Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. júní 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Hitler-reglan fyrir Evrúpu Amerískur frjettaritari í Berlín símar, að almenningur þar sje sannfærður um, að friður sje í nánd, eða a. m. k. að hernaðar- aðgerðum sje að yerða lokið í Ev- rópu. Þeir tala uœ að friður sje „við næsta götuhom“. En þegar friður sjé kominn á, þá muni Þjóðverjar taka förust- Una um það, að skapa nýtt skiþu- lag í Evrópu. Blaðamaðurinn vitn- ar í grein, sem birtist í Berlínar- blaðinu „Deutsche Allgemeine Zeitung“ í gær, undir fyrirsögn- inni „Hitler-reglan — Monroe- reglan“, til þess að sýna hvers- konar friður þetta muni verða. í greininni er rætt um, að eftir stríðið muni verða kept að því að gera Evrópu að einni viðskifta- legri heild. Öll framleiðsla verður undir eftirliti ríkisváldsins í hverju landi, á sama hátt og átt hefir sjer stað í Þýskalandi Hitl- ers. Hitler hefir rjett til að knýja fram þéfta skipulag með tilliti til þess, hversu vel það hefir gefist í Þýskalandi, segir í greininni. Til þess að jafna reikningana milli hinna einstöku ríkja í álf- unni, er gert ráð fyrir að stofn- aður verði einhverskonar alþjóða- banki. Ríkjasamband Evrópu mun reka viðskifti við aðrar heimsálfur á ^afnrjettisgrundvelli, en það mun ekki leyfa, að þessar heimsálfur þlandi sjer í málefni Evrópu, frekar en Evrópa blandi sjer í þeirra málefni. f þessu sambandi er talað um Hitler-reglu á sama hátt og Ameríku-ríkin hafa sett hjá sjer Monroe-regluna. Stríð í Mið- jarðarhafi PRAMH. AP ANMTARI SÍÐU. utanríkismálaráðherraembætti sitt og gerst majór í ítalska flughern- um. Nokkur hjeruð í Ítalíu" hafa verið lýst hemaðarsvæði, þ. á. m. Piedmtint, á landamærum Frakk- lands, og nokkur hjeruð á vektur- ■ströndinni, einnig Sikiley og Sar- (dinia. Italir hafa tilkynt, að þeir muni heyja stríðið eftir alþjóðareglum og fylgja öllum reglum um mann- úð, ef óvinirnir brjóta ekki þess- nr reglur. f London voru í gær birtav nokkrar tölur um herstyrk ítala. Var talið að þeir hefðu yfir að ráða 75—80 herfylkjum (division- nm), eða ca. 1% miljón manna. En Bretar gera lítið úr hermensku ítala, þótt þeir geri ráð fyrir að vænta megi, að meira verði úr þessum her undir stjórn Þjóð- verja. Þeir segja, að ítalir eigi öflugan flugflota og all-öflugan herskipaflota. Og þeir vara við því, að gera lítið úr flotanuni, því að þótt ítalir hafi verið þekt- ir fyrir að „sjóða niður“ herskip sín í síðasta stríði, þá megi búast við að Þjóðverjum takist að gera meira úr flota þeirra nú. Kaupstefnan í Lyon Kaupstefnunni í Lyon á þessú ári er nýlega lokið. Þrátt fyrir hinar óvenjulegu aðstæður, hefir hún gengið að óskum. Þátttaka hefir verið mikil, kaupendur margir og mikilvægar sölur farið fram. Þótt iðnaður landsins hafi að mjög- miklu leyti verið tekinn í þjónustu hernaðarins, hafa þátt- takendur frá hinum ýmsu iðn- greinum farið fram úr 70 af hundraði af því, sem þeir voru 1939. Vegna hins breytta viðhorfs, var erlend þátttaka ekki eins mikil og áður. Þó höfðu mörg erlend ríki sýningar, svo sem Belgía, Stóra-Bretland, Holland, Portúgal, Svíþjóð, Sviss og Júgóslavía, og þótti mikið til þeirra koma. Þáttur fröpsku ný- lendanna- (Algier, Austurjnd- land. Madagáscar, Marocco, Tunis, Afríka) vakti mikla at- hygli. Kupendur fjölmentu frá Frakklandi og útlöndum, sjer- staklega frá Belgíu, Stóra-> Bretlandi, Hollandi, Egypta- landi. Spáni, Svisslandi, Mið.