Morgunblaðið - 18.06.1941, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Ávarp ríkisstjórans
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
Sem bet\ji' fer er ófriður eins og
sá, sem nú stendur vfir, ekki var-
anlegt ástand. Hann stendur tak-
markaðau tíma, skamman eða
langan. Þess vegna er mögulegt
að færa fórnis í bili, sem mundu
vera nær þyí ofraun, ef um varan-
legt ástand væri að riéða. Ekki
mun ofmælt að líkja viðhorfinu
þennan takmarkaða tíma við
beinan lífsháska fyrir þjóðina sem
þjóð. Enda sýnir sagan, að þjóðir
haía. án þes.s að þær hafi viljað
ófrið, glatað fjöri sínu sem sjálf-
stæð ríki á ófriðartímum, og orð-
ið að berjast og þola hverskonar
raunir og hörmungar, jafnvel svo
öldum skiftir, áður en þær hafa
fengið nokkra rjettingu mála
sinna.
Jeg vil nú nefna nokkur dæmi
þess-, sem slikar þjóðir hafa talið
nauðsynlegt til þes sað ná til-
ganginum —- að varðveita fjöregg
sitt.
Fyrsta dæmið yerður einhugur
allrar þjóðarinnar. Það er ekki
hægt að eínbeita kröftunum sjer
til lífsbjargar á neinn annan hátr.
Sá einhugur, ef han'n tekst, leiðir
að vissu leyti af sjer það annað,
sem jeg mun taka til dæmis. Það
þarf engan spámann til þess að
ségja það fyrir, hve lítil er lífs-
hjargarvtm þjóðar. sem er sjálfri
sjer sundurþykk á slíkum hættii-
tímum. Ein meginuppistaða lýð-
frelsisins er spunnin úr þrem
sterkum þáttum: Skoðanafrélsi,
frelsi orðsins og hollri gagnrýni á
stjórnmálasviðiuu. Gunnreifir
menn, sem berjast fvrir hugsjón-
um sínum, halda þjóð sinni lif-
andi og vakandi. Án baráttu er
ekkert líf til. En eínmitt vegná.
þess, hve sterkir og haldgóðir eru
þeir þættir, sem jeg nefndi. geta
þeir einnig orðið hengingaról lýð-
frelsisins undir sjerstökUm kring-
unlstæðum .Þegar Önnur sjónar-
mið, óvenjulega stór, skapast,
slíðra, menn því sverðin um stund-
arsakir. Þá forðast menn óþarfar
deilur í ræðu og riti, í blöðum og
á m'annfundum. Oþarfan ríg eða
krit á stjórnmálasviðinu, milli
einstaklinga, stjetta og flokka.
Einstaklingar sem slíkir hverfa
ekki. Stjettirnar hverfa ekki.
Flokkarnir hverfa ekki. Skoðanir
einstaklinganna og áhugamál á
innri stjórnmálum, skoðanir og
áhugamál stjettanna og flokk-
anna dofna eigi nje hverfa, þótt
hvíld sje í bili úin stuttan tíma.
En menn láta ekki jiessar skoðan-
ir sitja í fyrirrúmi, þannig að orð-
ið geti þjóðinni til meins þessa
stund, sem máske veltur alt á um
líf eða dauða þjóðarinnar.
Annað dæmið er þrek það og
vilji, sem slíkar þjóðir sýna um
að bera hver annars byrðar þennan
takmarkaða tíma. Þeir, sem þjóð-
in sjálf hefir trúað fyrir því að
5 manna blll
til sölu. Uppl. á Grettisgötu
götu 27 uppi.
stjórna björgunarstarfinu, verða
oft að gera óvenjulegar kröfur til
borgaranna, ekki af löngun til
þess að ganga á hlut nokkurs
manns, heldur af nauðsyn, brýnni
nauðsyn. Þetta sætta menn sig
við án óþarfa möglunar, tortrygni
eða öfundar við samfjelaga sína,
þótt þeim kunni að finnast í bili,
að einn verði harðar úti en ann-
ar. Þeir láta ekki hugsunina um
eigin hagsmuni eða stundarhagn-
að, sem oft getur verið fallvaltur,
sitja í fyrirrúmi fyrir því, sem
talið er þurfa til björgunarinnar.
Fórnfýsi er meira aðalsmerki ein-
staklingsins en möglunarsemi á
slíkum tímum, þótt mönnum kunni
að finnast þeir verða fyrir stund-
aróþægindum. Endurminningin
um þau óþægindu hverfur fljótt,
er skipið er komið heilt í höfn.
