Morgunblaðið - 20.07.1943, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.07.1943, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þríðj'ddag'ur 20. júlí 1943. tslensk húsagerð Framh_^af bls. 4. Margt hefir farið í blómgast nú betur en nokkru sinni fyr. handaskolum hjá oss síðan steinsteypuöldin hófst. Nú er þó svo komið, að bestu húsin í bæjum og sveitum standa ekki að baki tilsvar andi byggingum í ná- grannalöndunum og að sumu leyti framar. Þau eru sterkari, endingarbetri og eldtraustari en timbur- eða múrsteir.shús. Ekkert af erlendu húsunum jafn- ast við bestu bæina, sem hitaðir eru með jarðhitrí og hafa ótæmandi heitt vatn, kalda vatnsveitu, baðklefa, vatnssalerni og jafnvel raflýsingu. íslensku húsasmiðirnir geta líka svarað úr flokki. Erlendu múrararnir eru að vísu leiknir í sinni list,; sem hefir þroskast öld eft ir öld, og ótrúlega fljótir að hlaða veggi úr múrstein um. Þó mun flestum finn >ast, að íslensku múrararn ir standi þeim ekki að baki,. hvorki að vinnuhraða^ nje verklagi. Þeir steypa nú ekki aðeins veggina, held ur jafnframt loft og gólf, stiga og þakrennur á svip uðum tíma og hinir hlaðia veggina. ★ Um síðustu aldamót mátti með nokkrum rjetti! segja, að landði væri ó- byggt. Þá voru hjer aðeins örfá hús úr varanlegu efni. Alla torfbæina varð að byggja upp á næstu 50 árunum, og iauk þess 200 —300 nýjar íbúðir á ári hverju vegna fólksfjölgun ar í landinu. Þetta mikla starf áttum vjer auðvitað að.vinna eft ir forsögn bestu h/^ameist ara, húsasmiða og verk- fræðingia. Verkinu mátti flýta með því að taka upp þegnskylduvinnu. Þetta vakti fyrir sumum mönnum, jafnvel fyrir alda mót, en það reyndust marg ar torfærur á þessari leið. Augun jeg hvíli T /I* | f með gleraugum | yjj jj j Ef Loftur ffetur það ekki — bá hver? Þá var hjer enginn húsa_ meistari, einn verkfræðing ur og hiann var bundinn við annað starf (vegagerð). Húsasmiðir vorir þektu þá lítið sem ekkert til stein. steypu., einangrun húsa var í bernsku og notkun jarðhita ókunn. Vjer hjeldum Ijó í þessa áttina, eftir því sem þekk_ ing og ástæður leyfðu. Margt fór í handaskolum, en vjer vorum fljótir að læna og eigu.:.i j A fjölda af leiknum o.g lærðum húsagerðarmönnum. Vjer ættum nú að geta byggt allt eftir forsögn kunnáttumanna og betur en nokkru sinni fyr. Það á nú ekki lengur við, sem Matthías kvað fyrir rúmum mannsaldri: Mín ástkæra þjóð, þú ert enn í peysu, þú ert enn að byrja þá löngu reisu úr amlóðans baðstofu gegn um göng, grafin af moldvörpum, lág og þröng. Finnleikaflokkur Ármanns kominn að norðan F1MLEIKAFLOKKUR ÁR MANNS, 20 stúlkur og 9 karlar, auk íþróttakennarans, Jóns Þorsteinssonar, sem ver- ið hafa á ferð um Norðurland komu til bæjarins eftir hálfs- mánaðar ferð síðastl. sunnu- dag. Sigurður Norðdahl, sem var fararstjóri flokkanna skýrði blaðimr svo frá í gær, að ferð þessi hafi verið hin ánægjulegasta í alla staði og sýningunum allstaðar tekið forkunnarvel svo ekki hefði verið á betiv kosið. Alls sýndi flokkurinn á 9 stöðum og voru móttökurnar allsstaðar mjög rausnarlegar og ánægjulegar. Bað Norð- dahl blaðið að færa þeim, er stóðu fyrir móttökunum á hverjum stað bestu bakkir fyr ir óríeymanlegar viðtökur og viðkvnningu. Eftir að flokkarnir höfðu sýnt víðsvegar um Norður- land dvöldu þeiry um viku- tfma að Laugum og fóru bá að Mývatni, til Ásbyrgis, að Dettifossi og víðar. iniiiiniiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiiimn |tilkynning I | frá Morgunblaðinu | | MYNDAMÓT I blaðsins verða lalls ekki lánuð i hjer eftir ( innnniniiininiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiuiiiiiinniuuiiuuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÍH K.R keppir á Akureyri — Á LAUGARDAGINN keptu K.R.