Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. júní 1940. MORGUNBLAÐIÐ Verum nú samtaka Reykvíkingar! Um 600 börn þurfa að komast í sveit í sumar Þingvallafðr nngra Sjállstæð- ismanna um næstu helgi Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna, efnir til Þingvallaferðar um næstu helgi sem mjög hefir verið vandað til og búast má við að verði f jölmenn. Lagt verður af stað hjeðan úr bænum klukkan 3 á laugardag og dvalið á Þingvöllum til sunnudagskvölds. Gistingu geta menn fengið í Valhöll á meðan húsrúm leyfir og auk þess fást tjaldstæði og er leiga eftir þau ein króna. Farið verður í Steindórsbíl- um og hefir fjelagið komist að góðum kjörum við Steindór Ein- arsson um flutning þátttak- enda í skemtiferðinni. Á laugardaginn verður dag- skrá hagað þannig, að klukk- an 6 flytur formaður Sjálfstæð- isflokksins, ólafur Thors, at- vinnumálaráðherra minni Is^ lands að Lögbergi. Um kvöldið verður svo kynn- ingarkvöld í Valhöll. Þar flytja ræður Jóhann Hafstein, form. Heimdallar, Gunnar Thoroddsen, lögfræðingur, Sig- urður Bjarnason, stud. jur. frá Vigur. Auk þess skemtir Lárus Ing- ólfsson leikari og dans verður stiginn. Á sunnudag verður dag- skránni þannig hagað, að kl. 2 verða Þingvellir skoðaðir undir ðsögn Benedikts Sveinssonar bókavarðar, en að öðru leyti geta menn skemt sjer eftir föng- um. Bátar verða til taks á vatn- inu. Fyrir þá sem gista í Val- höll, verður sameiginlegt borð- hald kl. 7,30 á laugardagskvöld og kl. 12 á hádegi á sunnudag. Heimdellingar eru sjerstak- lega kvattir til að fjölmenna í skemtiferðinni og gera hana sem glæsilegasta, en öllum Sjálfstæðismönnum er heimil þátttaka. Hægt er að tryggja sjer gisU ingu og farseðla fram og aftur með því að tilkynna þátttöku á afgreiðslu Morgunblaðsins á morgun og föstudag kl. 5—8 e. h. Þar verða og allar upplýsing- ar um ferðalagið gefnar. Til þess þarf 70-90 þúsund krónur ÞAÐ hefir verið óskað eftir dvalarstað í sveit í sumar fyrir 891 barn í Reykjavík, á aldrinum 4—13 ára. Til þess að þetta megi takast, þarf 70—90 þús. krónur, en það fjármagn næst því aðeins, að allur almenningur í bænum komi til hjálpar. Þetta var aðalefnið í frásögn framkvæmdastjórnar Rauða Kross Islands og Barnaverndarráðs, er hún veitti blaðamönnum viðtal í gær. Framkvæmdastjórn þessi er skipuð þrem mönnum, þeim Þorsteini Scheving Thorsteinsson lyfsala (formaður), Sigurði Thorlaeins skóla- stjóra og Arrigrími Kristjánssyni skólastjóra. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir skopleikinn „Stundum og stund- um ekki“ kl. 8M>- í kvöld. Sala aðgöngumiða hefst kl. 1 í dag. Bn það eru 9 fjelög í bænum, sem hafa forgönguna í því að koma börnum til sumardvalár í sveit. Þessi fjelög eru: Barna- verndarráð, Rauði Kross íslands, Húsmæðrafjelag Reykjavíkur, S j ál fstæð iskvennaf j elagið Hvöt, Kvenfjelagið Keðjan, Mæðrastyrks nefndin, Verkakvennafjel. Fram- sókn, Vorboðinn og Stjettarfjelag barnakennara. Fulltrúar frá öllum þessum fje- liigum starfa í nefnd, er vinnur kappsamlega að undirbúningi þessa máls, en framkvæmdastjórn skipa hinir þrír menn, er áður voru nefndir. Aðdragandinn. Þegar ljóst