Morgunblaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 8
JPflorflttttMafcið Laugardagur 4. janúar 1941- $ EPLI DELICIOUS iSítrónur, þurkuð epli, Sveskj- ur. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247, Hringbraut 61, •Sími 2803. ÍSLENSKT BÖGLASMJÖR nýkomið. Vel barin ýsa. Þor- steinsbúð, Hringbraut 61, Sími 2803. Grundarstíg 12.Sími 3247 BLANKO fœgir alt. — Sjálfsagt á hvert heimili. Hin vandláta húsmóðir notar BLITS í stórþvottum. VÖRUBÍLL 214 tonn, óskast keyptur. Upp- lýsingar á Hverfisgötu 66, kl. 12—1. GÓÐAR KÝR til sölu, nýbornar og komna. að burði. Uppl. í Kollafirði, sími um Brúarland. TIMBURHÚS á góðum stað í bænum, ósk- ast keypt. Útborgun ca. 5000 krónur. Eilboð sendist í póst- hólf 966, Reykjavík. KALDHREINSAÐ þorsaklýsi. Sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. KÁPUR og FRAKKAR fyrirliggjandi. Guðm. Guð- mundsson, dömuklæðskeri - - Kirkjuhvoli. HARÐFISKSALAN Þvergötu, selur góðan og þurk- aðan saltfisk. Sími 3448. KAUPUM FLÖSKUR etórar og smáar, whiskypela, ?lös og bóndósir. Flöskubúðin, 3ergstaðastræti 10. Sími 5395. 3ækjum. Opið allan daginn. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- Ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í £Íma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. V» UNG STOLKA óskar eftir að komast á sauma- stofu. Tilboð sendist Morgun- blaðinu merkt „Vön að sauma“ stOlka óskar eftir atvinnu eftir klukkan 2 eftir hádegi. Tilboð merkt „G. E.“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir þriðjudag. Vil leggja fram NOKKUR ÞÚSUND KRÓNUR í gott iðnfyrirtæki, hjer í Dæ, gegn fastri atvinnu. -— Tilboð Æendist Morgunblaðinu fyrir -10 þessa mán. merkt „H. J.“ ORGEL 'óskast til leigu 1 nokkra mán- nði. Guðjón Sigurjónsson, — jHveerfisgötu 55, Hafnarfiirði. JSími ,9259. hAMINGJUHJ Ó LIÐ Eftir CWBN BKIkIOW 20. drtgur Eleanor, dóttir Fred Upjolm, yfir-, verkfræðings, er gift Kester Larne, óðalseiganda að Ardeith óðali. Þau eru ólík að upplagi og uppruna, og foreldrar beggja hafa verið á móti giftingu þeirra. Þau hafa þó verið mjög hamingjusöm til þessa — uns banki Kesters hótar að taka Ardeith óðal upp í skuldir. — Eleanor of- býður kæruleysi Kesters í fjármálum og þeim verður sundurorða. Bessie kom nú inn með kaffið, og Eleanor settist upp í rúminu og fór að drekka. „Kester“, sagði hún. „Nú er jeg ekki reið og hrópa ekki upp. Eigum við ekki að tala um skuld- irnar ?“ „Jú, jú“, sAraraði hann bros- andi. „Jeg er mesta flón, og yfir- borðsmaður, og jeg veit það, svo að við getum haft það til grund- vallar í umræðunum". Hann var eins og lítill drengur, sem er svo angurvær ög iðrandi yfir sekt sinni, að mamma hans á bágt með að refsa honum. En Elea- nor tók málið alvarlega. „Við verðum að fara til New Orleans þegar í stað“, sagði hún. „Við hvern ertu vanur að skifta í bankanum ?“ „Mr. Iíobicliaux“. „Jæja. Fyrst, og fremst verðum við að fá upplýsingar um, hve mikið við skuldum og hvaða skil- yrði bankinn setur. Því næst verð- um við að fá frest, til þess að athuga málið, áður en við byrjum að greiða af láninu“. „Þii hefir auðvitað á rjettu að standa“, mælti Kester. „Og þetta verður ekki auðvelt. En Eleanor“, bætti hann við alvarlegur í bragði. „Jeg held, að það sje ekki von- laust. Að minsta kosti er engin ástæða til að gefast upp, fyr en í fulla hnefana. Jeg fer til New Orleans ....