Morgunblaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 5
■Laugardagur 29. júní 1940. I Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltst j<lrar: Jön Ejartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrg;Oarm.). Auglýsingar: Árnl Óla. Rltstjórn, auglýslngar ocr afgrelBsla: Austurstrætl 8. — Slaal 1600. Áskrif targjald: kr. 5,60 á mánuBl innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura elntakUS, 26 aura meB Lesbók. Hvað sagði Jón Signrðsson: Verslunarstjettin er undir- staða allra atvinnuvega Skattfrelsið Skrif þau, sem síðustu dag- ana hafa birst í Alþýðu- hlaðinu um skattfrelsi togaraút- gerðarinnar eru hin furðuleg- ustu, því að með þeim löðrung-i Æir blaðið fyrst og fremst sinn eigin flokk, Alþýðuflokkinn. Hjer í blaðinu hefir oft og mörgum sinnum verið á það bent, áð stefnan, sem Alþingi tók í skattamálunum væri ó- heppiltg og varhugaverð. Sú stefna, að fresta aðkallandi end- urskoðun skattamálanna, en í Jþess stað að veita einstökum fyrirtækjum og stjettum undan- þágu og ívilnun frá skatt- og út- svarsgreiðslu. Hitt hefir jafn- framt verið játað, að þessar undanþágur og ívilnanir hafi 'verið' gerðar af knýjandi nauð- syn, en hinsvegar verið á það bent og lögð á rík áhersla, að þetta mætti alls ekki hafa þær afleiðingar, að endurskoðun skattalöggjafarinnar í heild væri slegið á frest, En nú er einmitt ýmislegt, sem bendir til þess, að þessari endurskoðun verði slegið á frest. Hjer á nú að starfa milliþinga- nefnd í þessum málum, en ekki hefir heyrst að hún sje byrjuð að starfa ennþá. Alþýðublaðinu a^tti hinsvegar að vera það ljóst, ekki síður en öðrum, að leiðrjetting á þeim misfellum, sem nú ríkja í þess- um málum, fæst því aðeins, að endurskoðun á skattalög-i gjöfinni fari fram. Hinsvegar hefir Alþýðublaðið aldrei tekið undir þá kröfu, að endurskoðun skattalöggjafarinnar verði nú hraðað sem mest. Það hefir lát- Sð sjer nægja að hrópa um stór- gróða útgerðarmanna, vitandi þó það, að ekki gengur eyrir af gróðanum, sem verið hefir hjá útgerðinni, til útgerðarmanna sjálfra. Ef AJþýðublaðið vildi í alvöru fá lagfæringu þessara mála, ætti það að taka undir kröfuna um gagngerða endurskoðun skatta- málanna í heild. En um það mál ríkir fullkomin þögn hjá AJþýðu blaðinu. Hvers vegna? Alþýðuflokkurnin hefir full- trúa í ríkisstjórninni. Hann hef- ir góða aðstöðu til að beita sjer fyrir þessu nauðsynjamáli. Ekki hefir heyrst, að hann hafi þar neitt aðhafst. Svona standa þá málin, með- an Alþýðublaðið ber á borð sinn stóryrðavaðal. Forðast er að koma nálægt kjarna málsins. Skyldi það stafa af því, að skattalöggjöfin, eins og hún er nú, er fyrst og fremst verk Al- þýðuflokksins? Það er til lítils, að vera með stóryrði um háa skatta og há útsvör, ef menn vilja ekkert aðhafast, til þess að ráða bót á ástandinu. AÐUR en gengið var til dagskrár á ársfundi Verslunarráðs íslands í g-ær, ávarpaði formaður Verslun- arráðsins, Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupmaður, fundinn og fórust orð eitt- hvað á þessa leið: Fyrir rúmu ári, eða hinn 16. apríl 1939 stóð jeg hjer á þess- um sama stað. Þá var orðin tals- verð breyting, sem nokkur ó- vissa ríkti um, hverjar yrðu af- leiðingar fyrir verslunarstjett- ina. Samvinna var hafin milli þriggja stærstu þingflokkanna, um stjórn landsins. Það var hið alvarlega ástand í heiminum, sem knúði fram þessa sam- vinnu. 4 Ágreiningur var ríkjandi inn-> an Sjálfstæðisflokksins um stjórnarsamvinnuna, en verslun- arstjettin hefir yfirleitt fylgt þeim flokki, vegna yfirlýstrar stefnu hans í verslunarmálun- um. Ágreiningurinn innan Sjálf- stæðisflokksins var um það, hvort stjórnarsamvinna skyldi hafin, án þess að gerður yrði fullkominn málefnasamningur. Voru hlutföllin að heita má jöfn innan flokksins, með og móti samvinnunni á þessum grund- velli. En að lokum varð það þó ofan á, að Sjálfstæðisflokkurinn gekk til samstarfsins, enda þótt ekki væri samið um málin áður. Og meðal þeii’ra mála, sem ekki var samið um, voru einmitt verslunarmálin. Þau urðu útund- ^an. I Þetta vakti strax í upphafi tortryggni okkar kaupsýslu-i manna, einkum vegna þess, að þessi mál voru áfram höfð und- ir stjórn þess manns, sem erfið- astur hafði verið viðureignar og landsmanna Útdráttur úr ávarpi fluttu á ársfundi Verslunarráðsins í gær minstan skilnnig þafði sýnt málV um verslunarstjettarinnar. ★ Þannig stóðu málin þegar ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins komu hingað á fund, hinn 16. apríl 1939. Við munum hvað ráðherrarnir sögðu þá við okk-> ur. Og við munum hvað við sögðum við þá. Við fórum ekki dult með okkar skoðun og ráð- herrarnir voru líka ákveðnir og berorðir. Er jeg kvaddi ráð- herrana ljet jeg þá eindregnu ósk í ljós, að þeir dveldu ekki lengur í „hvíta húsinu“ en í hæsta lagi 2—3 mánuði, ef ekki væri fengin viðunandi lausn á verslunarmálunum. Svörin mun- um við, en ekki meira um það nú. Hitt vitum við, að verslun- ararmálin eru óleyst ennþá. Jeg er þeirrar skoðunar, að ef unnið hefði verið kappsam- lega að lausn þessara mála' strax eftir að stj órnarsamvinn- an hófst, þá hefði alt farið vel.1 En þetta var ekki gert og fyrstu mánuðirnir liðu svo, að ekkert var aðhafst. Svo kom 1. september og upp úr því braust stríðið út. Þá var alt erfiðara um vik, enda ó- spart haldið fram, að nú mætti ekki vera að karpa um slík mál, því að önnur stærri kölluðu að. Eins stendur þetta í dag, og mjer finst jeg standa nú ná- kvæmlega í sömu sporum og 16. apríl 1939. Allar vonir hafa fallið um sj^lft sig. Þetta hefþr orðið okkur sár vonbrigði. ★ Vonbrigðin eru enn sárari vegna þess, að málinu var í vet- ur beint inn á nýjan farveg, án þess þó að það bæri árangur. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins var haldinn snemma á ár- inu. Við lögðum áherslu á, að verslunarmálin væri tekin til meðferðar þar. Við vildum fá úr því skorið, hvort fulltrúar Landsfundarins litu svo á, að óskir okkar og kröfur væru ó- sanngjarnar. Við vitum hvaða ályktun Landsfundurinn gerði í málinu. Hann stóð. óskiftur með okk- ur og samþykti eindregna á- skorun til ráðherra og þing- manna flokksins, að fá málið leyst tafarlaust. Með þessu var málið í rauninni komið úr okk- ar höndum og í hendur stjórn- málamannanna. Næst skeður svo það, að flutt er frumvarp í efri deild. Með frumvarpi þessu var ekki full- nægt öllum óskum verslunar- stjettarinnar, en við vorum samt fylgjandi því. Við vildum gera alt, sem í okkar valdi stæði, til þess að fá friðsama lausn. Frum varpið var brú milli deiluaðil- anna. Þar var boðin útrjett .............. Maðurinn, sem semur hernaðaráætianir Þjóðverja hönd, til þess að fá rutt úr vegi þessu viðkvæma deilumáli. Við vitum hvaða lausn málið fekk á Alþingi. Frumvarpið kom aldrei úr nefnd, en í sta5 þess var í þinglokin samþykt annað frumvarp, sem aldrei var borið undir okkur og sem við getum enganveginn sætt okkur við. Jeg hefi aldrei getað skilið þessa afgreiðslu málsins. Jeg- get sætt mig við undirokun, ef hreint er gengið til verks. Jeg hefði þess vegna getað sætt mig við, að frumvarp Sjálfstæðis- flokksins hefði hreinlega verið felt í þinginu. Það var mann- legt. En jeg get engan veginn. sætt mig við þá meðferð, sem þingið hafði á málinu. ★ Það hefir verið á þessu ári, sem endranær, oft minst á Jón. Sigurðsson, hinn mikla og víð- sýna foringja íslensku þ.ióðar- innar. Við höfum nýlega vígt háskólabyggingu, en Háskólinn var eitt af hans málum. En hvaða álit hafði Jón Sig- urðsson á kaupmönnum, þeim mönnum, sem svo eru settir nú S þjóðfjelaginu, að þeirra nafn er notað sem skammaryrði í stjórn málabaráttunni ? Svo aumt er ástandið, að jafnvel flokkur, sem heflir frjájlsa verslun á. stefnuskrá sinni, fer í hvísling-* ar, þegar talað er um kaup-» menn. En hvað sagði Jón Sig- | urðsson um þessa menn ? Fyrir | nærri öld (1842) ritaði hann i Ný fjelagsrit á þessa leið: „önnur stjett er sú, á íslandi, sem mikils athuga er verð, og það er kaupmannastjettin Og borgarastjettin, ef svo mætti kalla þá fáu borgara og hand- iðnamenn, sem í kaupstöðum búa. Það er ein hin mesta ógæfa íslands, að stjett þessari hefir ekki leyfst að dafna þar fyr en ef heita má síðan 1787, því þeg- ar verslunarokið lá þyngst á oss var ekki og gat ekki verið nema einn kaupmaður við hverja höfn, en eftir þeirri stefnu, sem verslunin komst þá í, var ekki annars von en að hún yrði að mestu útlend og þess vegna ó- •holl landinu, og aðalmegin henn ar í Danmörku. Þessu þarf nú að kippa í liðinn meir en kom- ið er: fsland þarf og á sjálft að vera miSpunktur sinnar eigin verslunar; íslenskir kaupmenn ætti sem flestir að hafa aðset- Annar frá hægri á myndiuni (í ljósum frakka) er von Keitel hershöfðingi, yfirmaður þýska herforingjaráðsins, maðurinn sem semur hernaðaráætlanir Þjóðverja. FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐIJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.