Morgunblaðið - 18.06.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.06.1941, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. juní 1941. orgimMafóft 1 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. I Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgíSarm.). i Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsia: Austurstræti 8. — Sími 1600. (: Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánubi innanlands, kr. 4,50 utanlands. ' í lausasölu: 25 aura eintakiö, 30 aura meö Lesbók. i ________________________________ Tímamót samræmi við ályktun Al- þingis íslendinga þ. 1-7. maí s.L nm ráðstöfun hins æðsta valds í málefnum ríkisins, hef- ir Alþingi nú kjörið ríkisstjóra, er með það vald fari til eins árs í senn. Ályktanir Alþingis þann 17. maí og kjör ríkisstjóra á Alþingi í gær, eru einir hinir mikilvæg- ustu atburðir, sem gerst hafa í íslenskri stjórnmálasögu. Þar hefir í raun rjettri verið brotið við blað. Að baki liggur for- tíðin, hin langa og þrautseiga barátta fámennrar þjóðar á grundvelli helgs rjettar síns, sigrar hennar og ósigrar, fram- undan óleyst verkefni, störf og barátta. Vjer íslendingar stöndum nú á einum sjónarhól sögu vorrar. Hversu hátt þann sjónarhól ber er saga kynslóðar vorrar verð- ur skráð vitum v.;er, sem nú lifum og störfum, ekki. En eitt vitum vjer, það, að á starfi voru, í|)jóðhollustu og þegnskap veltur mikið um mat komandi kynslóða á því, hve giftudrjúgt spor Alþingi það, sem nú hefir lokið störfum, hafi stigið í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar. Vjer sem nú lifum, höfum tvöfaldar skyldur að rækja. — Annarsvegar gagnvart horfnum tíma, þeim dýrmæta arfi, sem fortíðin hefir fært oss. Hínsveg- ar gagnvart framtíðinni, þeim, sem landið eiga að ería. Hvorttveggja skyldan er ljúf. Hin fyrri vegna þess, að vjer unnum þjóðerni voru, tungu og sögu. Sú hin síðari vegna þess að vjer viljum ekki skorast und- an að gera kröfur til sjálfra vor. Framtíð íslands byggist á því .að vjer þekkjum sjálfa oss í for- tíð og nútíð og að vjer göngum ódeigir að því starfi, sem land vort krefst að hver og einn inni af hendi. Látum fögnuð vorn og heilbrigðan þjóðarmetnað á þessum tímamótum frelsismála vorra, verða oss hvöt til þess að standa betur sameinaðir. Sam- einuð þjóð og éinhuga verður aldrei svift frelsi sínu til lengd- ar. Trúin á frelsið hefir verið hið skapandi afl í baráttu ts- lendinga á liðnum öldum. Máttur þeirrar hugsjónar hef- ir ekki þorrið þótt ár og aldir líði. Það er trú vor og von, að sá maður sem Alþingi hefir kjörið fyrsta ríkisstjóra ís’ands, Sveinn Björnsson sendiherra, muni bera giftu til þess að stuðla að auknu samstarfi og farsæld með þjóðinni. — Mannkostir hans, lífsreynsla og vitsmunir eru trygging þess. í þeirri trú og vissu að vjer höfum skipað full- veldismálum vorum á grundvelli skýlauss rjettar, mæta íslend- Ingar ókomnum tímum. a EINHUGUR, ÞREK, GÆTNI OG ÞJÓNUSTUSKYLDA * Herra forsætisráðherra! Jeg þakka yður og ráðnneytinu fyrir það, með hve einlægum trún- aði þjer hafið afhent mjer í hend- ur þa.