Morgunblaðið - 03.01.1941, Side 6

Morgunblaðið - 03.01.1941, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. janúar 1940, 6 .Hlífi þjer. ættjörö, Guð í sinni mildi" FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. ir og flekklausir? Eru engar or sákir ófriðar hjá oss sjálfum? Á nýársnótt komu þessi orð tii mín: „Haldið þjer, að þessir Gialíleumenn hafi verið syndarar fremur öllum öðrum, af því að þeir hafa orðið fyrir þessu? Eða þeir átján, sem turninn fjell yfir í Sílóám og varð að bana, haldið þjer, að þeir hafi verið sekir frem- ur öðrum?“ Jeg sje enga ástæðu til þess að hreykja sjer upp, en jeg sje mikla ástæðu til þess að gleðjast og þakka, er jeg hugsa um, að farið hefir verið vel með oss. En hvernig verður 1941? Um það hljótum vjer mikið að hugsa. En hvað vitum vjer? Einn af þeim guðum, sem Róm- verjar tignuðu, hjet Janus. Bar hann tvö andlit, svo að hann á sama augnabliki gat litið aftur og fram. Fyrsti mánuður ársins ber nafn hans. í janúarbyrjun lítum vjer, sem höfum, aðeins eitt and- lit, um öxl, lítum til hins liðna, og sjáum ekki alt of vel. En hvað sjáum vjer, er vjer lítum fram? Þá er alt í þoku. Hvað skal þá gera? Hvernig á að heilsa nýju ári? Jeg ætla að nota hina sömu aðferð, sem notuð hefir verið af hinum bestu mönn- um þjóðar vorrar. Þessari aðferð er lýst í nýárs- sálminum, sem sunginn hefir ver- ið nú um alt land. Þúsundir manna hafa fagnað nýju ári með fyrirbæn fvrir íslandi, og talið sjálfsagt að fela sig Guði, fela honum allan hag þjóðarinnar og segja: í almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor bygð og gröf, þótt búum við hin ystij höf. Jeg lít til hins liðna með þakk- látum huga. Enga þörf sje jeg á því að gera hávaða eða miklast af eigin ágæti. En gott er að mega berá fram þessa nýársósk: Hlífi þjer, ættjörð, Guð í sinni mildi. Þannig heilsa jeg nýju ári. Bjarni Jónsson. Óeirðir í Grindavfk framh. af þriðju sfeu. árskvöld. Samkvæmt ósk bæj- arfógetans í Hafnarfirði voru sendir þrír lögregluþjónar hjeðan til að hafa eftirlit á dansleik þessum. Þegar nokkuð var liðið á dansleikinn kom óaldarflokkur ungra manna og gerði aðsúg að lögregluþjónunum. Urðu þarna hinar alvarleg- ustu ryskingar og særðust lög- regluþjónarnir allir nokkuð af höggum. Hefðu þeir sjálfsagt farið illa út úr þessari árás, ef árásarmennirnir hefðu getað unnið meira á þeim. Mál þetta er í rannsókn og má búast við að þeir, er fyrir árásinni stóðu, fái þunga refs- ingu. Sjúklingar og vistfólk á Elli- heimilinu þakka forstjóra heimil- isins skemtunina 30. desember. Vinnustöðvun Dagsbrúnar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þegar dýrtíðaruppbótin 42% er reiknuð með. Auk þess er það nýmæli í til- lögunum til hagsbóta fyrir verka- menn, að ef verkamaður slasast í vinnu, þá haldi hann fullu kaupi í sex daga. Ymsar aðrar breyt- ingar eru í tillögunum á samningi Dagsbrúnar víð vinnuveitendur, sem allar miða að hagsbótum fyr- ir verkamenn. Fjórir kommúnistar tóku til máls á fundinum, þeir Hallgrím- ur Hallgrímsson, Guðbrandur Guð- mundsson, Eggert Þorbjarnarson og Eðvarð Sigurðsson. Töluðu þeir allir mjög eindreg- ið gegn því, að tillögur samninga- nefndarinnar yrðu samþyktar. Yar það ein aðaluppistaðan í ræðum þeirra, að hin breska her- stjórn hjer myndi