Þriðja dæmið er gætni í orðum
og athöfnum. Jeg hefi pftar en
• einu sinni farið um og dvalið í
ófriðarlöndum. Jeg hefi ekki kom-
ist hjá því að taka eftir því, hve
sjerstaklega mikil áhersla er lögð
á það af stjórnarvöldum að brýna
fyrir mönnum slíka gætni í orð-
um og athöfnum — og hve skylt
borgararnir telja sjer að verða við
slíkum brýningum. Jeg hefi oft
velt því fyrir mjer, hver geti ver-
ið tilgangur sumra manna með
því að láta fá tækifæri ónotuð til
þess að lýsa skoðun sinni í orðum
eða athöfnum á þann hátt, sem
kann að vera öðrumhvorum ófrið-
araðiljanum viðkvæmt, særa hann
og tilfináingar þjóðar hans og
máske Verða sú vala, sem veltur
á stað og veldur tjóni á leið sinni.
Að menn hafi tilfinningár, sem
sjeu með öðrum ófriðaraðilja og
móti hinúm, er mannlegt, óum-
flýjanlegt, og hverjum manni að
sjálfsögðu heimiít. En að láta
þær tilfinningar, og oft, þær ein-
ar, án nokkurrar skynsamlegrár
hugsunar ráða orðum sínum og
athöfnum vrrðist mjer vera of
mikið hugsunarleysi og oftast til-
gangslaust.
Fjórða og síðasta dæmið er
þjónustuskylda einstaklingsins
við þjóðarheildina. Það er máske
heppilegra að kalla þetta þjón-
ustuhug eða þjónustuvilja en
þjónustuskyldu. Því að það, sem
jeg á við, kemur innan að, úr
brjósti hvers einstaklings. Svo
sem farið er hugsunarhætti lýð-
frjálsra þjóða, er erfitt að beita
nauðung eða » hörku af hálfu
þeirra, sem með völdin fara. Ein-
staklingurinn býður af fúsum
vilja frarn orku sína og hæfileika
til þjónustu við heildína, við þjóð
sína og fósturjörð. Og allir reyna
um leið að samstilla sig svo við
aðra landsmenn, að sem mest gagn
megi verða af þessari þjónustu
eínstaklingsins. Menn forðast að
láta þjónustu við sína eigin sjer-
hagsmuni sitja í fyrirrúmi, ef hún
samræmist ekki þjónustunni við
heildina. Menn inna af hendi þessa
þjónustu, er til þeirra er kallað,
og við það verk, sem hæfileikar
hyers eins, kunnátta Og allar aðr-
ár aðstæður eru líklégar til að
koma heildinni og framtíðarör-
yggi og frelsi fósturjarðarinnar
að gagni, hvort sem það samræm-
Iist fyrri hugmyndum. hans og
lífsven-jum eða ekki.
★
Það er nú bón mín til allra Is
lendinga, sem heyra mál mitt á
þessari stundu, að gera sjer það
ómak, áð gera skoðanir þær, sem
jeg hefi lýst, og dæmi þau frá
öðrum þjóðum, sem jeg hefi
nefnt, að íhugunarefni. Jeg fer
ekki fram á annað. Niðurstöðunni
ræður sannfæring og samvjska
hvers einstaklings.
Af því, sem jeg hefi sagt, hygg
jeg, að menn geti ráðið nokkuð í
það, með hverjum hug jeg tek við
starfi mínu. Jeg hefi því ekki
nema fáum orðum við að bæta.
T lögum þeim, sem Alþingi hef-
ir samþykt um ríkisstjóra ís-
lands, eru tvenn ákvæði um starf
hans.
I 1. gr. laganna segir, að hann
fari með vald það, sem konungi
er falið í stjórnarskránni.
1 í). gr. laganna segir: „Ríkis-
stjóri er ábyrgðarlaus af stjórnar-
athöfnum H.ann verður ekki sótt-
ur til refsingar nema með sam-
þykki Alþingis".
Ollum almenningi er það kunn-
ugt, hvert vald konungi er falið
í stjórnarskránni.
Af ábyrgðarfrelsinu um stjórn-
arathafnir leiðir að min,ni skoð-
un það, að ríkisstjórinn verður að
gæta þess vandlega, að gera, ekki
neitt það í stjórnarathöfnum sín-
um, sem telja mætti með rjettu
misnotkun þessa ábyrgðarfrelsis.
