Morgunblaðið - 03.01.1941, Síða 5
Föstudagur 3. janúar 1940.
l Útgef.: H.f. Árvakur, Keyíjavia
Rltatjörar:
Jön Kjartanaacn,
Valtýr Stef&naaon (ábyrgBara.' >,
' aug.lýeingar: Árnl Óla.
| Ritatjörn, auglýai.sar ct af*mrt«ete,.
Austurstrætl 8. — Sfaat 1800
Áakrlf targ jald: kr. 8,50 á aaánuOi
innanlanda, kr. 4,00 utanlanda.
f lausasölu: 20 aura elntaklO.
25 aura meO læsbök.
Verkfallið
Tj^RÁ því í vor, að ísland var
hernumið, hefir það hvað
• eftir annað komið í ljós, að
ýmsir menn hafa átt erfitt með I
að átta sig á því, hve geysilega
margar* aðstæður í landinu eru
breyttar. Menn hafa einblínt
nokkuð mikið á fje það, sem
þjóð og einstaklingum hefir
borist í hendur, án þess að gera
sjer fulla grein fyrir því, hve
sá afli getur allur orðið skamm-
vinnur. í landinu er her manns,
mannfjöldi mikill, sem lýtur
öðrum lögum, öðrum reglum en
landsmenn, og hefir í verkum
sínum og framkvæmdum ó-
skyld sjónarmið en þau, sem
við íslendingar eigum að venj-
ast.
En þrátt fyrir alt þetta hefir
þessi framandi aðili orðið í bili
mikill vinnuveitandi í landinu.
Er talið að hann hafi nú fram
að áramótum haft um 4000
manns í þjónustu sinni, af því
%, eða alt að helming hjer í(
Reykjavík og nágrenni.
Eftir þeim upplýsingum, sem
blaðið fekk í gær, um það,
hvað fram fór á fundi Dags-
brúnar á sunnudaginn var, má
telja víst, að samþykt þessa
fundar, sem varð til þess, að
vinnustöðvun hófst í gær, hafi
verið miðuð við það, að hinn
framandi vinnuveitandi ljeti sig
litlu eða engu skjfta hvaða
kaup hann greiddi þeim ísl.
mönnum, er hann rjeði í þjón-
.ustu sína.
Að vísu má búast við því, að
þessi skilningur hafi ekki verið
eins almennur á fundinum og
fram kom, því kommúnistar
höfðu sig þar mjög í frammi.
En allir vita, að það væri þeim
<einkar kærkomið, ef fjelags-
ískapur verkamanna yxði óbein-
ílínis til þess, að verkamenn
töpuðu þeirri atvinnu, sem þeir
hafa haft í sambandi við her-
námið.
Blaðinu er ókunnugt um,
hvað næsta sporið verður í
þessu máli. En að hjer er al-
vara á ferðinni sjest best á
brjefi því, sem breska sendi-
ráðið sendi ríkisstjórninni í
gær, þar sem þannig er komist
að orði, að ef vinnustöðvunin
heldur áfram, geti svo farið, að
ógerlegt yrði með öllu að ráða
íslenska verkamenn í vinnuna.
Mörg fjelög hafa gert samn-
inga við vinnuveitendur um
það, að kaupið skuli framvegis
miðast við fulla dýrtíðaruppbót.
Hefir því verið haldið fram
bæði hjer og annarstaðar, að
sú lausn sje eðlileg. Það væri
mjög æskilegt, að Dagsbrúnar-
menn fyndu sem fyrst hvaða
ábyrgð þeir taka á sig, gagn-
vart sjer og þjóðfjelaginu, með
því að snúa baki að þ;-im grund
-velli.
