Morgunblaðið - 30.11.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1940, Blaðsíða 6
I « MORGUNBLAÐIL Laugardagur 30. nóv. 1940. Minning Fanny Kartz Klahn Hún var fædd í Hamborg 15. júní 1886. Móðirin yar á ferð, talaði eitthvert mál Éem enginn skildi; ferðinni var haldið áfram, en meybarnið var gefið auðugum hjónum af gyð- inga ættum. Æska Fannyar var þæði blómleg og fögur. Skort- ur vár enginn og hún naut hinn- ar ágætustu menntunar, og að öllu leyti ástríkis fósturforeldra sinna, sem reyndust henni sem væri hún þeirra eigið barn. Hér varð þó breyting á. Þegar Fanny var 22 ára, þá ljest fóstra hennar, en rjett fyrir andlátið ljet hún Fanny vita, að hún væri fósturbarn henn- ár aðeins. Nú hafði Fanny þeg- ar lokið námi á tónlistarskól- anum og þar að auki fengið ^inkatíma hjá frægustu kenn- úrum, sem þá voru, svo nú hafði hún hafið starf sitt og hlotið mikla aðdáun sem píanó- leikari, og ljek nú undir hjá mörgum þektum söngvurum. Öll blaðaummæli frá þeim tíma, sem geta um tónleika þá sem Fanny tók á einn eða ann- an hátt þátt í, eru mjög á einn veg um að hún hafi orðið sjer til mikils sóma. Sjerstaklega er oft minnst hinnar lipru tækni hennar og hið hreinlega píanó- spil. Svona var Fanny líka sjálf, í öllu hrein, framkoma hennar og umgengni við alla menn var svo fáguð, geðsmun- ir hennar svo prúðir, jeg ýki það ekki, ef jeg fullyrði, að henni sinnaðist aldrei við nokk- urn mann, þetta segi jeg af reynlsu, eftir að hafa verið sumpart samverkamaður Fann- yar, og hafa þekt hana vel í 15 ár. Árið 1925 kom Fanny inn á annað svið tónlistarinnar, þar ■sem hún kyntist hr. Albert _ Klahn. Á þeim árum stóð þann- ig á fyrir honum, að örlögin Ijeku þennan þátt lífs hans á annan hátt en ætlað var, og Teyndist Fanny honum sem besti vínur í raun. Þau giftust 29. nóv. 1930. Mjer er vel kunn- ugt um að Klahn ber mjög letningarfult þakklæti í hjarta til konu sinnar fyrir samver- una. Hún var manni sínum; skær stjarna, sem vísaði hon- um leiðina út úr þokunni. Hún var óskift og hennar æðsta un- un var að veita öðrum og gefa, alt gaf hún af öllu hjarta. — Hinar löngu og þungu þján- ingar sínar bar hún svo undur- samlega vel, og þegar hún tal- Fanny Klahn. aði um þær, v^’ það í frásagn- artón, en ekki’ kvörtunar. Áfanginn er nú á enda, — hingað kom hún á ferð, þján- ingunum er lokið, hin mikla ferð heldur nú áfram. Hún kvaddi rólega sátt við alla, sá að ferðin var undirbúin, og mjer virðist að vel mætti lesa úr augum hennar, áður 6n þau brustu, þessi orð skáldsins: Gute Nacht, ihr Freunde, ach wie lebte iéh gern Dass die Welt so schön ist, dankte ich Gott dem Herrn. Meine Lust ist Leben, doch sein Will’ gescheh’, dass *’ ich schlafen geh’! Við mennirnir skiljumst hjer aðeins stutt andartak; okkur setur hljóða, og undrandi ó- svöruð spurning er á vörum okkar, én það mun stafa af því að við erum of skamt á veg komnir enn til að skynja hrað- flug tímans og mikilleik ei- lífðarinn^r. 29. nóv. 1940. Þórh. Árnason. Franski herinn mink- aður í 100.000 manns A merískir frjettaritarar í Berlín síma blöðum sín- um í gær að Þjóðverjar munu krefjast þess af Vichy stjórn- inni, að hún minki fastaher sinn í 100.000 manns. Ekki er tekið fram hve stór nýlenduher Frakka megi vera. Eins og kunnugt er var fasta her Þjóðverja eftir síðustu heimsstyrjöld ákveðin 100.000 manns. Enn fremur telja amerískir frjettaritarar í Berlín að Þjóð- verjar krefjist þess að Frakk- ar afvo^nist á öðrum sviðum í sama hlutfalli og fastaher- inn verður minkaður. Kanpl og «el allskonar verðbrfef og Ittsteflgnflr. TH viðtals kl. 10—12 alla virka daga og endranær eftir