Morgunblaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. janúar 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
7
.Hái Þór
64
Það var einu sinni leikritahöf-
undur. sem hjet Maxwell
Anderson. Hann hjelt að hann
væri mikið leikritaskáld, og það
sem meira var, honum tókst að
;sannfæra bestu leikritagagnrýh-
endur tveggja heimsálfa um að
svo væri.
Og það var ekki fyr en á annan
jóladag anno 1940 í Reykjavík,
að gagnrýnandi Morgunblaðsms
gat afhjúpað hann sem amerísk-
an loddara, sem ósæmandi væri
að sýna á íslensku leiksviði —
Sic transit gloria mundi. —
Og ekki nóg með það. Aðdá-
endur M. Anderson, „hirðskáld-
in“ höfðu lesið öll merkari A-erk
hans — sem satt að segja hafa
hreint ekki farið huldu höfði í
ieikhúsheiminum upp á síðkastið
— og samt ekki uppgötvað svikin.
Cia,gnrýnandi Morgunblaðsins
jhafði aðeins lesið eitt leikrit hans
ilauslega og sjeð sama leikrit —-
!en það fanst honum nóg.
ÍJndirritaður er einn af þeim
mörgu, sem Maxwell Anderson
Ihefir tekist að blekkja — og það
er best að Segja, það strax, það
er eingöngu mjer að kenna — en
ekjki Leikfjelaginu — að þessi
höfundur er sýndur á íslensku
leiksviði. En til. þess að menn nú
ekki haldi að jeg sje að bera
nein ósannindi upp á ýmsa þekta
erienda gagnrýnendur, þá hefi jeg
þýtt Jauslega brot úr dómi eins
þeirra — dr. Frederik Schyberg,
sem margir munu kannast við og
sem undanfarin tíu ár hefir starf-
að sem fastur leikdómari danskra
blaða — uin Maxwell Anderson
og „Háa Þór“. Hann segir meðal
annars:
„Með þrem höfuðleikritum sín-
um „Winterset“, „Hig Tor“ og
„The Masque of Kings“ — gaf
hann ((þ. e. M. A.) leikritaslcáld-
skapnum (Verdensdramatiken)
merkilegustu verkin, sem frá Ame-
ríku hafa borist af nútíma leik-
ritum — að undanskddum verk-
um Eugen O’NeilT'. — Og um
„Háa Þór“ segir hann meðal ann-
ars: „Ástaratriði leiksins fela í
sjer auðugasta skáldamál, sem
heyrst hefir í nokkru nútíma-
leikriti, og gamanatriðin eru full
af gáskafullri og smitandi kátínu“.
Þegar hann hefir lýst efni leiks-
nis — nokkuð á annan hátt en
kolleger hans hjer í Revkjavík —-
lýkur hann grein sinni með því
að álasa Konunglega leikhúsinu
í.yrir að sofa á meðan önnur og
minni leikhús taki að sjer að leika
þvílík leikrit. (Politiken 3. nóv.
1938).
Nú er smekkur manna misjafn
— og þetta greinarkorn er hreint
ekki skrifað í þeim tilgangi að
heimta að öllum þvki gaman að
„Háa Þór“. En mjer finst það
ósæmandi að merkum höfundi —
og skáldi — sje hispurslaust skip
að á bekk „bluffara“ og leir-
bullara af þeim sem lítið og ekk-
ert. þekkja til hans nje verka hans.
Lárus Pálsson.
Nýja Bíó sýnir í kvöld kl. 5,
7 og 9 í síðasta sinn hina ágætu
söngmynd „Fyrsta ástin“, leiki
af Deanna Durbin. Aðgöngumiðar
að sýningunni kl. 5 eru seldir með
lækkuðu verði.
Mioning Helgo
Rúnólfsdöttur frá Odúa
Um hjeraðsbrest ei getur
þótt hrökkvi sprek í tvent,
er hríðarbylur geysar,
það liggur gleymt og fent.
Fáum mun finnast það stórtíð-
indi, þótt öldruð og heilsu-
lítil vinnukona kveðji þennan
heim. En stórtíðindi eru það þó
og alvarleg, þegar góður liðsmað-
ur hverfur úr vinnufólksstjett-
inni, svo fámenn sem sú stjett er
nú orðin og slfækkandi, þjóðfje-
lagi voru til mikils hnekkis. Jeg
á hjer við ársvistarhjúin, sem
vorú langdvölum á sama heimiii,
traust ’ og trú í þjónustu sinni,
með sívakandi áliuga fyrir góðu
gengi og velferð heimilisins. Ein
slík kona var Helga heitin Run-
ólfsdóttir.