“ „Jeg fer með þjer“. „Þú getur gert það, ,ef þú vilt, en það er ekki nauðsynlegt“. „Jú, jeg vil það heldur“, sagði Eleanor. „Jeg vil hjálpa þjer til þess að kippa þessu í lag, en til þess að geta það, verð jeg að fá nákvæma vitneskju um, kvernig málum er komið“. K. R.-íngar! Farið verð- ur í skíðaskálann í kvöld kl. 8, ef nægileg þátttaka fæst. Snjór er nægur í Skálafelli. Farið verður frá bifreiðastöðinni Geysir. ÁLFADANS OG BRENNU halda hin vinsælu íþróttafje- lög Ármann og K. R. sunnu- daginn 5. þessa mánaðar á í- þróttavellinum. — Dagskrá kvöldsins hefst með því, að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur nokkur lög á Austurvelli kl. 8.30. Þaðan verður gengið suð- ur á völl, en skemtunin hefst þar kl. 9. 'IÖ. G. T. Nýársfa^naðnr annað kvöld: Kvöldskemtun, kaffidrykkja, dans. — Allir Templarar velkomnir. St. Framtíðin 173. „Eins og þú viit“, sagði Kester. ★ Eleanor fjekk sjer meira kaffi og þau hjeldu áfram að ráða ráð- um sínum. Eftir því sem þau töl- uðu meira um þá baráttu sem þau áttu í vændum, varð meiri ein- lægni og skilningur á milli þeirra. Kester var langt frá því að vera einfaldur, ef áhugi hans á annað borð A’ar vakinn fyrir einhverju málefni. Og nú, þegar Eleanor liafði leitt honum fyrir sjónir, í hve miklar ógöngur hann gat komist með ljettúð sinni, A’ar hann fús til þess að berjast. „Jeg bíð ekki eftir því að kveikt verði itpp í ofninum“, sagði Elea- 11 or og stökk fram iir rúminu. „Jeg flýti mjer að klæða mig og setja niður í ferðatöskuna. Lestin fer til New Orleans kl. 3“. „Við getum ekki farið í dag!“, sagði Kester. „Hvers vegna ekki spurði hún undrandi. Kester minti hana á miðdegis- verðinn á Siiverwood. Þau voru boðin þangað. og síðan ætlaði hann með Neal á bifreiðasýningu, til þess að hjálpa honum að velja Aagu. Því var hann búinn að lofa fyri i’ hálfum mánuði,-og þvi varð ekki breytt, hvað sem hver sagði. Clara Sheramy var meira að segja búin áð lofa, að þau skyldu fá krabbasalat, sem var uppáhalds- maturinn hans. Og hvað bílnum við kom, stóð hann sjerstaklega vel að vígi með að aðstoða Neal. Hann var fyrsti maðurinn, sem fjekk sjer bíl í þessu hjeraði. Nei, það var óþarfi að æða til New Orleans í dag. Það var sannar- lega nógu snemt að fara þangað á morgun ! ★ Eleanor andvarpaði sár óánægð. „Símaðu til Neal Sheramy og segðu, að við getum ekki komið í dag. Þú veist, að við eigum brýnt erindi og mjög áríðandi til New Orleans“. „Það stendur á sama, livort við förum þangað í dag eða á morg- un“, sagði Kester og sat fast við sinn keip. „Er Neal Sheramy það flón, að hann geti ekki Aralið sjer bíl upp á eigin spýtur?“ 5 mínútna krossgáta Lárjett. 3. Enskur ráðherra. 6. Forfeð- ur. 7. Gjöfull. 9. Spara. 11. Ilug- deig. 13. Trje. 14. Athugunarleysi. 16. Ókunnur. 17. Starfi. 19. Brak. Lóðrjett. 2. Limur. 3. Á á Mýrum. 4. Sagnmynd. 5. Versna. 7. Drykki. 8. Peningur. 10. Útbúnaður. 12. Lítilræði. 15. Málmur. 18. Númer. hefi lofað að koma til mið- degisverðar á Silverwood, og það loforð ætla jeg mjer að efna“. „En jeg kem ekki með þjer!“, sagði Eleanor ákveðin. Kester trúði því augsýnilega ekki, að henni væri alvara. Hefði maður tekið á móti boði, varð því ekki riftað. Það var heilagt, miklu heilagra í hans augum, hugsaði Eleanor, en skyldan til þess að greiða gamalt lán. Hún flýtti sjer á fætur og fór að láta föt sín og Cornelíu nið- ur í ferðatöskuna. Hún lá á hnján- tim og var að loka töskunni, þegar Kester ltom aftur. „Er þjer alvara með það að fara til New Orleans í dag?