ð æðsta vald, sem ráðuneytið hefir farið með í rúrnt ár, þann- ig, að allir munu viðurkenna, að það skili því af sjer með sæmd. Jeg vil bæta við þakklæti mínu fyrir góða og mjer hugljúfa. sam- vinnu við ráðherrana um langan tíma og von minni um að góð samvinna megi haldast einnig eft- ir breytingu þá, sem nú er orðin Herra forseti! Jeg þakka hinu háa Alþingi ís- lendinga fyrir það traust og þá sæmd, sem það hefir sýnt mjer með þvi að kjósa mig fyrsta rík- isstjóra íslands. Og jeg þakka yður, herra for- seti, fyrir þær hlýju árnaðaróskir, er þjer fluttuð mjer. ★ Háa Alþingi! Hæstvirt ráðu- neyti! Allir þjer, 'sem heyrið mál mitt! fslendingar! Um leið og jeg tek við þessu virðulega og ábyrgðarmikla starfi, tel jeg skylt, að vjer minnumst þess manns, sem alt fram að 10. apríl 1940 fór með æðsta vald ís- lands, sem mjer er nú trúað fyrir í eitt ár, Hans Hátignar Kristjáns X., sem frá 1. desember 1918 hefir verið konungur fslands og Dan- merkur, fyrsti konungur með þeim titli. Eins og kunnugt er, var það Kristján konungur X., sem á 7. ríkisstjórnarári sínu í Danmörku staðfesti með undirskrift sinni, að ísland skvldi vera frjálst og full- valda ríki, að alþjóðalögum jafn- rjetthátt Danmörku og öðrum frjálsum og fullvalda ríkjum. Áuk annara mannkosta hans, sem jeg hefi átt kost á að kynn- ast, tel jeg mig geta fullyrt það, að hann hefir jafnan rækt kon- ungsstörf sín sem konungur ís- lands, án þess að víkja af þeirri braut, sem samkvæmt viðurkend- um venjum nútímans er mörknð þingbundnum konungi í lýðræðis- ríki. Jeg vil einnig nú í dag minna á annað. Það fjell í minn hlut að tilkynna Kristjáni konungi, nokk- uð óviðbúið, þá ályktun Alþingis 10. apríl 1940, að vald það, sem hann hafði til þess dags farið með sem konungur fslands, væri nú falið ráðuneyti íslands, að svo stöddu. Konungur tók þessari til - kynningu eigi aðeins með virðu- legri stillingu, heldur, svo að segja umhugsunarlaust, með fullkomnum skilningi. Hann samsinti skilyrðis- laust rjettmsSti og nauðsvn þess- arar ákvörðunar Alþingis. Og nú hefir Kristján konungur X. reynst þjóð ]>eiriú, sem hann er borinn af, Dönum, betur en nokkru sinni fyrr. Nú, er Dönum reið mest á, hefir hann orðið alt í einu'- Forustumaður, einingar merki og næstum þjóðhetja , dönsku þjÖðarinnar. Avarp ríkisstjórans á Alþingi í gær Þá ber oss áð minnast sjerstak- lega og með hlýjum hug þeirrar frændþjóðar vorrar á Norðurlönd- um, sem vjer höfum átt mest samband við á liðnum öldum, dönsku þjóðarinnar. Erfiðleikar þeir, sem Danir eiga nú við að biúa, hljóta að gera það eðlilegt oss öllum íslendingum, að hugsa til dönsku þjóðarinnar með sjer- stakri samúð einmitt nú. En þótt eigi væri um þessa erfiðleika að ræða, hygg jeg óhætt að fullyrða, að ekki mundi skorta hlýhug vor íslendinga í garð dönskú þjóðar- innar nú, á ])essu augnabliki, hvað sem fortíðinni líður. Því veldur margt, sem jeg tel óþarft að telja upp. En ein af ástæðunum er vafalaust sá skilningur ábyrgra manna meðal Dana, sem hefir far- ið vaxandi’ár frá ári síðasta ára-S tuginn, á íslensku þjóðerni og á þörf íslendinga á því að ráða sjáifir