Morgunblaðið - 16.05.1940, Side 7

Morgunblaðið - 16.05.1940, Side 7
Fimtudttgur 16. maí 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Evðilegging stríðsins Bretar velja skotfæri f staO sykurs Sykur- og smjör- skamturínn mínkaður Myndin er frá Víborg í Finnlandi. Að ofan er hús, sem skotið hef- ir verið í rúst. Neðri myndin sýnir kirkju, sem hefir verið eyðilög'ó í loftárás. Orustnrnar í Belgín FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. manna á bak aftur, er talið að hann muni eins og í síðustu styrj- öld beygja suður á bóginn í Sambredalnum, sem er nokkru. austar, og sækja þaðan inn í Frakkland. Sje þessi tilgáta rjett verður nyrstu hersvéitunum, sem sækja fram á víglínunni frá Namur til Antwerpen, falið að halda áfram að ueyna að brjóta viðnám Belga í norður- og vesturhluta landsins á bak aftur. : MAAS-ORUSTAN Orustuua, sem háð er á víglínunni frá Namur til Antwerpen, er jþegar farið að kalla orustuna um Briissel. Lína þessi liggur í norð- vestur frá Namur um Gembleux, til Wavre, þaðan méðfram Dyle- ! fljótinu til Louvain og þaðan norður til Antwerpen. Víglína þessi er varin af belgiskum, frönskum og breskum hersveitum. Bresku hersveitirnar verja nyrsta vænginn hjá Antwerpen. I til- kynningu bresku herstjórnarinnar í gærkvöldi segir, að breskir lxer- | menn í Belgíu hafi átt harðar viðureignir við Þjóðverja í gær, og að ] Ahlaupum þýsku hersveitanna hafi verið hrundið. Frakkar virðast aftur á móti verja svæðið umhverfis Gembleux, -en sú borg er um 25 km. frá Namur. í hemaðartilkynningum, bæði Þjóðverja og Frakka, í gær, er vikið að ógurlegri skriðdrekaorustu tjá Gembleux og segjast báðir hafa borið hærra hlut. Þjóðverjar tilkyntu í gær, að þeir gætu ekki lengur litlð á Brussel sem óvíggirta borg. Þeir segja, að könnunarflugvjelar þeirra hafi sjeð herdeildir á járnbrautarstöðvum í borginni og sýni það, að hún sje notuð í þarfir hersins. Hjeðan af, segir í tilkynningu Þjóðverja, verða gerðar loftárásir á hernaðarlega mikilvæga staði í borginni, eftir því sem þurfa þykir. , Síðastliðinn föstudag hafði belgiska stjórnin beðið Bandaríkja- stjórn að tilkynna þýsku stjórninni að Briissel væri óvíggirt borg, og 'höfðu Þjóðverjar lofað að líta á hana sem slíka. KOMNIR TIL ANTWERPEN Sjeu hernaðaraðgerðir Þjóðverja í Belgíu bornar saman við hern- aðaraðgerðirnar í síðustu styrjöld, kemurxþ ljós sá munur, að víglína Þjóðverja er norðar að þessu sinni. í síðustu styrjöld sóttu þeir yfir Liege og Lóuvain til Briissel og fóru hvergi norður fyrir þessa línu. Hei^Belga, sem safnast hafði saman í Brússel, gat hörfað burtu þaðan áður en Þjóðverjar komu norður til Antwerpen. Þar varðist herinn frá því í ágúst þar til í október 1914. En nú sækja hesveitir þeirra samtímis að Brússel og Antwerpen og á alt svæðið þar á milli. Hersveitir þeirra virðast hafa verið komn- ar til Antwerpen í gær, því að miust er á þessa, borg bæði í hernaðar- tilkynningu Breta og í tilkynningu belgisku herstjórnarinnar. Eftir að Þjóðverjar