umsVifalaust ganga að því að greiða það kaup, sem upp væri sett. Hafði það eng- in áhrif á þessar staðhæfingar þeirra þó það upplýstist á fund- inum, að samninganefndin hefði alls ekki átt tal um þetta við bresku herstjórnina eða þá menn, sem hafa á hendi verklegar fram- kvæmdir hennar. Þá lögðu þeir kommúnistar á- herslu á, að nú væri tækifæri til þess að stytta dagvinnutímann um eina klukkustund, svo tíminn, sem greitt er eftirvinnukaup og næturvinnukaup, lengdist um eina klukkustund. En grunntaxti kaups ins lögðu þeir til að hækkaður yrði upp í kr. 1.62, svo að með því móti fengju þeir sama dag- kaup fvrir klukkustundar styttri vinnu. Þá kom það og fram hjá komm- únistum á fundinum, að Bretar hefðu gengið að því að greiða á Stokkseyri 17 aurum hærra tíma- kaup, ;en fælist í tillögum nefnd arinnar. En engar skýringar komu fram á fundinum, sem sýndu hve villandi þessi saman- burður er. Þar horfir málið þann- ig við, að verkamenn höfðu samj ið við hreppsnefndina um kaup- hækkun, en þar er engin vinna að^heitið geti nú, nema hjá Bret- um. Auk þess yrði það erfiðara fyrir herstjórnina að hafa her- menn þar eystra við vinnuna, en hjer í bænum. , Einn ræðumaður, Jón Agnars, talaði sjerstaklega um útreikning dýrtíðarvísitölunnar og hjelt því fram, að ef kauplagsnefnd hefði farið eftir sömu reglum um út- reiltning hennar eins og hún hefði áður haft, þá hefði vísitalan orð- ið 60ýc í staðinn fyrir 42%. En eftir upplýsingum, sem blaðið fjekk í gær, skakkar þetta miklu. Því með fyrri útreikningum hefði vísitalan nú orðið 47%, en gæti orðið lægri með gamla útreikn- ingnum en hinum nýja, ef öðru- vísi, stæði á. Jón Guðlaugsson, fulltrúi hinna óháðu verkalýðssinna, talaði á fundinum og mælti með því, að gengið yrði að tillögunum. Hjeðinn Valdimarsson lagði lít- ið til málanna á fundinum. Nema hvað hann varaði fjelagsmenn við því að leggja trúnað á, að breska setuliðið gengi umsvifalaust að kauptaxta, sem fjelagið ákvæði. Það var kommúnistinn Eðvarð Sigurðsson, sem bar fram tillög- una um, að Dagsbrún auglýsti nýjan kauptaxta. Og var tillaga hans samþykt, sem fyr segir, eft- ir að samningsuppkastið var felt. Um vinnustöðvunina í gær er annars fá.tt eitt að segja. En áður en dagur var af lofti kom fram afstaða bresku her- stjórnarinnar til þessa máls í brjefi, er sendiráðið breska sendi ríkisstjórninni. Brjefið er svohljóðandi: Virmudeilur þær, sem nú standa yfir, snerta, bresku hemaðaryfirvöld- in, og þau óska því eftir að skýra afstöðu sína fyrir íslensku ríkis- stjóminni. (1) Þann 30. des. barst tilkynning frá fjelagi múrara um nýja kaup- taxta og vinnuskilyrði. Það er ekki ljóst, hvort þessir taxtar hafa verið ákveðnir með samkomulagi við vinnu veitendur, og eru hemaðaryfirvöld- in alls ekki aðiijar að neinu slíku samkomulagi. En þar sem múrararnir hafa samt sem úður ekki beinlínis lagt niður vinnu, em bresku hemað- aryfirvöldin reiðubúin til þess að halda áfram að greiða þann kaup- taxta, sem gilti fyrir 1. janúar, og að borga eftir á, ef samkomulag tekst seinna um hærri kauptaxta. Þau líta engu síður svo á, að gmnn- taxtinn ætti að haldast óbreyttur. (2) Óráðnu verkapiennirnir (Dags- brún) tilkyntu bresku hemaðaryfir- völdunum ekki fyr en kl. 10,45 e. h. 1. janúar, að þeir mundu hefja verkfall, ef