og einir öllum málum sín- um á eigiu ábyrgð. Mjer hefirj gefist sjerstakt tækifæri til þess að fylgjast með þessu. Enda liafa forustumenn Dana iátið þennan skilning í ljós opinberlega, á ýms- an hátt og við mörg tældfæri 4 síðari árurn. Jeg hvgg, að fullyrða megi, að nú búi í brjóstum flestra eða allra Islendinga einlæg virðing fyrir þessari bræðraþjóð vorri. Úr þeirri virðingu hefir ekki dregið á nú- verandi reynslutímum dönsku þjóðarinnar. Síður en svo. Og við hana hefir bætst samúð vor, inni- legri en vjer höfum átt kost á að bera í brjósti nokkru sinni áður. Því veit jeg, að vjer Islending- ar óskiftir óskum þess einlæglega og af heilum hug, að sú stund megi ekki vera alt of fjarri, að danska þjóðin fái aftur fullkomið og óskorað frelsi sitt ög fullveldi og megi halda því óáreitt um ald- ur og æfi. ★ Með samskonar hug ber oss að minnast hinna frændþjóðanna á Norðurlöndum: Finsku þjóðarinnar, sem er enn í sárum eftir geigvænlega vopna- árás voldugs nágrannastórveldis, varðist meðan fært var með ó- gleymanlegri hetjudáð, en á þó ennþá óvissu framundan. Norsku þjóðarinnar, sem á fóst- urjörð sína í höndum erlends her- valds. Sem varið hefir land sitt með þeirri hreysti, sem sagan mun jafnan minnast. Hún hefir ekki enn gefið upp þá hetjuvörn, þótt konungur, ráðuneyti og margt annað góðra manna sje landflótta um stund. Vjer sameinumst öll í þeirri ósk, að norska þjóðin fái sem fyrst land sitt og óskorað frelsi og fullveldi um alla fram- tíð. Sænsku þjóðarinnar, sem hefir sýnt oss Islendingúm vaxandi vin- arhug. Hún á það kjarki sínum og dugnaði að þakka, að hún hefir enn komist hjá hernámi sjer vold- ugri þjóða eða, vopnaárás erlends valds, en hlýtur þó að vera mjög aðþrengd á ýmsan hátt vegna við- burða styrjaldarinnar. Það er von mín og ósk —- og jeg held okkar allra —, að við ís- lendingar eigum eftir að eiga sem mest mök við allar þessar fjórar frændþjóðir vorár á Norðurlönd- um. Að þess verði kostur í fram- tíðinúi að halda áfram og auká það samneyti vort við þessar þjóð- ir á sviðum menningar og á öðr- um sviðum, sem sífelt fór vaxandi árin fyrir styrjöldina. Mjer virð- ist öll rök leiða til þess, að vegna blóðskyldleika, inenningaraðstöðu, sameiginlegra hugðarefna og líkra aðstæðna á ýmsum öðrum sviðum, munum vjer íslendingar hvergi fá betur notið vor en í þessum vina- og frændahóp. ★ Jeg tel mjer heimilt að fullyrða, að það er, nú sem fyr, eindreginn vilji og ósk íslendinga, að þótt vjer óskum fyrst og fremst að teljast í hópi frjálsra Norður- landaþjóða, megum vjer einnig í framtíðinni eiga heima í hópi þeirra annara lýðræðisþjóða, sem vilja byggja líf sitt, framtíð og gagnkvæm viðskifti á grundvelli rjettarins, með gagnkvæmri virð- ingn fyrir rjetti hvor annarar og orðheldni. Enda finst mjer það leiða af sjálfu sjer. Því að jeg kem ekki auga á nokkurn mögu- leika á því, að hægt sje að tryggja og varðveita framtíðartilveru Is- lands sem frjáls ng fullvalda rík- is, og íslensku þjóðarinnar, á nokkrum öðrum grundvelli. Af þessu leiðir, að jafnframt því, sem vjer verðum að standa einhuga saman um