var góður mað- ur, sagði Aðalheiður. — Svo' þú þekktir hann vel, sagði Patrik. — Nei, ég þekkti hann mjög lítið, — —■ sagði Aðalheiður, en maðurinn minn þekkti hann vel. Hann var svo gott sem fóstursonur herra Sandfords. Mig sárlangaði til að stökkva út um gluggann á vagninum. Og ég fann, að ég varð dreyr- rauður í framan. — Hvaða, hvaða, hvaða, sagði frú Patrik og stóð á önd- inni. Eg hélt að — herra Sand- ford — hefði engan — fóstur- son — átt. Og hún horfði á mig fast og lengi. Hún þóttist kannast við andlitið. •— Og þið eruð íslenzk? — sagði frú Patrik eftir nokkra þögn. — Já, sagði Aðalheiður. •— Og þið eruð hjón? — Já, sagði Aðalheiður og brosti. — Hvaða, hvaða, sagði frú Patrik, blessi mig. — Svo þið eruð hjón — sérlega ung hjón — vafalaust nýgift hjón. — Fyrir skömmu gift, sagði Aðalheiður. — Hvaða, hvaða! sagði frú Patrik og horfði á mig, og má ég spyrja, hvað maðurinn þinn heitir? •— Hansson, sagði Aðalheið- ur. Mér var ómögulegt að sitja lengur kyrr, — En ætla að biðja ykkur að fyrirgefa, þó að ég skilji við ykkur litla stund, sagði ég- — Hvert ælarðu? spurði Aðalheiður. — Fram í reykingavagninn, sagði ég. Aðalheiður leit á mig stór- um augum, því að hún hafði aldrei vitað til þess að ég reykti. Svo hneigði ég mig og fór og lofaði hamingjuna fyrir að komast burt. -— Hvaða, hvaða! sagði frú Patrik, þegar ég var að fara frá sætinu, — svo að maður- inn þinn heitir Ansinn, og þú ert þá frú Ansinn. — Hvaða, hvaða! — Maðurinn minn heitir Hansson, —• Eiríkur Hansson, sagðf Aðalheiður og brosti. — Hvaða, hvaðal sagði frú Patrik, — og heitir hann Æ- rokkur Ansinn, sagði frú Pat- rik, — hvaða, hvaða! En ég var kominn yfir í næsta vagn, þegar hún sagði það. j Aðalheiður brosti. — Eg þekkti einu sinni ís- lenzkan dreng, sem hét Æ- rokkur Ansinn! sagði frú Pat- rik, en ég kallaði hann æfin- lega Pat. Eg held nú, að mað- urinn þinn sé hann. — Það held ég sé ómögu- legt, sagði Aðalheiður. — Eg er alveg viss um það, sagði frú Patrik, blessi mig2 — ég veit það. Andlitið er þa<3 sama. Það er að sönnu fullorðins- legra, en samt er það andlitið á Pat. Góður dengur var Pat, — elskuverður drengur. Þú hefur eignazt þar góðan mann. Vertu honum góð, frú Ansinn^ vertu honum æfinlega góð. Eg vildi vera góð við Pat, ég ætl- aði að gjöra hann að syni mín- um, en heiniurinn smeygði séd inn á milli okkar og spillti' honum við mig. Heimurinn en vondur, frú Ansinn mín góð, hann er hræðilega vondur. — Kysstu Pat fyrir mig, kysstu; hann herra Ansinn, og bið þú hann að fyrirgefa mér, hafi ég einhverntíma verið hörð og ströng við hann. Eg ætla að verða komin yfir £ vegninn fyrir aftan, þegar hann kem- ur aftur. Eg fer af lestinni i Truró. Vertu: (3íg|l, ,frú Ajns- inn, og kysstu Pat fyrir mig. Mér var vel við Pat. Svo fór hún yfir £ næsta vagninn, og Aðalheiði sýndust tár vera í augum frúarinnar, þegar hún fór. Þegar ég kom aftur í sætið til Aðalheiðar, sagði hún mér, hvað frú Pat- rik hafði sagt. Sagði ég henni þá, hver þessi frú var, og lét hana vita allt um veru mína' hjá henni. Við dvöldum stutta stund í Winnipeg. En þar hitti ég þó Jón, vin minn, og þótti okkur mjög vænt um að finnast, og töluðum við margt um liðna daga — daga fræfcnleiks og: frama. Svo fórum við Aðalheiður. langt vestur á. sléttuna, og nam ég þar land. Þótti mönn- um ég hafa verið hdppinn í valinu. Eg lét byggja þar lítið hús um haustið. Næsta ár fengum við mikla og góða uppskeru, og enn meiri upp- skeru árið þar á eftir. Og okk- ur Aðalheiði blessaðist bú- skapurinn ágætlega. Að þrem- ur árum liðnum áttum við stórt og vandað íveruhús, og þá var jarðareign okkar orðin sex hundruð og fjörutíu ekr- ur af landi, í staðinn fyrir eitt hundrað og sextíu ekrur af landi, sem við byrjuðum með. Nágrannar okkar sögðu, að við værum velmegandi. Og ég fann, að það átti vel við mig að vera bóndi. Það er láka frjálslegasta og heiðarlegasta og blessunarríkasta staðah,. sem til er. Betur að seni flestir væru jarðyrkjumenn, og bændur, því að bændafólkið verður yfir höfuð hraustasta, bezta og sælasta fólkið á jörðinni, —- og það lifir lengsg í landinu, i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.