-ingar við Akur- eyringa í handknattleik og sigraði K. R. með 12:4. Einnig fór fram kepni í 200 m. hlaupi og sigraði Brynj- ólfur Ingólfsson (K. R.) á 23,6. Er það sami árangur og náðist bestur s. 1. sumar. I 80 metra hlaupi sigraði Jó- hann Bernhard (K. R.) á 9,5 sek. Þá fór fram sýning í kúlu og kringlukasti. Á sunnudaginn kl. 2 keptu K.R. og Akureyringar í knatt spyrnu og sigruðu Akureyr- ingar með 2:1. — Brandur Iirynjólfsson ljek með Akur- eyringum. Um kvöldið hjelt úrvalsflokkur K. R. fim- leikasýningu undir stjórn Vignis Andrjessonar í sam- komuhúsinu. Tókst sýningin prýðilega og hefir fimleika- flokkur K. R. getið sjer hinn besta orðstír í þessu ferða- lagi K. R. til Norður- og Austurlandsins. Eftir fimleikasýninguna á sunnudagskvöldið var sam- steti fyrir íþróttafólk K. R. Stjórnaði Jón Kristirisson for maður Þórs á Akureyri hófinu o" sá hann aðallega um mót- tökur K. R. á Akureyri. — Fararstjóri K.-R.-inga, Bene- dikt .Takobsson, þakkaði Jóni fvrir hina ágætu aðstoð er hann ljet íþróttafólki K. R. í tie. í gærkvöldi kom hinn fjöl- mennj íþróttaflokkur aftur til bæjarins, eftir 14 daga fræki lega og merkile.a íþróttaför íim Norður- og Austurla.nd. í kvöld heldur stjórn K. R. íbróttafólkinu kaffisamsæti í fjelagsheimili V. R. og býður formaður það velkomið heim með ræðu. Hryðju verk í Póllandi London í gærkveldi. AÐ ÞVl, er Pólverjar í London segja, framdi Gesta- po-lögreglan þýska viðbjóðs- legt hermoarverk í Póllandi. Pólskur maður að nafni Ho- rodynski og kona hans hjeldu veislu í tilefni af því, að eitt ái' var liðið frá giftingu þeirra, en í þessari veislu voru hjónin bæði, 3 böm þeirra, 4 þjónar og 11 gestir myrt af þýskum Gestapo- mönnum. Pólski þingmaður- inn Stanislaw Wankowics var einn gestanna. I pólskum frjettum er skýrt frá því, að Þjóðverjar hafi haft að yfirskini ákæru, sem umboðsmaður Þjóðverja á næsta búi við Horodynski, hafði borið á hendur honum þess éfnis, að hann hafiiskot- ið skjólshúsi yfir tvo spell- virkja. En í raun og sann- leika frömdu Þjóðverjar þetta morð til þess að kló- festa eignjir Horodynskis í sína umsjá næsta dag. —Reuter. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU. Borgarstjórinn í Hvera- gerði fertugur í dag, 20. júlí, er þjóð_ hátíð okkar Hvergerðinga: Þá er Herbert Jónsson, ,,borgarstjórinn“ okkar, fertugur. Hann er án efa einn vinsæladti maður í Árnessýslu, og þótt víðar væri leitað, því ekki vitum við til þess að nokkur mað ur beri kala til hans, og engan Ölfusing þekkjum við, sem ekki er vel við hiann. Þetta eru í sjálfu sjer allmikil meðmæli með einum manni, en fleira gott má um Herbert segja, án þess að víkj.a af götu sannleikans. Enginn er jafn síhress og glaður Sem hann, hvernig sem viðrar. Og hann er þess ávalt bú_ inn að leysia hvers manns vanda, hvort heldur er á nóttu eða degi, og hversu mikið ómak eða erfiði sem það kann að kosta, án þess nokkru sinni að líta til launa eða ^akklætis. Þrátt fyrir þiað, að hann hefir átt við margra ára van_ heilsu að stríða, jafnan verið fjelítill og fárra kosta átt völ, getur ekki bjartsýnni mann, og spurs mál hvort hann er ekki, í fátækt sinni, ríkasti mað- ur Hveragerðis. Ekki er lað undra þótt ýms störf hlaðist á slíkan mann sem Herbert og margir leit'i til hans, en hitt er annað, að oft hefir okkur samferðamönnum hans láðst að þakka hon- um og launa sem vera bar. Við vorum orðnir því svo vanir að hóa í Herbert, þegar mikils þurfti við: ,,Gerðu þetta eða hitt fyr_ ir mig, Hebbi minn!