Morgunblaðið - 21.08.1940, Síða 2

Morgunblaðið - 21.08.1940, Síða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ Miðvik 1. ágúst 1940 Bretar taka forust- una í lofthernaðar- .. . | aðgerðum Miklar skemdir í Kiel | og Hannover TVO undanfarna daga hefir dregið mjög úr loft- árásum Þjóðverja á Bretland og í gær er aðeins getið 4 þýskra flugvjela, sem skotnar voru niður yfir Englandi. Bretar hafa hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum á Þýskaland og hernumin lönd i á valdi Þjóðverja. Bresku flugvjelarnar fara í loftárásaferðir sínar aðallega *á nóttunni og í fyrrinótt gerðu breskar flugvjelar m. a. loft- árásir á Kiel, Hannover, rafmagnsstöð hjá Leipzig og um 30 flugvelli í Þýskalandi og löndum á valdi Þjóðverja. ( Endalok þýskrar sprenoiullugvjelar ( s Þýsk sprengjuflugvjel, sem hefir verið skotin niður einhvers- = H staðar í EnglandL Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum. 3 IfillllllllllllllllllllllIlllllinillIIIIIIIIUIIItlllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍÍD Styrfaldaryfirlit Chnrdiills Manntjón Breta 92.000f',~) Hafnbanninu á megin- landið haldið áfram BRETAR hafa, í þá tæpa 12 mánuði sem styrj- öldin hefir staðið yfir, mist 92.000 manns, fallna, særða og tekna til fanga. Langsam- legur meiri hluti eru þó fangar. Borið saman við tjón Breta fyrstu 12 mánuði ófriðarins 1914—1918 er þetta manntjón ekki mikið. 1914 var manntjón Breta 365.000 manns. Winston Churchill forsætisráðherra Breta sagði frá þessu í styrjaldaryfirliti sínu, sem hann flutti í neðri deild breska þingsins í gær. Ræða Churchills bar vott um óbilaðan baráttu- hug og festu. Bretland er nú sterkára en það hefir nokkru sinni verið, sagði ráðherrann. Löftárás var einnig gerð á Bordeaux og Amsterdam. Bret- ar telja sig hafa valdið miklu tjóni í Kiel, þar sem sprengj- ur lentu á neðanjarðarolíu- geýmslustöðvum. BRESKAR FLUGVJELAR YFIR BERLÍN. í Loftárásamerkin voru gefin í Bexlín í fyrrinótt í 100 mínútur. Amerískir frjettaritarar í Ber- lín segja, að tvær breskar flug- vjelar hafi sjest yfir úthverfum Berlínarborgar en aðeins varp- að niður blysum, en engri sjprengju. ; l [Fáar þýskar flugvjelar sáuot yfir Englandi í gær, þó er getið utn loftárás á bæ einn í Essex og á höfn í Suður-Wales. Þýsk flugvjel hrapaði til jarðar í :Ejre. 6 menn voru í flugvjeVinni og björguðust allir lifandi, en fyeir þeirra voru illa særðir og voru fluttir á sjúkrahús, en hin- ir voru teknir til fanga. BRETAKONUNGUR HJÁ PÓLSKUM FLUGMÖNNUM. iV Georg Bretakonungur heim- ^ðtti bækistöðvar pólska flug- tórá'ihs í Englandi í gær. Við það tækifæri var frá því skýrt, að pólskir flugmenn hefðu skotið niður 23 þýskar flugvjel- ar yfir Englandi. Þar af hafði eiiln pólskur flugmaður skotið niður 6 óvinaflugvjelar. |,|[ Fyrstí Bandaríkjamaðurinn í flugliði Breta, sem ferst, var jarðaður í gær. Hann hjet Willi am Fisk og er af kunnri amer- ískri fjesýslumannaætt. Útför ha-ft&'fór fram með mikilli við- höfn og meðal þeirra mörgu er sendu kransa á kistu hans var Beaverbrook lávarður. ^LOTAÁRÁS Á HAUGASUND. Herskip úr breska flotanum heldur uppi skothríð á sam- gönguæðar við Haugasund í Moregi í gær og ollu miklu tjóni, að því er segir í tilkynn- ingu flotamálastjórnarinnar bresku. Svisslendingar verja hlutleysi sitt Sendiherra Svisslands í London hefir borið fram ákveðin mótmæli við bresku stjórnina, vegna þess að breskar hernaðar- flugvjelar hafa hvað eftir annað flogið yfir Sviss á leið sinni til Ítalíu undanfarið. Svissneskt blað, sem ræðir um þessi hlutleysisbrot Breta, segir að alméHHÍngur í Sviss krefjist þess, að skotið verði á erlendar flngvjelar, sem brjóta hlutleysi landsins, úr loftvarnabyssum. Svisslendingar verða, segir blað- ið, áð sýna áð þeim er full alvara í að vera hlutlausir í styrjöldinni og það á ekki að þola af neinum hernaðaraðilum að hlutleysi lands- ins sje skert. Sendiherra Breta í Sviss hefir beðist afsökunar á hlutlevsisbrot- inu. KommúnistaB bandtekKBir i Noregi Ifregnum frá London er skýrt frá því, að nýlega hafi Gestapo-lögreglan þýska handtekið aðalsprautur komm únista í Noregi. Meðal