Morgunblaðið - 18.06.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.06.1941, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. júní 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Sveinn fyrsti Björnsson kjörinn f ® f ríkisstjóri Islands Virðuleg og hádðleg at- böf n á Alþingi ÞAÐ var mjög virðulegur og hátíðlegur svipur yfir Alþingi, er fundur hófst í sameinuðu þingi kl. ll/2 í gær. Dagskrá fundarins var í tveim liðum, þannig: 1. Kosn- ing ríkisstjóra íslands. 2. Ríkisstjórinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni og flytur ávarp. Margt gesta var viðstatt og méðal þeirra: Mr. Howard Smith sendiherra Breta, Sheppard ræðismaður, Mr. Harris verslunarfulltrúi. Williams vararæðismaður, Khuniholm aðalræðismaður Bendaríkjanna og frii, Bsmark sendiherra Norðmanna og frú, Bay aðalræðismaður, Fontenay sendiherra Dana, Voillerv ræðismaður Frakka, Arent CJaessen aðalræðismaður og fulltrúi ræðismanna. Ennfremur ríkis stjúrafrú Björnsson, biskup. landsins, dómarar Hæstarjettar, skrif- stofustjórar stjórnarráðsins, borgarstjórinn í Reykjavík, forseti bæj- arstjórnar Reykjavíkur, lögreglustjóri. Er þingmenn höfðu telíið sjer sæti hófst fundurinn í Sameinuðu AJþingi. Forseti sameinaðs þings, Har- aldur G-uðmundsson setti fundinn. Hann skýrði frá því, að samkvaunr dagskránni færi nú fram kosn- ing ríkisstjóra, Og gilti kosning' hans til eins árs, frá 17. jíiiií 1941 tiJ jafnlengdar 1942. ’ Bað forseti þvínæst þingskrif- ara að útbýta lrjörseðlum meðal þingmanna. Er forseti hafði talið; atkvæðin lýsti hann úrslitunum, en þau voru: Sveinn Björnsson sendiherra hlaut 37 atkv. Jónas Jönsson frá Hriflu hlaut eitt atkv. 6 seðlar voru auðir, eu 5 þingmenn voru fjarstaddir. Þessu næst mælti forseti: Nú mun forsætisráðherra ganga á fund hins nýkjörna ríkisstjóra og kyeðja hann til að taka við em- bætti sínu. Vil jeg biðja liv. þing- menn að bíða í.sætum sínum komu þeirra. Forsætisráðherra Hermann Jón- asson gekk nú af fundi, en kom brátt inn aftur, og var þá hinn nýkjörni ríkisstjóri í fylgd með honum. Allur þingheimur reis úr sætum. Ríkisstjóri tók sæti við grænt borð, gegnt forsetastól. Forseti mælti: Herra Sveinu Björnsson. Þjer hafið verið kos- inn ríkisstjóri IsJands á 'fundi Al- þingis' í dag til jafnleilgdar næsta árs og ber yður nii. að undirrita eið eða drengskaparheit um að halda stjóríiarskrá ríkisins. Kom nú skrifstofustjóri Al])ing- is, Jón Sigurðsson og lagði skjöl á borðið fvrir framan ríkisstjóra, sem undirskrifaði svohJjóðandi drengskaparheit — en þingmenn stóðu á meðan: Jeg undirritaður, sem l<osinn er ríkisstjóri íslands, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og mannorði, að lialda stjórn- arskrá ríkisins. Gjört í tveim samhljóða ein- t.ökum. Revkjavík. 