Morgunblaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. júní 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 I skolhríðardrununi frá morgni til kvöld§ IHH Frá dvöl Guðmundar Hlíðdals f Guðbrandsdal í Noregstyrjöldinni Danmörk — Þjóðverjar vissu ekki um svo nálæga Paradís GUBMUNDUR HLlÐDAL póst- og símamála- stjóri er kominn til bæjarins. Hann var, sem kunnugt er, í Noregi þegar Þjóðverjar gerðu innrás í landið og Noregsstyrjöldin hófst. Var hann þang- að kominn til þess m. a. að sitja fund símamanna í Osló, en var kominn þangað nokkru áður en fundurinn skyldi hefjast. Fór hann frá Osló upp í Guðbrandsdal og ætlaði að dvelja nokkra daga í gistihúsi að Golá. Hann kom þangað daginn áður en alt fór í uppnám í landinu. Er tíðindamaður Morgunblaðsins hitti Hliðdal að máli í gær á heimili hans og spurði hann frjetta af ferðum hans, sagði hann meðal annars: Eitt af því sem jeg lærði meðan jeg var í Guðbrandsdal, var það, að það er ekki svipað því eins lífshættulegt fyrir utanhers- fó.lk að vera nálægt vígstöðvum, eins og menn kunna að álita að óreyndu. — Hve lengi voruð þjer í Guðbrandsdal? — Jeg var þar fram í maí. Þetta voru sögulegir dagar, sem jeg vissulega vildi ekki lifa upp að nýju. Gistihúsið sem jeg bjó í var strax tekið fyrir her- mannaspítala. En vegna þess að, jeg var útlendingur fékk jeg að vera þar kyrr. — Golá er vesG anvert við Guðbrandsdal, en að- alvegurinn og járnbrautin eru í austanverðum dalnum, og þar fór aðalviðureignin fram. Þetta varð til þess að við sluppum til- tölulega vel við vopnaviðskiftin. — Hvernig var hernaðarað- staðan í dalnum þegar þjer fór- uð þaðan? — Þá var víglínan komin lengra norður eftir. Jeg fór það-i an til Osló. Að komast suður eftir meðan barist var sunnar í dalnum var ekki viðlit, og mjer var almennt ráðið frá því að hreyfa mig nokkuð, þegar jeg lagði af stað. Skothríðin hafði glumið í dalnum dag eftir dag og flugvélarnar þotið þar fram og aftur í stórum hópum. — Skotdunurnar ætluðu alveg að æra mann. En fyrstu dagana áður en viðureignin barst norð- ur eftir dalnum var það verst að vita ekkert með vissu hvern- ig ástandið var annars staðar í landinu. Fyrir fólk sem átti nán- ustu skyldmenni sín í öðrum hjeruðum og landshlutum var frjettaleysið alveg voðalegt. Engin símasambönd og enginn vissi neitt um neitt að kalla nema það sem hann hafði fyrir augum. Fyrst í stað var það alment álitið, að Bandamönnum myndi takast að stöðva sjóflutninga norður yfir Skagerak. Skipatjón og manntjón Þjóðverja fyrstu daga styrjaldarinnar var- talið FRAMH. A FJÓKÐU SÍÐTJ. Ársfundur VerslunarrðOs Islands Arsfundur Verslunarráðs íslands var haldinn í Kaupþingssaln- um í gær. Var hann fjötmennur. Formaður Verslunarráðsins, Hall grímur Benediktsson stórkaupmað- ur, setti fundinn og mintist lát- inna fjelag'a og starfsmanna á liðnu starfsári, en þeir voru 8 tals- ins. Vottaði fundurinn þeim virð- ingu með því að rísa úr sætum. Þvínæst ávarpaði formaður fund ifm og er aðalefni þeirrar ræðu getið á öðrum stað í blaðinu. Hófust nú fundarstörf. Fundar- stjóri var kjörinn Magnús Kjaran stórkaupmaður og ritari dr. Odd- ur Guðjónsson skrifstofustjóri. Þá var gengið ti] dagskrár, Fyrsta málið var skýrsla stjórn- arinnar og gaf liana dr. Oddur Guðjónsson. Var og útbýtt á fund- inum prentaðri skýrslu. Reikning- ar V. í. voru og lagðir fram og fSamþyktir. Þátttakendum hafði 1‘jölgað á árinu. Þeir eru nú 286 talsins, þar af 13 fjelog. Þá gaf Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri fróðlega skýrsln um JVerslunarskóla íslands. Þakkaði fundurinn honum ágæta stjórn á .skólanum. Þrír menn áttu að ganga úr stjórn, þeii^ Björn Ólafsson, Ric- þard Thors og Sigurbjörn Þorkels- pon. Voru þeir allir endurkosnir. Varamaður í stjórn var kosinn Ragnar Blöndal og endurskoðend- ur þeir Pjetur Þ. J. Gunnarsson Nog Jón Heigason; til vara Ólafur II. Ólafsson. Guðmundur Hlíðdal. Þrír menn drukna í Ólafsfirði Amiðvikudag um kl. 14 voru 7 menn á árabát rjett vest- an við Ólafsfjarðarkauptún. Gengu brotsjóar upp sandinn við fjarð- arbotninn. í ólaginu reið brotsjór yfir bátinn og skolaði öllum mönn- unum nema einum útbyrðis. Fólk, sem þar var nærstatt, kom strax á vettvang. Tókst að bjarga manninum í bátnum og þrem öðr- um, er syndir voru, en þrír drukn