Hún var fædd að Bergvaði í
Hvolhreppi 5. ágúst 1873. Vai?
hún hálfsystir Stefáns heitiiU
Runólfssonar prentara, sem marg-
ir Reykvíkingar munu kannast
við. Dvaldi hún í foreldrahúsúnt
fram til fermingaraldurs, en fór
þá í vinnumensku til frændfólks
síns í Grindavík og var þar í nokk
ur ár. Fluttist, þá aftur austur í
Rangárvallasýslu og dvaldi þar á
nokkrum heimilum; lengst mun
hún hafa dvalið í einu á sama
heimili í 13 ár hjá Grími hrepp-
stjóra Thorarensen í Kirkjubæ og
síðastliðin 17 ár hjer í Odda. Var
hún búin að fá verðlaun fyrir
störf sín frá Búnaðarfjelagi ís-
lands.
Það sem auðkendi Helgu heit-
ina helst í starfi hennar, var hin
mikla skyldurækni og trúménska
og vann hún oft meira af vilj’a
en mætti, því hún átti alla æfi í
sífeldri baráttu við sjúkdóma. Lá
hún oft stórlegur og sex sinnum
varð hiin að leggjast á skurðar-
borðið til að fá bót meina sinna.
Helga heitin var vel gefin og
stálminnug og kunni hún meira
af sálmum og kvæðum en jeg veit
dæmi til. Ánæg.ju hafði'hún af að
gleðja munaðarlausa og þá sem
bágt áttu og dýravinur var hún
mikill.
Hún fór ekki oft að heiman,
flestar ferðirnar sem hún fór voru
farnar til að vitja læknis. 1 eina
slíka ferð lagði hún síðastliðið
vor, úr þeirri ferð kom hún ekki
heim aftur.
Það gefur að skilja að hún hafi
þurft að fá styrk einhversstaðai’
að, til að staiída í stormiim lífs-
ins og þann stvrk sótti hún til
hans, sem „lieyrir sínum himni
frá hvert hjartaslag þitt jörðu
á“. Hún hafði fengið í heiman-
mund hreina kristna trú. Hana
varðveitti hún og í henni iiðlað-
ist hún frið i banalegunni og
kvaddi örugg þetta líf. Iíún and-
aðist í Reykjavílc 30. ágúst s.l.
á heimili systur sinnar og barna
hennar, sem veittu henni hina
síðustu aðhlynningu af fórnfýsi
og kæi-leika.
Blessuð sje minning hennar.
A. B.
oooooooooooo
Dagbók
oooooooooooo
Nýr prófastur. Samkvæmt til-
nefningu sóknarpresta í Kjalar-
nesprófastsdæmi hefir síra Half-
dán Helgason að Mqsfelli verið
skipaður þrófastur.
□ Edda 5941166—1. Hát.L &
V.‘. S.‘. Listi í □ og hjá S.‘. M.‘.
til 4. janúar.
□ Edda 59411105 — Jólatrje í
Oddfellowhúsinu.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2234.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs apóteki.
Næturakstur. Allar bifreiða-
stöðvar opnar næstu nótt.
Messur í dómkirkjunni á morg-
un: kl. 11 síra Ragnar Benedikts-
son, kl. 5 síra Bjarni Jónsson.
Barnaguðsþjónusta í Laugar-
nesskólanum á morgun kl. 10 f.
h. Sr. Garðar Svavarsson.
Barnaguðsþjónusta í fríkirkj-
unni á morgun kl. 2, sr. Árni Sig-
urðsson. Engin síðdegismessa.
Messur í kaþólsku kirkjunni í
Landakoti: Lágmessa kl. 6V2 árd.
Hámessa kl. 9 árd. Bænahald 0g
prjedikun kl. 6 síðd.
Hjúskapur. Á gamlársdag voru
gefin saman í hjónaband af síra
Árna Sigurðssyni ungfrú Grethe
Nielsen, dóttir Emils framkvæmda
stjóra, og Eiríkur Bergsson. —
Heimili ungu hjónanna er á
Brunnstíg 6. >
Hjónaefni. Á gamlárskvöld op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Erna Erlendsdóttir hárgreiðslu-
mær og Ólafur Bjarnason bifreið-
arstjóri.
Hjónaefni. Á nýársdag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Guð-
rún Ingimundardóttir, Bárugötu
32 og Mr. John Humphrevs
sergeant í breska setuliðinu.
Stúdentafjelag Reykajvíkur sýn-
ir marionette-leikinn Faust í há-
tíðasal Háskólans í kvöld lcl. 8
og aftur annað kvöld kl. 8, og er
þetta síðasta sýningin á leiknum,
sem fram fer í Iláskólanum. —
Frumsýning á leiknum var á ný-
ársdag og var hann þá sýndur
fyrir fullu húsi við frábærar und-
irtektir.
