Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. júní 1940. Pylsurnar okkar Hugleiðingar um pylsu gerð og kjötiðnað Efíir Sig. Hilmar Ólafsson Oft höfum við pylsugerðar- menn heyrt fólk spyrja: „Hvað er nú annars notað í þess- ar pylsur? Er það ekki allskonar úrgangsrusl?“ Hvernig stendur á, að fólk spyr þannig? Hefir það orðið einhvers áskynja í sambandi við þessar vörur, sem því geðjast ekki að? Um þetta atriði og önnur skyld ætla jeg að rita nokkrar hugleiðingar, ef verða mætti, að það vekti athygli manna á nauð- syn ýmsra lagfæringa á sviði kjöt- verslunarinnar. ' Efnið í pylsuvörur kemur úr ýmsum áttum. Fyrst má nefna kjötafganga frá kjötbiiðunum, smábita, sem höggvast af þegar yerið er að afgreiða. Þéir eru oft síst verri en kjötið, sem selt er, en verða eftir af því, að fólk virð- íst ekki alment vilja kaupa kjöt, nema bitarnir hangi saman. Þetta kjöt fer svo í pylsugerðina; er ekkert við gæði slíks hráefnis að nthuga, sje það ekki orðið gamalt. Aðalvinslukjötið er samt ekki svona tilkomið. Mestur hluti þess er nautakjöt, ær- og svínakjöt, og skulum við nú athuga feril þess í stórum dráttum. Þetta kjöt kemur frá öllum landshlutum. Skepnunumi hefir verið slátrað af mönnum með mis- munandi kunnáttu og við hin ó- líkustu skilyrði — alt frá heima- slátrun til löggiltra sláturhúsa. Kjötinu er dembt í poka — oft | Kvöldkfóll | KvöldkjóH úr ljósrauðu ullarefni ineð breiðum rauðum leðurlinda. Á höfðinu leðurtúrban. blautu, svo að það súrnar á skömm um tíma. Svo er það sett í bíl eða skip og flutt til bæjarins. Stund; um er það sett til geymslu í frysti húsi. Við skulum fylgjast með kjötinu sjóleiðina. Því er oftast komið fyrir á kaldasta stað í skip- jnu, ásamt öðrum vörum. Kæli- tæki eru þar engin, nema í sára- fáum tilfellum og þá ekki notuð, nema um stórar sendingar sje að ræða. Þegar hingað til bæjarins kemur, er kjötið flutt upp á hin- ar ýmsu skipaafgreiðslur, sem engan útbúnað hafa til þess að taka á móti slíkri vöru. Viðtak- endur eru oftast umboðsmenn sendanda, og eiga þeir þá eftir að ganga í pylsugerðirnar, til þess að selja kjötið. Stundum er það þ'ó hirt strax við skipshlið. Ef kjötið er flutt landveg, er því komið fyrir á venjulegum bílum, innan um aðrar vörur. Eng- ir kjötflutningabílar eru hjer til. Oft er varan rykug eftir slíkt ferðalag, þrátt fyrir pokana. Það liggur í augum uppi, að með þessu lagi er hætt við að hrá- efninu í pylsurnar verði ábóta- vant. Þegar hingað kemur, dreifist kjötið skipulagslaust um bæinn og undir litlu eftirliti. Að vísu á dýralæknir að stimpla alt kjöt. En hætt er við að margur skrokkur- inn komist framhjá honum, þar sem kjötið kemur úr öllum áttum og fer í hendur hvers sem vera skal. ★ Um pylsugerðirnar sjálfar er það að segja, að þær eru mjiig misjafnar. Sumar eru góðar, en aðrar í því ástandi, að teljast mega óhæfar með öllu til matar. En að svo komnu máli fer jeg ekki nánar út í þá sálma. Af öllu þe.ssu ætti mönnum al vera Ijóst, að á málum þessum er brýn þörf gagngerðra umbóta. Vil jeg hjer benda á nokkrar. 1. Slátrunina. Heppilegt væri, að Búnaðarfjelag íslands gengist fyrir slátraranámskeiðum, þar sem kent yrði alt, sem að slátrun lyti, meðferð kjöts og ítrasta hagnýt- ing allra sláturafurða. Þeir, sem gengu gegn um slík námskeið, yrðu svo löggiltir til starfsins og bæri þeim að leiðbeina bændum, sem óhægt eiga með að koma skepnum sínum til sláturhúss. Með þessu væri stórt spor stigið í þá átt að láta kjötið sæta hinni bestu meðhöndlun þegar frá upphafi. 