ekki væri gengið að kröf um þeirra, Þessar kröfur vora á þá Íeið, að granntaxti skyldi vera kr, 1,62 og verðlagsuppbót, er næmi 42%, fyrir 9 stunda vinnudag. auk klukkutíma í kaffi. Sem stendur fá þeir kr. 1,45 og 27% verðlagsuppbót fyrir 10 stunda vinnudag. Eftir því, áem fyrir liggur, vilja vinnuveitend- úr ekki samþykkja hækkun grann- taxtans, en era hinsvegar fúsir til að fajlast á verðlagsuppbót, er nemi 42% fyrir 10 stunda vinnudag, og hafa verkamennirnir lagt niður vinnu. Vegna hemaðarlegrar nauðsynjar er hemaðarjdirvöldunum ekki mögulegt að bíða eftir úrslitum langvarandi samningsumleitana. Hafa því verið gefin fyrirmæli um það, að hverjum þeim verkamanni, ’sem kemur til vinnu í dag, verði’ greiddur gamli kauptaxtinn, og sagt upp vinnu við lok dagsins. Frá og með 3. janúar að telja verða aðeins breskir hermenn teknir í þessa vinnu, og ef vinnu- stöðvimin heldur áfram, gæti svo far- ið, að ómögulegt yrði með öllu að ráða, íslenska verkamenn í vinnu þessa. Breska sendiráðið, Reykjavík, 2. janúar 1941. Ríkisstjórnin sendi stjórn Dags- brúnar brjefið. í gærkvöldi frjetti blaðið, að gerður hafi verið undirbúningur undir þá hermannavinnu, sem talað er um að irpp verði tekin. Er það því ekkert efamál, að upplýsingar þær, sem fram komu á Dagsbrúnarfundinum um af- stöðu herstjórnarinnar, eru al- rangar. Ef einhverjum kynni að detta í hug, að hjer sje e'kki alvara á ferðinni, ,er rjett að benda þeim efagjörnu á, til þess að leiðrjetta misskilning þeirra, að þeir sem stjórna framkvæmdum setuliðsins hjer hafa haft orð. á því löngu áður en þessi vinnustöðvun varð, að flytja hingað breska menn til vinnunnar. AUGLÝSING er ffulls íffildt. Kristniboðsfjelögin i ReykjaviK Kristniboðsfjelögin hafa eins og að undanförnu jólatrjesfagnað fyrir gamalt fólk sunnud. 5. jan. kl. 2%. Fjelagsfólk vitji aðgöngu- miða fyrir gesti sína í Betaníu eigi síðar en fyrir kl. 12 á laug- ardag. Delicious Epli. VÍ5llt Langaveg 1. Fjölnisveg 2. Öllum þeim, sem mintust mín á sextugsafmæli mínu, sendi jeg kærar þakkir og bestu kveðjur. Guðm. T. Hallgrímsson. STÚDENTAFJELAG REYKJAVÍKUR. FAUST Almenn Marionette-leiksýning í hátíðasal Há- skólans laugardaginn 4. jan. kl. 8 síðd. Aðgöngumiðar seldir á sýningardaginn 1 Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur. Tekið á móti pöntunum eftir hádegi í dag. Börn fá ekki aðgang að leiksýningu þessari. Grammofénplðlur Hop & Swing Amerísk og ensk danslög. Klassiskar plötur stærri tónverk. Nýkomið. Hljóðfærahúsið. Kanpl og sel allskonar Terðbifef og fasfei^nflr. Til viðtAls kl. 10—12 alla virka daga og endranær eftir •amkomulAgi. — Símar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTEINSSON. Iþróttamenn - Ahugamenn: íþróttasamband íslands hefir nú til sölu eftir- | I taldar bækur: Leikreglur f. S. í. í frjálsum íþróttum. Skíðahandbók í. S. I. Almennar reglur f. S. f. um handknattleik. Kenslubók í fimleikum, eftir Aðalstein Hallson. | Útiíþróttir. Allar þessar bækur eru nauðsynlegar hverjum | | þeim er stundar íþróttir, og hefir áhuga fyrir þeim. j Aðalútsala og afgreiðsla hjá gjaldkera í. S. í. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTi B. S. I. Símar 1540, þrjár linur. Góðir bflar. Fljót afgrelðela

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.