- Evrópu, Sýrlandi og Norður- Afríku. Tala þeirra var nokkru lægri en 1939 en jafh-há og 1938. Árangurinn ag kaupstefnunni varð eftir atvikum ágætur. Söl ur voru það miklar að hagnað- ur af þátttökunni fyrir alla er öruggur. Nágrannaríki Itala PRAMH. AF ANNARI SÍÐU. manna í Litlu-Asíu og- ýfirher- stjórnar Tyrklands. En Tjrrkir eru ekki skuldbundn- ir til að hjálpa Bandamönnum, nema að jafnvæginu verði raskað í austanverðu Miðjarðarhafi eða að ráðist vérði á Rúmeníú eða Grikkland. Inenu, forseti Tyrklands, var ekki í Ankara, þegar Mussolini sagði Bretum og Frökkum stríð á hendirr. En hann var væntanlegur þangað* í gærkvöldi. Fregnir frá London í gær .hermdu, að nokkur hervæðing myndi verða fyrirskipuð í Tyrk- landi í dag. I fregn frá Belgrad i gær segir, að landamæri Júgóslafíu og Alb- aníu sje lokað. En annars var alt rólegt á landamærunum ■ Ungverska blaðið „Pesler Llovd“ skrifar í gær, að utanríkismála- stefna Ungverja hafi jafnan verið bygð á vináttu við Þýskland og Ítalíu og hið nýja viðhorf breyti engu í þessu efni. Afstaða Ungverja skiftir nokkru máli, því að ef Bálkanríkin skýldu dragast inn í styrjöldina, þá er gert ráð fyrir að Þjóðverjar múni krefjast þess, að fá að flytja her yfir Ungverjaland til þess að komast að Riimeníu. Rúmenar liafa liaft hátt, á aðra miljón manna undir vopnum nú um nokkurt skeið. Dagbók B 3x3—203040612! Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. 85 ára er í dag Einar Guð- mundsson, Vesturgötu 53 B. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Ágústa Sigurðardóttir og Geir Magnússon legsteinasmiður, Flóka- götu 9. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Þórunn Benja- mínsdóttir Ög Jens Konráðsson. Heimili ungú hjónanna er á Öldu- götu 47. Hjúskapur. S.L laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Katrín Smári og Ypgvi Pálsson. Heimili þeirra ,er á Öldugötu 5- Knattspyrnumót H. fl. Úrslita- leikir fvrri umferðar fóru fram í gær og fóru leikar svo að Valur vann Pram með 1 márkí gegn 0 og K. R. vánn Víking með 3:0. Valur hefir beSta útkomu , éftir fyrri umferð. „Forðum í Flosaporti"'. Þessi skemtilega revýa héfir nú verið leikin 14 sinnum og altaf fyrir troðfullu húsi áhorfenda, og hafa þeir ávaTt skenat sjer frábærlega Vel. Nú. fer. síðasta sýning leiks- ins fram annað kvöld og er þá síðasta tækifærið til þess að sjá leilýinn. Áðgöngumiðar eru seldir í dag kl. 4^7 og hefir blaðið verið beðið að vekja athygli á því ,að ■ altáf 'hefir fjöldi fólks orðið frá að hverfa, án þéss að fá aðgongumiðá, og er því eina tækifærið, til þpss að verða ánægð- ur. að lcoína í dag, því óvíst er hvernig verður á inoi'gun. „Ægir“, mánaðarrit Fiskifjelags ins ,5. blað, er nýkominn út, Efni