Morgunblaðið - 20.07.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1943, Blaðsíða 2
o MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. jálí 1943. — Árásin á Róm Framhald af bls. 1. leg og menningarleg verð mæti í borginni. \>.r sagt á flugmiðunum, að vel gæti verið tað fastistastjórnin sjálf ljeti varpa niður sprengjum á Vatikan-borg ina og aðra sögulega staði til þess að telja fólki trú uni, að bandamenn væri þ>ar að verki. EINGÖNGU AMER- ISKAR FLUGVJELAR. - Denis Marvin, frjettarit ari R,euters í aðalstöðvum bandamanna í Norður. Afríku, símar um loftárás ina á Róm, að það hafi eingöngu verið amerískar flugvjeliar, sem árásina gerðu. Fyrst komu fljúg- andi virki yfir borgina, og höfðu þær enga orustuflug vjelavernd, og síðar komu MitchelL og Marauder- sprengjuflugvjelar og höfðu þær Lightning-orustuflug- vjelar sjer til varnar. Loks komu Libetrator-sprengju- flugvjelar yfir borgina og voru engar orustuílugvjel- ar í fylgd með þeim. Fyrstu sprengjurniar fjellu til jarðar kl. 11.13, er fljúgandi virkin gerðu á rás á Sap Lorenzo járn- brautarstöðina, sem er um 6 km. frá Vatikan-borg- inni. Þremur stundarfjórð- ungum síðar var gerð önn. ur árás á stöðina. Næst ger0u Liberator-flv^vjelar árás á Littorio-stöðina og um siama leyti gerðu aðrar flugvjelar árás á Ciamp- ino-flugvöllinn. Árásin stóð yfir í 2y> klukku. stund. SJERSTAKLEGA ÆFÐIR FLUGMÍINN. Flugmennirnir, sem þátt tóku í árás þessari, höfðu verið sjerstaklega undir það búnir. Þeir, sem stjórn uðu árásinni, eru vel kunn ugir í Róm, en allir flug- mennirnir höfðu tímum saman kynt sjer uppdrátt af borginni. Á uppdrátt- um, sem flugmennirnir höfðu meðferðis, voru skot mörkin sjerstaklega merkt og ennfremur staðir eins og Vatikanborgin og þar með Pjeturskirkjian og Pálskirkjan. Hafði verið gerður hringur umbverfis þessa staði og fleiri, og stóð í hringnum: ,,Má ekki undir neinum kringum- stæðum laska“. SKOTMÖRKIN. Bent er á. að járnbraut- arstöðvarnar Littorio og Lorenzo hafi afar mikla hernaðarþýðingu. Um þessar stöðvar fara allir flutning ar til Suður-Ítalíu. Littorio er um 6 km. fyrir norðan miðbik Rómaborgar, og járnbnautirnar, sem þar fara um, ganga allar f.yrir rafmagni. Lorenzo-stöðin er ekki síður merkileg frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þar koma saman járnbraut ir frá Neapel, Genuia og Florens. KONUNGSHJÓNIN SKOÐA SKEMDIRNAR. Útvarpið í Rómaborg skýrði frá því í dag, að konungur og drotning ítalíu hefðu farið til að skoða skemdirnar, sem urðu í loftárásinni, og ennfremur hefðu þau heimsótt þá, sem slösuðust í árásinni. „11 sökkvandi skip“ Quislings Frá norska blaðafulltrú- anum: FRÁ STOK.KHÓLMI er símað. að blaðið „Dagens Nyheter“ þar í borginni skýri svo frá í grein, sem heitir ,,Hið sökkvndi skip“: Quislingar eigi sífelt við að stríða vaxandi erfið- leika við að hialda saman liði sínu. Foringi „hirðar- innar“ Möystad, Johan Stenersen útgerðarmaður, er andaðist akyndilega, biskup Quislinga í Bergen, Falck.Hansen og forseti bæjarstjórnar í Tönsberg,; Bjerek, hafa fyrirvaralaust lagt niður störf sín. Segir blaðið, að fjöldi af óbreytt um liðsmönnum í flokki Quislings sjeu nú orðnir óttaslegnir um hvað bíði þeirra, og jafnvel innan- ríkisráðherrann, Hagelin, sje farinn að vinna með föðurllandsvinum gegn Quislingum. Á æskustöðvum Quis_ ligns, Þelamörk, hefir flokksmönnum hans fækk- að