Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 8
0 jPtorjgtttjMaSift Miðvikudagur 12. júní 1940., <}€&&ruv&l TVÖ HERBERGI í sumarbústað, eða á sveitaheim ili ekki mjög langt frá bænum, óskast um hálfsmánaðartíma. Upplýsingar í síma 5293. (tSuyu&ytwr ORGEL TIL SÖLU. Fornsalan, Kirkjustræti 4. ÓDÝRAR PLÖNTUR Plöntusalan Hverfisgötu 71. — Selt frá kl. 7—9. NOKKRIR POKAR af ágætum kartöflum verða seldir með tækifærisverði á af- greiðslu Ríkisskips frá kl. 10—4 í dag. MEÐALAGLÖS OG FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. HARÐFISKSALAN Irvergötu, selur góðar og ódýr- ar kartöflur, og saltfisk. Sími 3448. -•* - — — DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. jGuðmundsson, klæðskeri. — JKirkjuhvoli. KAUPUM FLÖSKUR Irtórar og smáar, whiskypela, glös ®g bóndósir. Flöskubúðin, JJergstaðástræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. SLYSAVARNAFJELAG ISLANDS aelur minningarspjöld. — Skrif- stofa í Hafnarhúsinu við Geirs- götu. Sími 4897. '&i£itynningtu? FORÐUM 1 ll.OSAI'ORTI. Síðasta sýning. HREINGERNLNGAR Pantið I tíma. Guðni og &eá- Inn. Sími 6571. SMURT BRAUÐ fyrir sterri eg minni vaialar. Matstofan Brytinn, Hafnar- ■tnetf 17. Þeir, sera þurfa að ná til blaðlesenda í sveitum Iandsins og smærri kauptúnum, auglýsa í ísaSold off Verði. PORÐUM í FLOSAPORTI. Síðasta sýningr. Fylgist með frá byrjun: ÍO. dagur Búðarfólkið Eitir VICKl BAUM „Grænt fer beínlínís dásamlega við hið rauða hár frúarinnar“, sagði fröken Chalon. „Kveljið mig ekki, jeg er nægi- lega óstyrk samt“, sagði frú Thorpe í kvörtunartón. „Jeg get ekki þolað þennan lit“. Fröken Chalon gaf Lillian merki og hún sveif burtu. „Bíðið þjer dálítið“, hrópaði frú Thorpe á eftir henni. „Þjer vitið ekki hið minsta um hvað það er, sem jeg vil fá. Hafíð þið ekk- ert, sem fer sjerstaklega vel í hitabeltinu, hvöldkjóla, sem hæfðu á Hawaii eða eitthvað svoleiðis?“ „Þann korngula“, hrópaði frök- en Chalon eins og hún hefði feng- ið guðlega opinberun. „Fröken Smith, sýnið þjer þann korngula, hann er ljómandi, bein- línis hrífandi, alveg heillandi . . .“ Lillian heyrði vaðal frökenarinnar meðan hún klæddi sig á ný. Það voru stöðug slagorð og fleðulæti. Af einhverri ástæðu var altaf molluheitt í þessu klæðaherbergi, ef til vill var það vegna þess, að gamla saumakonan þjáðist af lang varandi ofkælingu. Þjettar svitaperlur spruttu út úr enni Lillian og hún sneri nem- unum fram og aft^ir 'rneðari hún klæddi sig í gula kveldkjólinn. Að ofan var hann í margföldum fellingum, en neðri hluti hans var margra metra víður. Þegar Lillian var alklædd, var hár hennar ekki í samræmi við kjólinn. Hrin tók því fram greiðu sína og greiddi sjer og púðraði hið þvala enni sitt. „Hvað eruð þjer að þvælast svona lengi? Frúin verður óþolin- móð“, saígði fröken Chalon hvat- skeytlega og rak nefið inn úr gættinni. „Jeg kem, jeg er enginn töfra- imaður“, svaraði Lillian önug. Hún liafði á hverjum degi alt frá upphafi revnt að. koma sjer í mjúkinn hjá deildarstýrunni, en samt sem áður versnaði samkomn- lagið með hverjum degi, sem leið. „Standið þjer nú ekki fyrir“, hrópaði hún æf til nernans, sem stóð við dyrnar. Það lá við að hún gengi yfir þennan sakleysingja, sem á vegi hennar varð, undraudi yfir þessum ósköpum. En þrátt fyrir alt brosti hún sínu fegursta klæðabrúðnbrosi, þegar hún stóð augliti til auglitis við frú Thorpe. „Jæja“, sagði deildarstýran