Hann verður og sjerstaklega að
gæta þess, að víkja ekki af þeirri
braut, sem þeim manni ber að
þræða, sem falið er æðsta valdið,
samkvæmt viðúrkendum venjúm
nútímans í lýðræðisríki, þar sem
þetta æðsta vald er þingbundið.
Jeg hefi þann ásetning að reyna
að fullnægja þessum kröfum eft
ir því, sem jeg hefi hæfileika til.
Það er og ásetningur minn að
forðast á allan hátt að vekja
sundrung, en reyna að stuðla að
sem mestum einhug íslensku þjðð-
arinnar, að því er til minna kasta
kann að geta komið.
En framar öllu öðru lít jeg á
starf mitt sem þjónustu, þjónustu
við heill og hag íslensku þjóðar-
innar, þjónustu við málsstað ís-
lendinga, hvað sem framundan
kann að vera. Það er því ásetn
ingur minn að leggja fram alla
krafta mína, andlega og líkamlega,
fil þess að sú þjónusta megi verða
landi mínu og þjóð til sem mestra
heilla.
En mjer er ljóst, að ásetningur-
inn einn nægir ekki.
Því bið jeg höfund tilverunn-
ar, hann, sem á bæði ríkið, mátt-
inn og dýrðina, að gefa mjer — og
okkur öllum — þánn styrk, það
þol og þann kjark, sem okkur er
öllum nauðsynlegur. Og jeg bið
hann að gefa mjer kærleika og
auðmýkt, svo að þjónusta mín
megi verða Islandi og íslensku
þjóðinni til góðs.
Guð blessi Island o.g íslensku
þjóðina.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína Hingfrú' Ólíua
Kristleifsdóttir og Stefán Kr.
Sveinbjörnsson veggfóðrari, Njarð
argötu 45.
Athöfnin í sam-
einuðu þingi
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
júní s. á. hefir sama vald verið
falið ríkisstjóra, er Alþingi.kýs.
Þjer, herra Sveinu Björnsson,
hafið mi verið kjörinn ríkisstjóri
og undirritað liigboðið drengskap-
arheit að stjörnarskránni. Fyrir
hönd ráðuneytis Islands afhendi
jeg yður því úr höndum ráðu-
nevtisins meðferð þess valds, er
ráðunevtið hefir haft með hönd •
um frá 10. apríl 1940.
Þá mælti forseti; Hiun kjörni
ríkisstjóri hefir nú tekið við starfi
sínu. Jeg vil óska þess, að honum
megi auðnast að rækja svo ríkis-
stjórastarfið, að landi o'g þjóð
verði til heilla.
Þessu næst ávarþaði Sveinn
Björnsson ríkisstjóri þingheim og
er ávarp hans birt á öðruin stað
í blaðinu.
Að loknu ávarpi ríkis.stjóra var
sunginn þjóðsöngurinn. Karlakór
Reykjavíkur söng í úvarpssal, en
hátalara var komið fyrir í þing-
salnum.
Sleit, forseti þvínæst fundi, en
ríkisstjóri gekk íit á svalir Al-
þingishússins, því mikill mann-
fjöldi hafði safnast þar fyrir ut-
an. Var þar m. a. fylking íþrótta-
manna og í fararbroddi stjórn
1. S. I. undir fána sambandsins.
Ennfremur skátar undir sínum
fánum, þá KR-ingar og Ármenn-
ingar og voru bornir bæði fje-
lagsfánar og íslenskir fánár fyr-
ir fylkingunni. Dundi við lófa-
tak mannfjöldans, er ríkisstjói’inn
sýndi sig á svölunum.
Bað ríkisstjóri mannfjöldann að
hrópa ferfalt húrra fyrir fóstur-
jörðinni. Er því var lokið hróp-
aði mannfjöldinn einnig ferfalt
hurra fyrir ríkisstjóranum.
25 ára stúdentar
C túdentar ársins 1916 halda
25 ára stúdentsafmæli
þessa dagana og eru nú staddir
hjer í bænum allir sem komið
gátu. Þeir eru þessir:
Anna Bjarnadóttir frú, Keykholti.
Áxni Pálsson verkfræðingur, Rvík.
Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur, Rv.
Brynjólfur Stefánsson framkv.stjóri,
Rvík. Egill Jónsson hjeraðslæknir,
Sejrðijsfirði, Friðiák Friðriksson pró-
fastur, Húsavík, Guðbraudur ísberg
sýslumaður, Blönduósi. Helgi Ingvars-
son yfii’læknir, Vífilsstöðum. Helgi
Jónasson bjeraðslæknir Stórólfshvoli.