uðu. Hurfu þeir í brimgarðinn og mun mikill straumur strax hafa borið þá úr stað. Þeir, sem druknuðu, voru: Númi Ingimarsson, 27 ára að aldri, læt- ur hann eftir sig konu og tvö þörn; Guðmundur Jóhannsson, 20 ára, einhleypur, og Bjöm Þór Sig- urbjörnss’on, 19 ára. Var hann fyr- irvinna móður sinn’ar. Þessir merin voru allir til heimilis í Ólafsfjarð- ai’kauptúni. Lík Núma og Björns Þórs hafa fupdist, en ekki Guðmundar/(FÓ.) Slys á Hjalteyri ¥~*að slys vildi til á fimtudag við síldarverksmiðjuna á Hjalt- eyri, að Stefán Pjetur Jakobsson, 60 ára að aldri, fjell niður af yerkpalli og kom á vinstri hlið niður á steinsteypt þak. Var hann fluttur á sjúkrahás á Akureyri. Samkvæmt læknisumsögn meiddist liann mikið. Er hann brotinn á vinstri handlegg og vinstri lær- legg, svo og mjaðmargrindin. FÚ. Hlutverk nútíma- kirkjunnar Frá Synodus 1940 FUNDAHÖLD SYNODUS hjeldu- áfram í Há- skólabyggingunni í gær. Komu fundarmenn saman kl. 9 f. h. í kapellu Háskólans til stuttr- ar guðræknisstundar. Prófessor Magnús Jónsson stjórnaði morgunbænum. Að því lokmrvar gengið til'dagskrár og tekið til umræðu aðal- dagskrárefni Synodusar: „Hlutverk kirkjunnar“. Síra B.jarni Jónsson vígslubiskup hafði framsögu í máJinu. K. A. - K. R. jafntefli 3:3 Síðasti leikur Akureyringa fór fram í gær og keptu þeir við K. R. Jafntefli varð, 3 mörk gegn 3. Eftir fyrri hálfleik stóðu leikar þannig, að K. A. hafði gert 2 mörk en K. R. eitt. Lið K. R. var einkennilega sam- sett og mesta furðu vakti, að Björgvin Schram var í marki. Er' honum flest betur farið en að standa í markinu. En hann mun hafa verið íneiddur og átt um tvent að velja, að leika ekki með eða standa í markinu. Má búasx við að leikurinn hefði endað öðru- vísi, ef Schram hefði verið á sín- um stað. Það töldu flestir víst, að fleira hefði verið áhorfenda ef það hefði verið á almanna vitorði að Schram átti að leika í marki. Akureyringar ljeku allvel á köflum, en úrhellis rigningu gerði er leikur var nýbyrjaður. Yarð völlurinn hrátt illa blautur, og leikmenn ho'ldvotir. Það er því ekki rjett að ásaka neinn þó að leikurinn hafi ekki verið upp á hið besta. Reyln'ísbir knattspy r n umenp þakka Akureyringum fyrir kom- una, en þeir hefðu kosið að veður Iiefði verið betra ,því þá hefði verið meiri ánægja af leikjunum og fleiri áhorfendur á þeim. Finsk-rússnesku ▼iðskiftasamningarnir Viðskifta- og greiðslusamningur hefir verið undirritaður milli Finna og Rússa. Samningurinn gengur í gildi 1. júlí. Paasikivi skrifaði undir fyrir hönd Finna. VígSlubiskup hóf ræðu sína með því að hlutverk kirkjunnar væri hið sánla og áðúr. „Alt vald er tnjer gefið af himni og jörð, voru orð Jesú“, mælti vígslubiskup. „Jesú sKristur á rjett til vor allra“. Hann vildi þó éngan taka með valdi, því að „vjer erum ekki vjelar, vjer er- mn menn .Eignarrjettinn á hann. Eignarrjettinum vill hann ná með kærleika. Orð Jesú hljóma •. Jeg á tilkall til þeirra allra. Farið því og gjörið þá að lærisveinum". Leiðin til þessa er hoðun orðs- ins. Þannig höfðu fyrstu lærisvein- arnir boðskap að flytja. Hver ein- stakur þeirra var boðberi, lrallari. Gríska orðið „martvr“ fól líka í sjer, að hann var vottur, sem va’’ reiðubúinn að fórna lífi sínu fyrir vitnisbnrðinn. Hvað vitnnðu þeir:? Upprisinn frelsara. Þegar læri- sveinarnir kölluðu sjer einú í postulaliópinn, þá var það köll- unarskilyrðið, að hafa. verið vott- ,ur að upprisu Krists. En þeir gengu ekki út og töl- uðu um Guð, þeir fluttu ekki fyrirlestur um eilífðarmáh Þeic höfðu skilaboð frá Guði, sem sjálf- Ur hafði opinberað sig í synhmm Jesúm Kristi. Prjedikun þeirra var því vitnis- burður um Krist. Sá vitnisburður væri í Nýjá- Testamentinu. Nýja-Testamentið væri ein samfeld trúarjátning. ; Orðið um Krist skapaði söfnuð. „Þeir trúðu, þess vegna töinðu þeir“. Þannig var kirkjan þá ecclesia. Ecclesía er orð notað um þá, sem kallaðir eru fram fyrir fjöldann. Þeir hafa tekið á móti orði frá Guði og flytja öðrum. Það sje hlutverk kirkjunnar, eins og standi í II. Kor. 4.—5.: „Ekki oss sjálfa prjedikum vjer, heldur Krist Jesúm sem drottinn. En sjálfa oss sem þjóna yðar vegna Jesú“. Vígslubiskup hjelt síðan áfram : „Þetta. er mein heimsins, að menn hafa prjedikað ágæti manns- FRABQL Á SJÖTTÖ SÍDU,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.