hróðug, þegar Lillian sveif fram og til baka og lyfti kjólföldunum upp í ljettu dansspori um gólfið. „Ekki svo fráleitt“, ^agði frú Thorpe eftir nokkra þögn. „Ekki svo fráleitt, frú mín — mjer flýg- nr í hug tunglskin á Hawaii — við höfum líka korngult. slör og litla húfa í stíl við hann — ef að þjer gengnð nm þilfarið að kveld- lagi“. , Fröken Chalon þekti viðskifta- menn sína. Dálitla stund færðist friður og rósemd yfir frú Thorpe, hið harða andlit hennar mildaðist, „Getið. þjer ekki staðið kyrrar nokkurntímann ?“ spurði hún ó- þolinmóð. Lillian staðnæmdist undir eins og sneri baki að frúnni, en til þess að firta hana ekki ,sneri hún höfð inu og brosti sínu blíðasta brúðu- brosi yfir öxl sjer til hennar. Ungi maðurinn virtist. hafa rankað við sjer. Hann sat nú upp- •rjettur og reykti ekki lengur. Lillian fyrirleit hann eins innjlega og stúlka, sem, enn hefir ekki sel-t sig, getur fyrirlitið þann, setn hef- ir selt- sig. Alt í einu'sá hún að hann kipr- aði annað augað og það skein í fallegar tennur hans. Þetta var ó- skammfeilið atferli og það bak við frú Thorpe. Lillian horfði steinhissa á liann. Hún var ýmsu vön, en svona frekja — það gekk fram af henni. Nú tók ungi maðurinn brjefkort upp og ljet það falla niður á milli púðanna, þar sem hann sat. Hann Ijet. liana fá heimilisfang sitt. Lillian fór að ganga fram og til baka, henni lá við að springa úr hlátri. „Standið þjer kyrrar einhvern- tímann“, sagði frú Thorpe í bjóð- andi tón. „Komið þjer hingað“. Hún gekk ljettum skrefum yf- ir til frúarinnar. Hún var í raun rjettri aumkv- unárleg ásýndum þegar komið var nær henni. Skyndilega blossaði það hatur upp í Lillian, sem hitn stundum fann til gagnvart viðskiftamönn- unum. Hún fann sinn íturvaxna, fjaðurmagnaða og ljetta líkama í þessum kjól. Það væri synd að færa þetta gamla, luralega ferlíki í hann. Lillian varð æ heitara í hamsi, því lengur sem hún stóð þarna eins og einhver hlutur, sem eigi væri gæddur mannlegum kendum. Fröken Chalon og frú Thorpe sigldu í kring um hana, þukluðu hana eða öllu heldur kjól- inn og ræddust við um kaupin. „Það þyrfti að stytta hann“, sagði frú Thorpe. „Já, það myndi gefa honum meiri svip“, svaraði fröken Chal- on. Rjett í þessu fann Lillian tiíi stingandi sársauka á beru baki. sínu. „Æ!“ hrópaði hún og sneri sjer við. „Hvað er að?“ spurði fröken Chalon í ásökunartón. „Jeg veit það ekki, afsakið“» tautaði Lillian. Hún strank með tveim fingrum yfir hinn auma stað og fingur hennar blóðguðust. Alt í einu æpti frú Thorpe upp: „Hringurinn minn, hringurimi minn, hvar er hann?“ Ungi maðurinn hafði risið á. fætur um leið og Lillian leit 4 fingur sjer. Hann laut niður og losaði hringinn, sem fests hafði í fellingum kjólsins. Þetta var dýrmætur hringur- með slípuðum, ferköntuðum gim- stein í umgerð úr smá demöntum. „Hjerna er hringurinn ]>inn, kæra mín“, sagði hann smeðjnlega^ og setti hann á hönd frú Thorpe_ „Þarna sjáið þjer, hvað jeg 'hefí. lagt af“, hrópaði hún sigri hrós- andi, „jafnvel hringurinn minu. er orðinn of víður á mig“. Húm hjelt hendinni upp a# nefinu á unga manninum til sönnunar málí sínu. Það var hvít, rengluleg hendi með löngum, oddmjóum nöglum. Hringurinn hólkaðist á fingrin- um á henni. Ungi maðurinn hugs- aði um það dálitla stund, hvers nú væri vænst af honum, svo hneigði hann sig og kysti höndt frúarinnar. „Þessir Evrópumenn, eru þeir ekki dásamlegir?