Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. júní 1940, % Herstjórnartilkynning .!. Þjóðverja l»ýska herstjórnin tilkynnir: inni miklu orufetu í Norð- ur-Frakklandi heldur á- fram og á hægri fylkingararm- inum er andstæðingunum veitt eftirför, þar sem þeir eri; á und- anhaldi. Milli Reims og Argonne eru háðir harðir bardagar, en Þjóð- verjar vinna þó mikið á. Víða hafa fjölmennar hersveitir ver- ið umkringdar og eru að því komnar að verða gersigraðar, og fer mótstaða þeirra stöðugt minkandi vegna hins blóðuga manntjóns, er þær hafa beðið. Höfnin í Le Havre hefir orðið fyrir sprengjuárásum þýskra flugvjela, og voru nokkur skip löskuð allmjög. Einum tundur- spilli var sökt, en annar ‘skemd-t ist mjög af sprengju og eins 10 þús. smálesta flutningaskip. Þýskar flugvjelar hafa einn. ig varpað sprengjum á herbúðir, hersveitir á göngu, stórskotaliðs stöðvar og aðrar herstöðvar og eyðilagt nokkrar brýr yfir Marne og neðri hluta Oisefljóts og gert þar með Frökkum erf- iðara um undanhald. ' Flugvjelar andstæðinganna iiiafa enn varpað sprengjum yfir borgir í Norður- og Vestur- Þýskalandi, án þess að vinna Verulegt tjón. ' Andstæðingarnir mistu í gær 29 flugvjelar, og voru 19 skotn-* ar niður í loftorustum, 6 með loftvarnabyssum, en hinar eyði- lagðar á jörðu. Auk þess hafa V'erið skotnir niður fyrir þeim 3 festarloftbelgir. 8 þýskra flugvjela er saknað. Hraðskreiðir þýskri herbátar, sem rekið hafa hemað við aust- urströnd Englands, lentu í bar- daga við breska tundurspilla- deild, og komust þeir allir und- an. Tilkynt er, að Bandamenn hafi dagana frá 5.—10. júní mist 437 flugvjelar og einn fest- arloftbelg. Hafa 249 þessara flugvjela verið skotnar niður í loftorustum, 81 með loftvarna- byssum, en hinar verið eyðilagð- ar á jörðu. Fiskur seldur í isfiutningaskip Togarar og ísflutningaskip hafa í maimánuði keypt alls 2,801 smál. af fiski, fjrrir 550,000 kr. Er þetta 1,028 smál. minna en í apríl, en að verðmæti til hafa þessi kaup minkað um 136 þús. kr. frá því sem var í apríl- mánuði. Frá því á áramótum hafa ísfiskflutningaskip og tog- arar keypt bátafisk fyrir alls 3,857 þús. kr. Er það miklu meira en nokkru sinni fyrr, énda nemur það magn, sem bát- árnir hafa selt þannig síðan á áramótum, alls 21,444 smál. (Ægir.) Stunarsundæfmgar K. R. verða í Sundlaugunum á miðvikudögum ■kl. 9 e. h. Rey k javíkurbörn í sveit FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. En hvernig er ^jaögulegt, að afla þessa fjárs? Leitað hefir verið til rrkis og hæjar, og þessir aðilar báðir hafa lofað stuðningi. En framkvæmdastjórn hugsar sjer að afla fjárs með þessum hætti; 1) skemtunum, 2) merkjasölu, 3) happdrætti og 4) Jónsmessuhátíð hjer í Reykjavíli, sem helguð yrði þessu málefni. Auk þess verði leit- að til einstaklinga og fyrirtækja í bænum. Geta má þess, að í gær afhenti fjelag eitt hjer í bænum., senr ekki vildi láta nafns síns getið, kr. 1000.00 — eitt þrisund krón- ur — til ráðstöfunar í þessu augnamiði. Vonandi tekst að afla þess fjár- magns, sem með þarf, til þess að ,koma börnunum í sveit í sumav. Reykvíkingar hafa altaf hiaupið undir bagga, er á hefir þurft að halda og til þeirra verið leitað. Svo mun enn reynast. Morgunblaðið veitir móttöku framlögum 1 þessu skyni og er þess vænst, að bæjarbúar bregðist nú skjótt og vel við. Sveitaheimilin. Skorað hefir verið á þau sveita- heimili í nágrenni Reykjavíkur (frá og með V.-Skaftafellssýslu og að Vestfjörðum), sem hafa tök á að veita börnum móttöku til sumardvalar, gegn eða án með- gjafar, að þau tilkynni það odd- vitum, kennurum eða prestum. Hafa þegar mörg heimili gefið sig fram ; m. a. kom alveg nýlega tilboð um töku 15 barna úr Hvammshreppi í Mýrdal, ýmist meðgjafarlaust eða gegn mjög vægri meðgjöf. Er þessi hreppur austur í Mýrdal hæstur enn sem komið er. Útsvörin á Húsavlk Nýlega er Iokið niðurjöfnun útsvara á Húsavík og var alls jafnað niður kr. 48.038.00 á 348 gjaldendur. Hæstu útsvörin bera: Kaupfje- lag Þingeyinga 8600 kr.. Einar Guðjohnsen kaupm. 