síðan í febrúar úr 2600 í 300. En í Svíþjóð verða menn varir við flóttann úr flokki Quislings á því, hve margir fyrverandi flokks- manna hans eru meðal flóttamanna þeirr.a, er leita til Svíþjóðar. Þangað hafa nú flúið margir þeir, er voru um skeið í hinni svo nefndu ,,Noregs-herdeild“. Blaðið segir, að ástæðan fyrir flóttanum úr flokkn- um sje sú, að þeir, Quisling ar, eru nú farnir að sjá, að dagur reíkhingsskilanna nálgast. Greinin endar á þessa leið: Þrátt fyrir vaxandi erfiðleika og aukna kúgun og hiarðstjórn í Jandinu, verður almenningur í Nor. egi bjartsýnni með degi hverjum. Það er og verður til ó- gleymanlegs heiðurs fyrir norsku þjóðina, að megnið af öllum Norðmönnum fjekkst aldrei til þess að fara út í það skip, sem ^otturnar eru nú byrjaðar lað yfirgefa. ÞÝSK KOL BLACKPOOL í gær: — Þing kolahámuverkáTiianfiaj sem stendur yfir hjer þessá dagana samþykkti í dag, að, sámtök námuverkamanna geri alt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir, að þýsk kol verði notuð eftir styrjöldina til að lækka kaup og kjör breskra kolanámu- verkamanna. — Iieuter. Fram komið frá Akureyri — KNATTSPYRNUFJE- ; LAGIÐ FRAM kom til bæj- | arins s. 1. sunnudagskvöld eftir 10 daga ferð til Akur- eyrar. Ragnar Lárusson, formað- ur Fram, skýrði blaðinu svo frá í gær, að ferð þessi hefði verið í alla staði hin ánægju- legasta. Fram fór norður í boði í. R. A. Sama kvöldið og þeir komu, sátu þeir sam- sæti hjá í. R. A. Fram dvaldi í barnaskólanum, fengu tvær stofur til umráða og borðuðu í Verslunarmannafjelagshús- inu. Als kepti Fram 4 leiki á Akureyri, 3 við úrvalsliðið og eínn við K. A. Tveir leik- irnir urðu jafntefli en Fram vann tvo. Fram fór í boði I. R. A. í Vaglaskóg og að Mývatni. — Var þá snæddur hádegisverð- ur í Reykjahlíð og fóru þar fram ræðuhöld. Einnig var farið að Möðruvöllum, til Hjalteyrar og víðar um Eyja- fjörð. Dansleikur var haldinn fyrir Fram s. 1. föstudag og á laugardaginn var fjelaginu haldið kveðjusamsæti. Voru þar samankomnir knatt- spyrnumennirnir af Akur- eyri og forráðamenn þeirra. Þar afhenti I. R. A. hverj- um manni pappírshníf úr hreindýrahorni og var graf- ið á þá að þeir væru gefnir af I. R. A. 1943 og nafn mannsins. Knattspyrnumenn irnir frá Akureyri, sem komu á landsmótið gáfu Fram stóra litaða ljósmynd af Ak- ureyri. Fram gaf aftur á móti í. R. A. stóran silfurbikar til þess að keppa um í knatt- spyrnu * í Norðlendingafj órð- ungi. Var letrað á hann hverj ir gæfu hann og Ihvenær. Auk þess gaf Fram hvoru fjelag- inu, K. A. og Þór, málverk frá Þingvöllum. Móttökurnar voru með á- gætum, sagði Ragnar Lárus- son að lokum, allir íþrótta- mennirnir sýndu þá höfð- ingslund og drengskap, sem best hefði verið á kosið. — Akureyrarförum Fram munu verða ógleymanlegar þessar samverustundir með íþrótta- mönnum á Akureyri. Vaxandi ókyrl í Danmörku CHARLESTON, SÖUTH CAROLINA. — I fregn frá Stokkhólmi er sagt frá því, að Svenska Dagbladet hafi skýrt frá samþykt æskulýðs- deildar róttæka flokksins danska, en hún var gerð að Hróarskeldu á fundi þeirra þar. Fundurinn skýrði frá því, að samkomulagið á milli. clönsku lögreglunnar og al- mennings hafi versnað svo mikið, að nú horfi til vand- ræða. Vantraustið á dóms- rnálakerfið danska er stöðugt að vaxa. HRAÐFLE Y G ASTA ORUSTUFLUGVJELIN „Typhoon" orustuflugvjelar eru taldar einhverjar hraðfleyg- ustu orustuflugvjelar