Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 2
M0RGUNBLA8I0 „Atígljóst að Þjóðverjar eru að knýja fram iírslít“ - segja Frakkar Miðvikudagur 12. júní 1940. Frakkar verj- ast fyrir sunn- an Marne - en París er nú að verða mannlaus borg ITILKYNNINGU frönsku herstjórnarinnar í gær- kvöldi segir, að orustur haldi áfram „af hinni mestu hörku á allri víglínunni, og að augljóst sje að Þjóðverjar ætli að knýja fram úrslit“. Frakkar hafa orðið að hörfa undan suður fyrir Marne fyrir austan París. En annars halda Þjóðverjar uppi jöfn- um höndum árásum bæði austan og vestan við borgina. • Breskur frjettaritari, sem var í París í gær, segir að nú loks megi sjá þess merki, að borgin er komin inn á ófriðarsvæðið. Allan daginn í gær hafi flóttamannastraumurinn haldið áfram út úr borginni, í strætisvögnum, bifreiðum, á hjólum og gangandi. ‘Á farartækjunum hefir mátt sjá háa staflá af þeim farangri, 'g'éin flóttamennirnir gátu tekið með sjer. Ffjettaritarinn segir, að götur sjeu auðar, og nokkur dapur- leiki yfir þeim mönnum, sem enn sjeu eftir í borginni. Erlendir sendiherrar eru allir fluttir þaðan nema sendiherra Bandaríkj- ánna, og flestir hinna erlendu blaðamanna. f>að er ekki kunnugt, hvert sjtórnarskrifstofurnar hafa verið fluttar frá París, en heyrst hefir, að þær sjeu í Tours, við Leiru- fljótið. öilum frönskum þegnum á aldrinum 17 ára og eldri hefir verið fyrirskipað að halda burtu úr París og umhverfi. En samt sem áður er tilkynt, að hernaðaryfirvöldin í borginni sjeu að láta reisa þar götuvirki. Einnig er verið að koma fyrir vjelbyssum á húsþökum o. s. frv. Hinn breski blaðamaður segir, að hann hafi vaknað í morg- un við það, að gult reykský færðist yfir borgina úr úthverfunum 'pg var það svo þjett, að ekki var hægt að sjá frá einni Signubrú, ýfir á þa næstu. Hjelt hann að hjer væri um að ræða reyk frá olíugeymum, sem sprengdir hefðu verið í loft upp. Fyrsti iólarhringuc Itala i striðinu Lofthernaður við Miðjarðarhafið Loftárásir á Libyu og Malta Italir missa 28 skip Katbátur stöðv- ar ameilska skipið Washington tit Utanríkismálaráðuneytið En í hersjtórnartilkynn- ingu Frakka í gærkveldi er það upplýst að Þjóðverjar reyni í skjóli reykskýs, sem þeir framleiða, að byggja brýr yfir Signu á milli borg anna Rouen og Vernon og koma skriðdrekum yfir fljótið á bátum. í tilkynn- ingunni segir, að Frakkar reyni sitt ítrasta til að hindra það, að Þjóðverjar komist suður yfir fljótið, en ekki er tekið fram hvort þeim hefir orðið ágengt. Fyrir austan París, segir í til- kynningunni, hafa Þjóðverjar haldið áfram hinum áköfu á- hlaupum sínum meðfram Ourcq fljótinu, en þeir hafa aðeins átt í höggi við bakliðssveitir, vegna (þess að mgeinherinn hafði íeng- ið skipun um að safnast sam- an í nýjar stöðvar fyrir sunnan Marne. , En ekkert er minst á hemað- araðstöðuna fyrir norðan París. Austar á víglínunni hjá Reims, halda Þjóðverjar áfram miklum árásum, en Frakkar gera sitt ítrasta til að hindra framsókn þeirra. Þjóðverjar sækja fram bæði austan og vest- an við Reims eftir tveimur döl- um, Ardre-dalnum og Vesle- dalnum og virðast vera að reyna að umkringja borgina á sama hátt og París. í orustu hjá Attigny, segj- ast Frakkar hafa hrundið þýskri árás. Og austast á víglínunni, hjá Meuse, þar sem Þjóðverjar eru að reyna að komast aftan að Maginot-ljnunni, miðar þeim ekkert áfram, að því er segir í herstjórnartilkynningu Frakka. Loftárás á líöfnina í Þrándheimi Breska flugmálaráðuneytið tilkynti í gærkvöldi: 1 iHugvielar breska strand- varnaliðsins gerðu í dag loftárás á höfnina í Þrándheim. Þrátt fyrir ákafa skothríð úr loftvarnabyssum tókst að hæfa 2 beitiskip og eitt flutninga. Einnig fjellu margar sprengjur í sjóinn á milli herskipanna. Tvær flugvjelar komu ekkl aftur. Fyr í gær hafði. ilugjnálaráðu neytið skýrt frá loftárás á tvo líugeyma og á olíuvinslustöð í Noregi. Bandaríkjunum tilkynti í gærkvöldi: Klukkan 5 í gærmorgun (10. júní), stöðvaði óþektur kafbátur ameríska skipið „Was- hington“, sem var á leiðinni með 1020 ameríska þegna og 570 manna áhöfn frá Lissabon til Galway í Irlandi. öllum ófrið- arþjóðum hafði verið tilkynt vun ferðir skipsins. Þegar skipið var stöðvað, var það á 42. gráðu 12. mín. norð- lægrar breiddar og 12. gráðu 50. mín. vestlægrar lengdar. Yf- irmaður kafbátsins skipaði á- höfn og farþegum að fara þeg- ar í stað í bátana, því að hann ætlaði að skjóta tundurskeyti á skipið eftir 10 mínútur. Það var ekki