Ingimar Jónsson skólastjóri Rvík. Jó-
fi'íður Zo'óga, nú í Danmörku, Jón
Helgason próf'ussor, Kaupiftannahofn.
Ki’istín Ölafsdóttir frú, nú í Frakk
landi. Ijárus Jónsson læknir, Siglufxrði.,
Liiðvík I). Norðdal hjeraðsl., Eyrar-
bakka. Magnús Guðmundsson sóknar-
prestur, Ólafsvík. Ólöí Norðdal frú,
Rvík. P.jetur Magnússon eóknarprest-
ur, Vallanesi. Sigurður Jónasson for-
stjóri, Rvík. Stanley Mclax sóknar-
prestur Breiðabólsstað í Vesturhópi.'
Steingrímur Guðmun;hson skrifstofu-
maður Iivík. .Svanlaug Thorarensen í'rú,
Siglufirði. Valtýr Blöndal hankastjón,
Rvík. Þorkell Gíslason, bókháldari,
Rvík.
, Lfitnir eru þessir fjórir;
Ágúst Ölgeix|sson, Ársæil Gunnare-
son, Sveinbjöni Blöridid. Þórhallur Sig-
tryggsson. j
Miðvikudagur 18. júní 1941.
Rfkisstjðrinn við
leiöi Jðns
Sigurðssonar
A8 lokinni athöfninni á Al-
þingi í gær fór hinn nýkjörni
ríkisstjóri að lei8i Jóns Sig-
urSssonar og lagSi blómvönd
á leiSi forsetans. Hann ávarp-
aSi mannfjöldann, sem safn-
ast hafði saman við kirkju-
garðinn, svofeldum orðum:
Mjer er sjerstaklega l.júft að
taka þátt í því að heiðra
minningu Jóns Sigurðssonar í dag.
Við vitum það xun margar þær
skærustu stjörnur, sem við sjáum
á himinhvelfinguniii um heiðskíra
vetraniótt, að langur tírni er lið-
inn fi’á því þær sendu frá sjer
Ijós það, sem vjer nú sjáum. Samt
sjáum við stjörnuna skæra. Ög
hún getur verið okkur dýrmætt
leiðarljós.
Á söguhimni þjóðar vorrar eru
nöfn margra mætra fslend-inga,
sem bera ljós sem bjartar stjörn-
ur. Einna skærustu l.jósi varpar
til okkar nafn Jóns Sigurðssonar.
Við þetta bætist, að ekki er lengri.
tími síðan hann var á lífi én svo,
að við vitum með vissu um mann-
kosti liaus og hæfileika — meii’a
en um rnarga aðra mæta íslend-
inga, sexn voru uppi fyrir hans
daga. Það gerir enn auðveldara
fyrir okkur að hafa haini að leið-
arstjÖrnu. Og hann er löngu orð- -
inn leiðarstjarna okkar —■ einnig
æskunnar.
Þetta er happ, sem við höfixm
hlotið. Við getum varla' þakkað
það á anuan hátt betxir, en að
setja okkur fyrir hugskotssjónir,
okkur sjálfum til fyrirmvndar,
mannkosti Jóns Sigurðssonar. Af
þeim nefni jeg: Einarðleikann,
hreinskilnina, þrekið, starfsþolið,
drengskapinn, ósjerplægnina og
þjónustulund hans við heill lands
síns og þjóðar.
Gerum öll þetta!
Blessuð sje minning Jóns Sig-
urðssonar.
★
I dýpstu íotningu við minningu
hans verða nú lögð blóm á gröf
hans.
Mðtmæli Þjóðverja
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
skrifstofanna í Bandaríkj-
unum og brottvísun ræðis-
mannanna úr landi.
• - 'j'V i ■ .
Lokun ræðismannsski’ifstof-
anna hefir verið vel fagnað bæði
í Bandaríkjunum og í Englandi.
Yfirleitt kemur fram sú skoð-
un, að hjer sje um að ræða að
eins einn þátt í víðtækum að-
gerðum, sem Roosevelt ráðger-
ir til þess að hnelckja öxulsríkj-
unum.
• Trúlofun. í gær, 17. júní, opin-
beruðu trúlofun sían úngfrú Unn-
ur Jakobsdóttir frá ísafirði og
Inisgagnasmiður Bjarni Bentssoii
Bjarnasonar frá Reykhólum.
/