aamkomulagi. — Símar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTEINSSON. DANSLEIK heldur West Yorks laugardaginn 30. nov. að Hálogalandi frá kl. 7.30—11.30. — Aðgangur ókeypis. Dömur og vinir eru velkomnir. Bílar verða til taks til Reykjavíkur þegar dansleiknum lýkur. Rafmagnið FRAMH. AF ÞBIÐJU SÍÐU. tíminn, sem bægt er að fram- kvæma á viðgerð háspennu- strengja. — Þjer sögðuð, að Rafmagns- veituna vantaði nýja spenna, verð- ur ekki hægt að ráða bót á því? — Þegar eftir að sýnt var, að vandkvæði yrðu á að fá afgreidda efnispöntun frá Danmörku og Sví- þjóð, voru pantaðir nýir spemiar frá Englandi. Þeir áttu að koma í september, en afgreiðsla þeirra hefir dregist mjög á langinn, Síð- ast var þeim lofað með Brúarfossi nú fyrir viku, en þetta brást. Eu nú er gert ráð fjrrir, að þeir komi með næstu skipum frá Englandi og við vonum, að það bregðist ekki. f haust hafa farið fram þær endurbætur annarsstaðar á raf- taugakerfinu innanbæjar, að ggrt er ráð fyrir að hægt verði að mæta því álagi sem mest verður í vetur. Enda æfti álagið að vera komið á hástig um þetta leýti, að uhdanskilinni jólavikunni, seih alÞ af hefir verið áiagabæsta vika árs- ins. Veltur því á miklu, að sþenn- ar og raftæki þau, sem pöntuð hafa verið, komi í tæka tíð, svo tími vinnist til að koma þeim upp. — Er fleira að geta í sambandi við þetta mál? — Geta má þess að lokum, segir Steingrímur rafmagnsstjóri, að upp á síðkastið hafa veríð tíðar bilanir á stofnvörum húsa. Stafa þær yfirleitt af því, að of mikið er lagt á stofntaug hússins. Hús- eigendur athuga ekki, að láta setja gildari stofntaug, þegar notkunin í húsinu eykst. Vörin í stofnvars- kössum húsanna, s.em Rafmagns- veitan .4 og annast viðhald á, mið- ast eingöngu við gildleika stofn- taugarinnar. Þau verða ekki stækkuð nema gildari taug verði sett í stað þeirrar gömlu. Þetta þurfa húseigendur að athuga. Rúmenía FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. væru aðeins örfáir hrjálaðir menn, sem stæðu fyrir þessum hryðju- verkum, en rúmenska þjóðin hefði fyrirlitningu á verknaði þeirra og öllu athæfi. í 2000 ár, sagði Tilea sendiherra, hefir Rúmeníá Verið á krossgötum flestra innrásarherja í álfunni, en rúmenska þjóðin hefir jafnáh rfs-' ið upp á riý þótt hún hafi véfið fjötruð í bönd ófrelsis um stund. Þannig mun og einnig verða nú. Níutíu og níu af hverjum hundr- að allra Rúmena vonast eftir og biðja fyrir sigri Breta, því að rúmenska þjóðin veit, að aðeins ef Bretar sigra þá er sjálfstgpöi hennar trygt. > Rúhaenska þjóðin mun nú sem fyr standast þær raunir, sem á hana eru lagðar og sigrast á erfið- ieikunum, og verða á ný tekin í tölu siðaðra þjóða í Evrópu. Það varð kunnugt í London í gær, að meiri hluti starfsmanna rúmensku sendisveitarinnar í Lond on hefir sent rúmensku stjórninni orð og tilkynt að þeir muni láta af 'embættum vegna atburðanna í Rúmeníu undanfarna daga. • B KJ£F • Málaleitan Veitingamanna fjelags Reykjavíkur Herra ritstjóri! ¥ vrir nokkru síðan las jeg eftir- * farandi tilkynningu í einu ar daghlöðum bæjarins : „Veitingamannaf jelag Reykja- víkur hefir sent bæjarráði erindi, þar sem farið er fram á, að bæ.j- arstjórn dragi að sjer hendina, um að veita meðmæli til veitinga levfa“. Þannig hljóðaði þessi tilkynn- ing. En þetta varð til þess að jeg fór að grenslast eftir hvaða fje- lagsskapur þetta væri, og niður- staðan Varð sú, að hjer ætti hlut að máli fjelagsskapur veitinga- manrík þeirra, er allflestir hafa risið upp eins og gorkúlur á haug, síðan breska setnliðið kom hjer til landsins, s.l. vor. Enda þó'tt þarna kunni að vera einhverjai- undan- tekningar. Jeg hefi át-t tal við