þeirra, sem hand- teknir voru, eru þeir Egede Nissen, formaður kommún- istaflokksins, og Henrik Christianseh, ritstjóri mál- gagns kommúnista í Noregi, Arbejderen. Gestapo-lögreglan gerði hús rannsókn í prentsmiðju komm únista í Osló og lagði á hana löghald, segir í þessari Lund- únafregn, og bönnuðu útgáfu kommúnistablaðsins. Ekki getur frjettin um hvers vegna slegist hefir upp á vinskapinn. ---------Urslit---------- á næstu 3 vikum Amerískur frjettaritari í Berlín símar blaði sinu, að Þjóðverjar búist við að á nœstu 2—3 vikum verði úr því skorið, hvort Þjóðverjar eða Bretar ráði í lofti. Frjettaritarinn segir, að þýskir flugmenn telji að þeir geti á næstu 2 vikiun sigrað breska flugflotann algjör- lega. I Veðurfræðingar telja, seg- ir hinn ameríski frjettaritari, að eftir 2—3 vikur breytist veður í Englandi og haust- þokurnar fari að gera vart við sig, og þá verður alt erf- iðara um loftárásir. Ameríski blaðamaðurinn segir, að í Berlín sje nú minna og minna rætt um inn- rásina í England, en það sje trú manna, að ef innrásin verði reynd, þá verði hún gerð innan þriggja vikna. Bent er á, að Þjóðverjar hljóti að hafa ákveðinn til- gang með því að gera aðal- loftárásirnar á Suður-Eng- land, þar sem sennilega yrði helst reynt að setja hermenn á land. 701 þýskflugvjel skotin niOur slð- an I. ágúst Flugmálaráðherra Breta, Sir Arcibald Sinclair skýrði frá því í gær í breska þinginu, að 701 þýsk flugvjel hafi verið skotin niður síðan 1. ágúst. Flugvjelatjón Breta sagði ráð herrann vera á sama tíma lð2 flugvjelar og þar með sjeu taldar þær flugvjelar sem farist hafa í loftárásum á Þýskaland og lönd, sem Þjóðverjar ráða yfir. Mismunurinn á tjóninu er þó meiri hvað flugmenn snertir. Við höfum, sagði Sir Arcibald, mist 300 flugmenn í ágústmán- uði, en Þjóðverjar 1500. Aðeins eru taldar þær flugvjel- ar, sem full vissa er féngin fyrir að hafa farist, en ekki sá mikli fjöldi flugvjela, sem vit- að er að hafa stórskemst og ábyggilega hafa ekki náð heim til bækistöðva sinna. Flugmálaráðherrann sagði, að fullyrðingar Þjóðverja um, að þeir hafi skotið niður 800 breskar flugvjelar á 10 dögum FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Churchill hóf ræðu sína á því, að bera saman styrjöld þá, sem nú geysar og styrjöldina 1914—1918. Núverandi styrj- öld væri styrjöld tækninnar, vís indanna, og baráttuhugarins. Styrjöldin 1914—1918 hefir verið styrjöld stáls og blóðs. STRÍÐ TÆKNINNAR. 1 heimsstyrjöldinni hefðu miljónir hermanna staðið svo að segja andspænis hver öðrum í 4 ár og barist með stáli. Slátr- unin hefði verið miskunnarlaus. Nú gegndi öðru máli, því nú væri það tæknin og hugur fólksins sjálfs, sem ráða myndi úrslitumj Churchill sagði, að síðan er Þjóðverjar hröktu Gyð- inga úr landi sínu hefði vís- indalegar framfarir komist á hærra stig í Englandi, en eru í Þýskalandi nú. 1 styrjöldum nútímans eru afleiðingarnar ógurlegri en nokkru sinni, sagði Churchill, því að öll þjóðin tekur þátt í þeim — hvert þorp er virki —. Churchill kvað brautina til sig- urs ef til vill ekki eins langa og margir ætluðu, en menn mætti ekki reiða sig á neitt í þessum efnum, heldur búa sig undir langa styrjold. Nú væri svo komið, að engir þeirra, sem hefði talað um frið, töluðu um annað en styrjöld, 2—3 ár í lífi manna eru ekki langur tími, ^ lífi heilla þjóða ekki neitt. Vjer verðum að hugsa um annað en verjast, — vjer verðum að miða að því, að sækja á — greiða þung högg og stór. Vjer höfum víggirt land vort — og hjörtu vor, sagði Churchill . Jeg held, sagði Churchill, að stríð það, sem nú er háð, eigi betur við okkur Breta. Við get- um barist þeirri baráttu óend- anlega. Heimurinn er með okk- ur og vinátta okkar við Banda- ríkin mun hjálpa oss til að sigra. HAFNBANNIÐ ÓHAGGAÐ. Um hafnbannið sagði Chur- chill, að það væri ásetningur bresku stjórnarinnar að strangt hafnbann yrði áfram í gildi, ekki að eins að því er Þýska- land og Ítalíu snerti, heldur og öll önnur lönd, sem Þjóðverjar hefði lagt undir sig. Churchill kvaðst hafa lesið um það í blöðunum, að Hitler FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.