var, að vorskólarnir g'átu ekki starfað í bænum, vegna komu bresku hermannanna, fór skólanefnd að ræða nauðsyn þess, að koma sem flestum börnum í sveit í sumar. Var kennurum, þá falið að rannsaka, hverjum í sínu umdæmi: 1) hve mörgum börn- um væri þegar komið til dvalar í sveit, 2) hve mörg börn ættu vís- an dvalarstað, 3) hve margir þyrftu aðstoðar við, að koma börn- um í sveit og þá hvort þeir gætu greitt meðgjöf eða þyrftu fjár- hagsléga aðstoð. Þessi rannsókn fór fram í þrem skólahverfum bæjarins, Austur- bæjar-, Miðbæjar- og Skildinga- nes-skólahverfum. Þörfin. Þessi rannsókn leiddi í ljós, að í bænum eru nú 891 barn á aldr- inum 4—13 ára, sem óskað er eftir aðstoðar við, að koma til sumar- dvalar í sveit. Af þeim eru 59G börn, sem foreldrar telja sig ekki geta kostað til slíkrar dvalar, en ,295, sem boðist er til að greiða mi,eð. Rannsókn kennaranna leiddi ennfremur í Ijós, að foreldrar og aðstandendur hafa sjálfir komið fjölda barna til dvalar í sveit, eða eiga vísan dvalarstað þar fyrir börnin. í skólahverfi Austurbæj- arskólans er tala þessa barnahóps um 1000, og ef svipað er í hinum skólahverfunum, eru þessi börn á þriðja þúsundið. Nokkuð af því fólki, sem telur sig hafa vísan dvalarstað fyrir börnin í sveit, hefir ekki ráð á að kosta ferðirnar og verður þá þar að koma til hjálpar. Fjárhagshliðin. En til þess að unt verði, að ltoma þeim nál. 600 börnum til sumardvalar í sveit, sem svo er ástatt um, að foreldrar eða að- standendur hafa ekki fjárhags- lega getu til að greiða með börn- unum, þarf mikið fje. Fram- kvæmdastjórnin telur, að til þess þurfi 70—90 þús. kr. ■ er þá mið- að við tveggja mánaða dvalar- tíma í sveit og reiknað með kr. 2.00 til kr. 2.50 meðgjöf með barni á dag. FRAMH. Á SJÖTTU Sfi)U. Nú er það leyni- vopn Banda- manna 1 Samkvæmt fregn frá Now York er gert ráð fyrir að einn þátturinn í hjálp Bandaríkjanna til Bandamanna, semi Roosevelt hjet þeim í ræðu sinni í fyrradag, vérði, að látin verði af hendi við þá miðunartæki í sprengjuflug- vjelar, sem annars hefir yerið eitt af leynitækjum ameríska hersins. Með þessu tæki er næstum örugt að hægt sje að hæfa tiltölulega lítinn hlut úr 3 þús. metra hæð. Tækið er þannig, að þótt það falli í hendur óvinanna, þá tekur það þá marga mánuði að fram- leiða hina einstöku hluta þess. En einnig er í sambandi við það sprengja, sem gerir mögulegt að gjöreyðilegga það ef illa fer. Haííe Seíassíe Ingimundur Guðmundsson glliuukóngur I annað sinn OA Íslandsglíman var háð í Iðnó í gærkvöldi. Kepp- endur voru 12 og urðu úrsht þau, að Ingimundur Guðmundsson fekk 10 vinninga og vann því glímu- belti í. S. f. í annað sinn í röð og hlaut sæmdarheitið Glímukóngur fslands. Annar varð Sigurður Brynjólfs- son (Á.) og hlaut hann 8 vinninga. Þriðji varð Kjartan B. Guðjóns- son (Á.) með 7 vinninga. Þá urðu næstir með 6 vinninga Geirfinnur Þorláksson (U. M. F. M.) og Skúli Þorleifsson (Á.). Þá hlaut Guð- mpndur Hjálmarssori (Á.) 5 vinn- inga. 4 vinninga hlutu Andrje3 Björnsson (K. V.), Jón Ó. Guð- laugsson (U. M. F. S.) og Sig- urður Giiðjónsson (K. V.). Krist- mundur Sigurðsson (Á.) hlaut 1 vinning og Þorkell Þorkelssou !