17. júní 1941 Sveinn Björnsson. Forseti mælti uú: Hinn 'kjörni rílcisstjóri hefir nú undirritað* drengskaparheit um að halda, stjórnarskrá ríkisins. Hæstvirtur forsætisráðherra tekur nú til máls. Forsætisráðherra, Hermann Jón- asson mælti: Samkvæmt ályktun Alþingis 10. apríl 1940 um æðsta vald í mál- efnum ríkisins var ráðuneyti ís- Jands falin meðferð þess Aralds, sem konungi er fengið í stjórn- arskránni. Með álvktun um sama efni frá 17. maí 1941 og lögum frá 16. FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU Þýskum kstbát sfikt fyrlr Vsst- fjðrðum ýskum kafbát var senni- lega sökt fyrir Vestfjörð- um s.l. föstudag. Maður nokkur, sem var á sjó, varð var við kafbátinn og stuttu síðar komu Bretar og gerðu árás á, hann. Fólk á ströndinni sá merki þess, að kafbátnum var sökt. Af hernaðarlegum ástæðum er ekki hægt að skýra frá, hvar kafbátnum var sökt eða hvernig. Ríkisstjórinn undirritar drengskaparheitið. Fot.: Loftur. Ríkisstjórinn ávarpar þingheim. Fot.: Loftur. Forsætisráðherra, Hermann Jónas- son tilkynnir á Alþingi, að ríkis- stjóranum sje afhent meðferð æðsta valds ríkisins. Fot.: Loftur. Forseti Sameinaðs Alþingis, Har- aldur Guðmundsson, tilkynnir Sveini Björnssyni, að hann hafi verið kjörinn ríkisstjóri. Fot.: Loftur. DÝRTÍÐAR- FRUMVARPIÐ. ýrtíðarfriiriivarpið var rætt alla fyrri nótt í efri deild, eða til kl. 5 í gærmorgun, með um lrlukkutímá furidarhJje og Voru umræðurnar aJl-harðar með köfl- um. En niðurstaðari várð sú, að alJar breytingartiJlögur voru feld- ar og frumvarpið samþvkt óbreytt ög afgreitt sem lög frá Alþingi. Þln)jili> Ríkisstjóri slitur Alþingi Klukkan 5 síðd. í gær hófst fundur í Sameinuðu Al- þingi og fóru þá fram þinglausnir. Er forseti Sþ., Haraldur Guð- muridsson hafði sett fundinn. lrom ríkisstjóri, Svéinn "Björnsson inn í þingsalinn; þingmenn risu úr sætum. Ríkisstjóri tólr sjer sæti á vinstri hönd við forseta við hlið fjelagsmálaráðherra. Gaf .nvi forseti yfirlit um úrslit þingmála. Þingið stóð frá 15. febr. til 17. júní, alls 123 daga, og er það lengsta þing, sem háð hefir verið. Alls voru haldnir 194 þing- fundir, 82 í Nd„ 83 i Ed. og 29 í Sþ. Lögð voru fyrir þingið 39 stjórnarfrumvörp og 137 þing- mannafrumvörp. Þar af afgreidd •sem lög :33 stjórnarfrumvörp og 55 þingmann afrumvörp. Alls 88 lög. Feld vonv 2 þirigmannafrv., 4 afgreidd með rölcstnddri dagskrá. Ekki útrædd: 6 stjórnarfrumvörp og 37 þingmaimafrumvörp. Fram voru bornar 34 þings- ályktunartillögur. Af þeinv af- greiddar: 11 ályktanir : Alþingis, FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Hátlðahöld Iþróttamanna I gær ¥ þróttamen og konur söfnuð- ust saman á íþróttavellin- um og gengu þaðan undír.fje- lagsfánum og íslenskum fán- um að Alþingishúsinu, þar sem þeir hyltu hinn nýkjörna ríkis- stjóra. Þaðan hjelt ,skrúðgang;an og mannfjöldinn með Lúðrasveit Reykavíkur í broddi fylkingar suður á íþróttavöll, Staðnæmst var við leiði Jóns Sigurðss*nar. Lagðir voru tveir blómsveigar á leiði Jóns Sigurðssonar, annar frá Alþingi og hinn frá í. S. í. Einnig va,r lagður blómvöndur á leiðið frá Sveini Bjönrssyni ríkisstjóra. Ríkisstjóri flutti ávarp til mannfjöldans og er það birt á öðrum stað hjer í blaðinu. Skrúðgangan hjelt síðan suð- ur á íþróttavöll, þar sem Ben. G. Waage setti íþróttamótið með ræðu og sjera Sigurbjörn Einars- son flutti minni Jóns Sigurðsson- ar forseta og að þyí loknu hófst íþróttakepnin. 100 m. hlaup vann Bvandur Brynjólfsson (Vík.) á 11,5 sek. Annar varð Jóhann Bernhard (KR) á 11,6 og þriðji Baldur Möller (Á) á 12 sek. Kringlukast vann Gunnar Huseby (KR), kastaði 42,58 m. Annar varð Jens Magnússon (Á), 37,69 m. og þriðji Ólaíur Guðmundsson (ÍR) 36,44 m. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.