“ „Já“. „Og hvað á. jeg að segja á Sihr- erwood ?‘ ‘ „Segðu, að jeg hafi þurft að fara til New Orleans, til þess að ræða um fjármál“. „Hvað heldurðu að þau myndu halda um þig? Ekki þarftu að hugsa um fjármál fyrir föður þinn, og jeg er sjálfur vanur að hugsa um mín fjármál“. „En nú vilt þú ekki gera það, svo jeg neyðist til þess“. „Jeg liefi sagt þjer, að jeg ætla að gera það —• á morgun“. „Jeg kæri mig ekki um að bíða svo lengi“. „Og þú ætlar að taka Cornelíu með þjer?“ „Já, auðvitað. Jeg get eltki van- ið hana af brjósti á fimm mínút- um' ‘. ★ Kester hallaði sjer upp að dyra- stafnum með báðar hendur í vös- um og horfði á Eleanor spenna síðustu ólina á ferðatöskunni. „Hefttrðtt nokkurntíma verið hýdd og lokuð i nni, uns þjer skildist, að þú getur ekki öllu ráðið“. „Hvað er að heyra!“, sagði hún og stóð á fætur. „Jeg er að gera þetta fyrir þig. Þetta heimili er þitt heimili!“ „Hingað til hefi jeg sjálfur sjeð um fjárhag minn“, mælti hann. „Já, og sjáðu árangurinn!“ hrópaði Eleanor, áðttr en hún vissi af, en beit síðan á jaxl og sagði; ,„Ó, fyrirgefðu!“ „Hvaðan í ósköpunttm hefurðu þessa rödd?“, spurði hann með sömu ógnandi rósemi og kvöldið áður. „Jeg ætlaði eklti að ltrópa upp. En jeg verð að fara til New Orleans þegar í stað. Það er skylda mín“. Kester hleypti brúnum og horfði ásökunar augnaráði á Elea- nor. „Það getur verið óaðlaðandi að vera of viljasterkur, Eleanor“. „Þú þarft ekki að kvarta und- an því“. „Það geri jeg heldur ekki. Ilreint ekki! En gerðtt eins og þjer sýnist“. Hann var kominn. út að dyrum, en sneri sjer við og sagði: „Það er satt, við erum vön að búa á St. Charles hóteli“. Ai svo mæltu lookaði hann httrðinni á eftir sjer, en Eleanor stóð ein eftir, sárgröm við. sjálfa sig. ★ Svona var það altaf. Hún misti stjórn á sjálfri sjer og ókvæðis- orðin hrukku út úr henni, áður en hún vissi af, einmitt, þegar hún var með manninum, sem hún ttnní hugástum. Hvernig gat hún fengið af sjer að tala svrona við Kester? Hún hugsaði með sjer, að hún skyldi fara þegar í stað og biðja harin afsökunar. Og hún ætlaði meira að segja að sýna honum iðrun sína með því að fara með honum til Silverwood. En hann var ekki inni í svefn- herberginu, þegar hún kom þaug- að, og þegar hún var á leið niður,. til þess að leita hans, heyrði hún„ að ýtidyrahurðinni var lokað. Hún flýtti sjer út að gangglugganum á fvrstu hæð, og sá þá, hvar Kester ók í bílnum niður trjá- göngin. Hann ók svo hratt, að Eleanor varð dauðhrædd um, að ltann myndi fara sjer að voða. Klukkan var heldur ekki nema hálf eitt, svo að það var ástæðu- laust fyrir hann að fara svona fljótt af stað. Eleanor laut höfði yfirbuguð og sigruð, sárhrygg í bragði vfir því að hafa mist af Kester. Þegar öllu var á botninn hvolft var víst best fyrir hana að fara til New Orleans, eins og hún hafðí ráðgert. En hún velti því fyrir sjer, hve undarlegt það væri, að hún gat gert alt fyrir Kester til þess að sýna honum, hve lieitt hún elskaði hann, alt, nema það, að vera svo siðprúð og hugsunar- söm að hann fvndi það áþreifan- lega að hún elskaði hann. ★ Klukkan tæplega 2 sírnaði hún til Silverwood. Framh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.