“ sagði| hún upp með sjer og leit hróðug til fröken Chalon, sem var frá París. Um Lillian skeytti enginn. Ef til vill hefði ekkert af því, sem seinna varð, orðið, ef frú Thorpe hefði beðið Lillian afsökunar á. rispunni, sem hún hafði með hring sínum sært hana, og sem blóðið lak nú úr í smádropum með dá- litlum sviða. En hún gerði það ekki. Ef til vill bar hún ekki skyn. á, að klæðabrúður eru lifandi ver- ur, sem eiga sínar þrár og þján- ingar og geta búið yfír .reiði, hatri og ást. Framh. 5 mínútna krossgáta Lárjett: 1. þýska leynilögreglan. 6. fraus. 7. efni. 9. mergð. 11. örlítill þungi. 12. einkenni á fiskiskipnm. 13. elska. 15. stórt herbergi. 16. kona. 18. sigurför. Lóðr jett: 1. Þjóðverja. 2. kúlulegur. 3. kaðall. 4. ekkert undanskilið ef. 5. hljóðfærið. 8. beita. 10. trylla. 14. kl. 3 e. b. 15. henda. 17. titilL. GnExT nvt&íciLvrJiGffinju. t > Hermaður kom upp í strætis- vagn, sem var yfirfullur af fólki, segir danskt blað. Hermað- urinn sneri sjer að næsta manni, tók upp einhvern hlut úr vasa sín- um og sagði: — Þetta er hættulegur hlutur. . . Ef að þessi öryggistappi væri ekki í þessari sprengju, myndi strætisvagninn springa í loft upp. — En alt í einu þagnaði hann skyndilega og sagði undrandi; — Hvað hefir annars orðið af öryggistappanum ? Þegar strætisvagninn stöðvaðist næst flýttu allir sjer út nema her- maðnrinn, sem nú fjekk sæti í vagninum! ★ — Jón hefir verið með ólækn- andi kvef í síðustu þrjú ár. — Aumingja maðurinn. Veit hann ekki, að koníak er örugt meðal við kvefi? — Jú, það er nú gallinn! ★ Sumir menn eru á móti einræði eingöngu vegna' þess, að þeir geta ekki sjálfir orðið einræðisherrar. (Leslie.) ★ Feitari hlutinn af Gög og Gokke, Oliver Hardy, gekk nýlega í heilagt hjónaband. Kona hans heitir Virginia Jones og er frá Kaliforníu. ★ Signor Gayda, ritstjóri „Gior- nale d’Italia, hefír verið kallaður málpípa Mussolinis, þar sem hann þykir túlka skoðanir og fyrirætl- anir U duce. Talið er að Gayda skrifi 300.000 orð á ári um utan- ríkismál. ★ Einasta ráðið til að komast hjá freistingum, er að láta undaii þeim. Oscar Wilde. ★ A unga aldri var söngvaranafn hins heimsfræga tenorsöngvara Benjamino Gigli, Benjamino Rose. Ættarnafn hans er Gigli, sem þýð- ir lilja. ★ — Hann eyddi allri sinni orku í að berjast fyrir frelsinu. — Nú, og hvað svo? — Svo var hann handtekinn ★ Vegna ófriðarins hefir sala al- menningsbílsins í Þýskalandi næst um stöðvast. Hefir nú verið tekið það ráð, að selja þessa almenn- ingsbfla á erlendum markaði. — Hefir þú leikið þenna ástar- söng þinn opinberlega 1 — Nei. — Nú, hvernig hefir þú þá slas- ast svona á liöfðinu? ★ Þrátt fyrir ófriðinn voru til skamms tíma stúdentar frá 14 þjóðum innritaðir við Sorbonne- háskóla. Þar á meðal var 72 ára gamall amerískur lögfræðingur, sem stundaði námi við háskólann ásamt konu sinni og dóttur. ★ í kvöldverðarveislu vildi það til, að þegar þjónustustúlkan kom inn með steikina, misti hún hana á gólfið í augsýn allra gestanna. Húsmóðirin Ijet sjer hvergi bregða, heldur sagði við stúlkuna: — Farið með þessa steik út og komið inn aftur með hina steik- ina! Stúlkan skildi bendinguna, fór út í eldhús og kom að vörmu spori aftur —• vitanlega með sama kjötið. ★ Hann: — Það er eðli kven- mannsins að mótmæla. Kvenfólkið getur ekki stilt sig um að bera á móti öllu mögulegu. Hún: — Hvaða bansett vitleysa. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.