Ný húsgagnavinnustofa. Hús-
gagnasmiðirnir Ólafur Þórðarson
og Guðlaugur Bjarnason hafa
opnað vinnustofu í Bankastræti
7 (húsi Jóns Björnssonar & Co.).
Almanak happdrættisins. Happ-
drættið gefur út almanak í ár,
eins og á undanförnum árum, og
eru að þessu sinni í því 12 mynd-
ir af hinni ný.ju háskólabyggingu.
Almanákið verðúr borið til hverr
ar f jölskyldu í bænum, og er langt
komið að útbýta því.
Námsflokkar llafnarf jarðar
hefja starfsemi að nýju á mánu
daginn kemur.
Margir hafa snúið sjer til Morg-
unblaðsins og spurt, hvernig á
þyí hafi staðið, að hætt var í miðju
kafi, er leikinn var íslenski þjóð
söngurinn í útvarpinu á gamlárs-
kvöld. Morgunblaðinu er ekki
kunnugt um þetta, en beinir
spurningunni hjer með til rjettra
hlutaðeigenda.
Til Strandarkirkju: N. N. 10 kr
Ig. R, G. 10 kr. N. N. 25 kr. E. B
3 kr. S. II. 5 kr. N. 15 kr. G. G
10 kr. Elín 30 kr. K. S. 3 kr. X.
II. 15 kr. V. í. 100 kr. S. S. (gam-
alt áheit) 100 kr. G. 15 kr. Ó-
nefndur 10 kr. Ragnheiður 3.50
N. N. 3 kr.
Útvarpið í dag:
19.25 Hljómplötur: Kórsöngur og
flerra.
20.30 Leikrit: „Loginn helgi“, eft.
ir Sommerset Maugham (Leik
fjelag Revkjavíkur. Leikstjóri
Indriði Waage).
Auglýsingar
lem birtast eftgat i blaS-
ftnu á morgun, þnria að
vera komnar
fyrir kl. 4 i dag.
Alviniia-
Dugleg og ráðvönd stúlka, sem er vön afgreiðslu í búð,
getur fengið atvinnu við búðarstörf nú þegar. Kaup eftir
samkomulagi. — Umsókn ásamt meðmælum, ef til eru,
sendist Morgunblaðinu fyrir mánudagskvöld 6. þ.. mán.,
auðkent „1941“.
TILKYNNING.
Kauptaxti á bílakstri undirritaðra, er sem hjer segir
frá 1. janúar 1941, um óákveðinn tíma:
1. Kr. 7.60 um klukkustund.
2. Lágmark, túr milli Garðs og Sandgerðis 8 kr. Garðs
Qg Keflavíkur 10 kr. Sandgerðis og Keflavíkur 15 kr.
3. Kauptaxti undir tonn sem hjer segir: Milli Sand-
gerðis og Stafness 3 kr. pr. tonn. Milli Sandgerðis og
Garðs 5 kr. pr. tonn. Milli Garðs og Keflavíkur kr. 6.50 pr.
tonn. Milli Sandgerðis og Keflavíkur 10 kr. pr. tonn. Milli
Sandgerðis og Reykjavíkur 30 kr. pr. tonn. Milli Garðs
og Reykjavíkur 28 kr. pr. tonn. Milli Sandgerðis og Hafn-
rfjarðar 28 kr. pr. tonn. Milli Garðs og Hafnarfjarðar
25 kr. pr. tonn.
4. Útvegi sami aðili fullan farm báðar leiðir, færist
gjaldið niður um 20%.
5. Milli Keflavíkur og Reykjavíkur 28 kr. pr. tonn á
fiskflutningi, en fyrir vörur 25 kr. pr. tonn. Milli Hafnar-
f jarðar og Keflavíkur 25 kr. pr. tonn.
5. Ef bíllinn þarf að bíða meira en 1 klukkutíma eftir
afgreiðslu, þá borgi kaupandi 5 kr. um tímann, sem fram
yfir er í’ bið.
6. Stampakeyrsla í Sandgerði 3 krónur.
Bílstjórafjelag Garðs og Sandgerðis.
Stefán M. Bergmann, Keflavík.
Vörubílastöð Keflavíkur.
Það tilkynnist að okkar kæra móðir og tengdamóðir,
MARÍA JÓNSDÓTTIR,
andaðist 2. janúar.
Ágústa Jónsdóttir, Þorbjörn Klemensson,
Lækjargötu 10, Hafnarfirði.
Jarðarför
LÁRUSAR SIGURGEIRSSONAR
fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 6. janúar. Athöfnin
hefst með bæn frá heimili hans, Hlíðardal, Kringlumýri, kl.
iy2 síðd.
Fyrir hönd aðstandenda
Garðar Þorsteinsson.