það, að halda fast og einarðlega á því, sem sannfæring vor segir, að sje rjett- ur vor, munum vjer og vera jafn- einhuga um að ganga ekki á rjett annara þjóða. Vjer munum virða rjettinu, einnig er aðrir eiga í hlut —- en aldrei máttinn án rjett- ar. ★ Enginn mun vænta þess, að jeg geti í dag sagt nánar um störf mín á því ári, sem kjör mitt nær til. Starfið er nýtt, og margt get- ur breyst á miklu skemri' tíma en • . i. , emu ari. En hitt er ekki óeðlilegt, að jeg skýri nokkrum orðum frá því. með hverjum hug jeg tek við starfinu. AUir vita það, að vegna her- náms erlends ríkis njótum vjer sem stendur ekki fylsta frelsis og fullveldis í athöfnum vorum. Hitt veit jeg ekki, hvort allir íslend- ingar hafa gert sjer nægilega ljóst, hve lítill er raunverulega munnr- inn á aðstöðu vorri nú, og að- stöðu þeirra þjóða, sem eiga í ófriði. Það er skoðun mín, að mnn- urinn sje sáralítill. Vjer eigum ekki sök á þessu. Vjer revndnm, og reynum enn .að gera vort ítr- asta til þess að vera algerlega hlut- lausir í þeim hildarleik, sem nú er Iiáður. Vjer liöfum viljað, og vilj- um enn, eiga frið við allar þjóðir. Vjer höfum ekki viljað og viljum ekki enn bera vopn á aðrar þjóðir, ekki einu sinni til varnar. Og svo hygg jeg, að muni einnig verða framvegis. Hjer í landinu er á móti vilja vorum setulið frá öðrum ófriðar- aðilanum og hernaðaraðgerðir hans. Hinn aðilinn hefir, án. þes* að oss finnist, að vjer höfum unn- ið til saka, bannfært oss, lýst aíS hafið umhverfis ísland, allar leiðir að landinu og frá því, ófriðar- svæði, og beitt hernaðaraðgerðnm gegn íslenskum ríkisborgurnm. Um afleiðingu þessara stað- reynda, sem að minni skoðun hafa sama sem dregið oss inn í ófrið- inn, þótt gegn vilja vorum sje, skal jeg ekki reyna að spá neimi fram í tímann. En jeg lít svo á, að nauðsyn sje öllum fslendingum að gera sjer Ijóst, að þannig er þessu farið, öllum þeim, sem hafa ekki gert sjer það ljóst áður. Og þá jafnframt, að öll aðstaða vor hlýtur að mótast af þessu. Því að fvrsta skilvrði til þess að geta hagað sjer á þann hátt, sem góð- um og hyggnum mönnum sæmir, er að gera sjer Ijóst, alveg ljóst, hvar vjer erum staddir, hvort sem það er ljúft eða leitt. Og það nægir ekki að horfast í augu við staðreyndirnar. Vjer verðum einnig að reyna að sýna hug, kjark, þrek, gætni og dreng- skap. í því efni virðist mjer vera nú ástæða til þess að leita fyrir- mynda hjá þjóðum, sem lent hafa raunverulega í ófriði, svo langt sem sá sambærileiki getur náð. Tilgangurinn er sá sami: að bjarga því og varðveita það, sem þjóð- inni er dýrmætast og kærast. Að bjarga frelsi sínu og tryggja þáð í framtíðinni. Að bjarga þjóðerni sínu og varðveita það. Að varð- veita virðinguna fyrir sjálfum sjer. Að tryggja það sem best, að til verði að ófriðnum loknum sem mestur forði orku og verðmæta til þess að bvggja upp nýtt og betra þjóðfjelag. Þetta hefir alt reynst kleift, en þeim þjóðum einum, sem hafa nógu einlægan ásetning um að varðveita felsi sitt og fullveldi og vilja öllu fórna heldur en að missa það. FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.