4400, Þórður Guðjohnsen sparisjóðsstjóri 1400, Júlíus Havsteen, sýslumaður 1100, Kristinn Jónsson kaupmaður 1050, Þórhatlur Sigtryggsson kaupfje- lagsstjóri 965, Árni Stefánsson söðlásmiður, Bjarni Benedkisson póstafgreiðslum. óg Kar] Kristj- ánsson oddviti 700 hver, Björn Jó- sefsson hjeraðslæknir 675, Sig- tryggur Pjetursson bakari 620, Lifrarbræðsla Helga Pje'turssonar 600, Jón Baldvinsson rafvirki 500, Þór Pjetursson útgerðarm. 475, Stefán Pjetursson útgerðarm. 430, Sigurður Kristjánsson verslunarm. 355, Friðþjófur Pálsson stöðvar- stjóri 340, Friðrik A. Friðriksson sóknarprestur 325, Þórhallur Karlsson iitgerðarm. 325, Sigurður Jónsson vjelaeftirlitsm. 310 kr. Háskólavígslan. Stúdentar þeir, sem nú st'unda nám við Háskólann og vilja vera viðstaddir vígsluna, geri svo vel að vitja aðgöngumiða í skrifstofu Háskólans í dag og á morgun kl. 10—12. Eggert syngur á morgun sonar söngvara, er jeg mætti honum á Austurstræti síðdeg- is í gær. — Jeg ætla að syngja í Gamla Bíó á fimtudag, og ef mjer ekki „tekst upp“ nú, þá er ekki hægt að syngja vel á ís- landi, sagði Eggert, er jeg ympraði á því, hvað olli hans gleði í þeim drunga, sem nú grúfir yfir öllu og öllum. En skýring Eggerts á því, að nú myndi hann syngja betur en nokkru sinni áður var sú, að aðstoðarmaður hans dr. von Urbantschitsch væri svo dá- samlegur í list sinni. Með hans aðstoð væri ekki hægt annað en syngja vel. — Það er orðið langt síðan þú hefir sungið hjer opinber- lega? — Já, um ár. Jeg hefi ekki sungið hjer síðan jeg kom úr síðustu utanför minni. Sú för verður mjer ógleymanleg, ekki síst förin um Pólland, þar sem jeg fjekk hinar ágætustu við- tökur. Þar gekk jeg undir nafn- inu: Sonur höfuðborgarinnar á Islandi. — Hvert er ferðinni heitið næst — til Ameríku? >— I sumar mun jeg fara um landið mitt og syngja þar. Hvað ivo verður í haust, er ekki ráðið ennþá — en hugsað hefi jeg til Ameríku. Á söngskrá Eggerts í Gamla Bíó á morgun eru eingöngu lög eftir íslenska höfunda. Nokkur hafa aldrei verið sungin opin- berlega áður. Vafalaust munu Reykvíking- ar fjölmenna í Gamla Bíó. Það er altaf bjart yfir Eggert. Hann er gleðinnar maður, en þeir eru vissulega ekki of margir nú á dögum. Og hann er ósvikinn sonur Reykjavíkur. ILAUKUR ó Valdar íslenskar X KARTÖFLUR $ í sekkjum ok lausri vipjt. 0 vísm Laugavep: 1. 0 Útbú: Fjölnisveg 2. x o<xxxx>oooo<xxxx>o<x: FORÐUM í FLOSAPORTI. Síðasta sýning. Sextugur: Jón Magnússon, skipstjúri ~I ón Magnússon skipstjóri er ” 60 ára í dag. Hann er fæddur að Miðseli í Reykjavík 12. júní 1880, enda hefir hann altaf verið kendur við fæðing- arstað sinn Miðsel, eins og öll systkini hans. Það þarf ekki að kynna Jón fyrir miðaldra Reyk- víkingum og þaðan af eldri, hann var svo mikill á velli og fríður sýnum á unga aldri, að hann hlaut að vekja þá athygli á sjer að hver og einn sem sá hann, spurðist fyrir hver mað- urinn væri. Jón misti móður sína þegar bann var á 10 ári; fluttist hann þá til Vig- dísar systur sinnar og manns hennar, Jóns Þórðarsonar skipstjóra, Vestur- götu 35 hjer í bæ, og ólst hann upp hjá þeim hjónum. Jón byrjaði sjó- mensku á unga aldri og vakti strax svo mikla eftirtekt á sjer fyrir dugnpð og kjark, að hann var eftirsúttur sem há- seti. Átján ára gamall varð Jón fyrst, stýrimaður á skútu og var það fátítt í þá daga að svo ungir menn væru tekn- ir sem yfirmenn, þó að skipin væru ekki stór, hann lauk prófi frá Stýri- mannaskóJanum