í heimi. Breski flugherinn er nú farinn að nota þessa gerð orustuflugvjela í stærri stíl. Vjelar þessar hafa fjórar fallbyssur í vængjunum. Catania CATANIA, sem mest hef- ir verið barist um undan- farna d:aga, er aðalborgin á austurströnd Sikileyjar og er um 90 km. suður af Messina og um 200 km. frá Palermo. Catania er við hraunbreiðu. Borgin sjálf er ekki sjerstak- lega fögur, en umhverfið þykir sjerstaklega fallegt og eldfjallið Etna (10.800 fet) hefir dregið margan ferða- langinn til borgarinnar. Jörð in er ákaflega frjósöm og þar eru fimm uppskerur árlega. LOFTSLAGIÐ er ekki eins milt og t. d. í Palermo. — Sumrin eru heitari og vetur kaldari, en góðviðrisdagar eru þar margir og er Catania álitin einhver sólríkasti stað ur á Sikiley. ÍBLJATALA borgarinnar var árið 1936 244.972. Há- skóli er í borginni, sem var stofnaður 1434 og árið 1936 voru þar 2.720 stúdentar. — Bellini, frægur ítalskur ó- peruhöfundur fæddist í Ca- tania árið 1801, og hann er grafinn í dómkirkjunni. SÖGULEGT YFIRLIT. — Nafnið Catania er senni- lega frá grísku og þýðir „undir Etnu“. Borgin var stofnsett 729 fyrir Krists og varð brátt þýðingarmikil borg. Borgin var oft undir erlendri stjórn. Um tíma var Catania aðalborg Aþenu- manna í leiðangri þeirra til Sikileyjar. Síðan komst borg- in undir rómverska stjórn. Borgin hefir oft orðið fyrir miklum skemdum af völdum .larðskjálfta og e'dgosa, eink- um 1069, þeg : ■ hraunleðja frá Etnu fylti höfnina að nokkru leyti, þótt borgin bjargaðist. Hinsvegar lagðist borgin sjálf svo að segja í rústir í jarðskjálfta 1693. Síðan var bo.rgin endurreist og síðustu 20 árin hefir borg in vaxið og verið mikill versl- unarstaður. Einkum hefir verlð flutt út þaðan mikið af brennisteini. ELDFJALLIÐ ETNA er sennilega eitt þektasta fjall í Evrópu. Það er erfitt að kom- og Etna ast að gignum að vetrarlagi, en að sumarlagi tekur ferð þangað frá Catania um 22 klukkustundir. - Sikiley Framh. af 1. síðu. Þjóðverjum skamt frá Gram- michele. Var þar um að ræða fámenna hersveit úr Tlerman GÖring herfylkinu. Þegar Þjóðverjar sáu að hverju: stefndi, að Kanadamenn myndu taka borgina. flýttu beir sjer að taka öll farar- tæki í sínar hendur og skyldu Italana eftir, eins og þeir srerðu í Afríku. Kanadamenn hafa nú tekið um 7000 fanga. Breskur liðs- foringi, sem barðist í Norður- Afríku segist aldrei hafa sjeð neitt þvílíltt í Afríku eins og hann hafi sjeð á Sikilev. í Afríku hafi Italir þó reynt að sýna einhvern vilja til að berjast, en í flestum tilfellum ó Sikiley vefist þeir hr.einlega upp. Lítið, sem ekkert hafi verið gert til að torvelda bandamönnum framsókn eft- ir vegunum. Það hafi að, eins verið um óverulegai’ hindranir að ræða alla ]ð frá ströndinni, l>ar til komið var að Garmmichele, bá fyrst hafl orðið var við landsprengjur. Páfinn skoðar skemdirnar London í gærkveldi. ÍALSKA frjettastofan skýrir frá því í kvöld, að páf- inn hafi verið rólegur í her- bergi sínu meðan á loftárás- inni stóð. Þegar merki var gefið um, að hættan væri lið- in hjá bað hann um frjettir af tjóninu. Síðan fór hann með einkafrj ettaritara sínum monsignor Montine, til Bast- ilica Sán Lorenzo fuero de Mura og til Veano-kirkju- garðsins, sem frjettastofan segir að hafi orðið fyrir skemdum. Fjöldi fólks hafði safnast saman á toginu fyrir framan kirkjugarðinn —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.