Morgttnbíaðíð hefír snútð sjer tíl nokkurra manna og fengíð h}á
þeim stuttorða timsögn þetrra ttm það, sem þeím er efst t httga
ttm áramótín, um áríð sem leíð og það sem framttndan er —
■ft'
t.amótdhugle öingar
5
Hallgrímur Benediktsson, form. Verslunarráðs:
Bjami Benediktsson, borgarstjóri:
Hagstæður verslunarjöfnuður,
en á svikulum grundvelli
Um undanfarin áramót hafa
birst hjer í blaðinu skýrsl-
ur frá íormanni Verslunar-
ráðsins um verslun okkar við
útlönd á hinu nýliðna ára, við-
skifti við einstakar þjóðir og
ýmislegt annað verslunina varð-
andi.
Nú í ár eru engar skýrslur
birtar um þetta efni, og því ekki
hægt að fá þetta venjulega yf-
irlit. En er blaðið sneri sjer í
gær til Hallgríms Bencdikts-
sonar formanns Verslunarráðs-
ins og spurði hann um þessi
mál, þá komst hann að orði á
þessa leið:
Enda þótt ekki liggi fyrir
skýrslur um utanríkisverslunina
eða viðskifti okkar við einstak-
ar þjóðir á hinu nýliðna ári,
mun óhætt að fullyrða, að
verslunarjöfnuðurinn verði nú
hagstæðari, en hann hefir
nokkru sinni áður verið.
í nýútkomnum reikningum
bankanna sjest, að þeir eiga
nú innstæður erlendis, sem
námu 1. desember síðastl. 42,9
miljónum króna, og hafði að-
staða þeirra gagnvart útlöndum
þar með batnað um 56,4 milj.
króna frá því 1. desember 1939.
Þá má geta þess, að í viðtali,
sem fjármálaráðherrann, Jakob
Möller átti nýlega við Morgun-
blaðið, skýrði hann frá því, að
á 11 mánuðum ársins hefði
verslunarjöfnuðurinn verið orð-
inn hagstæður um ca, 50 milj.
króna.
Þessi hagstæði verslunarjöfn-
uður er einkum því að þakka,
að mikill. útflutningur hefir
verið, sjerstaklega á ísuðum
físki, samfara því, að verðlag
ýmsra útflutningsafurða okkar
hefir hækkað mjög frá því, sem
áður var. En einnig kemur hjer
til greina, að magn innflutn-
ingsins á þessu liðna ári, er á-
reiðanlega talsvert mikið minna
en það var á árinu 1939, og
þykir mjer ekki ósennilegt, að
innflutningurinn sje aðeins nú
60% að magni til, af því, sem
hann var þá. Þetta kemur til af
því, að mjög hefir dregið úr
innflutningi heilla vöruflokka
og er þar fyrst að nefna bygg-
ingarefni. En einnig hefir dreg-
ið úr innflutningi ýmsra annara
vörutegunda.
Þykir mjer sjerstök ástæða til
að benda á þetta atriði, þegar
þess er gætt, að nú er hjer í
landinu fjölmennur her, sem að
vísu flytur megnið af þeim vör-
um sem hann þarfnast, sjálfur
til sín, en kaupir þó nokkuð af
nauðsynjum sínum af innlend-
um birgðum.
En hvernig teljið þjer að af-
koma íslenskra kaupmanna hafi
yfirleitt verið á árinu?
— Jeg held að hún hafi ver-
ið nokkuð misjöfn, en þó yfir-
leitt í meðallagi. En þess ber
þó að geta, að kaupmenn hafi
átt við ýmsa mikla ei'fiðleika
að stríða, sem eigi rót sína að
rekja til ófriðarins og afleið-
ínga hans. T. d. má minna á
það, að í ár hafa lönd, sem við
á árinu 1938 keytpum um 70%
af innfluttri vöru okkar frá, nú
lokast að öllu leyti. Sama er að
segja um utflutninginn. Útilok-
að er nú að flytja til landa sem
1938 keyptu 60% af útflutn-
ingi okkar.
Af þessu hefir leitt, að inn-
flytjendur og útflytjendur hafa
orðið að leggja inn á nýjar
brautir og afla sjer nýrra sam-
banda, en slíkt veldur altaf erf-
iðleikum í byrjun.