liafa lókið herleiðangrinum í’ Hollandi, er hætt við að þeir hefji sókn að Antwerpen einnig að norðan. . Matvælaráðherra Bretk, Wool- ton lávarður, tilkynti í gær, að smjörskamturinn og sykur- skamturinn í Englandi myndi verða minkaður. Smjörskamturinn minkar úr 8 unzum í 4 unzur og sykurskamturinn úr 12 unzam í 8 unzur. Sykurskamtinn kefir orðið að minka vegna þess, að Bretar geta ekki lengur gert smjörkaup í Hol- landi og Danmörku. Woolton lávarður boðaði einnig, að svínakjötsskamturinn rnyndi verða minkaður innan skamms. ,Um sykurskömtunina sagði hann, að Englendingar myndu ekki verða í vafa um hvort þeir ættu heldur að velja sykur eða skotfæri. En að öðru leyti kvaðst hann ánægður yfir hve miklar matvælabirgðir væru til í Iandinu og bætti við, „að þótt við verðum fyrir loftárásum, þá skulum við þó fá mat“. Ræða Hollands- drotningar \ 7 ilhelmina Hollandsdrottning flutti ávarp á ensku í breska útvarpið í gærkveldi. Hún sagði, að Hollendingar hefðu jafnan vonað að hægt yrði að koma í veg fyrir, að stríðið breiddist út og hefðu hvað eftir annað boðist til að ljá krafta sína til að miðla málum milli óf riðaraðilanna, með því að koma á sambandi á milli þeirra. En þessar tilraunir virtust nú hafa verið unnar fyrir gýg. Drotningin sagði, að engin von væri um frið, fyr en starfsemi þeirra manna, sem bæru ábyrgð- ina á öllum hörmungunum, hefði verið stöðvuð. Hún sagði að þjóð sín, sem neydd hefði verið út í styrjöld, þrátt fyrir að hún hefði jafnan reynt að gæta hlutleysis, hefði verið sigruð á vopnaþingi af því, að við ofurefli var að etja. En siðferðislega hefði hún ekki ver- ið sigruð og verður ekki sgiruð, vegna þess að s/imviska hennar er hredn. Dagbók I. O. O. F. 5 = 1225168>/2 = 9. III Næturlæknir er í nótt, Alfreð Gíslason, Brávallagötu 22. Sími 3894. NæturvörSur er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. 80 ára er í dag Guðrún Magn- úsdóttir, kona Oddfreðs Oddsson- ar; nú til heimilis í Bröttugötu 3 B. — Dánardægur. Þann 13. þ. mán. andaðist á Þingeyri við Dýrafjörð merkiskonan Helga Samsonardótt- ir, ekkja Jóhannesar Ólafssonar, fyr alþingismanns. Hjónaefni. Á hvítasunnudag op- inberuðu trúlofxui sína ungfrú Rósá Gestsdóttir stúdenþ Ásvalla- götu 63, og Jónas Halldórsson sundkappi, Ásvallagötu 17. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berúðu trúlofun sína ungfrú Guð- finna Ólafsdóttir, Stóra-Knarar- nesi, Vatnslevsuströnd, og Guð- mundur I. Ágústsson, Laugaveg 42. — Spegillinn kemur út á morgun. Fulltrúafundur Þjóðræknisfje- lagsins verður haldinn að Hótel Borg kl. 4 í dag, þar sem m. a. verður rætt um móttöku þeirra Vestur-íslendinga, sem hingað hef- ir verið boðið í sumar. Sumir þeirra, eða þeir allir, eru væntan- legir hingað í næstu viku. Það er Þjóðræknisfjelagið sem: býður hingað Gunnari Björnssyni fyrv. ritstjóra og frú hans, en þeir Ás- mundur P. Jóhannsson og Árni Eggertsson verða hjer gestir Eim- skipafjelagsins. En ef Hjörtur Þórðarson kemur hingað, þá verð- ur hann gestur