menn, sem erú í hinu éiginlega fagfjelagi veitingamanna og kannast þeir ekkert við þenna fjelagsskap, það kemur því úr hörðustu átt, þegar þessir mehn fara fram á að bæj- arstjórn haldi hlífiskildi 'ýfir fje- lagsskap þeirra, með því að tak- marka veitingaleyfi framvegis. Undanfarin ár hefir Matsveina- og veitingaþjónafjelág íslánds beitt sjer fyrir því að hjer á laridi risi uþp stjett matsveiha óg veit- ingaþjóna, sem værn starfi sínu vaxnir, og nú er svo vel á veg komið að f.jeiag vort er komið inn í Iðnsambandið, og mU'ii því senn líða að því, að nemendur í þessum fögum gangi í Tðnskóla og útskrif- ist þaðan sem sveinar. Eftir að þeir hafa unnið að veitinga- og matsveinastörfum það lengi að þeir hafi öðlast meistara- rjettindi, þá eru það að sjálf- sögðu þeir, sem eiga að fá veit- ingaleyfi, en ekki menn á borð við þá sem standa að veitinga- mannafjelagi því, sem nú rekur meginþorra þeirra staða er eiga alt sitt líf undir breska setuliðinu. Þetta vona jeg að háttvirt bæj- arráð athugi áður en það tekur tillit til óska fyrnefnds fjelags- skapar. Þá hefi jeg einnig heyrt að þau veitingaleyfi, sem nú hafa verið lát ih í tjé, sjeu því skilyrði bundin, að þau falli niður þegar „ástand- ið“ bréytist. Það er, að þau falli niður þegar setuliðið hverfur á brott hjeðan, hveriær sem það verður. Ef svo er, þá má segja að bæjarstjórn hafi farið skynsam- lega leið í þessum málum. Þegar Álþingi kemur saman næst,' vomirv jeg að M. Vf F. í. vinni að því ,að frumvarp til laga um þessi efni verði flutt í þing- inu, og er jeg ekki í neinum vafa um að það nái fram að ganga. Og ætti þá þessi fjelagsskapur hinna svokölluðu veitingamanna, sem nú ákallar bæjarstjórn um vernd sjer til handa, að falla um sjálfan sig. Því það er til lítils fyrir okkur, sem erum fjélagar í M. V. F. í. að berjast f nr meiri | að loknu námi ætti að leggja hindranir á braut okkar, er við vildum reyna að koma á fót s.jálf- stæðum atvinnurekstri í iðn okk- ar. Stgr. Jóh. Bætt samvinna með Rússum og Bandaríkja- mönnum Sumner Wells, aðstoðarutan- ríkismálaráðherra Banda- ríkjanna ljet svo um mælt í gærkveldi, að viðtöl hans og sendiherra Rússa í Washingtoii s. 1. miðvikudag hefðu farið fram í mesta bróðerni og að fram hafi komið í samtölunum gagnkvæmur skilningur á hags- munum og þörfum Rússa og Bandaríkjamanna. Sumner Wells sagði að á- kvörðun Bandaríkjanna, að hafa fastan verslunarfulltrúa í Vladivostock myndi hafa í för með sjer aukin verslunarvið- skifti milli Rússa og Banda- ríkjamanna. Ráðherrann sagði, að annar viðræðufundur væri ákveðinn mjög bráðlega milli sín og sendiherra Rússa. de Gaulle FRAMH. AF ANNARI SÍÐU Hann hvatti alla Frakka til að halda baráttunni gegn Þjóð- verjum áfram og ljet í ljósi ör- ugga sigurvon. Hann sagði, að hugsjón sín og þeirra manna, sem berðust áfram væri að vinna svo vel að sigri banda- manna, að hægt væri að segja að leikslokum að Frakkar hefðu átt sinn þátt í sigrinum. Grikkland FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Miðjarðarhafi og í Afríku undan- farma daga. Hafa það aðallega verið flugvjelar flotans, sem gert hafa árás- imar með aðstoð herskipa. Gerð var árás á hafnarborg á Tólfeyjunum, á Triopolis og á hafnarborg í Eritreu. Telja Bretar mikla árangra hafa náðst í árásum þessum. f minningargreininni um Ólaf heitinn Einarsson í Morgunblaðinu í gær, var sagt að Ólafur hefði andast að IGárðbæ í Hafnarfirði, en' átti að vera Höfnum. Leikfjelag Reykjavíkur biður biaðið að vekja at.hygli á því að „Loginn helgi“ verður sýndur kl. 3 á morgun. Annað kvöld verður engin sýning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.