2. Flutningur kjöts. í því sam- þandi þyrftu strandferðaskipin að hafa vel loftræstaða og kælda klefa til kjötflutnings. Flutning- ur á landi færi fram með bílum, I sem ætlaðir vájru til kjötflutn- I inga. 3. Kjötmiðstöð í Reykjavík. Þangað ætti að flytja alt það kjöt, sem til bæjarins kemur, flokka það í a. m. k. 3 flokka og stimpla eftir því. (Nú er alt kjöt stimpl- að með sama stimplinum, þó gæða- munur sje mikill.). Á vissum tíma yrði svo kjötið selt, og kæmu þá menn þeir, sem rjéttindi hafa til kjötverslunar, til að gera kaup sín. Með þessu kæmist fast skipulag á kjötsölu bændanna, svipað og í nágranna- löndum vorum. Og ef rjett væri á haldið, ætti slíkt skipulag ekki að þurfa að hækka kjötverð til neyt- enda eða lækka til bænda, heldur jafnvel þvert á móti, því með þessu kerfi mætti spara erfiði og tíma. Mjer hefir dottið í hug að benda á húsakost Sláturfjelags Suðurlands fyrir slíka „kjöthöU“. Sláturhús þess er lítið notað nema 2 mánuði ársins — meðan dilka- slátrun fer fram — og á þeiin tíma er lítið um annan kjötflutn- ing til bæjarins, svo að ekki þyrftu að hljótast vandræði af því. Að sjálfsögðu þyrfti að gera smá breytingar á húsnæðinu, ef að Jiessu yrði horfið. 4. Bætt skipulag. Við pylsugerð hjerlendis vinna nokkrir útlend- ingar með sveinspróf í iðninni, ennfremur nokkrir Islendingar, sem starfað hafa við þetta í mörg ár; auk þess fáeinir byrjendur, sem þó eru ekki beinlínis í iðn- námi. Fyrir hina próflausu menn þyrfti að efna til námskeiðs, und- ir kenslu hinna erlendu fagmanna. Ekki efast jeg um, að ýmsir færir menn á sviði heilbrigðismála og í matvælarannsóknum fengjust til að flytja fyrirlestra á námskeið- unum. Nemendur þessa fyrsta námskeiðs tækju svo próf og fengju rjettindi. Síðan hefðu ekki aðrir rjett til að starfa sjálfstætt við kjötiðnað en þessir menn og þeir iðnnemar, sem lykju ákveðn- um námstíma og stæðust próf. Af framanskráðu vona jeg að rcönnum hafi skilist, að hjer verð- ur að verða breyting á til hins betra, og að þeir menn, sem kjöt- iðnað hafa með höndum, verði að hafa nauðsynlega þekkingu til brunns að bera. Mál þetta snertir hvern mann, því engum er af skiljanlegum ástæðum sama um það, hvort fæða sú, er hann neytir vikulega, *er holl og góð — eða rusl, sem er óhæfilegt til matar. • Jeg vona, að aðrir kunnáttu- menn á þessu sviði láti til sín heyra og síðan verði hafit handa um framkvæmdir til umbóta. ^uniariVaEtkinn Það er mjög í tísku í ár, að nota grófgert rósaljereft, t. d. húsgagnaáklæði (Chintz) í sumarkápurnar. Fer það mjög vel við einlita ltjóla. i S A L O T Radísu- og gulrótarsalat. Radísur, gulrætur, salt, sítrónusafi eða edik, sal- atblöð. Radísurnar og gulræturnar þvegnar vel úr köldu vatni. Best að hafa álíka mikið af hvorri teg- und. 'Gott er að nota rífjárn eði hakkavjel, ef mikið er búið til í einu- Sítrónusafa og salti er blandað saman (saltinu má sleppa, en mik- il bragðbót er að hafa svolítið af sykri). Safanum er blandað saman við grænmetið. Salatblöð- in eru þvegin og vatnið látið síga sem best af þeim. Blöðunum rað- eð á fat og 1 matsk. af salati set.t á hvert blað. Það er mjög holt að borða hrátt salat með sítrónusafa á undan hræring eða mjólk að morgni — eða morgunmáltíðinni, hven sem hún er. Gúrkusalat. 1 gúrka, 20 radísur eða 10 gulrætur, 1 salathöfuð, 1—2 matsk. þeyttur rjómi (best er að rjóminn sje súr), annars sítrónusafi, salt og sykur. Grænmetið hreinsað, rifið gróft með rírjárni. Salatið skorið í ræm- ur. Salti og sykri er blandað í rjómann, sje hann ekki súr, þá sítrónusafa eða ediki. Rjómanum helt yfir grænmetið; því blandað vel saman. Sett í skál; söxuðum salatblöðum er stráð yfir salatið. .Borðað Jil kvöldverðar. Helga Sigurðardóttir. Látið aldrei púðurkvastann liggja á snyrtiborðinu, en geymið hann ávalt í skúffu eða lokuðu íláti, svo að hann dragi ekki til sín ryk. AUGAÐ hvílist með gleraugum frá THIELE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.