Hallgrímur Benediktsson.
Sr. Bjarni Jónsson:
„Hlífi þjer, ættjörð, Guð í sinnimildi"
Arin mættust. Skaut þá þeirri
hugsun upp hjá mjer, að það
he;fði átt vel við, að stjórnendur
og leiðtogar þjóðarinnar liefðu
gengist fyrir þakkarhátíð nú um
áramótin, og á þeirri stund hefði
verið við það kannast, hve vel
hinni íslensku þjóð liefir vegnað
á árinu 1940. Yæri það ekki vel
til fallið, að kirkjustjórnin á-
kvæði almennan bænadag, svo að
menn á heilögum stundum gætu
um það hugsað og fyrir það þakk-
að, að farið liefir verið að oss
með góðu?
Daglega höfum vjer heyrt um
hörmungar utan úr heimi. En oss
hefir verið hlíft. Atvinnuvegir
hafa hepnast og heill hlotnast
mörgum heimilum og einstakling-
En nú vaknar hjá injer þessi
spurning: Erum vjer svo miklu
betri en aðrir I Eigum vjer öðr-
um fremur skiiið frið og farsæld?
Jeg svara mjer sjálfum, að jeg
get ekki sjeð, að vjer sjeum betri
en aðrir. Er ekki smámynd af
því, sem gerist úti í heiminum,
einnig til 'hjá oss? En ef smá-
myndin skyldi vera í fórum vor-
um, er þá ekki hægt að fá hana
stækkaða? Ef öfund og kuldi á
völ á góðu húsaskjóli vor á með-
al, gæti einnig hjá oss orðið stríð,
ef vjer værum vopnaðir og vær-
um í nábýli við vopnaðar þjóðir.
Vjer höfum á liðnu ári verið
áhorfendur að böli annara. En er-
um Afjer algerlega án saka, hrein-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
„Stundarábaii, ekki til frambúðar*
Hið nýliðna ár var hagstætt
fyrir afkomu bæjarsjóðs
Reykjavíkur. Tekjur hans hafa
innheimfst mun betur en áður og
gjöldin til atvinnubótavinnu og
fátækraframfæris stórlega minkað.
Undanfarið hefir mikið verið um
það rætt, hvernig unt væri að
draga úr ofurþunga þessara út-
gjalda. Hafa margar nefndir um
það fjallað og margar tillögur
komið fram. Þeir, sem málunum
eru kunnugir, hafa ætíð talið, að
þótt einhverju mætti eflaust á-
orka með betra eftirliti og öðru
fyrirkomulagi styrkveitinga, þá
mundi það eitt aldrei nægja til
bjargar. Það eina, sem dygði, væri
aukning atvinnunnar. Reynslan
hefir nú áþreifanlega sannað, að
þetta er rjett.
Á þessu ári hefir vinnan farið
sívaxandi og. hagur bæjarsjóðs
batnað að sama skapi. En atvinnu-
aukningin stafar að verulegu leyti
af óheilbrigðum ástæðum, en ekki
af heilbrigðu innlendu atvinnulífi.
Batinn sýnist því trauðlega geta
verið til frambúðar nema frekar
verði að gert. Enn verður því að
haga allri opinberri fjárstjórn me5
það fyrir augum, að voðinn geti
skollið yfir á ný, áður en varir, og
allir þeir, sem þess eru megnugir,
verða að vera því viðbúnir a5
standa undir byrðunum.
Við það má þó ekki láta sitja.
Atvinnan getur því aðeins haldist,
að atvinnuvegir landsmanna eflist
og styrkist. Stundarbatann verð-
ur því að nota svo, að hann geti
orðið undirstaða öruggra og vax-
andi atvinnuvega í framtíðinnV.