(Á.) engan vinning. Einn keppandi, Sligurður Hall- björnsson (Á.) gekk úr leik vegna smámeiðsla. Fegurðarglímuskjöld í. S. í. hlaut Kjartan B. Guðjónsson og titilinn Glímusnillingur íslands. Fór glíman vel fram og drengi- lega og var frásögn af henni út- varpað jafnóðum.. Forseti f. S. í. afhenti verð- launin. Á eftir glímunni var öllum íglímuköppunum, ásamt aðstoðar- mönnum við hana, haldið samsæti ,af f. S. í. og Glímufjel. Ármann. Voru þar margar ræður haldn- ar og stóð samsætið fram yfir miðnætti með hinum besfa fagnaði. fslenskir sjómenn á 714 skipum aprílmánuði voru alls við ’ veiðar eða flutninga: 35 togarar með 510 menn, 17 íínuveiðarar, með 279 menn, 268 vjelb. yfir 12 lestir, með 2618 menn, 113 bátar undir 12 lestir, með 710 menn, 265 trillur, með 1115 menn og 16 róðrabátar, með 27 menn. — AIls eru þetta 714 skip og bátar, með 5259 menn. (Ægir). Ford-fiugvjelar í stðrum stíl Haila Selassie, fyrv. Abessiníu- keisari, er kominn til Lond- on. — Fær hann jafnharðan öll mikil- væg tíðindi, sem gerast, varðandi þátttöku ítala í stríðinu. T7, dsel Ford (sonur Henry Fords) sagði í gær, að sjerfræðinganefnd, sem skoðað hefði Curtiss 1940 flugvjel- arnar, hefði komist að þeirri niðurstöðu að hægt væri a? framleiða þær í stórum stíl. Edsel Ford, sem er forstjóri Ford-verksmiðjanna, sagði a§ alt væri undir það búið, að verksmiðjur sínar byrjuðp framleiðsluna, strax og ríkis- stjórnin gerði samning við þær. Eins og kunnugt er, hafði Henry Ford lýst yfir því, að verksmiðjur sínar gætu fram-- leitt þúsund flugvjelar á dag. Edsel Ford hækkaði þessa tölu í gær upp í 5 þús. á dag, sem hægt væri að framleiða, ,,ef mikið lægi við“. AMERÍSKI HERINN SKILAR AFTUR. öldungadeild Bandaríkja- þings samþykti í gær með 67 at- kvæðum gegn 18 að heimila herstjóminni að skila aftur rifflum og fallbyssum til verk- smiðjanna, sem framleiddu þessi vopn, gegn því, að verk- smiðjurnar framleiddu ný vopn af sömu gerð fyrir ameríska herinn. Sendimenn Bandamanna í Bandaríkjunum ræddu í gær við W. Knudsen, formann „General Motoús“ iverksmiðj- anna og Henry Ford, um fram- leiðslu á skriðdrekum fyrir Bandamenn. Tundtirspíílar frá Ameríku rá New York bafa fregnir um ■*" að Bandamenn sjeu að at- huga moguleikana á því að kaupa þar tundurspilla, séto smíðaðir hafa verið fyrir ameríska flotann. Bretar og Frakkar hafa mist um 30 tundurspilla frá því að stríðið hófst, þar af Bretar 22. Hjáíp Roosevefts Roosevelt hefir farið þess á leit við þjóðþingið í Bandaríkjunum að það veiti 50 miljón krónur til Rauðakrossins til hjálpar flóttamönnum í Evrópu. Hagur danskra ríkisstofnana Clyrir danska þjóðþingið var í ■*- gær lögð þingsályktunartil- laga, sem heimilar að hækka far- gjöld og farmgjöld með dönsku ríkisjárnbrautunum um 25%. Þannig verður hægt að auka tekj- urríkisjárnbrautanna um 32 mUj. króna. Einnig er gert ráð fyrir að póst- og símagjöld verði hækkuð allverulega. Samþykt hefir verið að gera uýjan ísbrjót, sem hægt verði að nota á Stróa-Belti í miklum ísa- árum. Búist er við að ísbrjótur- inu kosti 4—5 milj. króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.