Morgunblaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. janúar 1941 Tvær míkílvægar frjettir frá Bandaríkjunum Einka-erindreki Roosevelts I London „Besti maðurinn, nsst Roosevelt sjáltum" Roosevelt forseti hefir á- kveðið að senda persónu- legan erindreka til London, er dvelja mun þar um hálfsmán- aðar eða þriggja vikna skeið, eða það til skipaður hefir verið nýr sendiherra Bandaríkjanna í London. Maðurinn, sem send- ur verður í erindum Roosevjlts, er Harry Hopkins fyrverandi verslunarmálaráðherra. Bandaríkin fagna mjög þess- ari ákvörðun Rooselvelts og segja að Hopkins sje næst besti maðurinn til þessarar ferðar, næst á eftir Roosevelt sjálfum. Hopkins er sá maður, sem hand gengnastur hefir verið Roose- velt af öllum ráðgjöfum hans, og er litið svo á, að hann muni öllum öðrum fremur geta skýrt Winston Churchill frá hver sjeu stefnumið Bandaríkja- stjórnar. Hinsvegar kemur Hopkins ekki til greina, sem sendiherra í London sök- xim heflsnbrests. En í næstu viku ætl- ar i Roosevelt aö gera tillögu um það í öldungadeildinni, hver skipaður skuli verða sendiherra í London, og 'er bú- Ist við að hinn nýi sendiherra geti tekið upp störf sín innan mánaðar. í fregn frá Lissabon er skýrt frá því (að því er hermt er í Berlín) að Halifax lávarður, hinn nýi sendiherra Brefa í, Washington, muni fara vestur nm haf um borð í ameríska beitiskip- inu „Tuseulusa," sem flutti Lehe að- mírál. sendihei-ra Bandaríkjanna í y|iehyj til Evrópu nú um áramótin. Roosevelt vill fá „fult umboð“ til að hjálpa Bretum ^7*7 þing Bandaríkjanna kom ■ ■ saman í gær. En stutt rar milli 76. og 77. þingsins, því að öldungadeild gamla þingsins lauk ekki störfum fyr en kl. 71/2 í gærmorgun. Það er bóist við, að eitthvert fyrsta verk hins nýja þings verði að taka til almennrar umræðu utanríkismál Banda- ríkjanna. Ennfremur liggur fyrir þinginu að samþykkja fjárútgjöld til vígbúnaðar, sem áætlaður er að muni nema 10 miljörðum dollara. Um allan heim er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir boðskap Roosevelts til hins nýja þings, sem sendur verður þinginu á mánudaginn. Þess er vænst að Roosevelt geri grein fyrir í boðskap sínum fyrirætl- unum sínum um hjálp til Breta. Einn af æðstu ráðamönn- um demokrataflokksins sagði í gær að Roosevelt myndi fara fram á fult umboð til að gera hverjar þær ráðstafanir sem hann telur nauðsynlegar til hjálpar Bretum. Roosevelt skýrði blaðamönn- um frá því í gær, að ráðstaf- anir hefðu verið gerðar til þess að hefja smíði á 200 nýjum kaupskipum, sem hvert verður ym 7.500 smálestir. Skip þessi verða smíðuð fyrir stjórn Bandaríkjanna. — Áætlaður kostnaður við smíði þessara skipa er 300—350 miljón dollarar. Horfurnar i Lífoyu FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. ftala hjá Bardia á sama hátt og hann kvaðst sannfærður um, að varnir ftala myndu hvarvetna verða brotnar á bak aftur smátt og smátt. í för með ráðherranum til Egyptalands er yfirmaður ást- ralska Hérforingjaráðsins. NÝÁRSBOÐSKAPUR WAVELLS. , í nýársboðskap, sem yfirmaður bireska hersins í Kairo, Archibald Wavell hefir birt, lætur hann svo tim mælt, að á sama hátt og sjó- veífli Breta og baráttuhugur þeirra hefði stöðvað Napoleon, i sama hátt muni sömu kraftar stöðva Hitler. Wavell sagði, að það hefðu vei*- ið bændur og búalið, sem áttu mestan þátt í að stöðva Napole- on, en nó væru það borgarbúar, sem mestan þátt myndu eiga í því að stöðva Hitler. Wavell talaði um deyfð þá, sem ríkt hefði í Englandi í byrjun árs- ins 1940, en um mitt árið hefði vakning átt sjer stað, og hann kvaðst vona, að sá samhugur, sem -vaknað hefði með bresku þjóðinni þá, myndi halda áfram eftir stríðið. Hann kvaðst vona, að á þessu ári myndu Bretar komast lang- leiðina til sigurs. ORUSTURNAR í ALBANÍU. Fulltrúi grísku stjórnarinnar í Aþenu ljet svo um mælt í gær- kvöldi, að gagnáhlaupum ítaþi, sem þeir hefðu gert vestur vjð ströndina, hefði verið hrundið. Iíann sagði, að ítalir reyndu riú á allan hátt að tefja sókn Grikkja á meðan þeir væru að gera varn- arlínu norðan við Vallona. , Árðsln i „ArinbjOrn hersi“ FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. birni voru komnir um borð í dráttarbátinn, var haldið viðstöðu laust með þá til hafnar. Togarinn var hinsvegar skilinn eftir. Var nú haldið til smábæjar, Campheltown, sem er sunnan til á Cintyre-skaga, er gengur vestur í írska sundið. GÓÐAR MÓTTÖKUR. Þegar komið var til hafnar með hina særðu og þjökuðu menn, var alt til staðar á bryggjn: Læknir og hjúkrunarfólk og sjúkravagn- ar. Var strax haldið með hina særðu menn í sjúkrahús og þar bundin sár þeirra. Sagði skipstjórinn á Arinbirm hersi, að móttökurnar og aðhlynn- ingin í Campheltown hefði verið framúrskarandi. Alt hefði verið til reiðu, er dráttarbáturinn koin. Þarna hefði verið framúrskarandi góður læknir og margt hjúkrún- arfólk. Væri ekki hægt að hugsa sjer þær móttökur betri. Þegar búið var að binda sár hinna særðu manna og Ijóst var, að enginn var í lífshættu, voru þrír fluttir til Glasgow og lagði * á spítala þar, því að þeir þurftu eitthvað lengri spítalavist. Tveir voru hinsvegar á spítala í Camp- heltown. En það síðasta, sem Steindór Árnason skipstjóri sagði við mig, áður en við skildum, segir Lúð- vík, var, að sár allra mannanna hafist vel við og að þeir muni fá fullan bata. Þessi góðu tíðindi bið jeg yður að flytja aðstand- endum mannanna hjer heima. ARINBJÖRN TÝNDUR. Þegar búið var að koma hinum særðu mönnurn af Arinbirni hersi til hafnar, var dráttarbátur send- ur út til þess að vitja um skipið. En dráttarbáturinn kemur aftnr til hafnar og hefir þá sögu að segja, að Arinbjörn hersir finn- ist hvergi. Hann sje horfinn. Hjeldu menn, að hann hefði sokk- ið. Síðar komu þær fregnir, að breskt varðskip hefði hitt skipið mannlaust og dregið til hafnar í Londonderry á Norður-írlandi. EGILL SÆKIR MENNINA. Togarinn Egill Skallagrímsson, skipstjóri Lúðvík Vilhjálmsson, var á leið til Englands, er árásin á Arinbjörn var gerð. Lúðvík frjetti ekkert um árásina fyr en hann kom til Fleetwood. Var hann svo beðinn að fara til Campheltown og sækja menn- ina af Arinbirni og flytja þá til Londonderry. Sú ferð gekk að óskum. En þar sem hinir særðn menn voru ekki ferðafærir, ljet Delicious Epli. VÍ5IR Laugaveg 1. Fjölnisveg 2 Lúðvík nokkra menn frá sjer vera eftir í Londonderry, sem koma heim með Arinbirni. Arinbjörn hersir hefir verið til athugnnar í Londonderry og er skipið lítið skemt. Mun það koma heim bráðlega. Ekki er enn víst hvenær hinir særðu menn verða það hressir, að þeir geti komið heim. Sennilega verður ekki langt að bíða þess, að tveir verði ferðafærir. Hinir þrír, sem eru í Glasgow, verða að hafa lengri spítalavist. En aðalatriðið er og það gleð- ur alla hjer heima, að mennirnir eru allir á góðum batavegi og að þeir fá fullan bata. En minnisstæðnr verðnr þeim sunnudagurinn 22. desember. SMIPAUTGERC RIMISIMS Sfiðln fer að forfallalausu vestur og norður til Akureyrar miðviku- daginn 8. þ. m. kl. 9 siðd. Kemur á venjulegar áætlun- arhafnir. Flutningi óskast skilað á mánudag og pantaðir farseðlar sóttir í slðasta lagi á þriðju- dag. AUflAÐ hvílist meC gleraugum frá THIELE 5 mannabifreið -- Chrysler -- er til sölu nú þegar. A. v. á. Tilkvnning. Þeir kola-innflytjendur, sem óska að fá leigð skip í Englandi til flutnings á kolum til íslands, og vilja njóta til þess aðstoðar nefndarinnar, verða, áður en þeir festa kaup á kolunum, að tilkynna nefndinni stærð farmsins og af- greiðslutíma. Beiðnir um skipakost verða teknar til greina í þeirri röð, sem þær berast nefndinni, nema sjer- staklega standi á. Viðskiffanefndln. Kanpl og sel allskonav ▼erObrfef og fttstelgnflr. ni viðtals kL 10—12 mlla virka daga og endranær eftir g&mkomulagi. — Símar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTEINSSON. Málarasveinar! Skrifleg atkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Sveinasambands byggingarmanna um hvort hefja skuli vinnustöðvun, hafi ekki náðst samningar við Málarameist- arafjelag Reykjavíkur innan 7 daga frá því atkvæða- greiðslu var lokið. Atkvæðagreiðslan fer fram sunnudaginn 5. janúar— mánudaginn 6. janúar frá kl. 9—21 báða dagana. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.