fyr en farþegar höfðu verið kallaðir á þilfar og ráðstafanir höfðu verið gerðár til að setja út björgunarbátana og að búið var að tilkynna með ljósmerkjum hvað eftir annað: „Amerískt skip“, „Amerískt skip“, að yfirmaður kafbátsins svaraði með ljósmerkjum: ,,-Jeg hjelt að þetta væri annað skip. Gjörið svo vel, haldið áfram ferð yðar“. Skipið hjelt síðan áfram og mætti nokkru síðar öðrum kaf- þát, sem ljet það óáreitt. Það er vakin athygli á því, að sikipið sigldi með fullum Ijósum og stóran amerískán fána mál- aðan á báðar hliðar. „Washington“ var sent sjer- staklega frá Bandaríkjunum til að flytja ameríska þegna frá Frakklandi og öðrum Evrópu- löndum, þ. á m. Englandi (það tekur þá í dag í Galway) vest- ur um haf. Rússar í Norður Evrópu Samgöngumálaráðherra Finna skýrði frá því í gær, að Salla-járnbrautin, sem Finnar tóku að sjer að gera með friðar- samningum við Rússa frá sænsku landamærunum til Salla á landamærum Rússlands, yrði lögð í ár. Hann sagði, að nauðsynlegt hráefni til að gera brautina, myndi koma frá Sovjet-Rúss-i landi. BRETAR tóku forustuna í styrjöldinni í Mið- jarðarhafinu, er hún var aðeins nokkurra klukkustunda gömul. I tilkynningu, sem birt var í Kairo í gær, segír, að breskar sprengjuflugvjelar hafi gert loftárás á flugvelli, herbækistöðvar og olíubirgða- stöðvar í Libyu og Austur-Afríku í býtið í gærmorgun. I tilkynningunni segir, að enda þótt flugvjelarnar hafi orðið fyrir nokkurri skothríð úr loftvarnabyssum og ít- alskar orustuflugvjelar hafi hafið sig á loft, þá virðist þó eins og komið hafi verið Itölum algerlega á óvart, og að árangurínn af loftárásunum hafi orðið mjög góður. Flugvjelarnar flugu yfir sótrt svæði í Líbyu og ítölsku Austur-Afríku og fóru á einum stað yfir Abyssiniu. Aðeins 3 flugvjela er saknað, segir í tilkynningunni. LOFTÁRÁS Á MALTA Fyrsta hernaðaraðgerðin af hálfu Itala var, að 10 ítalskar flugvjelar gerðu loftárás á eyna Malta um 5 leytið í gærmorg- un og síðan nokkrar árásir eftir það. En Bretar segja, að hejpi-^. aðarlegt tjón hafi verið lítið, en aftur á móti hafi nokkrir ó- breyttir borgarar farist og ein sprengja hafi hæft hermanna- spítala, sem var mannlaus. Hernaðaraðgerðir á sjó byrjuðu strax í fyrradag, er Musso- lini hafði flutt ræðu sína, með því að áhafnir á ítölskum skipum, sem, voru í höfn í Gibraltar, reyndu að sökkva skipum sínum. En breskir sjóliðar komu í veg fyrir þetta að nokkru leyti. því að það tókst að sigla 4 skipanna á land, eitt var ólaskað á floti, en eitt sökk. ------------------------------1 En ítalir mistu fyrsta sólar- i hringinn samtals 28 skip, þar af voru 10 í höfnum í breska heims veldinu, 14 hafa Bretar náð á sitt vald, en 3 var sökt af áhöfn- um skipanna, „eftir bestu þýskri fyrirmynd“, eins og það var orðað, er frá þessu var skýrt í breska þinginu í gær. 28. skipið „Umbria“ tóku bresk herskip í Rauðahafinu en það var á leið til Abyssiniu, með 5 þús. sprengjur og önnur her- gögn til ítalska hersins þar. Þannig hafa ítalir fengið að sjá strax fyrsta daginn mátt breska flotans, segir í fregn frá London. Breski flotinn hefir lagt tund- urduflum í Adríahafi, fyrir fram- an höfnina í Fiume, og meðfram Albaníuströndinni, einnig við „hæl“ og „tá“ Ítalíu, ennfremur ,við strendur Libyu og við eyjuna Rhodos í Grikklandshafi, en Rho- dos er í Dodecanese-eyjaklasanum, sem eru ítalskar. Fyrsta herstjórnartilkynning ít- ala, sem gefin var út í gær, skýrir aðeins frá því, að Mussolini hafi tekið við yfistjórn alls ítalska liersins, og að Badoglio vei'ði að- stoðarmaðnr hans. En foringi ít- alska herforingjaráðsins verður Graziani. Ciano greifi hefir lagt niður Hvað er að ger- ast f nágranna- rlkjum Itala? ■F'vrátt fyrir að bresku flugvjel- ^ arnar, sem gerðu árásina á Libyu í gærmorgun, hafi komið frá Egyptalandi, þá líta ítalir enn svo á, að þeir eigi ekki í styrjöld við Egyptaland. Frá því var skýrt í fregn frá Þýskalandi í gærkvöldi, að ítalski sendiherrann í Kairo hafi fengið fyrirmæli um að vera þar um kyrt. Egyptar hafa heldur ekki, að svo stöddu, sagt, ítölum stríð á hendur. En miklar bollaleggingar . eru, eins og eðlilegt er, um það, hver afstaða þjóðanna við austanvert Miðjarðarhaf muni verði, og ekki síður hvar hinn öflugi her Bandamanna í Litlu-Asíu (Palestínu og Sýrlandij muni hefja herri- aðaraðgerðir. Undanfarið hefir verið náín saip- vinna milli yfirherstjórnar Banda- FRAMH. A SJÖUNDU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.