“ Og Herbert brást aldrei, hvort sem okkur vantaði einka- ritara, læknisaðgerðir, sálmabækur, hóstasaft, eða fjórða mann í bridge. Nú hefir það stundum viljað við breníia að ósín_ gjarnir menn, sem aldrei hugsa um eigin hag, hefj- ist lítt til mannvirðinga og skorti nafnbætur. En Hveragerði, sem í flestu er fyrirmyndarborg, hefir kunnað að sjá sóma sinn í þessu efni sem öðrum. Og þótt „ekki skrapi pen- ingar í pungi“ (eins og komist er að grði í helgi- sögu einni) hjá Herbert okkar, þá hefir hann titla og heiðursheiti á við hvern meðal greifa, sjeff og gúvernör. Er þá fyrst að telja, að hann hefir um langt skeið einróma af öll um Hvergeiþingum verið settur borgarstjóri staðar inð 1 og gegnt því embætti með slíkri ■ kurt og pí, að vandgengið mun verða í sporin hians. Þá er hann ráðsmaður Kvennaskólans, í fúlustu alvöru, kennari ágætur, varasímstjóri og varapóstmeistari, fram. kvæmdastjóri Kristilegs menningaf fjelags Ölfus. hrepps, ritari í stjórn sama fjelags og ráðgjafi hrepps I nefndarinnar. Ennfremur framkvæmdastjóri skipu- lagningar bæjarins, mæl- ingamaður og formaður bygginganefndar, eftirlits- miaður skrúðgarða og gróð urhúsaeigendaráðunautur: fyrv. framkvæmdastjóri „Hot Spring Laundry“, fyrv. kanínubústjóri, prím- usaviðgerðamaður og apó- tekarj, en lyfjabúð hans, hefir þann öndvegiskost framyfir aðnar slíkar, að meðöl eru þar gefin, en ekki seld. Þá er hann hand læknir staðarins, fram. kvæmdastjóri' h.'ó'kapar- mála, fastur svaramaður, skírniarvottur og sátta- semjari, — og væru hjer ekki þrjár yfirsetukonur —, en hjer skal staðar numið, þótt margar fleiri nafnbætur hafi "ð mak- legleikum hlaðist á Her- bert. Þess eins skal fram_ ar getið, að sökum marg- háttiaðrar menningarstarf- semi sinnar út á við, í þágu þorpsins, er í ráði að gera hann að framkvæmda stjóra ,Hot Spring CounciÞ, þegar það verður stofnað. Mikið verður um dýrðir á þjóðhátíð okkar í dag, sem vænta má. En þánn skugga ber á gleðima, ao afmæíisbarnið sjálft ligg- ur rúmfast, með biksvart alskegg, og því ekki íært um, í þetta sinn, að drekka gesti sína undir borðið. En stjórna mun hann hófinu úr rekkju sinni, og raka- samt mun verða í sialar_ kynnum hans, þegar líður á daginn. Hérbert hefir um skeið legið þungt haldinn í lungnabólgu og brjóst- himnubólgu, og sigrast á hvoruteggja af miklum dugnaði og skörungsskap, eins og hans var von og vísa. — Enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist hef- ir, og siannaðist það á okk ur Hvergerðirrgum, þegar Herbert lagðist. Honum var um skeið ekki hugað líf, og vikum saman var ekki um annað meira talað í Hveragerði en líðan hans: „Hvernig líður honum?“ Mar fy?sta spbrningin á morgnana og sú síðasta á kvöldin, er Hvergerðingar hittust. Jafnvel innrásin á Sikiley viarð að láta í minni pokann sem umtalsefni. Við fundum þá best hversu mikils virði hann var okk ur og þorpinu og að við gátum ómögulega án hans viarið. Nú er Herbert úr allri hættu. Við munum ganga að rekkju hans í dag, og drekka skál hans, með spaugsyrði á vörum og hlýju í hjarta, þakklátir fyrir að hafa heimt úr helju góðan vin og góðian ís- lenskan dreng. Þorvaldur Ólafsson, Öxnalæk. Ingimar Sigurðsson, Fagrahvammi. Kristmann Guðmundsson, Hrauntúni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.