Háskólans. M.s. Hermóður annast um viku- tíma áætlunarferðir m.s. Fagra- ness. Samtíðin, maí-heftið, er komin út. Af hinu fjölbreytta efni rits- ins skal þetta nefnt; Úr ríki kvik- myndanna, ritgerð bvgð á viðtali við Bjarna, JónSson frá Galtafelli. Þeir vitru sögðu (umsagnir frægra manna). Skipulag bæja, eftir Þór Sandholt arkitekt. Merkir samtíð- armenn (æviágrip með myndum). Drengurinn litli, sem dó, niðurlag af sögu eftir Hans klaufa (þ. e. Harald Á. Sigurðsson leikara). Um léiguburð af fje og okur, eftir Pjetur Jakobsson (niðurl). Grein um sænska auðmaúninn Alfreð Nóbel, eftir Harland Manchester. Hin ,,heilögu“ sverð Japúná, eftir P. Montloin. Auk þess eru: skrítl- ur, bókafregnir og fjöldi smærri greina. Útvarpið í dag: 12.00 Pládegisútvarp. 19.30 Hljómplötur; Ljett ,lög. 19.45 Lesin dagskrá næsiu viku, 20.00 Frjettir. 20.25 Erinöi: UUarverkun ,og ull- arvinsla (Þorvaldur Árnason ullaramtsformaður). 20.50 Einleikur á fiðlu (Þórariun Guðmundsson) : Vors 'nat.an, eft ir Beethoven 21.05 Frá útlöndum. 21.25 Útvarpshljómsveitin : Lög úr óperunni „Dóttir herdeildar- innar“, eftir Donizetti. 21.45 Frjettir. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Reykja ness, Ölfuss og Flóapóstar, Hafn- arf j örður, Snæf ellsnesspóstur, Breiðafjarðarpóstur, Rangárvalla- sýslupóstur, Vestur- og Austur- Skaftafellssýslupóstar, Akranes, Borgarnes. Til Rvíkur; Mosfells- sveitar, Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar, Hafnarfjörð- ur, Laxfoss frá Vestmannaeyjum, Alcranes, Borgarnes, Dalasýslu- póstur, Ilúnavatnssýslupóstúr, Strandasýslupóstur, Austur-Barða- strandarsýslupóstur, Skagafjarðar- sýslupóstur. Japanar og nýíendtir Hoílendínga _____ • r,,1 Q ,ir Robert Craigie,. sendih. Breta í Tókíó, hafi farið á fund japanska utanríkismálaráð herrans og skýrt honum frá, að bresku stjórninni væri það á- hugamál að status quo (óbreytt ástand) hjeldist í Austur-Ind- landseyjum, og hún liti svo á, að her Hollendinga í nýlendum þeirra þar, væri fær um að vemda þær. Hann sagði að Bret- ar ætluðu engin afskifti að hafa af þessum nýlendum. Japanska stjórnin hafði fyrir sitt leyti, lýst yfir því nýlega, að henni væri það áhugamál, að ó- breytt ástand hjeldist í Austur- Indlandseyjum. Heimilisiðnaðarsýningunni sem átti að halda í sumar, verður frestað um óákveðinn tíma. Stjórn sambands íslenskra heimilisiðnaðarfjelaga. Elsku litla dóttir mín og systir okkar, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, andaðist að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 14. maí Fyrir ir.ína hönd og annara aðstandenda. Guðrún Árnadóttir. Jarðarför konunnar minnar, SOFFÍU MAGNÚSDÓTTUR, frá Holti, fer fram föstudaginn 17. maí kl. 10y2 f. hád. frá heimili hinnar látnu, Brunnstíg 8, Hafnarfirði. Jarðað verður að Útskálakirkju. Ingimundur Jónsson. Við þökkum vinsemd við fráfall og jarðarför föður okkar, GUÐMUNDAR JÓELSSONAR. Þórunn Guðmundsdóttir, Óskar og Sigurður Guðmundssynir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.