Þetta krefst vafalaust ýmissa
fórna nú. En þeim mun ljettbær-
ari munu þá verða þeir erfiðleib-
ar, sem síðar hljóta að steðja að
Bjarni Benediktsson
Dr. Alexander Jóhannesson:
„Vjer erum í hættu staddir*
Vjer íslendingar erum nú í
meiri hættu staddir en flest-
ar aðrar þjóðir. Annar hver mað-
ur í landinu er erlendur. Hugsum
oss, að í Danmörku væri nú 4
miljónir Þjóðverja eða í Hollandi
8 miljónir Hollendinga og 8 milj-
ónir Þjóðverja. Þótt kjör þessara
þjóða sjeu nú miklu verri en vor
eigin, liggur aðalhætta vor í að
glata menningu vorri og þjóðar-
metnaði. Enginn veit, hver enda-
lok verða þessarar styrjaldar, en
vjer verðum að vera undir það
búnir, að hún geti staðið í mörg
ár. Hvernig verður íslenskri menn-
ing háttað eftir 5 eða 10 ár, ef
st.ríðið skyldi vara svo lengi og
erlendur her vera allan tímann
búsettur í landinu? Það er þessi
mikla hætta, sem vofir yfir oss.
Hvernig fáum vjer þá varist því
flóði, er yfir oss streymir? Þjóð-
[arbúskapúr íslendinga rambaði í
heljarbarmi, er stríðið braust út,
en nú hefir fjárhagur þjóðarinnar
fyrir rás viðburðanna rjett við
í bili og má það vera oss fagnaðar
efni. En þessi gleði ér lítils virði.
ef vjer bíðum tjón á sálu vorri,
ef íslensk menning stefnir í glöt-
arátt. Því ber raunar að fagna,
að ýmsir forystumenn vorir eru
vakandi á verðinunf, og að ýmis-
legt hefir verið gert til þess að
vekja þjóð vora til umhugsunar
um þá miklu hættu, er vjer erum
staddir í. Vjer höfum á síðustu
árum sogast inn í hringiðu heims-
viðburðanna og erum orðnir lif-
andi þáttur í samstarfi menning-
arþjóðanna og má það vera oss
fagnaðarefni — á friðartímum. En
á meðan styrjöldin geisar, eig-
um vjer að rækta menningararf
vorn og lifa á þeim andlegu verð-
mætum, er þjóðin hefir skapað á
þúsurtd árum, til viðhalds tungr,
vorri og menningu og framtíðar
vonum. Öll þau bókafyrirtæki,
nú keppa um hylli þjóðarinna
ættu nú að kappkosta að gefa ú.
íslensk rit, eftir íslenska menn u
íslensk málefni. Það er nógur tím
til, þegar stríðinu lyktar, að rit
um erlend efni og þýða bækur ú
öðrum máluin á íslensku. Á þ -
um hættutímum verðum vjer
einbeita huganum að öllu því,
íslenskt er. Ilin upprennandi ky
slóð verður einkum að læra
kynnast menningararfi þjóðarir
ar og fyllast gleði og metnaði ýf
öllum fögrum hugsunum, er af
burðamenn vorir hafa gefið þ;
vorri á undanförnum öldum. TÞ
gleðisamkoma Islendinga ætti
hefjast og enda á íslenSkum
jarðarljóðum. Á söngsamki
ætti að leggja sjerstaka alú
íslenska hljómlist. I öllum sl
landsins ættu nemendur að s'
ættjarðarljóð, eins oft og því
ur við komið. ITtvarpið æt+
ganga í fararbroddi og leggj
meiri rækt en orðið er viv
lenska hljómlist og íslenska
jarðarsöngva. Þeir ná allir it'
hjarta þjóðarinnar og vekja
og fögnuð í hug hennar.
ekki sjálfsagt á þessum ö’-1
þrungnu tímum að endá h
messugerð með hinum dýrða
lofsöng þjóðarinnar „O, Guf
lands“ ?
Barátta þjóðarinnar verð'
vera markviss og einskis mf
ófreistað, er glætt getur m<
hennar og traust á sjálfri si
Gerum allir skyldu vora í 1
efni og göngum hugrakkir fr
hinu nýbyrjaða ári.
um.
Alexander Jóhanness