Morgunblaðið - 21.08.1940, Síða 7

Morgunblaðið - 21.08.1940, Síða 7
Miðvikudagur 21. ágúst 1940 MORGUNBLAÐIÐ 7 Ágúst H. Bjarnason 65 ðra i gær Prófessor Ágúst II. Bjarnason varð 65 ára í gær. í tilefni af því var honuni og konu hans haldið fjölment samsæti í gær- kvöldi í Oddfellowhöllinni og sátu það nál. 100 manns. Rektor Há- skólans, próf. Alexander Jóhann- essoh, stýrði sainsætinu og flutti fyrstu ræðuna fyrir heiðursgest- inum. Gat hann þess, að próf. Ágúst væri nú einasti kennarinn við Hóskólann, er starfað hefði frá þyrjun, eða síðan 1911. Heim- spekideild hefði nýlega einróma óskað, að hann hjeldi áfram störf- um við Háskólann, því að með 65 árá aldri væri mönnum heimilt hð láta af embætti, en heiðurs- gesturinn væri enn ungur og með óhilað starfsþrek. Síðan rakti hann starfsferil próf. Ágústs, gat rita hans, er hann hefði samið á ungá aldri „Yfirlit um sögu tnannsandans", er hefði haft geysiléga þýðingu á sínum tíma og opnað glugga að Evrópumenn- íngunni, enda hefði þessi rit verið íesin um land alt. Þá gat hann fræðirita hans og kenslubóka í sálarfræði, rökfræði og siðfræði, ennfremur hinna mörgu opinberu fyrirlestra hansj er hánn hefði flutt við Háskólann í nærfelt 20 ár og hefði enginn háskólakenn- ari komist til jafns við hann um þessa starfsemi. Hann hefði verið ritstjóri Iðunnar í 8 ár og meðrit- stjóri Yöku í ,3 ár, ritað fjölda fræðandi greina í innlend og er- land tjmarit og hefði auk þess unnist tími til að gegna skóla- stjórastörfum við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur um allmörg ár. I starfi sínu við Háskólann hefði hann verið fyrirmynd annara um reglusemi og öll störf hefði hann unnið af alúð og samViskusemi, og væri Háskólanum því ánægja að minnast þess afmælis hans. Meðal annara ræðumanna voru próf. Sigurður Nordal, síra Frið- rik Halgrímsson, er mælti fyrir minni frúarinnar, próf. Árni Páls- son, er mælti fyrir minni barna prófessorshjónanna, Gunnlaugur Einarsson læknir, Guðm. Hannes- son prófessor, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, de Fontenay sendi- herra, er talaði m. a. um hin frjálsu vísindi, í tilefni af ræðu er heiðursgesturinn hjelt, þar sem hann mintist á námsár sín í Dan- mörku, og hverra áhrifa hann hafði notið frá Harald Höffding og Troels Lund. Tók heiðursgest- urinn þrisvar til máls. Hjalti Jónsson mælti fyrir minni Hákon- ar skógræktarstjóra. Síldveiðin heldur áfram FEAMH. AF ÞRIÐJU BÍÐU — Síldin verður tekin til vinslu af íslensku skipunum, en keypt af hinum erlendu fyrir þetta ákveðna verð, 9 kr. — Búist þjer við, að síldar- flotinn haldi áfram að veiða, eftir að verðið á fersksíldinni hefir þannig verið lækkað? — Jeg tel ekki ólíklegt, að sum hinna stærri skipa 'hætti og fari á ísfisksveiðar. En við það rýmkast hjá verksmiðjun- um, minni töf yerður við af- greiðslu skipanna og bætir af- komu þeirra og vegur nokkuð upp á móti hinu lækkaða verði. Jeg tel því líkur til, að smærri skipin haldi áfram síldveiðum, a. m. k. meðan veiðin er eins mikil og nú, enda er hlutfalls- lega ódýrara fyrir þau að halda áfram, þar sem þeim hefir ver- ið trygð sæmileg afkoma með veiðinni undanfarið. — Búist þjer við, að veiðin standi lengi, ef ekkert lát verð- ur á síldinni? — Um það get jeg ekkert sagt á þessu stigi, svarar ráð- herrann. Það veltur vitaskuld fyrst og fremst á bönkunum, hve lengi þeir sjá sjer fært að lána fje til útgerðarinnar. Á hitt ber og að líta, að seinustu daga þessa mánaðar,.— eða frá 25. til ,30. — verða allir lýs- istankar verksmiðjanna orðnir fullir, nema á Hjalteyri, og kemur þá stöðvunin af sjálfu sjer, ef ekki tekst að fá tank- skip nógu snemma. Miklar von- ir eru til, að þetta takist, enda hefir ríkisstjórnin unnið að því af kappi um langt skeið, að fá slíkt skip. En, sem sagt, segir ráðherr- ann að lokum, alt er í óvissu um framhald veiðinnar, enda ber tilkynning verksmiðjanna það með sjer, að þetta gildir aðeins fyrst um sinn, eða þar til öðru vísi verði ákveðið. ★ Það er mjög gleðilegt, að eigi þurfi að stöðva síldveiðarnar, fyrst síldin er svo örlát við okk- ur, að hún er enn í þykkum torfum fyrir öllu Norðurlandi. Þótt útborgunarverðið fyrir fersksíldina hafi verið lækkað talsvert, þarf það ekki að koma að sök fyrir íslensku skipin, því að síldin verður tekin af þeim til vinslu. Gangi vel með sölu afurðanna, fá sjómenn og út- gerðarmenn uppbót síðar. Aðalatriðið er, að skiþin þurfi ekki að hætta veiðum og hverfa heim, meðan nóg er af síld á miðunum. Þetta er trygt, í bili, og því ber að fagna. FLUGVJELATJÓNIÐ FRAMH. AF ANNARI SÍDU sjeu samskonar og fullyrðingar þeirra um tjón breska flotans. Væru tilkynningar Þjóðverja rjettar um tjón breska flotans ættu Bretar nú ekki nema 4 kaf báta, 63 tundurspilla, 3 flug- vjelamóðurskip o. s. frv. Dagbók Nætnrlæknir er í nótt Páll Sig- urðsson, Hávallagötu 15. Sími 4959. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. 50 ára hjúskaparafmæli eiga í dag hjónin Margrjet Sigurðar- dóttir og Guðmundur Guðmunds- son, Grettisgötu 70. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 8%, ef veður leyfir. Stjórnandi A. Klahn. tJtvarpið í dag: 20.30 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögum (V. Þ. G.). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett eftir Haydn (Op. 20, D-dúr). Vildi stöðva stóru skipin Afundi stjórnar Síldarverk- , smiðja ríkisins í gær, bar Sveinn Benediktsson fram svo- hljóðandi tillögu, sem var feld: „Þar sem sjáanlegt er, að það síldarmagn sem síldarverksmiðj- urnar í landinu geta tekið á móti það sem eftir er þessarar vertíðar er mjög takmarkað, samþykkir stjórn S. R. að leggja það til við ríkisstjórnina, að hún gefi nú þeg- ar út bráðabirgðalög um að þau síldveiðiskip, sem stærst eru, sjeu látin hætta síldveiðum nú þegar og sje þar miðað við þau skip. sem úr einni veiðiför hafa landað 100() málum eða meira. Hinsvegar sje haldið áfram að taka á móti bræðslusíld af hinum smærri skip- um og afla þeirra miðlað á milli yerksmiðjanna eftir því sem þær geta tekið á móti honum“. Minningarorö um Hjálmar Eiríksson verslunarstjóra Með „Laxfossi“ í dag verður flutt til Vestmannaeyja lík Hjálmars heit. Eiríkssonar versl- unarstjóra úr Vestmannaeyjum, en hann ljest að Vífilsstöðum þ. 18. þ. m. Hann var á besta aldri, eða um fertugt, er hann ljest, en háfði legið nokurn tíma undan- farið nokkuð þungt haldinn. Með honum er horfinn úr hópi ökkar yngri Vestmannaeyinga einn af okkar bestu drengjum, og ntun hans saknað, ekki einungis af aðstandendum hans og nán- asta vénslafólki, heldur öllum, sem á' nntiað borð nokkur kynni höfðu af honum. Öll framkoma Hjálfars heit., látbragð hans og hegðan var til fyrirmyndar, yfir- lætislaús; kurteis og hæglátur. Hann ' háfði undanfarin ár veitt fófstöðu raftækjaverslun Har. Ei- ríkssónár í Vestmannaeyjum og inti hann það starf af hendi með sinhi álkunnu alúð og samvisku- semi í hvivfetna. MeðJ Hjálmari er í valinn fall- inn einn þessara tryggu, góðu, falslausu drengja, sem verða hvers manns hugljúfi, sem þeim kynnast, og sannarlega er jeg viss um, að skarð það, sem frá- fall hans hefir valdið, verður seint bætt. O. B. Auglýsing frá ríkisslfórninni Ríkisstjórnin hefir samið við bresku mynt- sláttuna um að slá íslenska skiftimynt og mun vera von á henni hingað eftir ca. 2 mánuði. * Með því að eins og stendur er hörgull á skiftimynt, en allmikið af henni mun liggja i sparibaukum þeim, sem bankarnir hafa selt, eru það tilmæli ríkisstjórnarinnar til almennings, að eigendur sparibaukanna leggi hið allra fyrsta innihald þeirra inn í bankann. Ennfremur eru það tilmæli til fyrirtækja þeirra, sem nota skiftimynt í viðskiftum sínum að nokkru ráði, að þau afhendi daglega í bank- ana alla þá skiftimynt, sem þeim er auðið að missa vegna viðskifta sinna. Umbúðapappír 20, 40 og 57 cm. rúllum fyrirliggjandi. Eggerf Kristfánsson & Co. h.f. Reykjavfk - Akureyrí FÁi >i?:. _ Ilraðferðir alla^daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs i - »■ ■ LITLA BiLSTOBIN Er nokkuB stór. UPPHITAÐIR BÍLAR. Vegna jarðarfarar verður búðin lokuð allan dagftnn á morgun. Marteínn Eínarsson & Co. Það tilkynnist vinum og ættingjum, að jarðarför konunn- ar minnar, dóttur og systur, KATRÍNAR GÍSLADÓTTUR, fer fram föstudaginn 23. þ. m. frá heimili hennar, Reynimel 48, kl. 1.30. Athöfninni verður útvarpað. Karl Ó. Frímannsson. Oddný Oddsdóttir og systkini. Hjer með tilkynnist, að okkar hjartkæra móðir, HANSÍNA MÖLLER, andaðist að heimili sínu, Óðinsgötu 7, 20. þ. m. Fyrir hönd systkinanna. Vilhjálmur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.