í Reykjavík 23 ára, jg beið þá skip eftir honum tilbúið á höfn- inni sem hann varð strax skipstjóri á að loknu prófi. Var það kt. ,,Svanur“, útgerðarmaður Jón Guðmundssou Bakka á Seltjamamesi; var Jón skip- stjóri á þessu skipi í 3 ár. Eftir það var hann á mörgum kútteram skipstjóri og sóttu menn eftir skiprúmi hjá hon- um, svo að venjulega hafði hann val- inn mann í hverju rúmi. Jón bjó hjá Vigdísi systur sinni þar til hann mynd- aði sjálfur heimili, þá 36 ára að aldri, og má fullyrða, að hann hefir vel launað uppeldi sitt, þar sem systir hans misti mann sinn frá 5 börnum ungum, sitt á hvora ári. Eftir að kútterarnir hurfu var Jón á ýmsum skipum, ýmist skipstjóri eða stýrimaður, þar til 1931, að hann varð fyrir slysi því, sem hann býður aldrei bætur að fullu. Var hann full 3 ár óvinnufær. Má fullyrða, að það hefði margur gefist upp við slíkt áfall, en svo var pkki með Jón. Hann byrjaði að vera vaktmaður í skipum, eftir að hann komst á skrið, en átti mjög erfitt með allar hreyfingar og hætti því nokkru síðar. Rjeðist hami þá í það, að setja upp seglaverkstæði og hefir, starfrækt það nokkur ár. Það verður enginn fyrir vonbrigðum, sem vill fá vel litbúin segl og leitar til Jónsí skipstjóra, því hann veit af reynsl- unni hvað við á. Jeg þakka afma-lisbarninu fyrir góða viðkynningu um þrjátíu ára skeið, og óska því langra lífdaga. SkútuJcarl. KOLASALAM Kf Símar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð. K. I. B. S. - kvartettinn i Gamla Bíú f Kvöld THyrra sunnudag hjelt K.I.B.S. kvartettinn sína fyrstu söngskemtun í Gamla Bíó, fyrir næstum fullu húsi áheyrenda. Var honum fagnað afbrigða- vel, svo þeir fjelagar urðu að endurtaka flest lögin og syngja aukalög, enda fór saman fjöl-i breytt og skemtileg söngskrá, smekklegur söngur og ágætur undirleikur. Allur var söngurinn borinn uppi af æskuþrótti og fjöri. Marga mun fýsa að hlusta á þenna nýja kvartett, sem nú kemur fram öðru sinni í Gamla Bíó í kvöld. G. Guðmundur Jónseon timtugur FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. fiskinn hvert sem er og svo vel útbúin, að hægt sje að notfæra sjer allan aflann. En skipin verða að vera sæmilega ódýr í rekstri. Sem næst sjónum. — Hvað ætlið þjer að taka fyrir þegar togaraskipstjórninni sleppir? — Jeg vona, að jeg geti dund að góða stund á sjónum enn. Menn eru að kenna í brjósti um okkur togarakarlana fyrir það hve miklar og strangar stöður við höfum. Það er vitaskuld rjett, að þegar vel veiðist, þá stöndum við nokkuð lengi í einu í brúnni, þetta 30 klukkustundir án þess að hvílast, nema meðan við gleypum í okkur matinn, og jafnvel hátt í tvo sólarhringa í einu, án þess að sofna. Þetta er kannske ekki nema vitleysa að geta ekki trúað öðr- um fyrir skipinu. Manni finst maður altaf þurfa að hafa auga með einhverju annaðhvort á dekkinu, ellegar kringum skip- ið. En þegar jeg fer að lýjast, vildi jeg helst eiga heima á ein- hverri eyju. Það er þó altaf næst sjónum. Jeg er að hugsa um Þerney. Jeg er að rækta hana. Þar ætla jeg að hafa geldneytí á hagagöngu. Þar er ofurlítið æðarvarp. En það gengur úr sjer fyrir varginum. Varla nokkur kolla sem kemur upp fleiri en tveimur ungum. Mað- ur kemur varla þangað svo mað- ur sjái ekki lappirnar á ein- hverjum unganum standa út úr kjaftvikunum á svartbaknum. Þegar jeg verð gamall, finst mjer jeg helst geta unað við að horfa á aðra vinna að sveita- vinnu. Á sjó verð jeg að vera þátttakandi sjálfur, sagði Guð- mundur. Og síðan óskaði jeg honum til hamingju með afmælið, því ferðabíllinn beið eftir honum sem átti að flytja sjógarpinn upp í sveitasæluna á afmælis- daginn. V. St. FORÐUM í FLOSAPORTI. Síðasta sýning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.