ritsins er m. a.: „Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Vísbendingar til vjelstjóra“. Fituhersla“, eftir Óslc- ar B. Bjarnason éföafræðing. „Þeg ar íslendingar stunduðu handfæra- veiðar á dönskUm skútum“; bvgg- ist sú grein á frásögn Gúðm. Hall- dórssonár skipstjóra. „Athuganir um saltfisksframleiðslu“ heitir grein eftir Svein Árnason fiski- matsstjóra. Þá er grein um „Arc- Hc,“, um tríííúbátaútgerð og ýms- ar greinar er varða sjómenn og útgerðarmenn. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Reykja ness, Kjósar, Ölfuss og Flóapóstar, Þingvellir, Ilafnarfjörður, Þjrkkva bæjarpótur, Akranes, Borgarnes, Norðanpóstur. Til Rvíkui'; Mos- fellssveitar, Kjalarness, Reykja- ness, Kjósar, Ölfuss og Flóapóst- ar, Þingvellir, Laugarvatn, Hafn- arfjörður, Akranes, Btíi'garnes, Norðanpóstur. Gjöf til Hallgrímskirkju í Saur- bæ. Fyrir skömmu barst mjer í hendur Jorjú hundruð, króna gjöf til Hallgrímskirkju í Saurbæ, frá kirkjúviöi. Þessa höfðinglegu gjöf þakka jeg innilega. P.t, Reykja- vík 12. júní 1940. Sigurjón Guð- jónsson. Gengið í gær: Sterlingspund 20.82 100 dollarar 651.65 — Fr. frankar 11.81 Útvarpið í dag: 20.30 Útvarpssagan: „Ströndin blá“, eftir Kristmann Guð- mundssou, XVI. (Höfundurinn). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 16, Es-dúr, eftir Mozart. 21.20 Hljómplötur: Harmonikulög. 21.45 Frjettir. UTSVOR Skrá um aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík árið 1940 liggur frammi í skrifstofu bæjar- gjaldkera til fimtudags 13. þ. m„ kl. 6 e. h. •OV Útsvarsgjaldendur eru aðvaraðir um, að ekki verður unt að bera útsvarsgjaldseðla til þeirra fyr en eftir þann tíma. Borgarstjórinii. Reykjavík Tvær ferðir alla daga. Aukaferðir um heigar. Sieindór. Sími 1580. PYRIRLIGGJANDI Hveiti — Hrísgrjón — Haframjöl — Kókosmjöl — Súkkat — Cacao, Eggeri Kristjánsson & Co. h.f. --- Sími 1400. -- Sími 1380. LITLA 6ILST0BIH UPPHITAÐIR BÍLAR. Er nokkuð stor, :Ú3ÍPi m 'W c-- 0 Það tilkyunist hjer með vinum og vandamönnum, að elsku litli dréngurinn okkar, HAUKUR ORMAR HELGASON, andaðist 11. júní. Hulda Magnúsdóttir. Helgi Sigurðsson. Jarðarför móður minnar, HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR, Barónsstíg 20, fer fram frá Fríkirkjunni fimtudaginu 13. þ. mán. .og hefst á heimili hinnar látnu kl. 4 e. hád. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Pyrir mína hönd og annara vandamanna. Erlendína JónBdóttir. Drengurinn okkar, KRISTJÁN ÁSGEIR, verður jarðsunginn fimtudaginn 13. þ. mán. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili okkar, Garðavegi 4B, Hafnarfirði, kl. 1.30 síðd. Kristrún Einarsdóttir. Guðmundur Jónsson. Jarðarför mannsins míns, föður og tengdáföður okkar, HELGA EIRÍKSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni fimtudaginn 13. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hans, Hverfisgötu 98, kl. 1 e. h. Sesselja Árnadóttir, börn og tengdaböm. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar, ÁGÚSTS ÁGÚSTSSONAR. Lilja Guðjónsdóttir. Ágúst Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.